Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Síða 36
36
D’/SPOfíT MIÐVIKUDAOUR 13.ÁCÚST2003
DV Sport
Keppni í hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 ■ 550 5889
Pires og Vieira
KNATTSPYRNA: Frönsku
landsliðsmennirnir Patrick
Vieira og Robert Pires skrifuðu í
gær undir nýja samninga við
ensku bikarmeistarana í
Arsenal. SamningurVieira er til
ársins 2007 en Pires samdi ein-
göngu til ársins 2006. „Ég hef
alltaf sagt að ég væri ánægður
hjá Arsenal og vildi alltaf gera
nýjan samning við félagið,"
skrifa undir
sagði Vieira eftir undirskriftina
og Pires tók í sama streng.
Sögusagnir þess efnis að Vieira
sé á förum til Real Madrid eru
því á enda í bili.
Arsene Wenger, stjóri Arsenal,
sagðist aldrei hafa verið í vafa
um að þeir myndu gera nýjan
samning við félagið en neitaði
því ekki að það væri léttir að
málið væri frá.
SÁTTUR: Robert Pires ánægður
með nýja samninginn.
Úrleik
KNATTSPYRNA: Guðjón Þórð-
arson og strákarnir hans hjá
Barnsley eru úr leik í ensku
deildarbikarkeppninni eftir tap
gegn Blackpool á heimavelli,
1-2. Guðjón Þórðarson sagði
að varnarmistök hefðu orðið
liðinu að falli en honum fannst
það engu að síður leika betur
en um síðustu helgi er þeir
lögðu Colchester að velli.
- segir Veigar Páll Gunnarsson, leikmaðurjúlímánaðarhjá DV-sporti
Það kemur líklega fáum á óvart
að DV-sport skuli útnefna Veig-
ar Pál Gunnarsson, leikmann
KR, sem leikmann júlímánaðar f
Landsbankadeild ícarla. Af þeim
fimm leikjum sem hann spilaði í
mánuðinum skoraði hann þrjú
mörk, lagði upp fimm önnur
fyrir félaga sína og var þrívegis
vaiinn maður leiksins af DV-
sporti.
„Ég átti eiginilega alveg eins von
á því að verða valinn. Maður er
náttúrlega búinn að spila vel að
undanförnu, eins og aðrir leik-
menn, og ég taldi mig allavega
koma til greina ásamt öðrum leik-
mönnum," sagði Veigar Páll þegar
honum voru tjáð tíðindin.
Sáttur við mína frammistöðu
Þessi magnaði leikmaður, sem
blómstrað hefur hjá KR undanfarin
tvö ár, hefur verið allt í öllu hjá ís-
landsmeisturunum í sumar og vilja
sumir meina að það sé honum ein-
um að þakka að KR-ingar eru enn í
baráttuni um íslandsmeistaratitil-
„Ég er mjög sáttur við
frammistöðu mína í
sumar. Ég er í fínu formi
og líklega að spila mitt
besta tímabil á ferlin-
um, ásamt kannski
tímabilinu í fyrra."
inn. Eins og sést í tölfræðiþáttum
annars staðar á síðunni hefur Veig-
ar átt þátt í 13 af 20 mörkum KR það
sem af er leiktíð, og þar af hafa sjö
þeirra komið á síðasta stundar-
fjórðungi. Skemmst er að minnast
sigurmarksins gegn KA á sunnu-
daginn var þar sem Veigar skoraði
þegar tvær mínútur voru komnar
fram yfir hefðbundinn leiktíma -
og hélt liði sínu þar með í skottinu
á Fyiki, sem er efstur á markatölu.
ALLT UM MÖRK VEIGARS
Hvar:
Mörk á helmavelli: 5
Mörk á útivelli: 1
Hvenær:
Mörk I fyrri hálfleik: 1
Mörk í seinni hálfleik: 5
Hvernig:
Mörk með vinstri fótar skoti: 0
Mörk með hægri fótar skoti: 3
Mörk með skalla: 3
Mörk úr vltaspyrnu: 0
Mörk úr aukaspyrnu: 0
Hvaðan:
Mork ui markteig: 2
Mörk úr vltateig utan markteigs: 4
Mörk utan teigs: 0
Aðferð:
Mörk I fyrstu snertlngu: 6
Mörk eftir 2 til 4 snertingar: 0
Mörk eftir 5 eða fleiri snertingar: 0
Mörk úr uppsettu atriðl: 0
Aðdragandi:
Mörk eftlr gangandi leik: 0
Mörk eftir fast leikatriðl: 6
„Ég er mjög sáttur við frammi-
stöðu mína í sumar. Ég er í fínu
formi og líklega að spila mitt besta
tímabil á ferlinum, ásamt kannski
tímabilinu í fyrra. Ég hafði miklar
áhyggjur af því í upphafi móts, þeg-
ar ég tognaði á liðbandi í hnénu, að
það ætti eftir að há mér eitthvað en
svo er ekki, sem betur fer. Ég finn
FLEST SKÖPUÐ MÖRK í SUMAR:
Velgar Páll Gunnarsson, Kfí 13
6 mörk skoruð + 7 undirbúin
Sören Hermansen, Þrótti 11
6 mörk skoruð + 5 undirbúin
Gunnar Heiðar Þorvaldsson, (BV 11
9 mörk skoruð + 2 undirbúin
Jón Þorgrímur Stefánsson, FH 11
3 mörk skoruð + 8 undirbúin
Björgólfur Takefusa, Þrótti 10
9 mörk skoruð + 1 undirbúiö
Jóhann Hreiðarsson, Val 9
6 mörk skoruð + 3 undirbúin
Allan Borgvardt, FH 8
6 mörk skoruð + 2 undirbúin
SKÖPUÐ MÖRK EFTIRTÍMA:
(Mörk skoruö + mðrk undlrbúln)
l.tillS.mln. 0+1 = 1
16. til 30. mín. 1+3 = 4
31. til 45. mln. 0+0 = 0
46. til 60. mln. 0+0 = 0
61. tll 75. mln. 0+1=1
76.til90.mln 5+2=7
ekki fyrir þessu inni á vellinum og
það skiptir miklu máli að vera alveg
heill.
Mikið áfall að fótbrotna
Veigar Páll er 23 ára og hefur ver-
ið að æfa fótbolta frá sex ára aldri.
Hann spilaði upp alla yngri flokk-
ana hjá Stjörnunni og var aðeins 15
ára þegar hann fékk eldskírn sína
hjá félaginu. Árið 2000 urðu síðan
ákveðin þáttaskil á ferli Veigars
VEIGAR PÁLL í JÚLÍ 2003
Lelkir: S
Mínútur: 450
Mörk skoruð: 3
Mörk undirbúin: 5
Þáttur I mörkum: 8
Meðaleinkunn: 3,60
Maður leikslns hjá DV-sporti: 3
TÖLFRÆÐI VEIGARS PÁLS 2003
Leikin 10
Leikir I byrjunarliði: 10
Mlnútur spilaðar: 836
Mörk skoruö: 6
Mörk undirbúin: 7
Mörk sköpuð: 13
Mlnútur mllli skoraöra marka: 139
Mínútur milli skapaðra marka: 64
Markalauslr leikir: 5
Tvennur: 1
Þrennur: 0
þegar hann fór ívíking til Noregs og
gekk til liðs við úrvalsdeildarliðið
Strömsgodset. Þar staldraði Veigar
tiltölulega stutt við, eða aðeins í
tæpt ár, og segir hann ýmsar
ástæður liggja þar að baki.
„Ég var keyptur þangað fyrst og
fremst til að styrkja hópinn hjá lið-
inu. En svo komst ég í byrjunarliðið
og fannst að ég stæði mig mjög vel.
Ég náði að skora þrjú mörk og
leggja upp önnur fjögur í einum tíu
leikjum, að ég held," segir Veigar.
Það var þá sem ógæfan dundi yfir.
„Ég lenti í því að ristarbrotna og
þegar ég gat byrjað að spila aftur
voru ekki nema tveir leikir eftir af
tímabilinu. Ég var óánægður þarna
PUNKTAR UM VEIGAR PÁL
öllsexmörkVeigars Páls Gunnarssonar I sumar hafa komið eftir föst leikatriði, fimm
eftir aukaspyrnur og eitt eftir horn. Af þeim sjö mörkum sem Veigar Páll hefur lagt
upp hefur hins vegar aðeins eitt mark komið eftir fast leikatriði.
VeigarPáll hefur komið að öllum fimm sigurmörkum KR-inga I deildinni I sumar en
ekkert lið hefur skorað fleiri sigurmörk. Veigar Páll hefur skorað þrjú sjálfur, mest allra
leikmanna, og hefur einnig lagt upp tvö sigurmörk.
VeigarPáll hefur skorað fimm af sex mörkum sínum á síðustu 15 mínútum leiksen
eina markið sem hann hefur skorað á öðrum tíma gerði hann á 25. mínútu fyrrri
hálfleiks.
VetgarPállhelur skapað flest mörkallra leikmanna í Landsbankadeildinni þráttfyrir
að hafa misst af þremur leikjum vegna meiðsla. KR-ingar hafa tapað öllum þremur
leikjunum án hans en unnið átta og tapað engum af þeim tiu leikjum sem hann
hefur spilað.
VelgarPáll heíur skorað öll sex mörkin sín í sumar í fyrstu snertingu, þar af þrjú
þeirra með skalla. Veigar Páll skoraði aðeins tvö af sjö mörkum sínum í fyrra í fyrstu
snertingu.
VeigarPáll hefur verið fjórum sinnum valinn maður leiksins hjá blaðamönnum DV-
sports í sumar, oftar en nokkur annar leikmaður Landsbankadeildarinnar.
Öll tölfræði: ooj.sport@dv.is