Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 26

Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 26
26 SKOÐUN MIÐVIKUDAQUR 13. ÁGÚST2003 Lesendur Innsendar greinar • Lesendabréf Lesendur geta hringt allan sólarhringinn I sfma: 550 5035, sent tölvupóst á netfangið: gra@dv.is eða sent bréf til: Lesendasfða DV, Skaftahlfð 24,105 Reykjavfk. Lesendur eru hvattir til að senda mynd af sértil birtingar. Uppnám í Samfylkingunni Guöjón Guðmundsson skrífar: Ég las það sem haft er eftir for- manni Samfylkingarinnar, að samskiptin milli viðskiptaráðu- neytis og ríkislögreglustjóra séu í uppnámi, og að sú staða sé óvið- unandi! Mér varð nú hugsað til þess ástands sem nú er uppi í Samfylkingunni; þar sem allsend- is er óráðið hver mun verða for- ystumaður hennar í náinni fram- tíð. Fyrrverandi borgarstjóri segir forystuna ekki ráðstafa neinum embættum þar á bæ, og vill aug- Ijóslega láta velja milli sín og for- manns Samfylkingarinnar. Aðrir standa með formanninum og segja að hann sé maður til fram- tíðarforystu. Þetta er uppnám sem talandi er um. Það er vont að búa í þessum glerhúsum, þau eru bæði gegnsæ og brothætt. Hinsegin dagar Jón Þórarínsson skrifar: Það er ekkert eðlilegt hvernig fjöl- miðlar, og þó einkum sjónvarps- stöðvarnar hafa beitt sér í tilefni Hinsegin daga (Gay Pride), hátíðar samkynhneigðra. Forsprakkar há- tíðarinnar voru inni á gafli í við- talsþáttum til að reyta af þeim all- ar fjaðrir varðandi hátíðina. Og næstum alltaf sama fólkið, með fulltrúa frá Flugmálastjórn í farar- broddi. Þetta gekk út í öfgar og sýnir málefnafátækt sjónvarps- stöðvanna þegar kemur að dag- legum fréttum sem eru þá látnar bíða til þess að „koma til móts við" samkynhneigða. Enginn fréttamiðill þorir annað en sýna þessu málefni ofurathygli, því annars er hann stimplaður and- stæðingur samkynhneigðra. Hvílík hræsni, hvílíkur gunguskapur! Bankarnir - einir burðarásar Magnús Sigurðsson skrifar: Það er að koma í Ijós þessar vik- urnar og dagana hve allt fjár- málalíf í landi okkar er í raun rot- ið. Það kemur einnig í Ijós að varla stendur steinn yfir steini í þessum svonefndu „valdablokk- um" sem fjölmiðlar eru sífellt að kasta Ijósi á í þáttum sínum. Síð- ast var einn slíkur á mánudags- kvöld i Sjónvarpinu. Einn blaða- maður, einn verðbréfamarkaðs- maður og einn forstjóri fyrirtæk- is - sem telja verður þó að sé utan og ofan við „ræflarokkið" í fjármálastríðinu hér - ræddu ástandið, þróunina að undan- förnu og útlitið í heild. Þáttastjómendur köstuðu fram töflu með íslenskum valdablokkum í fjármálum og í þessari röð: 1. Kol- krabbinn. 2. S-hópurinn. 3. Baugs- fjölskyldan. 4. Samson. 5. Kaup- þing (Búnaðarbanki). 6. Lífeyris- sjóðirnir. Ekkert athugavert við þessa uppsetningu, þessar blokkir em allavega fyrir hendi. Bara í öf- ugri röð, að mínu mati. Ég tel að lífeyrissjóðirnir séu allra sterkasta fjármálaafl íslensks efna- hagslífs. Auk þess að eiga í sjóðum fé sem skiptir hundmðum millj- arða króna eiga þeir veð í íbúðum allflestra launamanna í landinu. Síðan kemur til skjalanna fyrirtæk- ið Kaupþing (ásamt Búnaðarbanka eftir sameiningu) sem fer með miklu meira vald til fjármálaum- svifa en nokkum tíma Kolkrabbinn, S-hópurinn, Baugsmenn eða Sam- son-hópurinn. Hvers vegna? Vegna BURÐARÁSAR í ÞJÓÐFÉLAGINU: Með endurnýjuðu trausti og almannarómi sem verður þeim hliðhollur. þess að samstæður Baugsmanna, Kolkrabbans, S-hópsins og Sam- son-hópsins em að missa flugið; þær klifra ekki lengur heldur era komnar í þá hæð sem þær geta mögulega náð á leið til áfangastað- ar. Sá staður er hins vegar óþekkt- ur. S-hópurinn mun breyta sínum kúrs og fljúga samsíða Kaupþingi (Búnaðarbanka), Kolkrabbinn er þegar kominn í ógöngur og getur hvorki breytt hæð né stefnu. Baugsveldið á við siðferðilegan vanda að etja, mestmegnis, og þarf að verjast grimmt ásókn úr flestum áttum, ekki bara hér á landi heldur líka erlendis. Samson-hópurinn er einnig með verulegar vangaveltur vegna af- skrifta á eignum/útlánum Lands- bankans og mun svo verða allt fram í desember, þegar vænst er loka- greiðslu Samson-hópsins. Allt get- ur gerst f því máli þrátt fyrir stað- hæfingar viðskiptaráðherra um að ekki verði hvikað frá 700 milljóna króna markinu sem lokafjárhæð af- sláttar vegna sölu bankans. Mitt mat er að þar séu þó kröfur í upp- siglingu um mun meiri afslátt vegna áfalla sem rekja má til loka- viðskipta í bjórbransanum. Það er einsýnt að bankarnir hér á landi em og munu verða þeir burðarásar sem snúa íslensku fjár- málalífi, ýmist fram eða til baka. Ekki sjávarútvegur og alls ekki ein- stakar valdalausar og jafnvel ímyndaðar „valdablokkir" eins og þær sem búnar hafa verið til í kringum verðbréfasölu og skipt- ingu hlutabréfa sem nánast má líkja við skipd á „Pokemon“-mynd- um. Brýnast af öllu í fjármálalífinu hér er því að treysta bankana og stjórn þeirra á þann hátt að þeir njóti trausts og almannarómur verði þeim hliðhollur. En hvomgt öðlast þeir fyrr en að loknum þeim óróa, sem staðið hefur yfir og stendur enn í ríkisbönkunum fyrr- verandi, og þeir hafa fest sig í sessi samkvæmt viðteknum venjum og reglum í bankaheiminum í Evrópu og Bandaríkjunum. Bankarnir eiga að vera í fararbroddi í íslensku fjármálalífi og á fjár- málamarkaði. Þá stöðu hafa þeir ekki nú. Ástandið nú er óeðli- legt og skaðlegt fyrir ís- land, inn á við sem út á við, og verðurþað að breytast sem fyrst. Bankarnir eiga að vera í farar- broddi í íslensku fjármálalífi og á fjármálamarkaði. Þá stöðu hafa þeir ekki nú. Ástandið nú er óeðli- legt og skaðlegt fyrir ísland, inn á við sem út á við, og það verður að breytast sem fyrst. Engin gervikauphöll eða upp- skrúfaðar verðbréfastofur geta komið í stað alvömbankastofnana með réttíáta vaxtastefnu (þ.m.t. fasta vexti innlána og útlána) og lágmarksþóknunarkröfu svo að þeir nái tiltrú landsmanna. - Hún er ekki fyrir hendi eins og málin standa, einmitt þessa dagana, þar sem dómgreindarleysi og gylliboð virðast stjórna mönnum í æðstu stöðum vítt og breitt um þjóðfélag- ið. Kastljósið með Kristjáni Guðbjörg Gunnarsdóttir skrifar: Þar sem ekki virðast allir hafa sætt sig við það þegar Kristján Loftsson, for- stjóri Hvals hf„ kastaði fram sannleikanum í Kasdjóssþætti Sjónvarpsins sl FORSTJÓRI sunnudagskvöld HVALS: Komvið langar mig að kaunin á skulda- taka fram að ég kóngunum. er meðal þeirra mörgu sem fannst Kristján brjóta blað í svona viðtalsþátt- um að því leyti að hann talaði tæpitungulaust og beindi spjót- um að öðmm þáttum en þeim sem vörðuðu hvalveiðarnar sér- staklega. Kristján kom t.d. við kaunin á skuldakóngum ferða- þjónustunnar, sem er í raun f gjörgæslu hins opinbera, gagn- rýndi Flugleiðir hf. af svipuðum ástæðum og fleiri þætti í þjóðlíf- inu sem fáir, jafnvel engir, hafa þorað að blaka við af ótta við að vera eyrnamerktir niðurrifs- menn eða eitthvað enn verra. Kristján Loftsson á þakkir skildar fyrir hreinskilni sína, en slík hreinskilni og tæpitungulaus málflutningur er ekki á færi ann- arra en þeirra sem hafa efni á, t.d. fjárhagslega. Allt of margir em ófærir um að tjá sig vegna of- urþunga skuldabyrða sem þeir hafa stofnað tíl með opinberri aðstoð og það á við um ferða- þjónustuna sérstaklega. Þróun veiðarfæra til fiskveiða SK0ÐUN GREIN Garðar H. Björgvinsson útgerðarmaSur skrifar fyrir hönd Framtíðar fslands: Það er nú ekki svo langt tímabil á milli þess er hjólið var fundið upp og þess er veiðarfæraþró- un hófst á fslandi að það taki því að tíunda það - sé miðað við árangurinn. Hjólið leiddi af sér með undarlegum hraða m.a. hestvagninn, járnbrautirnar, bifreiðir og síðan flugvélar. Gamla hamplengjan, með bjórtunnubotna fýrir toghlera, sem Bretinn kom með hér í Faxaflóann kom á svipuðum tíma og T- módel- ið af Ford. Nokkm eftir það varð Axel V. Tuliníus einn af alþingis- mönnum okkar. Hefði þróun veiðarfæra í heiminum verið í takt við þróun hjólsins hefði það verið orðið lögfest fyrir um 40 árum vítt og breitt um heiminn að hafsbotninn mætti ekki snerta við veiðar, öðru- vísi en með kyrrstæð- um veiðarfærum. Axel þessi lagðist alfarið gegn því að botnvörpungar yrðu nokkum STÖÐNUN í HÖNNUN VEIÐARFÆRA: Og hlröuleyslð seglr tll sln. tíma leyfðir á landgmnni fslands. Hann sagði botnvörpuna myndu þróast upp í það að verða hinn mesti skaðvaldur fýrir lífrfki hafs- ins. Staldrið nú við, lesendur góðir, og hugsið ykkur hve þessi maður hefur verið skynsamur og raunsær. - Það væri öðmvísi umhorfs á ís- landi um þessar mundir hefði orð- um þessa manns verið gefinn gaumur og eftir þeim farið. Hefði þróun veiðarfæra í heimin- um verið í takt við þróun hjólsins hefði það verið orðið lögfest fyrir um 40 ámm vítt og breitt um heim- inn að hafsbotninn mætti ekki snerta við veiðar öðmvísi en með kyrrstæðum veiðarfærum. Þess í stað hefir þróunin orðið í þá vem að eftir því sem afli minnkar vegna ofveiði í heimshöfunum og lífríkið raskast meira, þá em veiðarfærin stækkuð og hafa jafnframt þyngst, vélarafl aukið og leitartæki gerð fullkomnari. í þessu efiii standa nú fslendingar fremstir manna og selja nú t.d. toghlera og annan þunga- búnað til annarra fiskveiðiþjóða. í Svíþjóð býr uppfinningamaður sem nú þegar getur „kallað" til sín fisk úr flóum inn á firði flóans með hljóðtækni. Þessu er lítill gaumur gefinn. Hjá grænfriðungum er maður sem hefir nú þegar hannað lóðrétta fiskilínu til djúpsjávar- veiða. Langt inni í landi, sem ekki hefir aðgang að sjó, er maður sem langt kominn er með hönnun raf- knúins fiskgleypis (eftirlíkingu af hval), eða gildmr með hljóðtækni- búnaði, hvað gætu þær afkastað miklu. Sakka með hjóðbúnaði, hvað gæti hún gert? Lesendur góðir. Þegar undirrit- aður kemur niður á hafnarsvæði hvar sem er á þessu landi og sér risastóra ryðgaða toghlera, 4-10 tonna þung flikki, og alla þá svem víra, keðjur og bobbinga, sem þar liggja í hirðuleysi, þá setur hann hljóðan og verður hugsað til þeirrar stöðnunar sem ríkir í hönnun veið- arfæra almennt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.