Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Síða 15
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 SKOÐUN 15
Tvíhliða lausn
óhagstæð íslandi
KJALLARt
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjórnmálafræðingur
Fyrir nokkru kom út skýrsla
norsku utanríkisstofnunarinnar
og Albjóðamálastofnunar Há-
skóla Islands um tengsl fslands
og Noregs við Evrópusamband-
ið. í stuttu máli eru niðurstöður
skýrsluhöfunda þær að þrjár
leiðir séu færar; núverandi EES-
samningur, full aðild að ESB eða
tvíhliða samningur að fyrir-
mynd samnings Sviss við ESB,
sem gerður var eftir að Sviss
felldi EES-samninginn í þjóðar-
atkvæðagreiðslu. Skýrsluhöf-
undar hafna hins vegar lausn á
borð við fríverslunarsamning-
inn frá 1972 en sá samningur
nær einungis til vöruviðskipta
og nær því ekki yfir samskipti
ríkjanna eins og þau eru nú.
Skýrslan er fyrir margra hluta
sakir áhugaverð og vel unnin en
skýrsluhöfundum verður þó veru-
lega á í messunni þegar þeir telja að
tvíhliða lausn sé fær. Ekki aðeins
hefur sendiherra Evrópusam-
bandsins gagnvart íslandi og Nor-
egi látið hafa eftir sér að ESB hafi
engan áhuga á slíkum samningi
heldur yrði hann alltaf óhagstæðari
fyrir okkur íslendinga en núverandi
EES-samningur.
Raunar eru blikur á lofti um að
EES-samningurinn nái orðið með
fullnægjandi hætti yfir samskipti
íslands og Noregs við Evrópusam-
bandið og því er auðvitað mikil-
vægt að leita leiða til að finna
lausnir við hæfl. Það gæti þó reynst
örðugt í ljósi þess að Evrópusam-
bandið hefur hingað til ekki viljað
ljá máls á efnislegri uppfærslu
samningsins. En tvíhliða samning-
ur væri þó enn verri lausn.
Siglt eftir stjörnum
Fyrir nokkru fengu norsk stjórn-
völd Rannsóknamiðstöð um Evr-
ópumálefni í Brussel til að kanna
stöðu Noregs í evrópskri samvinnu.
Niðurstöðurnar er að finna í
skýrslu sem ber heitið Siglt eftir
stjörnum. Sjáif nafngiftin lýsir vel
afstöðu skýrsluhöfunda sem telja
að staða Noregs - og þar með vænt-
anlega íslands líka - sé lík sjófar-
anda sem hafi aðeins stjörnurnar
til að reikna út hentugustu siglinga-
leiðina en ekki þau tæki og tól sem
mannkynið hefur fundið upp til
hægðarauka í áranna rás.
í skýrslunni kemur fram að EES-
samningurinn virki vel að því leyti
að veita Noregi aðild að innri mark-
aði ESB og þar með að mikilvæg-
asta útflutningsmarkaði landsins.
Á RÁÐSTEFNU ASf 2002: AS( hefur ásamt fjölmörgum aðilum ályktað um Evrópumálin.
En þar kemur enn fremur fram að
þar sem vægi EES-samningsins
hafi'minnkað til muna, samhliða
því sem samstarf ESB hefur þróast,
hafl staða Noregs veikst í evrópsku
samstarfi og skýrsluhöfundar velta
upp nokkrum kostum til úrbóta.
Meðal annars skoða þeir þann
möguleika að sækja um fulla aðild
að ESB eða að taka upp tvíhliða við-
ræður um umfangsmikinn friversl-
unarsamning líkt og gildir milli
Sviss og ESB.
Svissneska lausnin
Tvíhliða samningur Sviss og ESB
nær aðeins til afmarkaðra við-
skiptasviða og er mun takmarkaðri
heldur en gildir innan EES. Samn-
ingurinn nær til rannsókna, opin-
berra innkaupa, tæknilegra við-
skiptahindrana, landbúnaðar, flug-
umferðar, vegaflutninga og frjáls
flæðis fólks yfir landamæri.
Á þessum sviðum er lögð áhersla
á að virða sjálfsákvörðunarrétt
Sviss, en eftirlit með samningnum
er á hendi tvíhliða nefnda á hverju
málefnasviði fyrir sig sem þurfa að
komast að samhljóða niðurstöðu
um öll ágreiningsmál. í reynd virk-
ar samningurinn þannig að Sviss
samþykkir afrit af löggjöf ESB. Þar
með þarf Sviss í raun að lúta regl-
um og stofnunum ESB. Það veldur
einnig spennu að ef einhver þáttur
samstarfsins telst ekki uppfylltur í
samræmi við forsendur hans að þá
fellur hann allur úr gildi.
„Raunar eru blikur á
lofti um að EES-samn-
ingurinn nái orðið
með fullnægjandi
hætti yfir samskipti
íslands og Noregs
við Evrópusambandið
og því er auðvitað
mikilvægt að
leita leiða til að finna
lausnir við hæfi."
Höfundar skýrslunnar Siglt eftir
stjörnum komast að þeirri niður-
stöðu að tvíhliða fríverslunarsamn-
ingur muni ekki henta hagsmunum
Norðmanna í samskiptum við ESB.
í því sambandi er til að mynda bent
á að í samningnum við Sviss gildir
ekki gagnkvæm viðurkenning í við-
skiptum nema á þeim sviðum þar
sem Sviss hefur í raun samþykkt að
taka yfir allar lagagerðir ESB. Sviss
tekur hins vegar engan þátt í undir-
búningi þeirra lagagerða.
Aukið fullveldisafsal
Út frá pólitísku sjónarmiði felur
tvíhliða samningur í sér enn meira
fullveldisafsal en aðildin að EES þar
sem ólíklegt verður að teljast að ís-
land fengi að njóta svipaðra rétt-
inda á innri markaði ESB og við nú-
verandi fyrirkomulag í EES án þess
að yfirtaka reglugerðir Evrópusam-
bandsins sem falla undir innri
markaðinn. Eftirlit með innleið-
ingu lagagerða myndi þá færast frá
Eftirlitsstofnun EFTA (ESA), sem ís-
land hefur beina aðild að, og til
Framkvæmdastjórnar ESB og þar
með til stofnana sem Island hefúr
ekki aðild að. Jafnframt myndi úr-
skurðarvald færast frá EFTA-dóm-
stólnum til Evrópudómstólsins.
Fríverslunarsamningur Sviss og
ESB er til vitnis um að einungis þau
ríki sem samþykkja að taka yfir
lagagerðir ESB á viðkomandi sviði
fá viðunandi markaðsaðgang.
Óraunhæfur kostur
Tvíhliða samningur milli íslands
og ESB er því ekki raunhæfur kost-
ur. Slíkur samningur myndi í öllum
tilvikum leiða til verri viðskipta-
kjara, erflðari aðgengis að innri
markaðnum og afnámi þeirrar
hlutdeildar sem fsland þó hefur í
dag í undirbúningi lagagerða ESB.
Óheft, eða í það minnsta haftalítil,
aðkoma að innri markaði Evrópu-
sambandsins telst til grundvallar-
hagsmuna fslendinga enda fer
þangað mikill meirihluti íslenskra
afurða.
í tengslum við umfjöllunina um
aukinn kostnað af EES vegna
stækkunar má nefna að hlutfalls-
legur kostnaður Sviss af rekstri frí-
verslunarsamningsins er enn frem-
ur engu minni en kostnaður fs-
lands af rekstri EES-samningsins. í
samanburði telst aðgangurinn að
innri markaðnum með EES aug-
ljóslega betri kostur.
Alþýðusamband íslands er með-
al fjölmargra aðila sem hafa ályktað
um Evrópumálin. Á ráðstefnu sem
ASÍ hélt í september 2002 kom fram
sú skoðun að með EES-samningn-
um hafi íslendingar öðlast marg-
vísleg félagsleg réttindi og aðgang
að verkefnum og sjóðum sem
tengjast menntun, rannsóknum,
félags- og vinnumarkaðsmálum,
neytendamálum, umhverflsmálum
og menningu. Þessir þættir skipta
ekki síður máli en hagstæðir við-
skiptasamningar.
Borgari - borgarstjóri
„Þórólfur Árnason borgari nýt-
ur eins og við hin þess réttar að
skoðast saklaus af meintum lög-
brotum, þar til sekt hans er
»— sönnuð með lögfullum hætti.
Bogarstjórinn í Reykjavík getur
(Q hins vegar ekki talist njóta nauð-
Esynlegs trúnaðar til að gegna
starfi sínu ef hann lætur ósvarað
e
Jón Steinar Gunnlaugsson.
spurningum almennings um
meinta aðild sina að lögbrotum,
sem í þokkabót eru sögð að ein-
hverju marki hafa beinst að
Reykjavíkurborg. Það er því ekki
við það unandi, að borgarstjór-
inn neiti að svara en haldi samt
áfram að gegna starfi sínu. Þetta
þarf hann að skilja."
Jón Steinar Gunnlaugsson,
prófessor við lagadeild HR,
í Morgunblaðinu
Leiksýningar
„Alþingi er sem kunnugt er
ekki að störfum um þessar
mundir og verður formlega ekki
kallað saman til funda fyrr en í
byrjun október. Möguleikar
stjórnarandstöðunnar til hefð-
bundinna leiksýninga í formi ut-
andagskrárumræðna eða fyrir-
spurna til ráðherra er því ekki
fyrir hendi sem stendur, og hef-
ur því verið gripið til þess ráðs
að óska eftir fundum f hverri
fastanefnd þingsins á fætur
annarri."
Vefþjóðviljinn á AndrikiJs
Leggi ríkið niður
„Þegar ég sat á þingi sem
varaþingmaður bað ég þing-
heim kurteislega um að leggja
niður ÁTVR, en þeir svæfðu það
mál í nefnd þegar ég var farinn
af þingi. Nú má nefna að til
dæmis yngra fólkið í Samfylking-
unni er fylgjandi breytingum í
frjálsræðisátt (því máli. Það er
rétt að hafa í huga að ÁTVR var
sett á fót á sama tíma og við-
tækjaverslun ríkisins, sem var
einokunarverslun með útvarps-
tæki. Ég held að fólk, að minnsta
kosti af yngri kynslóðinni, sé nú
sammála um að það sé engin
sérstök ástæða til að eingöngu
opinberir starfsmenn eigi að
höndla með áfengi."
G uðlaugur Þór Þóröarson,
borgarfulltrúi og alþinglsmaður,
í viðtali á FrelsiJs