Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Blaðsíða 18
18 MENNING MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 Menning Leikhús • Bókmenntir • Myndlist ■ Tónlist • Dans í æfingabúðir ITTANFERÐ: Leikhópurinn sem sýndi Rómeó og Júlíu í Borgar- leikhúsinu sl. vetur, við góðan orðstír, heldur bráðlega utan, fyrst í æfingabúðir hjá Circus Cirkör í Stokkhólmi og svo til London, þar sem sýnt verður í hinu virta Young Vic-leikhúsi. En fyrst verða sex aukasýningar í Borgarleikhúsinu, þær fyrstu 14. og 15. ágúst. Ljóðanótt á Nasa UÓÐ: Nótt hinna löngu Ijóða verð- ur vakin upp af fimm ára Þyrnirós- arsvefni á Menningarnótt í ár. Þar koma fram fyrrum forsprakki henn- ar, Andri Snær Magnason, Hallgrím- ur Helgason, Steinunn Sigurðar- dóttir og fleira andans fólk. Við- burðurinn verður á Nasa og milli Ijóða verður fiðlutónlist, brasilískur dans og fjölmörg fleiri atriði. Dag- skráin hefst kl. 20. MYNDLiSTARGAGNRÝNI Aðalsteinn Ingólfsson Bandaríska listakonan Roni Horn hefur gert úr íslandi eins konar tilraunastofu; þar finnur hún hluti, fólk og landslag sem koma heim og saman við þær hug- myndir sem hún gerir sér um tengsl manneskju og náttúru. f loftmyndröð af gömlum fslenskum fjár- réttum veltir Roni Horn fyrir sér sambandinu milli formgerðar þeirra, notagildis og náttúr- unnar sem þær eru sprottnar upp úr; flestar eru þær jú hlaðnar úr staðbundnu grjóti. f myndröðinni um veðrið, sem gerð er úr mikl- um fjölda litljósmynda af andliti Margrétar Blöndal listakonu í útisundlaugum víða um land, leitar Roni Horn ljóðrænnar samsvörun- ar milli ásýndar ungrar konu og veðursins sem mettar þá vatnsveröld sem hún er stödd í hverju sinni. Vatn, jafnt íslenskar lækjar- sprænur sem stórfljót úti í heimi, kemur oft- lega fyrir í verkum Iistakonunnar, enda býður það upp á tvennt sem henni hugnast best, endurspeglun mannlegrar návistar og hugar- hvarfls og flæði, það er beina samsvörun við tfmans rás. Helsti aðall þeirra myndraða sem Roni Horn gerir að stað- aldri er hófstillt Ijóðræna þeirra, óbundin stað, stund og hinu einkalega... Helsta verkfæri Roni Horn er ljósmyndin, en ekki til að fanga markverð augnablik, heldur til uppsöfnunar margra augnablika sem í sam- einingu mynda það flæði sem hér hefur verið nefnt. Jafnvel þar sem hún sendir frá sér stakt ljósmyndaverk er það oftast nær í inntakslegu og tímalegu samræmi við önnur verk sem hún hefur gert. Gegorla Loy: „Óræður svipur hennar veitir okkur nauðsynlegt svigrúm til túlkunar," segir m.a. í greininni. Á breytingaskeiði f Galleríi 18 hefur nú verið komið fyrir um- fangsmikilli myndröð listakonunnar af andliti ungrar frænku, Georgiu Loy, sem tekin var á tveggja ára tímabili, eða um það leyti sem hún var að breytast úr barni í ungling. Myndröðin er í tveimur „samstæðum", ef svo má segja, 2 x 24 myndir, og helgast skiptingin af því að í hvert sinn ljósmyndar listakonan frænku sína í tvígang, en með tveggja sekúndna millibili. Áhorfandum er síðan ætlað að beina sjónum að þessum „samstæðum" á víxl, finna þær myndir sem eiga saman, ef svo má segja. Helsti aðall þeirra myndraða sem Roni Horn gerir að staðaldri er hófstillt ljóðræna þeirra, óbundin stað, stund og hinu einkalega, sem veitir áhorfandanum ómælt svigrúm til per- sónulegrar innlifunar og ígrundunar. Þótt ýmsir íslenskir áhorfendur viti hver fyrirsætan er í myndröðinni um veðrið, skipta persóna hennar og hugsanir ekki máli. Óræður svipur hennar veitir okkur nauðsynlegt svigrúm til túlkunar. Forsendur myndraðarinnar af frænkunni ungu eru í fyrsta lagi þær að breytingaskeiðið sem þar er skráð sé að einhverju eða öllu leyti áhugavert. Satt best að segja veit ég ekki hvort myndröðin kemur flatt upp á nokkurn þann sem upplifað hefur gelgjuskeið barna sinna, sem Roni Hom hefur ömgglega ekki gert. Því er „konseptið" tæplega nýstárlegt. Trúverðugleikinn Annað er það sem beinlínis grefur undan trúverðugleika myndraðarinnar af stúlkunni sem merkingarbærrar og ljóðrænnar heimild- ar, samanber myndröðina af Margréti, nefni- lega það sem nefnt hefur verið „lögmál Heisenbergs“, í höfuðið á þýska eðlisfræð- ingnum Werner Heisenberg. í stuttu máli gengur lögmálið út á það að sérhvert rann- Innan um þessi ólíkindalæti stúlkunnar sækir á áhorfand- ann óþægileg tilfinning, jafn- vel pirringur; eins og hann hafi verið staðinn að því að hnýsastí fjölskyldualbúm. sóknarsvið breytist við rannsókn. Það gefur augaleið að stúlka á gelgjuskeiði, þurfandi fýr- ir athygli, lítur á reglulegar myndatökur frænku sinnar, listakonunnar frægu, sem tæki- færi dl að setja sig í alls kyns stellingar, fara í hlutverkaleik. Ég tala nú ekki um ef hún veit að ljósmyndirnar eiga að fara á sýningar um víða veröld. í þeim hlutverkaleik „tæmir“ stúlkan inntak hverrar myndar með meðvituðu og oft ýktu látbragði sínu, kemur í veg fyrir að áhorfand- inn geti fundið þar merkingarlega kjölfestu, í stuttu máli: trúi á það sem hann sér. Innan um þessi ólíkindalæti stúlkunnar sækir á áhorf- andann óþægileg tílfinning, jafnvel pirringur; eins og hann hafi verið staðinn að þvf að hnýs- ast í fjölskyldualbúm. Myndröðin „Þetta ert þú - þetta er ég' Roni Horn, Gallerl i8 Klapparstíg 33, Reykjavík. Hvertlag lítill söngleikur Það er ekki á hverjum degi sem við ís- lendingar eigum kost á djasssöngleik á sviði en þannig verður það þó núna á hverjum degi fram að 17. þessa mánaðar. Þetta er söngleikurinn Enga óþekkt eða Ain’t Mis- behavin’ sem fluttur er í Loftkastalanum og frumsýndur var sl. föstudag, í upphafi svo- kallaðra Hinsegin daga. Þar fara fjórir bandarískir blökkumenn með hlutverk, tvær konur og tveir karlar, og fimmta hjólið undir vagninum og þó ekki minnst mikil- vægt er Andrea Gylfadóttir. Söngleikurinn Enga óþekkt var sýndur 1604 sinnum á Broadway á árunum 1978- 1982. Hann er nær því að vera kabarettsýn- ing en söngleikur að því leyti að hann hefur engan samfelldan söguþráð. Hann er að mestu byggður upp á þekktum og minna þekktum lögum eftir Fats Waller, heims- þekktan djasspíanista sem lést 1943 - og lögum sem tengjast honum. Þau mynda nokkurskonar samfellu, enda eiga þau, flest hver, höfundinn og húmorinn sameiginleg- an. Túlkun flytjendanna er svo leikandi að hvert lag er sem lítill söngleikur og tenging- amar þannig úr garði gerðar að úr verður ekta „sjó". Sviðið er næturklúbbur í Harlem upp úr 1930 og í einum kaflanum látast söngkon- urnar vera að leggja sig fram um að skemmta hermönnum þar sem hver og ein reynir að toppa hinar. Þær uppskáru á frumsýningu hlátur og klapp. Bæði söngur og sviðsframkoma leikenda var fallega og frjálslega af hendi leyst. Mest kvað að Kenyatta Herring sem hefur fram- úrskarandi rödd og tjáningu. Þar fer kona mikil um sig og sannar hún að fegurð kvenna er fólgin f fleiru en málunum 90-60- 90. Andrea söng líka listavel og virtist njóta sín sem leikari. Hún ýtti undir þjóðarstoltið hjá íslenskum áhorfendum enda stóð hún erlendu listamönnunum síst á sporði. Set Sharp söng eins og engill og ekki spilltu hreyfingarnar. Hann er sá sem heldur um alla þræði sýningarinnar því leikstjórn er í hans höndum. Mojo Mbue og Chris Antony Giles höfðu bæði frábæra sviðsframkomu og fóru vel með sín hlutverk. Þá er ógetið ís- lensku hljómsveitarinnar sem hulin var reykjarmekki mest alla sýninguna, hún skil- aði sínu með glans. gun@d

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.