Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Qupperneq 16
16 TILVERA ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLl2003 Tilvera Fólk ■ Heimilið • Dægradvöl Netfang: tilvera@dv.is Sími: 550 5813-550 5810 Vel þekktir heims- og heimamenn JASS: Alþjóðleg djasshátíð verð- ur á Akureyri dagana 5.-9. ágúst. Hún ber nafnið Django Jazz Festival 2003 og er tileinkuð hin- um snjalla djassgítarleikara og tónskáldi, Django Reinhardt. Þar koma fram margir vel þekktir heims- og heimamenn, svo sem Robin Nolan, Kevin Nolan og Simon Planting, sem skipa Robin Nolan-tríóið, og Ástralarnir Geor- ge Washingmachine og lan Date, Poul Weden, gítarleikari frá Ósló, og Randý Greer, söngvari frá Barcelona sem hefur slegið í gegn á Django Jazz-hátíðunum 2001 og 2002. Síðast en ekki síst skal telja íslensku hljómsveitirnar Tríó BjörnsThoroddsens, Djas- stríóið Hrafnaspark og Django Big Band Akureyrar. gun@dvJs KVIKMYNDIR HELGIN 11.-13.JÚLI Sæti Fyrír viku Titill Innkoma, helgin Innkoma alls Fjöldi biósaia 1. - SPY KIDS 3-D: GAME OVER 33.417 33.417 3344 2. 2 PIRATES OF THE CARIBBEAN: 23.136 176.838 3416 3. 1 BAD BOYS2 22.051 88.503 3202 4. - LARA CROFT 2: THE CRADLE OF.... 21.783 21.783 3222 5. HH SEABISCUIT 20.854 20.854 1987 6. 3 THE LEAGUE OF EXTRAORDIM... 5.070 52.927 2532 7. 3 TERMINATOR 3: RISE OF THE MA.. 5.063 137.459 2660 8. 6 FINDING NEMO 4.391 5.809 2319 9. 5 JOHNNY ENGLISH 4.327 18.435 2236 10. 7 LEGALLY BLONDE 2: RED, WHITE.. 2.707 82.171 2120 11. 10 28 DAYS LATER 2.341 37.304 915 12. 8 HOWTODEAL 2.308 11.469 2319 13. 9 CHARLIE'S ANGELS: FULL THROT... 1.460 93.073 1270 14. 15 WHALE RIDER 1.085 9.577 491 15. 12 THE ITALIAN JOB 1.001 94.030 529 16. 16 SWIMMING POOL 919.103 3.756 206 17. 14 BRUCE ALMIGHTY 718 237.531 553 18 13 THE HULK 518 129.538 560 19 18 THE MATRIX: RELOADED 511 276.231 168 20. 11 SINBAT: LEGEND OF THE SEVEN ... 390 25260 865 ALLAR UPPHÆOIRIÞÚSUNDUM BANDARlKJADOLLARA Það munar um alltjafn- vel að standa Spy Kids 3 fór á flug ÖUum að óvörum skaust þriðja myndin um Sky Kids 3-D Game Over beint í fyrsta sæti á lista yfir vinsæl- ustu myndirnar í Bandaríkjunum um helgina. En myndin tók inn rúmar þrjátíu og þrjár milljónir doll- ar sem er mun meira en fýrri mynd- irnar gerðu og ekki slæmt fyrir mynd sem talið var víst að mundi floppa. Mestu vonbrigði helgarinnar eru önnur myndin um Löru Croft, The Cradel of Life, með Angelinu Jolie í aðalhlutverki en myndin hafnaði í fjórða sæti. Jnnkoma hennar er helmingi minni en á fyrstu mynd- inni. Myndin í fimmta sæti er einnig ný og heitir Seabicuit og er með þeim Jeff Bridges, Tobye Maguier og Chris Copper og er byggð á sannri sögu. Ekki er annað að sjá en kvik- myndahúsagestir kunni vel að meta sjóræningjamyndina Pirates of the Carrabian: The Curse of the Black Pearl með þeim Johnny Depp, Or- lando Bloom og Keira Knightley því FJÖLSKYLDAN í SPY KIDS 3: Antonio Band- eras, Carla Gugino, Alexa Vega og Daryl Sabara. að myndin lækkar sig aðeins um eitt sæti í númer tvö þrátt fyrir nýjar myndir á markaði og að þetta sé þriðja vikan sem myndin er í sýn- ingu. Daredevil sterkur inn Enginn hreyflng er á tveimur efstu myndunum á myndbandalistanum frá því í síðustu viku, Leonardo diCaprio situr sem fastast í tveim efstu sætunum með myndirnar Catch Me if You Can og Gangs of New York þriðju vikuna í röð. Ben Af- fleck kemur þó sterkur inn með myndina Daredevil og fer hún beint í þriðja sæti. Daredevil segir frá Matt Murdock sem blindast OFURHUGINN: Ben Affleckfer með hlutverk blinda vegna geislavirks úrgangs ofurhugans Matts Murdocks í myndinni Daredevil. en öðlast um leið ofurmannlega barbagahæfni og helgar líf sitt bar- áttunni við bófa og illmenni. Jennifer Garner fer með hlutverk Elektru í Daredevil og Colin Farrell leikur Bullseye. Þættirnir um Friends koma líka sterkir inn á list- ann því eins og sjá má eru þeir í sæt- um sextán, sautján og átján með nýj- ustu þáttaröðina sem komin er út á myndb andaleigur. upp og setjast - segir Soffía Stefánsdóttir sem lýsir eftir gönguvinum Soffía Stefánsdóttir leikfimi- kennari er ung í anda og iétt í hreyfingum þótt aldurinn sé tekinn að hækka í tölum. Hún þakkar það ekki síst leikfimi og útivist sem hún hefur iðkað gegnum árin. Soffía hefur ekki einasta áhuga á eigin heilsu og líkamsrækt heldur einnig annarra og nú beinist atorka hennar meðal annars að því að finna fólk sem hún kallar „gönguvini". Lát- um hana sjálfa um útskýringuna: „Gönguvinir eru sjálfboðaiiðar, til- búnir að fara heim til fólks sem kemst ekki út öðruvísi en með að- stoð og ganga með því úti - þó ekki sé nema út á stétt - eða, ef fólk getur alls ekki farið út, þá að gera einhverj- ar æfingar með því heirna." Soffía vill meina að ekki þurfi menntaða íþróttakennara eða sjúkraþjálfara til að fá fólk til að hreyfa sig lítillega, jafnvel innanhúss. „Það munar um allt, jafnvel að standa upp og setjast," segir hún. Ég gifti mig og fór út í barneignir, flutti upp á Akranes og bjó erlendis um tíma. Soffía segir að á dvalar- og hjúkr- unarheimilum sé þörf fólks til að hreyfa sig mætt að einhverju leyti en í heimahúsum sé margt fólk alger- lega afskipt hvað þetta varðar. „Gönguvini" segir hún þekktan félagsskap á Norðurlöndum og úti- lokar ekki að slfkt starf hafi verið reynt áður hér á landi. Innleiddi íþróttir aldraðra Soffía hóf reglubundna leikfimi fyrir eldra fólk á íslandi. Það var árið 1972. Hún byrjaði í Norðurbrún 1 einu sinni í viku og hélt því áfram til sjötugs 1994, mest í sjálfboðavinnu. Nú er leikfimi fyrir eldri borgara hafin á sextán félagsmiðstöðvum hér í borginni tvisvar í viku svo hennar frumkvöðulsstarf hefur skilað góð- um árangri. Hún kveðst hafa byrjað feril sinn sem íþróttakennari við Kennaraskólann og hjá Jóni Þor- steinssyni, einnig hafi hún kennt í Miðbæjarskólanum. En svo hætti hún kennslunni um skeið. „Ég gifti mig og fór út í barneignir, flutti upp á Akranes og bjó erlendis um tírna," segir hún brosandi og við nánari eftirgrennslan kemur í ljós að maður hennar er Páll Gíslason læknir sem, líkt og hún, hefur helgað sig málefn- um aldraðra á seinni árum. Tæki, dansar og leikir Nú er í bígerð námskeið fyrir leið- beinendur í íþróttum aldraðra í Laugardalshöll 25. og 26. ágúst. Það er ætlað almenningi. Reyndar byrjar það 24. ágúst á því að fólk kynnir sér stafgöngu í Laugardalnum en sú grein er að ryðja sér til rúms hér á landi eins og í grannlöndunum. Félag áhugafólks um fþróttir aldraðra stendur fyrir námskeiðinu og er Soffía beðin að lýsa því aðeins nánar: „Námsefnið er bæði verklegt og fræðilegt og áhersla sérstaklega lögð á æfingar með leiktækjum, dönsum og léttum leikjum. Hingað koma tvær danskar konur, Vibeke Pilmark og Kirstini Langagergaard. Þær hafa komið áður til landsins og eru okkur að góðu kunnar. Þær kynna meðal annars leikfimi fyrir fólk sem er bundið hjólastól og getur einungis gert æfingar sitjandi. Nám- skeiðið er opið öllum sem hafa áhuga á almennri líkamsþjálfun og því að bæta heilsu eldra fólks. Það hentar vel starfsfólki í öldrunarþjón- ustu á ýmsum sviðum og við vonum að til okkar komi einhverjir sem væru tilbúnir að gerast sjálfboðaliðar og „gönguvinir“.“ Stígar og bekkir til bóta Soffi'a lýsir ánægju sinni með göngustígana sem víða hafa verið lagðir í þéttbýli og segir líka mikla bót að bekkjum sem komið hefur verið fyrir á ýmsum stöðum og hægt er að tylla sér á. „Nú er af sú tíð að hvergi sé hægt að fá sér sæti nema við strætisvagnastöðvar," segir hún og telur bæði stígana og bekkina auka mjög möguleika fólks til útivistar. Hún áréttar í lokin að hreyfing sé mikil forvörn fyrir alla. „Rannsóknir sýna að líkamsþjálfun léttir geð fólks þannig að hún bætir líka andlega heilsu,“ segir hún og kveðst ekki í vafa um að reglubundin hreyfing spari stórar fjárhæðir f sjúkrahúsvist, auk þess að gera lífið skemmtilegra. gun@dv.is LEIKFIMIKENNARINN: Soffía er ekki í vafa um

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.