Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 23
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 FÓKUS 23 i I í Breska hljómsveitin The Coral vakti mikla athygli með fyrstu plöt- unni sinni sem kom út í fyrra. Hún þótti bera vitni um að sveitin væri óvenjumótuð miðað við aldur meðlimanna en þeir voru allir undir tvítugu þegar platan var gerð. Nú er önnur plata þeirra, Magic & Medicine, komin út. Trausti Júlíusson kynnti sér sögu The Coral. Komin til oð vera Manics halda aðdáendun- UM VIÐ EFNIÐ Velska tríóið Manic Street Preachers er í fríi frá tónleikahaldi þessa dagana. í fyrra sendi það frá sér safnplötuna Forever Dealyed. Hún var fáanleg tvöföld með völd- um endurgerðum á seinni diskin- um. Nú er nýútkomin með þeim önnur safnplata, LipstickTraces - a Secret History of the Manic Street Preachers. Hún er tvö- föld, með þrjátfu og fimm lögum. Á fyrri plötunni eru vald- ar b-hliðar, ófáanleg og óútgefin lög, en á þeirri seinni eru tökulög. Á meðal óútgefnu laganna er Jugde Yourself sem var siðasta lagið sem þeir gerðu með upphaflega söngvar- i-i. j Of latir fyrir Ameríku Fyrsta útgáfuverk The Coral var fjög- urra laga ep-plata, Shadows Fall, en titil- lagið var bæði undir áhrifúm ffá rúss- neskri tónlist og ragtime. Þegar stóra platan kom út varð ljóst að þama var komin mjög fjölhæf hljómsveit sem gæti höfðað til mjög margra. Á plötunni má t.d. heyra áhrif frá sýrurokki, gömlu rhythm & blues og reggíi auk þess sem tónlistin minnir á köflum á sveitir eins og Doors og Beach Boys. Allt leikur þetta í höndunum á The Coral; „feit orgelsándin" eru ekta og sama má segja um allt hitt. í framhaldi af útkomu plötunnar, sem fékk mjög lofsamlega dóma, fór hljómsveitin f tónleikaferð og lék m.a. f víða í Evrópu og í Japan. í vor fór sveitin svo í tónleikaferð um Bandaríkin með Kings of Leon en minningamar úr þeirri ferð eru ekki góðar. „Þetta var algjör peningasóun. Við spiluðum fyrir örfáa,“ segir James, „þá sömu og sfðast.“ Og Ian bætir við: „Ef þeir [í Bandaríkjunum] ná tónlist- inni okkar einhvem tímann, þá það.' Mér er sama um Ameríku. Til þess að slá í gegn þar þarf að strita þar í fjögur ár samfellt. Viðerum of latir til þess ...“ Vantar ekki hucmyndir ... Árið 2003 virðist ætla að vetða gott ár fyrir The Coral. Fyrr í sumar hélt sveitin tilkomumikla heimkomutón- s leika í New Brighton í nágrenni Liver- pool og bauð The Libertines, The Thrills, Basement, The Bees og fleiri sveitum að spila með sér. Það lá fyrir að sveitin þyrfti að borga með sér en samt var ákveðið að kýla á það í þeirri von að úr yrði eftirminnilegur viðburður. Nýja platan, Magic & Medicine, sem kom út 28. júlí, hefúr fengið mjög góða dóma eins og sú fyrri og er rökrétt framhald hennar. Lagasmíðamar hafa þróast og platan er kannski aðeins fullorðinslegri en sú fyrri. Og það sem mestu máli skiptir: Þeim tekst enn að koma á óvart í tónlist sinni. Oft er talað um að gríðarleg pressa sé á hljómsveitir sem hafa átt vel heppnaða frumsmíð að standa undir væntingum á annarri plötu sinni. The Coral virðist hafa komist vel frá því enda hefúr sveit- in nú þegar tekið upp átján ný lög sem gætu ratað á þriðju plötuna. Það vantar að minnsta kosti ekki innblásturinn hjá þessum gaurum. The Coral þykir sanna það með nýju plötunni, Magic & Medicine, að fyrsta platan, sem þótti afbragðsgóð, var engin slembilukka. Sveitin er greinilega komin til að vera. anum, Richie Edwards. Á meðal tökulaganna eru Nirvana lagið Been a Son, Happy Mondays slagarinn Wrote for Luck, Train in Vain og What’s My Name? eftir The Clash og Camper Van Beethoven lagið Take the Skinheads Bowling ... Nick Jones segir að þeir Manics-menn vilji með þessu bjóða aðdáendum upp á nýtt efni þó að sveitin taki það ró- lega f ár. Mercury-verðlauna- SLAGURINN 2003 HAF- INN Þá er búið að tilkynna hverjir eru tilnefndir til Mercury-verðlaunanna 2003. Hér kemur listinn: At- hlete - Vehicles & Animals/Coldplay - A Rush of Blood to the Head/Eliza Carthy - Angelicana/The Darkness - Permission to Land/Floetry - Floet- ic/Lemon Jelly - Lost Horizons/Soweto Kinch - Conversation with seen/Radiohead - Hail to the Thief/Dizzee Rascal - da Corner/Martina Topley-Bird - Quixotic/The Thrills - So Much for the City/Terry Walker - Untitled. Fullt af flottum plötum eins og alltaf. Tónlistarvefurinn dotmusic telur Coldplay og Radiohead sigurstranglegastar (líkurnar 4/0 en þar á eftir koma breski garage-rapparinn Dizzee Rascal, irska strandapoppsveitin The Thrills og grinrokkararnir i The Darkness með 6/1. Niðurstaða fæst 9. september... Og líka ... Það er algengt að poppstjörn- ur láti framleiða alls konar vörur, ótengdar tónlistinni sjálfri. P Diddy og J.Lo eru með fatamerki og Jay-Z með skólínu svo eitt- hvað sé nefnt. Rappdrottningin Lil’ Kim er öllu frumlegri en hún ætlar að setja á markaðinn kyn- iífsdúkku sem verður nákvæm eftirmynd hennar sjálfrar. Ætti að seljast vel... Nýja Bowie platan er komin með nafn og útgáfudag. Platan á að heita Reality og mun innihalda ellefu lög, þ.á m. lagið Pablo Picasso eftir Jonath- an Richman & The Modern Lovers. Hún kemur út 16. septem- ber og er unnin með upptökumanninum Tony Visconti. Á framhlið umslagsins verður mynd af Bowie og ofurfyrir- sætunni Kate Moss. Fyrstu tvær plötur hinnar goðsagnakenndu New York sveitar Tetevision verða endurútgefnar í haust. Marquee Moon (frá 1977) og Adventure (frá 1978) verða báðar gefnar út, endurhljóðblandaðar með ýmsu aukaefni. Auk þess verður gefin út hljóðritun á tónleikum íThe Old Waldorf í San Francisco 29. júní 1978 ... Graham Coxon, fyrrverandi gítarleikari Blur, var að Ijúka við nýja sólóplötu. Hún var tekin upp með Blur pródúsern- um Stephen Street og verður nokkru poppaðri en sú síð- asta, „mitt á milli Kinks og siðustu Beck plötu" eins og Gra ham segir sjálfur... „Að mínu mati lýtur tón- list engum reglum. Ef hún hljómar vel er hún góð,“ seg- ir James Skelly, söngvari og gítarleikari The Coral, um tónlist sveitarinnar. TTie Coral vakti verðskuldaða at- hygli með fyrstu plötu sinni sem hét einfáldlega The Coral og kom út í fyrra en platan þótti óvenjulega fjöl- breytt og heilsteypt af frum- smíð að vera. Nýlega kom önnur plata hennar, Magic & Medicine, í verslanir. Hún þykir gefa frumburðinum lítið eftir. ÚR SMÁBÆ í NÁGRENNI LlVERPOOL The Coral er skipuð sex vin- um frá smábænum Hoylake í Merseyside á vesturströnd Eng- lands, í nágrenni Liverpool. Jámes Skelly er elstur. Hann er tuttugu og eins árs og syngur og spilar á gítar. Bróðir hans, Ian Skelly (19 ára), spilar á tromm- ur og önnur ásláttarhljóðfæri, Nick Power (19 ára) spilar á orgel og syngur, Bill Ryder-Jones (18 ára) spilar á gítar og trompet, Lee Southall (18 ára) spilar á gít syngur og Paul Duffy (18 spilar á bassa og saxófón. Þeir stofhuðu hljómsveit- ina fyrir sex árum, þegar þeir voru enn í grunn- skóla. Þeir fóru að æfa uppáhaldslögin sín, aðal- lega Oasis-lög, og tóku sömuleiðis að semja ný. Þeir fóru í menntaskóía en áttuðu sig fljótt á að það nám hentaði þeim ekki og einbeittu sér f staðinn að tónlistinni. Þeir leigðu kofa við sjávarsíðuna þar sem þeir æfðu stíft á milli þess sem þeir voru ( hluta- störfum til þess að standa straum af hljómsveitar- mennskunni. Þegar Alan nokkur Willis heyrði demó- upptökur með þeim gerði hann umsvifalaust samning við þá og stofnaði útgáfúfyr- irtækið Deltasonic til þess að gefa tónlist þeirra út en Deltasonic er undirfyrirtæki Sony-risans. Flytjandi: Tricky Platan: Vulnerabk Útgefandi: Anti/Skífan Lengd: 44:58 mín. Flytjandi: Monica Platan: After the Storn Útgefandi: J Records/Skífan Lengd: 64:22 min. (2 diskar) Flytjandi: The Thrills Platan: So IViuch Foi Útgefandi: Virgin/Skífan Lengd: 46:34 mín. hvafc fvrir skemmtileaar niSurstaða hvern? staðreyndir Þetta er sjöunda plata Bristol-tónlistar- mannsins Trickys sem sló I gegn meö plötunni Maxinquaye áriö 1995. Þetta er önnur platan hans fyrir Anti-fýrirtæk- iö en sú fyrri, Blow Back, sem kom út 1991, fékk góöar viötökur. Hér vinnur hann náið meö ítölsku söngkonunni Constanza Francavilla sem syngur með honum í öllum lögum plötunnar. Tricky hefur nokkuð sérstakan stil. Hann skapar stundum hæggenga stemningu sem er einhvers staöar á mótum rokks, hipphopps og dubs. Viö þetta bætast svo tvær andstæðar raddir, rödd Trickys- rám, hvíslandi og hijómfögur - og kvenrödd, í þessu til- felli rödd Constönzu. Cure-aödáendur ættu aö athuga útgáfuna á Love Cats. Tricky hefur aldrei veriö í vandræöum meö aö fá flottar söngkonur til þess aö syngja á plötunum sínum. Þeirra á meðal eru Alison Goldfrapp, Björk, PJ Harvey og Martina Topley-Bird sem syngur i flestum frægustu Tricky-lögun- um. Hún er nú nýbúin aö senda frá sér sína fyrstu sólóplötu þar sem hún nýt- ur m.a. aðstoöar Trickys og Queens of the Stone Age. Þetta er prýöisplata. Maður er að vísu löngu búinn að sætta sig við að Tricky takist ekki aö slá viö snilldarplötunni Maxinquaye sem færði honum al- menna viðurkenningu fýrir átta árum. Hann er samt engan veginn dauður úr öllum æöum og getur enn búiö til fín lög. Skemmtileg blanda af fegurð og Ijótleika. Love Cats útgáfan er samt frekar döpur. traustl Júlíusson Þetta er þriöja plata bandarisku söng- konunnar Monicu en margir tengja hana enn viö r&b snilldarverkið The Boy Is Mine sem hún söng meö Brandy fyrir nokkrum árum. Hér eru gestirnir DMX, Tyrese og Jermaine Dupri en þaö er sjálf Missy Elliott sem hefur yfirumsjón meö gerö plötunnar. Fyrsta upplagi plötunnar fylgir auka- diskur. Þetta er r&b í háum gæöaflokki. Missy sjálf pródúserar nokkur lög en Rodney .Darkchild" Jerkins, Jermaine Dupri, BAM, Soulshock & Karlin o.fl. sjá um afganginn. Fyrsta smáskífan af plöt- unni So Gone gefur góöa hugmynd um innihald hennar. Aukadiskurinn inn- heldur þijú lög og myndbandið við So Gone. Monica sló í gegn meö sinni fyrstu plötu, Miss Thang, sem kom út áriö 1995. Hún var þá aðeins fjórtán ára. Á plötunni voru tvö lög sem fóru á topp bandariska vinsældalistans, Don’t Take It Personal og Before You Walk out of My Life. Það var Clive James sem uppgötvaði Monicu. Hann stjórnaöi þá Arista en núna rekur hann J Records. Þetta er ágætis plata. Eins og viö var aö búast eru lögin sem Missy Elliott pródúserar flottust en þaö er margt annaö ágætt hér, m.a. Darkchild-lögin. Þessi plata ervel yfir meðallagi miðað við r&b plötur. Það er t.d. ekki mikið af uppfyllingarefni. Þaö vantar samt svo- Ittið upp á aö þetta geti talist snilldar- verk. Ekkert glænýtt hér á ferðinni. trausti júlíusson Þetta er fyrsta plata The Thrills, skip- uö fimm strákum frá Dublin á íriandi sem hafa veriö vinir síöan þeir voru krakkar. Þeir eru reyndar ekki nema 23 ára gamlir en hafa samt vakið ótrú- lega mikla eftirtekt eftir að þeir lönd- uöu samningi viö Virgin og gáfu út þessa frumraun sína. Og þeir eiga at- hyglina alveg fullkomlega skilda. The Thrills eru allir forfallnir aödáend- ur tónlistar frá sjöunda og áttunda ára- tugnum og bera þeirra eigin tónsmíðar þess nokkur merki. Þannig hefur sum- um lögum þeirra gjarnan veriö líkt við hljómsveitir á borö viö Beach Boys. í stuttu máli má auöveldlega fullyrða að þetta er afar Ijúf popp og rokkplata af gamla skólanum. Til aö komast sem næst áhrifavöldum sínum i tónlistinni var sveitin í San Diego i ?óra mánuöi fyrir nokkru og þar uröu lögin á plötunni aö mestu til. Eftir þá ferö segjast þeir hafa fundiö sig tón- listarlega og ekki leiö á löngu þar til þeir náðu samningi við Virgin. Fram aö því höföu þeir allir logið aö foreldrum sin- um aö þeir væru með góðan samning og heimsfrægðin væri á næsta leiti. Lagiö Big Sur, sem hljómað hefur mikiö i útvarpi undanfariö, er án alls efa einn af smellum sumarsins og ber algeriega af á plötunni ásamt Your Love Is Like Las Vegas. Þetta er hins vegar stórfín plata i þaö heila, góð blanda af hress- um poppslögurum og rólegri lögum og vel þess viröi fýrir fólk að kanna nánar. Þaö á eftir að heyrast meira frá þessum drengjum. höskuldur daöi magnússon

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.