Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 24
24 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 13.ÁCÚST2003
Tilvera
v Fólk ■ Heimilið ■ Dægradvöl
Netfang: tilvera@dv.is
Sími: 550 5824 -550 5810
Teflt í Flatey
SKÁK: Ákveðið hefur verið að
halda skákkeppni í Flatey laug-
ardaginn 23. ágúst nk. á milli
íbúa Reykhólahrepps í Austur-
Barðastrandarsýslu annars veg-
ar og íbúa Stykkishólms hins
vegar.
Beinar siglingar til Flateyjar
eru frá Stykkishólmi og Brjáns-
læk á Barðaströnd.
Áhugasamir keppendur eru
beðnir að skrá sig á skrifstofu
Stykkishólmsbæjar í síma 438
1700 eða skrifstofu Reykhóla-
hrepps í síma 434 7880 - sem
Flatey heyrir undir. Einnig er
hægt að skrá sig í síma 434
7785 hjá Guðjóni D. Gunnars-
syni á Reykhólum sem veitir
nánari uppiýsingar.
>
Utsaumur
erítísku
segir Björk Ottósdóttir handavinnukennari
SPURTRÁÐA: Hildur
Þeir sem halda að áhugi á út-
saumi og bróderingum sé að
deyja út á íslandi hefðu átt að
fara að dæmi DV og gægjast inn
á Laufásveg 2 í síðustu viku
þegar sólin skein hvað skærast.
í „betri stofu" Heimilisiðnaðar-
skólans sitja 10 konur kringum stórt
borð. Þær eru niðursokknar í að
sauma út örsmá blómstur með ýms-
um spomm í litla dúka, „hedebo-
um" í hörpoka, flatsaumsstafi í
diskaþurrkur eða falleg mynstur á
tölubox. Yfir stendur námskeið í út-
saumi og einbeiting þátttakenda er
mikil. Að sögn kennarans, Bjarkar
Ottósdóttur, er búið að halda nokk-
ur slík námskeið það sem af er sumri
og hefur verið fullt á þau öll þrátt
fyrir að einmuna blíða hafi verið alla
þá daga sem þau hafa staðið og hit-
inn varla farið niður fyrir 20 stig.
„Það kom karlmaður hér í gættina í
dag og þegar hann leit yfir hópinn
hristi hann höfuðið og sagði „Þið
emð bilaðar!" Við skildum auðvitað
ekki hvað hann meinti," segir hún
hlæjandi.
Frá ellefu til yfir áttrætt
Björk er frá Dalvík en hefur verið
kennari við útsaumsdeild Skals
hándarbejdeskole á Jótlandi í Dan-
mörku í tíu ár. Nú er hún í sum-
arfríi og notar það til að
deila kunnáttu sinni
með íslenskum kon-
um. Þetta er þriðja
sumarið í röð sem
norðlenskar kon-
ur hafa notið til-
sagnar hennar og
einnig hefur hún
kennt á Egilsstöð-
um og í Þingborg en
hún er að kenna í
Reykjavík í fyrsta skipti
í sumar. Að sögn hennar
hefur yngsti nemandinn verið ellefu
ára og þeir elstu á níræðisaldri.
„Konur hafa gaman af að rifja upp
ýmislegt handbragð sem þær kunnu
á ámm áður og læra nýtt,“ segir hún.
Úr mjóum ræmum í mjúkar
voðir
Neðan úr kjallara hússins heyrast
IÐNAR KONUR: Þorbjörg Ólafsdóttir, Hildur Guðnadóttir, Björk Ottósdóttir og Halldóra
Arnórsdóttir. DV-myndir E. Ól.
þungir dynkir og þegar forvitnast er
um hvað þar er á seyði kemur í ljós
að annað námskeið stendur yfir þar.
Það er f þæfingu og þar er hópur
kvenna í læri hjá hinni dönsku Inge
Marie Ekman sem kennir við sama
skóla og Björk í Danmörku.
Marglitir Merinó-ullarflókar em
þarna að breytast úr mjóum ræmum
í mjúkar voðir sem síðan taka á sig
hin ýmsu form. Rýjur em veiddar
upp úr potti með sjóðandi vatni,
vafðar í fiberdúk sem síðan er
hampað og velt sitt á hvað og klapp-
aður af kappi með flötum lófum.
Þetta virðist ekki ganga átakalaust.
Sumar konurnar em byrjaðar að
móta inniskó, sjöl, húfur eða
töskur úr þæfingnum og
skreyta með ýmsum hætti.
Þetta verður gróft en smart!
hún króuð af og spurð út í ferilinn.
„Ég fór út til Danmerkur á lýðhá-
skóla þar sem mikil áhersla var lögð
á handavinnu og þar var mér bent á
Skals handavinnuskólann. Eftir fjög-
urra ára nám var ég komin þar í
kennslu. Þetta er handverksskóli þar
sem einungis em kennd verkleg fög
og eitt af þremur áherslusviðum hjá
okkur er útsaumur," segir hún. Að-
spurð hvort alltaf sé verið að finna
upp nýjar og nýjar útsaumsaðferðir
segir hún það ekki vera. „Við sækj-
um í þann sjóð sem til er, enda er
hann ríkulegur og við megum hafa
okkur allar við að týna ekki ein-
hverju niður af því sem formæður
okkar kunnu. Auðvitað búum við
svo til nýja hluti með þessum að-
ferðum." En skyldu ungar stúlkur
sækjast eftir að læra útsaum í
dag? „Já, Útsaumur er í tísku
núna, bæði fi'nn og grófur sem
sjá má í töskum, skóm og ýms-
um fatnaði. Auðvitað er um
gamalt fag að ræða og sumum
stúlkum finnst það ekki spenn-
andi þegar þær heyra talað um það
en heillast af því þegar þær kynnast
því. Svo er þetta ódýrt hobbí en hægt
að búa til margt fallegt, hagnýtt og
spennandi. Svo ég haldi áfram að
telja upp kostina þá er róandi að
sitja við hannyrðir, þarf litlar græjur
til þess og hægt að stunda þær nán-
ast hvar sem er.“ gun@dv.is
skeiðum í sumar og á veturna eru
alltaf einhver námskeið í gangi.
Þjóðbúningasaumurinn hefur lengi
haft vinninginn í vinsældum en síð-
asta vetur komst þæfmgin upp fyrir
hann. Hekl hefur lfka verið eftirsótt
að undanförnu og við vorum með
námskeið í því og einnig í tóvinnu og
vefnaði, svo eitthvað sé nefnt."
Dúndurkennsla fyrr á árum
Jófríður er frá Saurum í Laxárdal í
Dalasýslu. Hún er útlærð í kjóla-
saumi og klæðskurði og rekur þjóð-
Fjölsótt sumarnámskeið
Þau em aftur á móti hárfín ‘
sporin sem hinar iðju-
sömu konur á efri
hæðinni em að sauma. Kappmellu-
spor, hedebosaumur, lykkjuspor,
flatsaumur, kontórstingur, aftur-
stingur, fræhnútar, húllsaumur og
hvað þau nú heita. Meðal nemenda
þar er skólastjóri Heimilisiðnaðar-
skólans, Jófríður Benediktsdóttir,
sem þrátt fyrir áratuga reynslu í
handavinnu er að iiressa upp á
kunnáttuna og leggur sig nú aUa
fram um að sauma hvannarstöngul
með fræjum í rústrauðan jafa. Það
lítur út fýrir að verða listaverk.
Það er ekki fyrr en hún skýst upp á
loftið til að laga kaffi sem færi gefst á
að inna hana frétta af málefnum
skólans. „Við emm búnar að vera
með yfir hundrað konur á nám-
búningasaumastofu, auk þess að
kenna við skólann. Spurð hvort hún
hafi fengið gott handavinnuuppeldi
svarar hún. „Ég fékk skínandi góða
kennslu í handavinnu strax í barna-
skóla á Laugum, síðan í Reykjaskóla
og húsmæðraskólanum á Staðar-
felli. Ég lærði líka mikið af móður
minni sem líka fékk góða kennslu
sem barn og fór síðan í kjólasaum.
Það var dúndurkennsla í þessum
fræðum fyrrum og áhuginn var
mikill. Manni fannst ekkert mál
að sitja og sauma fram eftir nótt-
um, eftir daglegt amstur. En
þetta fer auðvitað mikið eftir
hvatningunni sem fólk fær.“
En hvernig skyldi henni hafa tek-
ist að miðla áhuganum til næstu
kynslóðar?
„Ég á tvær stelpur og gat aðeins
smitað þær. Þær saumuðu að
minnsta kosti þegar þær voru litlar,
svo datt þetta niður á tímabili en
þær eru byrjaðar aftur."
Hagnýtt og spennandi
Nú heyrist norðlenska töluð í stig-
anum. Það er Björk, hún heldur sín-
um Dalvíkurframburði þrátt fyrir
veru sína erlendis. f kaffitímanum er