Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Qupperneq 11
MIÐVIKUDAGUR 13.ÁGÚST2003 FRÉTTIR 11
Fá styrk frá Hveragerðisbæ
w
TÓNLIST: Eins og fram hefur
komið hefur Reykjavíkurborg
ákveðið að láta af niðurgreiðsl-
um til tónlistarnema sem
stunda nám í höfuðborginni
en eiga þar ekki lögheimili. (
kjölfarið ákvað bæjarráð
Hveragerðis á fundi sínum
þann 8. ágúst að koma til móts
við þá nemendur sem stundað
hafa nám og eiga á hættu að
missa þann stuðning sem
borgin hefur veitt þeim hingað
til. Þessir nemendur fá fjár-
stuðning frá bænum sem
nemur þeirri upphæð sem
Hveragerðisbær greiðir með
hverjum nemanda að meðal-
tali til Tónlistarskóla Árnesinga
samkvæmt fjárhagsáætlun
2003. Sú upphæð nemur rúm-
lega 200 þúsund krónum fyrir
heilt skólaár. Stuðningur verð-
ur þó aðeins veittur til nem-
enda tuttugu ára og yngri
Stefna Hveragerðisbæjar í mál-
inu í heild verður síðan endur-
skoðuð um áramót þegar nið-
urstaða liggur fyrir í viðræðum
sveitarfélaga og menntamála-
ráðuneytisins.
Heyskap á Suðurlandi víðastlokið:
Greiðir fyrir tónlistarkennslu
MENNTUN: Bæjarráð Mosfells-
bæjar hefur samþykkt að
ábyrgjast greiðslur á kostnaði
vegna tónlistarkennslu umfram
skólagjöld fyrir þá sem stunda
nám í tónlistarskólum í Reykja-
vík en eru með lögheimili í Mos-
fellsbæ. Samþykktin gildirfyrir
skólaárið 2003 til 2004. Áður
hafði verið ákveðið að ábyrgjast
greiðslur vegna nemenda á
grunnskólaaldri. Mosfellsbær
mun því ábyrgjast greiðslur fyrir
alfa nemendur með lögheimili í
Mosfellsbæ sem stunda nám í
tónlistarskólum utan sveitarfé-
lagsins næsta skólaár, jafnt á
grunn- sem framhaldsskólastigi,
og áskilur sér rétt til þess að
miða greiðslur við sömu upp-
hæð og Reykjavíkurborg innir af
hendi fyrir sína nemendur.
Heyfengur sum-
arsins aldrei meiri
LOFTSÍUR
MEIRIKRAFTUR • MINNIEYÐSLA
f
GLEÐST YFIR GÓÐUM HEYJUM: Heyfengur Þorsteins Ágústssonar á Syðra-Velli í Flóa er
um 1.200 rúllur - og þar við bætast talsverðar fyrningar frá fyrra ári.
Vagnhöfða 23 • Simi 590 2000 • www.benni.is
SKÓLAR - NÁMSKEIÐ - TÖLVUR
Magasín
kemur aftur út
21. ágúst,
eftir sumarfrí.
Fjölbreytt og
efnismikið
blað að vanda.
Meðfylgjandi verður
aukablað sem helgað er
skólum, námskeiðum, tölvum o.fl.
Tryggið ykkur
auglýsingapláss í tíma.
Hafið samband við Ingu í síma 550
5734 eða inga@dv.is vegna auglýsinga.
Efnisumjón er í höndum Sigurðar Boga
Sœvarssonar í síma 550 5818, eða
sigbogi@dv.is
„Heyskapur hefur aldrei gengið
jafn vel og í sumar í minni tutt-
ugu ára búskapartíð hér. Það
þakka ég bæði einstakri veður-
blíðu og því að vélar og tæki
verða sífellt afkastameiri."
Þetta segir Þorsteinn Ágústsson,
bóndi á Syðra-Velli í Gaulverjabæj-
arhreppi í Flóa, sem DV hitti þar
eystra um helgina. Eins og velflest-
ir bændur á Suðurlandi er hann bú-
inn með heyskapinn „... nema hvað
menn eiga kannski eftir að skeina
einhverja bletti," eins og hann
komst að orði.
Heyfengur sumarsins
hjá Þorsteini er um
1.200 rúllur afheyi og
þar við bætast tals-
verðar fyrningar frá
liðnum vetri.
Heyfengur sumarsins hjá Þor-
steini er um 1.200 rúllur af heyi og
þar við bætast talsverðar fyrningar
frá liðnum vetri. í stæðunum fyrir
utan fjósið á Syðra-Velli standa því
á rösklega þrettán hundruð rúllur
BÓNDI ER BÚSTÓLPI: Heyskap hjá Sigurði Pálssyni á Baugsstöðum er að mestu lokið.
Hann er með litið bú en nytjar túnin. DV-myndirsbs
af heyi - sem er talsvert meira en
þarf í búsmalann á bænum. Þor-
steinn er því í góðum málum fyrir
komandi vetur og hugsanlega af-
lögufær með hey enda þótt hann sé
með allstórt bú.
í fréttum á vefsetri Búnaðarsam-
bands Suðurlands segir að hey af
fyrsta slætti hafi yfirleitt verið mikil
og oft góð. Jafnvel svo að suma ói
við að taka hána, það er heyið af
seinni slætti. Ráðunautar sam-
bandsins benda bændum því á að
hafi þeir nægan heyforða fyrir vet-
urinn borgi sig hreinlega að henda
því heyi strax fremur en fylgja hefð-
inni og hirða það. Þetta sé skyn-
samlegra en henda heyinu ónýtu
næsta sumar. sigbogl@dv.is
wm..............................
ÍTR óskar eftir a& ráða hlutastarfsmenn í 30% og
50% stöður í frístundaheimili íVesturbæ, Miðbæ,
Breiðholti og Grafarvogi.
Hæfniskröfur: Reynsla af starfi með börnum og hæfni
í samskiptum.
Vinnutími frá kl. 13.00. Tilvalið fyrir áhugasamt fólk
í námi!
Frístundaheimili ÍTR bjóða upp á þjónustu fyrir
nemendur í 1 .-4. bekk eftir að hefðbundnum skóladegi
lýkur.
Nánari upplýsingar veita:
Steinunn Gretarsdóttir, verkefnisstjóri í Frostaskjóli, sími
562 2120, netfang steinunng@itr.is, Guðrún Snorradóttir,
verkefnisstjóri í Mibbergi, sími 557 3550, netfang
gudruns@itr.is, og Bjarney Magnúsdóttir, verkefnisstjóri í
Gufunesbæ, sími 520 2300, netfang bjarneym@itr.is