Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 13.ÁGÚST2003 Vika símenntunar í september Guðni Bergsson stýrir fótboltaþætti á Sýn SÍMENNTUN: Vika símenntun- ar verður haldin 7.-13. sept- ember nk. undir yfirskriftinni „Fjarnám og aðrar óhefð- bundnar leiðir til náms". Ýmsir viðburðir tengdir þema átaks- ins verða í gangi alla vikuna, auk þess sem Vika símenntun- ar er aetluð til að vekja athygli fólks á mikilvægi þess að afla sér þekkingar allt lífið. Mál- þing, sérstakur símenntadagur í fyrirtækjum o.fl., er meðal þess sem verður á döfinni en þema vikunnar að þessu sinni er „fjarnám" og aðrar óhefð- bundnar leiðir til náms. Föstu- daginn 12. september verða veitt starfsmenntaverðlaun Starfsmenntaráðs og Menntar í húsnæði Samtaka atvinnulífs- ins, Borgartúni 35. FÓTBOLTI: Guðni Bergsson, fyrrverandi landsliðsfyrirliði í knattspyrnu, er nýjasti liðs- maður íþróttadeildar Sýnar. Guðni mun stýra þættinum Boltinn með Guðna Bergs sem hefur göngu sína á Sýn sunnu- daginn 17. ágúst og verður vikulega á dagskrá Sýnar í all- an vetur. Fjallað verður um enska boltann frá ýmsum hlið- um en í hverjum þætti verða sýnd öll mörkin úr leikjum úr- valsdeildarinnarfrá deginum áður. Umdeild atvik verða sér- staklega tekin til skoðunar og hugað verður að leikskipulagi liðanna. Góðir gestir koma í heimsókn og leikmenn úrvals- deildarinnar verða teknir tali. Guðni, sem er menntaður lög- fræðingur, þreytir nú frumraun sína sem sjónvarpsmaður. Hann er í hópi þekktustu knattspyrnumanna landsins og var atvinnumaður í Englandi um árabil, fyrst hjá Tottenham en seinna hjá Bolton þar sem hann var fyrirliði. Honum til aðstoðar verður Heimir Karls- son sem var á árum áður íþróttafréttamaður á Stöð 2. Viktoría með fimm ára son sinis, Theodór. Hún berst við að koma 8fi sinu í farsælan farveg þannig að enfi- ar nái saman hjá þeim mæðginum um hver mánaðamót. DV-mynd Pjetur 1 I 11 Barátta ungrar einstæðrar móður fyrir eðlilegu lífi: Ég þrái að vera Reykvísk, 23 ára einstæð móðir hefur lengi barist við að komast á réttan kjöl í lífinu. Þar hafa skipst á skin og skúrir en hún segir allt undir því komið að fá þak yfir höfuðið með aðstoð fé- lagsþjónustunnar. „Það sem ég þrái er að vera sjálf- stæð, læra, vinna, eiga öruggt at- hvarf og gera þá hluti sem venjulegt fólk gerir," segir Viktoría Jónasdóttir einstæð 23 ára móðir, sem bindur nú allar sínar vonir við aðstoð Fé- LANGIR BIÐLISTAR Samkvæmt upplýsingum frá Félags- þjónustunni í Reykjavik voru tæplega þúsund, eða 986, á biðlistum eftir fé- lagslegum íbúðum síðast þegar list- arnir voru lagðir fyrir félagsmálaráð fyrr f sumar. Sigríður Hjörleifsdóttir, sem farið hefur með málefni Viktoríu hjá Félagsþjónustunni, sagði að rað- að væri í forgang á listunum. Raðað væri eftir punktum miðað við að- stæður og aldur umsókna. Síðan væri úthlutað eftir röðinni. Þar væri að finna marga sem væru (afar slæmri stöðu af ýmsum ástæðum. Hún kvaðst telja að Viktoría gæti fengið íbúð eftir ár eða svo, eins og staðan væri nú. lagsþjónustunnar við að útvega henni og fimm ára syni hennar íbúð. DV sagði sögu Viktoríu fyrir síð- ustu jól. Þá leigði hún kjaiiaraíbúð sem hún greiddi 70 þúsund fyrir á mánuði. Hún var þá nýkomin úr meðferð, hafði lent aivarlega í rugl- inu en var staðráðin í að koma sér á réttan kjöl. Hún hafði jafnframt veikst illa og var því frá vinnu. Eftir þetta hraktist hún úr íbúð- inni þar sem hún hafði ekki efni á að halda henni. Hún fór að leigja með sysmr sinni. Systirin fór síðan í nám og þá fékk Viktoría litla íbúð í Hörgs- hlíð sem kostaði 55 þúsund á mán- uði. Hún var f stöðugu sambandi við Félagsþjónustuna til að komast í varanfegt húsnæði sem hún hafði sótt um fyrir um það bil ári. Það gekk þó hvorki né rak. Hins vegar styrkir Félagsþjónustan hana um rúmar 70 þúsund krónur á mánuði sem stend- ur, enda hefur hún verið ffá vinnu vegna tímabundinna veikinda. Féll og fór í meðferð Þann 15. júní sl. sprakk svo sprengjan. Viktoría féfl og ruglaði í áfengi og amfetamíni í þrjá sólar- hringa. Þá hafði hún verið edrú í rúmlega ár. „Öll þessi óvissa um framtíðina var að fara með mig því að sá sem hefur ekki öruggt hús- næði getur ekki gert virkar áætlanir um framtíðina." „Ég var þá hætt að sækja fundi, tala við trúnaðarmanninn minn og búin að draga mig inn í eins konar skel," segir hún. „öll þessi óvissa um framtíðina var að fara með mig því að sá sem hefúr ekki öruggt húsnæði getur ekki gert virkar áætlanir um framtíðina. En það er samt engin af- sökun fyrir að falla, það veit ég manna best. Þessi sjúkdómur er við- bjóðslegur og maður verður að læra að lifa með honum." Eftir þessa þriggja sólarhringa töm ákvað hún að hætta, flutti á meðferðarheimili og var þar um skeið. Þaðan fór hún vegna „mis- skilnings" að sögn og bjó um sinn hjá vinkonum si'num til skiptis með bakpokann sinn einan farangurs. Þegar hún hafði verið edrú í mánuð £0“ J6naSd6,tír'22 «»«*« á köKhun Uaka: j Eg er að springal ú* áhyggjum . fj,rir *<*■ með fylgdarþjónustu eftir fallið fann hún að hún var tæp og fór því inn á Vog. Þar var hún í 17 daga en býr nú hjá móður sinni til bráðabirgða, ásamt syni sínum. Viktoría ætíar að fara í fulla meðferð og hefst sú lota á næstu dögum. Hún er búin að sækja um f Iðnskólanum og hyggst læra hár- greiðslu. Hún er farin að huga að því að komast á samning hjá stofu, sem er hluti af náminu. „Ég er ekki að kenna neinum um neitt," segir hún. „Málið er bara það að ég ræð ekki við að vera á almennum leigu- markaði, greiða leikskóla, fram- færslu og annað sem þarf til að kom- ast af. Mig langar að festa rætur í ör- uggu húsnæði. Nú eru fundimir mitt líf. Ég sæki þá nær daglega og fer í Umfjöllun DV frá því í nóvember í fyrra. einu og öllu eftir því sem fýrir mig er lagt. Ég trúi enn á að það góða geti gerst hjá mér og syni mínum." -JSS I ■

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.