Dagblaðið Vísir - DV - 29.07.2003, Side 29
ÞRIÐJUDAGUR 29. JÚLÍ2003 DVSPORT 29
„Nú byrjar ballið"
æfingabúðirnar mikilvægu, æfing-
ar, húsnæði, fæði og fleira, er í boði
Dallas; félagið vill gera allt fyrir
leikmanninn sem það hefúr svo
mikla trú á og tryggja að hann verði
í sínu besta standi þegar æfingarn-
ar byrja. Þessi hugsunarháttur þyk-
ir gefa nokkuð skýra mynd af því í
hversu miklum metum Jón er hjá
þjálfurum félagsins.
„En þetta er ekkert sjálfgefið. Ég
er einn af 10-12 leikmönnum sem
munu koma tii með að berjast um
fjórar lausar stöður í leikmanna-
hópi liðsins fyrir næsta tímabil.
Auðvitað skiptir öllu máli að vera í
fullri þjálfun þá og ég er bjartsýnn
„Fyrst og fremst er ég
spenntur og ákveðinn.
Ég er ákveðinn í að
koma mér í form og ég
mun leggja allt í sölurn-
ar til að komast í NBA."
að það takist. Þar til í október verð
ég mikið í einkaþjálfun, verð mikið
hjá sjúkraþjálfara tii að styrkja
hnéð auk þess sem ég mun spila
sem flesta æfingaleiki með Dallas."
- Ertu bjartsýnn áað þér takist að
sanna þigíyrir þjálfuruin liðsins?
„Ég er bara nokkuð bjartsýnn en
fyrst og fremst er ég spenntur og
ákveðinn. Ég er ákveðinn í að koma
mér í form og ég mun leggja allt í
sölurnar til að komast í NBA,“ segir
Jón.
„Ef þetta klikkar þá kem ég mér
að hjá einhverju liði í Evrópu og
spila með því í vetur. Og síðan tek-
ur þá við sama ferii á næsta ári þar
sem ég reyni að sanna mig. Ég er
gjaldgengur í NBA og þangað lang-
ar mig.“ vignir@dv.is
Jón Arnór Stefánsson,
körfuknattieiksmaður, hélt um
miðjan dag í gær af stað í langt
ferðalag til Dallas þar sem hann
mun freista þess að komast að
hjá NBA-liðinu þar í borg, Dallas
Mavericks.
Jón Arnór hefur verið staddur hér
á landi í vikutíma, aðallega til þess
að ná í eigur sínar, eins og hann
sagði í samtali við DV Sport í gær.
„Ég þurfti að ná í dótið mitt enda
mun ég búa þarna úti næstu mán-
uðina hið minnsta en vonandi
lengur." sagði Jón Arnór og átti þá
við ef hann myndi gera samning
við Dallas-liðið til næstu ára.
„Ég er klár í slaginn og ætla að
gera mitt besta til þess að láta
drauminn rætast. Hnéð er í góðu
lagi og það má segja að nú byrji
ballið."
Strangar æfingar fram undan
„Markmiðið hjá mér núna er
bara að koma mér í sem allra best
form fyrir æfmgabúðirnar f októ-
ber, en það er það sem þetta allt
snýst um," segir Jón Arnór en í
þeim æfingabúðum, sem standa
yfir í mánuð, verða allar helstu
stjörnur liðsins, eins og t.d. Dirk
Nowitzki, Steve Nash, Micheal
Finley og fleiri.
AJlur undirbúningur Jóns fyrir
A LEIÐ f ALVÖRUNA: Jón Arnór Stef-
ánsson segist ætla að leggja allt í söl-
urnar til að komast að hjá NBA-liðinu
Dallas Mavericks. DV-myndE.ÓI.
Veiðihornið
Mjög góð netaveiði
„Þetta var rosalegt að sjá
þá moka upp laxinum, það
hafa verið 70-80 laxar í
netinu og hvað hafa þetta
verið margir laxar upp með
allri á? Síðan heyrir maður
að Nóatún auglýsir nýjan
lax daginn eftir, úr ánni,“
sagði veiðimaður sem var
að koma úr Soginu með
öngulinn í rassinum, en
hann fékk sér bfltúr niður
með Ölfusá og þetta var
sjónin sem blasti við
honum, hellingur af laxi í
netum bænda um alla ána.
„Við urðum lítið varir í
Soginu, einn og einn fiskur,
en ekkert meira en það.
Enda ekki von að maður fái
mikla veiði, þegar bændur
girða fyrir ána og taka
laxinn sem er á leiðinni
upp í laxveiðiárnar. Þetta
voru engir smátittir sem
voru að koma í netin,
sumir af þessum fiskum.
Það væri nú skemmtilegra
að veiða þessa fiska á stöng
en taka þá svona í netin. En
vonandi hefur eitthvað
gengið um helgina, þegar
netin voru uppi á landi en
ekki ofan í ánni,“ sagði
veiðimaðurinn og var allt
annað en kátur með að
kaupa sér veiðileyfi og svo
væri laxinn að stórum
hluta tekinn í netin í
Ölfúsánni. G.Bender
HOFSA: Mjög góður gangur hefur verið (veiðinni í Hofsá í Vopnafirði og núna eru komn-
ir yfir 400 laxar á land. Þessir veiðimenn voru við ána fyrir fáum dögum og veiddu vel.
DV-mynd G.Bender
Hrútafjarðará og Síká:
Fimmtán laxar í síðasta holli
„Hollið sem var að hætta veiðum núna veiddi 15
laxa og var sá stærsti 18 pund. Áin hefur gefið 45
laxa,“ sagði Þröstur Elliðason er við spurðum um
stöðuna í Hrútafjarðará og Síká.
„Það hefúr mikið gengið f ána á síðustu flóðum
og svo eru veiðimenn að fá rfgvænar bleikjur, alla
leið upp í Ármótahylinn. Næstu holl gætu fengið
fína veiði," sagði Þröstur í lokin.
Sæmundará í Skagafirði:
Næstu veiðimenn gætu veitt vel
Það hefur verið lítil laxveiði í Sæmundará í
Skagafirði en það gæti verið að batna þessa
dagana. Veiðimenn sem voru að koma úr ánni
fengu bara urriða og bleikjur, en laxinn var að
hellast inn í ána, í þónokkuð stórum torfum.
„Næstu veiðimenn gætu veitt vel, Iaxinn var
allavega að koma og þetta voru stórar torfur,"
sagði veiðimaður sem var að hætta veiðum í ánni
fýrir fáum dögum.
G.Bender
Við höfum veiðileyfin handa þér
Bjamafjarðará, Blanda, Brynjudalsá, Eldvatn, Eystri Rangá, Ferjukotseyrar, Galtalækur, Grenlækur sv. 3,
Hafralónsá, Kráká, Langadalsá, Laugardalsá, Laxá í Aðaldal - Árbót, Múlatorfa og Staðartorfa, Laxá á Ásum,
Litlá, Miðfjarðará, Sog -Tannastaðatangi og Þrastarlundur, Svartá, Straumarnir, Tungufljót, Vatnasvæði Lýsu,
Vesturbakki Hólsár, Ytri Rangá o.fl.
STANGVEIÐIFELAGIÐ
Vatnsendabletti 181
203 Kópavogi
Sími 557 6100
lax-a@lax-a.is
www.lax-a.is