Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Qupperneq 14
14 FRÉTTtR MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003
Garðyrkja
Umsjón: Vilmundur Hansen
Netfang: kip@dv.is
í gróðrarstöðvum er hægt að fá
margar og fjölbreytilegar gerðir af
flátum undir blóm: útipotta, tunn-
ur, körfur og ker úr plasti eða leir.
Einnig er boðið upp á gott úrval
hengipotta, plast, bast og leir og
svalakassa. Ekkert mælir heldur
gegn því að nota hluti af heimilinu
undir blómin. Ég hef til dæmis séð
gúmmískó og stígvél notuð sem
blómapott og gamalt salerni sem
útipott með góðum árangri.
Það sem einna helst þarf að gæta
að við val á kerum er að þau þoli
frost ef geyma á þau úti yfir vetur-
inn.
HRÆRT í HÖNDUNUM: Ef skipta þarf um mold má setja hvers konar venjulega gróður-
mold í kerið. Einnig er hægt að hressa upp á gamla mold með því að blanda hana með líf-
rænum áburði og nokkrum kornum af tilbúnum áburði.
þegar þeim er plantað út á vorin en
þau stækka yfir sumarið og því er
hæfflegt að planta þeim með tíu til
tólf sentímetra milíibili. Stórgerðar
plöntur eins og pelargóníur og
margarítur þurfa að sjálfsögðu
meira pláss. Kerið kann að virðast
tómlegt til að byrja með en gróður-
inn þéttist fljótt.
Hægt er að setja allar tegundir
sumarblóma í ker, stjúpur, skraut-
nálar, flauelsblóm og silfurkambur
njóta alltaf mikilla vinsælda en það
er ekkert sem mælir gegn því að
planta hádegisblómum, nellikum,
fagurfíflum, pelargóníum og tó-
bakshorni. Einnig getur verið fal-
legt að planta hengijurtum eins og
brúðarauga, skjaldfléttu eða
hengitóbakshorni út við jaðra kers-
ins og láta plönturnar flæða yfir
barmana.
Þeir sem eru hagsýnir geta plant-
að matjurtum í kerin, blöð ýmissa
matjurta geta verið mjög falleg, til
dæmis kartöflur, rófur, salat, stein-
selja og grænkál. Það má einnig
búa til lítinn kryddjurtagarð í ker-
inu og planta í það rósmarín,
sítrónumelísu, myntu eða ein-
hverjum öðrum tegundum krydd-
jurta.
Vel kemur til greina að planta fal- ■
legum runnum í ker og þeir sem
vilja geta sett sumarblóm í kring til
að auka litadýrðina. Sígrænir runn-
ar eins og lífviður, buxus, barlind,
einir og jafnvel bambus gefa kerun-
um fallegan svip og geta staðið í
þeim langt fram eftir vetri. Ýmsir
blómstrandi runnar koma líka vel
út í pottum og kerum og nægir að
nefna töfratré, alparósir, kirsu-
berjatré og ýmsa kvisti og rósir. AU-
ar þessar tegundir blómstra fallega
og eru blaðfagrar eftir blómgun.
Þeir sem vilja halda trjáplöntun-
um lifandi milli ára þurfa að geyma
þær í pottunum á skjólgóðum stað
yfir veturinn eða að minnsta kosti
vefja þær með striga til að verja
þær fyrir köldum vetrarvindum.
Staðsetning keranna
Til að blómstrandi plöntur í ker-
um dafni vel þurfa þær sól stóran
hluta dagsins og skjól, sem ætti
ekki að vera vandamál þar sem yf-
irleitt má flytja kerin til eftir því
hvernig vindurinn blæs. Ker með
sígrænum runnum þolir að standa
í skugga án þess að það hafi veru-
lega slæm áhrif á plönturnar.
Hengiplöntur þola illa vind og
því er nauðsynlegt að setja þær í
skjól ef spáð er vondu veðri, hengi-
plöntur fara einnig mjög illa ef þær
þorna upp og eru Iengi að jafna sig.
Á undanförnum árum hefur
færst í vöxt að sumarblómum
og skrautrunnum sé plantað í
ker og potta af öllum hugsan-
legum stærðum og gerðum.
Kerin, sem eru hluti af blóma-
skreytingunni, geta í raun verið
hvað sem er sem heldur mold.
SfGRÆNIR OG SKUGGAÞOLNIR: Sígrænir runnar eins og lífviður, buxus, barlind, einir og
jafnvel bambus gefa kerunum fallegan svip og geta staðið í þeim langt fram eftir vetri.
Moldin í kerunum
Sömu reglur gilda um jarðveg í
kerunum og beðunum, það verður
að vinna hann vel og gæta þess að
frárennsli sé gott. Ef ekkert gat er á
kerinu er nauðsynlegt að setja lag
Engin ástæða er til að
skipta um jarðveg í ker-
unum árlega, nóg að
gera það á nokkurra
ára fresti efjarðvegur-
inn er blandaður með
áburði á vorin.
af grófu efni, smásteina eða leirkúl-
ur, í botninn þar sem afrennslis-
vatn getur safnast fyrir án þess að
ræturnar fúni. Þetta á sérstaklega
við ef kerið stendur undir berum
himni. Ker sem stendur á þurrum
stað þarf aftur á móti að vökva
reglulega.
Engin ástæða er til að skipta um
jarðveg í kerunum árlega, nóg að
gera það á nokkurra ára fresti ef
© Góð mómold sem haldið er hæfilega rakri.
Leirkúlur eða steinartil að bæta dren.
@Gott er að láta kerið standa á fæti til að vatn safnist ekki
fyrir.
© Gamall jarðvegurtil að spara moldarkaup.
jarðvegurinn er blandaður með
áburði á vorin. Ef skipta þarf um
mold má setja hvers konar venju-
lega gróðurmold í kerið. Einnig er
hægt að hressa upp á gamla mold
með því að blanda hana með líf-
rænum áburði og nokkrum korn-
um af tilbúnum áburði.
Gott er að hvolfa moldinni úr
þröngum kerum sem standa eiga
úti yfir veturinn. Mold þenst mikið
út þegar hún frýs og hætt er við að
kerið springi undan þenslunni.
Plönturnar í kerinu
Fræðilega er hægt að rækta allar
plöntur í kerum en hér skulum við
halda okkur við sumarblóm,
skrautrunna og sígrænar garð-
skálaplöntur sem víða eru ræktað-
ar eins og sumarblóm í kerum.
Sumarblómin eru yfirleitt lftil
FALLEG JURT í KERI: Vel kemur til greina að planta fallegum runnum f ker og þeir sem
vilja geta sett sumarblöm í kring tll að auka litadýrðina.
BLÓMSTRANDI WRSUBERJATRÉ: Ýmsir blómstrandi runnar koma líka vel út í pottum og
kerum og nægir að nefna töfratré, alparósir, kirsuberjatré og ýmsa kvisti og rósir. Allar
þessar tegundir blómstra fallega og eru blaðfagrar eftir blómgun.
DV-Garðyrkja Plantað í ker
Plantað í ker