Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 32
32 TILVERA MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003
íslendingar
Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson
Netfang: aettir@dv.is
Sími: 550 5826
Áttatíu ára
Páll Bergþórsson
veðurfræðingur
Páll Bergþórsson, fyrrverandi
veðurstofustjóri, er 80 ára í dag.
Starfsferill
Páll er fæddur í Fljótstungu í
Hvítársíðu 13.8. 1923 og ólst þar
upp. Hann stundaði nám við Hér-
aðsskólann í Reykholti og
Menntaskólann í Reykjavík en
þaðan varð hann stúdent 1944.
Páll var tvo vetur við verkfræði-
nám í verkfræðideild Háskóla fs-
lands og eftir það tvo vetur í
Stokkhólmi við veðurfræðinám og
lauk þaðan prófi 1949. Hann var
veðurfræðingur við Veðurstofu ís-
lands frá 1949, deildarstjóri veður-
fræðideildar frá 1982 og veður-
stofustjóri 1989 til ársloka 1993.
Páll var við framhaldsnám og
rannsóknir í veðurfræði við Stokk-
hólmsháskóla 1953-1955 og síðar
í Noregi og Englandi. Veðurffegnir
í sjónvarpi flutti hann í 23 ár.
Rannsóknir hefur hann stundað á
tölvugreiningu veðurkorta, hafís-
spám, vexti og hopi skriðjökla,
loftslagssögu íslands og samhengi
loftslags við landbúnað og fisk-
veiðar. Hann kepndi um árabil
veðurfræði við jarðfræðiskor Há-
skóla íslands. Páll er höfundur
bókanna Loftin blá, Flugveður-
fræði, Sólskin á Islandi og Veðrið.
Bók hans, Vínlandsgátan, fjallar
um fund Ameríku og landkönnun-
arferðir og hefur einnig komið út á
ensku. Hann hefur flutt mörg er-
indi í útvarp og skrifað fjölda
greina um veðurfræði og fleira í
bækur, tímarit og blöð.
Páll hefur setið í stjórnum BSRB
og KRON og íslenska járnblendi-
félagsins og átt sæti í kjararáði
BSRB og flugráði
Fjölskylda
Páll Bergþórsson kvæntist 5.
ágúst 1950 Huldu Baldursdóttur,
læknaritara og veðurstofuritara, f.
12. júní 1923. Hulda er dóttir Bald-
urs Guðmundssonar, bónda á
Þúfnavöllum, og síðar þingvarðar,
og Júlíönu Björnsdóttur. Baldur
var sonur Guðmundar Guð-
mundssonar, bónda á ÞúfnavöU-
um, og konu hans, Guðnýjar
Loftsdóttur. Júlíana var dóttir
Björns Arnþórssonar, bónda á
Hrísum í Svarfaðardal, og konu
hans, Þórhildar Hansdóttur Bier-
ing frá Húsavík.
Páll og Hulda eiga þrjú börn:
Baldur, tölvufræðing í Reykja-
vík, f. 4.7.1951, fyrri kona hans var
Sigurbjörg Oddgeirsdóttir Ottesen
frá Hveragerði og eiga þau tvo
syni, Pál og Hjalta, síðari kona
hans er Þóra Fríða Sæmundsdótt-
ir píanóleikari, en þau eiga eina
dóttur, Þórhildi Katrínu; Kristín
hjúkrunarfræðingur, f. 14.11.
1952, maður hennar er Jón Steinar
Gunnlaugsson prófessor og eiga
þau fimm börn: ívar Pál, Gunn-
laug, Konráð, Huldu Björgu og
Hlyn; Bergþór óperusöngvari, f.
22.10.1957, fv. kona Sólrún Braga-
dóttir óperusöngkona, og eiga þau
einn son, Braga. Þau skildu. Sam-
býlismaður Bergþórs er Albert Ei-
rflcsson safnstjóri.
Páll Bergþórsson átti sex
systkini: Guðrún vefnaðarkennari,
f. 9.2. 1920; Þorbjörg kennari, f.
17.5. 1921, d. 7. maí 1981; Jón,
framkvæmdastjóri Nýju sendi-
bflastöðvarinnar, f. 12.9.1924; Sig-
rún, ferðabóndi á Húsafelli, f. 8.8
1927; Gyða skólastjóri, f. 6.4. 1929;
Ingibjörg, þýðandi og bóndi í
Fljótstungu, f. 27.8. 1930.
Ætt
Foreldrar Páls voru Bergþór
Jónsson, bóndi í Fljótstungu, og
kona hans, Kristín Pálsdóttir.
Bergþór var sonur Jóns Pálssonar,
bónda á sama stað. Jón var sonur
Páls Jónssonar smiðs og konu
hans, Guðrúnar Bjarnadóttur, en
faðir Páls Jónssonar var Jón Auð-
unsson, ættfaðir margra Borgfirð-
inga og langalangafi MagnúsarÁs-
geirssonar skálds og Leifs Ásgeirs-
sonar prófessors. Guðrún Péturs-
dóttir, móðir Bergþórs, var frá
Ánanaustum í Reykjavík, dóttir
Péturs Ólafs Gfslasonar tómthús-
manns og bæjarfulltrúa, og fýrri
konu hans, Vigdísar Ásmunds-
dóttur. Pétur var afi Áka Jakobs-
sonar ráðherra, Péturs J. Jakobs-
sonar læknis og Jakobs Gíslasonar
orkumálstjóra, og afabróðir Sverr-
is Kristjánssonar sagnfræðings.
Kristín Pálsdóttir, móðir Páls veð-
urfræðings, var frá Bjarnastöðum í
Hvftársíðu, dóttir Páls Helgason-
ar, bónda þar, og Þorbjargar Páls-
dóttur, konu hans. Páll var kom-
inn í fjórða lið frá Snorra presti
Björnssyni á Húsafelli. Móður-
systir Þorbjargar var Halldóra
Bjarnadóttir, amma Guðmundar
Böðvarssonar skálds á Kirkjubóli í
Hvftársíðu og langamma Böðvars
Guðmundssonar rithöfundar.
Páll og Hulda kona hans fagna
tímamótunum með fjölskyldunni
á heimili sínu.
Níutíu ára
Marqrét Helgadóttir
húsmóðir
Margrét Þórunn Helgadóttir hús-
móðir, Árskógum 8, Reykjavík, er
níræð í dag.
Hún fæddist 13. ágúst 1913 og er
alin upp á Þyrli í Strandarhreppi,
Borgarfjarðarsýslu.
Fjölskylda
Margrét giftist 15.10.1938, Ragn-
ari Þorgrímssyni frá Laugarnesi,
eftirlitsmanni hjá Strætisvögnum
Reykjavíkur og ökukennara, f.
3.12. 1908, d.10.8. 2000.
Foreldrar hans voru Þorgrímur
Jónsson söðlasmiður og Ingibjörg
Þóra Kristjánsdóttir húsmóðir,
bændur í Laugarnesi við Reykja-
vík.
Margrét vann við verslunarstörf
fyrst eftir að hún kom til Reykja-
vfkur en var lengst af húsmóðir á
Hofteigi21.
Börn þeirra Margrétar og Ragn-
ars:
Kolbrún, f. 12.10. 1939, arkitekt í
Noregi, giftist Ingvari Mikkelsen
arkitekt, f. 5.4. 1936, þau skildu en
börn þeirra eru: Edda Margrét f.
11.2. 1963, sambýlismaður Lars
Bjerkeli, doktor í verkfræði, f. 1956
og þeirra börn eru Magnús, f.
1991, og Vegar, f. 1995; Ragnar Þór
skipaverkfræðingur, f. 28. sept.
1966, kona hans er Marit Walby
Anthonsen, f. 1966, doktor í efna-
fræði og barn þeirra er Emilía
Margrét, f. 2001; Ása María, nemi
við listaháskóla í Englandi, f. 4.10.
1972, sambýlismaður Morten
Michelsen klarfnettuleikari, f.
1973. Sambýlismaður Kolbrúnar
er Egil Hallset, arkitekt.
Guðrún, f. 23.8. 1946, nuddfræð-
ingur, gift Stefáni Ingólfssyni
markaðsstjóra, f. 12.5.1946. Þeirra
börn: Ragnar Ingi, rekur vélhjóla-
verkstæði, f. 5.12. 1964, fyrrver-
andi sambýliskona hans er Stein-
unn Björk Valdimarsdóttir, f. 13.6.
1963 og eru þeirra börn Alexander
Máni, f. 1994, og Davíð Númi, f.
1999, en sambýliskona Ragnars
Inga er Sandra Valdís Guðmunds-
dóttir þjónn, f. 1975; Ingibjörg við-
skipta- og rekstrarfræðingur, f.
6.11.1967, giftist Jóhannesi Gunn-
laugssyni, þau skildu en þeirra
barn er Ragnar Örn, f. 2002;
Ingólfur Stefánsson, BA í verslun-
ar- og viðskiptafraeði, f. 13.1.1970,
hans sambýliskona er Ágústa Jóna
Pálsdóttir, f. 1972; Margrét Þór-
unn, nemi í Danmörku, f. 29.11.
1978, sambýlismaður hennar er
Jesper Larsen f. 1977; Stefán Gest-
ur nemi, f. 21.2. 1982.
Alsystkini Margrétar: Guðleif
Helgadóttir, f. 1909, húsmóðir í
Reykjavík; Jóhann Helgason, f.
1911, d. 1985, bifvélavirki, bjó
lengi f Laugarnesi í Reykjavflc;
Bjarni Helgason, f. 1916, d. 2001,
bifvélavirki í Reykjavík.
Systkini Margrétar, samfeðra:
Hannes Ágúst Helgason, f. 1895, d.
1905; Jón Helgason, f. 1896, d.
1974, bóndi í Blönduholti í Kjós;
JónÁrni Helgason, f. 1901, d. 1934,
bóndi á Þyrli í Saurbæjarsókn;
Valgeir Helgason, f. 1903, d. 1986,
prófastur í Ásum í Skaftártungu;
Sigurður Helgason, f. 1904, d.
1997, bóndi á Þyrlí, síðast búsettur
á Akranesi; Ólafur Helgason, f.
1906, d. 1933, trésmiður á Þyrli.
Foreldrar Margrétar voru Helgi
Jónsson f. 14.7 1876, d. 12.12.
1933, bóndi á Litlasandi frá 1898
til 1911 og á Þyrli frá 1911 tíl dán-
ardags og seinni kona hans, Guð-
rún Jónsdóttir, f. 1876, d. 1971,
húsfreyja á Þyrli tíl 1930, síðast
búsett í Reykjavík.
Ætt
Helgi var sonur Jóns „eldra" Áma-
sonar frá Alviðm, f. 1829, bónda á
Þyrli, og Valgerðar Árnadóttur, f. á
Stöðlum í Ölfusi 1850, d. í Hafnar-
firði 1924.
Margrét hefur heitt á könnunni
fyrir vini og ættingja í salnum að
Árskógum 6-8, frá klukkan 16 á af-
mælisdaginn.
Stórafmæli
85 ára
Aðalbjörg Oddgeirsdóttir,
Sólvöllum 4, Stokkseyri.
Trausti Magnússon,
Austurbrún 39, Reykjavík.
80 ára
Eiríkur Júlíusson,
Kirkjubraut 12, Höfn.
Slgrún Jóhannesdóttir,
Byggöavegi 88, Akureyri.
75ára
Anton Jónsson,
Naustum 2, Akureyri.
Ásdís Svanlaug Árnadóttir,
Akraseli 2, Reykjavik.
Friöjón Þorleifsson,
Einholti 9, Garöi.
Sigrún E. Óladóttir,
Njarövíkurbraut 32, Njarövík.
Sigvaldi Val Sturlaugsson,
Sólheimum 23, Reykjavík.
Þuríöur Árna Jóhannesdóttlr,
Suöurgötu 78, Hafnarfiröi.
70ára
Rögnvatdur Þórhallsson,
Helgamagrastræti 53, Akureyri.
Stelngrímur Jónasson,
Blásölum 24, Kópavogi.
Sæunn Þorlelfsdóttir,
Gullsmára 9, Kópavogi.
60 ára
Garöar Schiöth Sigurösson,
Lokastíg 28a, Reykjavík.
Gunnar Maron Þórisson,
Fellsenda, Mosfellsbæ.
Halldóra Guörún BJarnadóttlr,
Nóatúni 28, Reykjavík.
Sigurlaug Guömundsdóttir,
Kópavogsbraut 81, Kópavogi.
Þórey Eyþórsdóttir,
Kaplaskjólsvegi 43, Reykjavík.
50ára
Aldis Bára Elnarsdóttir,
Sveighúsum 2, Reykjavík.
Bergrún Gyöa Óladóttir,
Noröurgaröi 2, Hvolsvelli.
Bjami Magnús Guömundsson,
Garöabraut 3, Akranesi.
Guöbjört G. Ingólfsdóttlr,
Holtagerði 20, Kópavogi.
Hallgrímur Vlktorsson,
Sjávargötu 35, Bessastaðahreppi.
Helen Gunnaisdóttlr,
Engihjalla 19, Kópavogi.
Málfríöur Þórarinsdóttir,
Rauöalæk 5, Reykjavík.
Ólafur Haraldsson,
Rimasíöu 11, Akureyri.
Ólafur Matthíasson,
Sléttuvegi 3, Reykjavík.
Ólína Eybjörg Jónsdóttlr,
Tjarnarlundi 15e, Akureyri.
Snorri Ólafur Hafstelnsson,
Fagrahjalla 7, Kópavogi.
Svanhvít Inglbjörg Magnúsdóttlr,
Arnartanga 56, Mosfellsbæ.
40ára
Agnes Úlfarsdóttir,
Njaröarholti 2, Mosfellsbæ.
Ása Khuyen Vu,
Höröalandi 24, Reykjavík.
Ema Valdlmarsdóttir,
Arnartanga 14, Mosfellsbæ.
Guörún Margrét Jónsdóttir,
Sunnubraut 12, Akranesi.
Halldór Kristinn Lárusson,
Hraunbergi 15, Reykjavík.
Helga Slgríöur Þórsdóttir,
Áshlíö 7, Akureyri.
Hilmar Pétur Gunnarsson,
Torfufelli 48, Reykjavík.
Jóna Vllhelmína Héðlnsdóttir,
Ægisgötu 14, Ólafsfiröi.
Magnús Guöjónsson,
Hólmi, Höfn í Hornafiröi.
Nanna Slguröardóttlr,
Hlíðarhjalla 63, Kópavogi.
Sigfríö Þormar,
Furuhlíö 10, Hafnarfiröi.
Sigríöur Stefánsdóttir,
Vestursíöu 4a, Akureyri.
Þórir Steinarsson,
Efstalandi 4, Reykjavík.