Dagblaðið Vísir - DV - 13.08.2003, Side 37
MIÐVIKUDAGUR 13. ÁGÚST2003 DVSPORT 37
Rússar rassskelltir
HANDBOLTI: Islenska 18
ára landsliðið stendur í
ströngu í úrslitakeppni EM
sem fram fer í Slóvakíu
þessa dagana. I gær pökk-
uðu þeir Rússum saman,
33-24, eftir að hafa verið
þrem mörkum undir í hálf-
leik. Haukamaðurinn Ás-
geir Örn Hallgrímsson átti
stórleik og skoraði 11 mörk
<\sgeir Orn
Hallgrímsson.
og KA-mað-
urinn Arnór
Atlason stóð
honum nærri
með 7 mörk.
fslenska liðið
leikur gegn
Slóvenum á
morgun og ef sá leikur
vinnst eru þeir komnir í
undanúrslitá mótinu.
Vala og Aron
FRJÁLSAR: Stangar-
stökkvarinn Vala Flosadótt-
irog kringlukastarinn
Magnús Aron Hallgrímsson
munu ekki taka þátt í HM í
frjálsum íþróttum að þessu
sinni. Bæði reyndu að ná
lágmörkum í gærkvöld en
án árangurs. Vala stökk
4,13 metra á móti í Malmö
og varð fimmta. Vala þurfti
ekki á HIVI
stökk upp á 4,40 metra til
að komast á HM. Magnús
keppti á kastmóti í
Kaplakrika þar sem hann
kastaði tæpa 57 metra en
lágmarkið fyrir HM var
63,50 metrar. Einu þáttak-
endur Islands á HM verða
Jón Arnar Magnússon og
Þórey Edda Elísdóttir en
mótið hefst 23. ágúst.
úti og fann mig einhvern veginn
ekki. Þess vegna ákvað ég að koma
heim og reyna að byrja upp á nýtt.
Félagið samþykkti það þótt þeir
vildu endilega halda í mig,“ segir
Veigar sem sér þó alls ekki eftir tím-
anum f Noregi. „Ég lærði mjög mik-
ið og það styrkti mig gríðarlega að
fá að spreyta mig í svona alvöru
deild. Þetta var mikil reynsla," segir
Veigar.
Sé ekki eftir að hafa valið KR
Þegar þær fréttir bárust hingað
heim á klakann að Veigar Páll væri
á leið heim á ný settu fjölmörg félög
sig í samband við kappann. Veigar
gat valið á milli liða á borð við KR,
Fylki, LA og ÍBV.
„Ég valdi á endanum KR og taldi
það besta kostinn. Það var kannski
smá áhætta, eftir að liðið hafði rétt
sloppið við fall árið áður, en ég sé
ekki eftir því að hafa farið í Vestur-
bæinn,“ segir Veigar sem varð ís-
landsmeistari á sínu fyrsta ári með
KR í fyrra.
„Það er alveg rétt að KR spilaði
betri bolta í fýrra. Ég er auðvitað
sáttur við að við vinnum leikina
núna og erum við ekkert lakari í því
heldur en í fyrra. Munurinn er að
við erum kannski ekki eins sann-
færandi," segir hann.
„Við spilum fyrri hálfleikinn
mjög vel en síðan dettum við niður
í þeim síðari. Ég held að enginn í
liðinu hafi skýringu á hvers vegna
þetta gerist. En það er ljóst að við
getum gert betur.“
heitir fyrir enska boltanum og þar
er ég engin undantekning."
Hápunkturinn hér heima
Veigar var nýlega valinn f ís-
lenska landsliðið sem mætir Fær-
eyingum í undankeppni EM eftir
rúmar tvær vikur. „Kominn tími
til," sögðu margir enda Veigar
löngu búinn að sanna sig sem einn
besti, ef ekki allra besti, leikmaður
deildarinnar hér heima. Hann átt
fast sæti í yngri landsliðum íslands
„Ég vona að ég fái
tækifæri til að komast
eitthvað út eftir sumar-
ið hér heima en efekk-
ert gerist verð ég pott-
þétt áframíKR."
í gegnum tíðina en lítið fengið að
spreyta sig með sjálfu A-landslið-
inu.
„Ég var f sjálfu sér lítið að hugsa
um landsliðið. En auðvitað vonað-
ist ég til þess að vera valinn og ég er
að sjálfsögðu hæstaánægður með
að það hafi gerst. Það er eiginlega
hápunkturinn hér heima að vera
valinn í landsliðið og sannar að það
hefur verið fylgst með manni í
sumar. Nú er talönarkið að festa sig
í sessi í þessum landsliðshópi,"
segir Veigar.
KR tekur titiiinn
Spurður um hverjir verði ís-
landsmeistarar í haust er Veigar
ekki seinn til svars: „Það verður
náttúriega KR," segir hann glott-
andi. „Nei, ef við tölum í alvöru,
held ég að það sjáist klárlega á
stigatöflunni að KR og Fylkir munu
berjast um dolluna. En ég held að
við munum standa uppi sem sigur-
vegarar."
-Áhverju byggirðu þá spá?
„Ég held að hvorki KR né Fylkir
muni tapa mörgum leikjum það
sem eftir er og að innbyrðis leikur
þessara liða muni ráða úrslitum.
Hann verður leikinn á heimavelli
okkar í Frostaskjóli og við eigum að
vinna þann leik. Þeir hafa marka-
töluna fram yfir okkur þannig að
við verðum hreinlega að taka af
þeim stig til að eiga séns í titilinn."
- Segjum sem svo að þú lendir í
meiðslum. Getur KR orðið íslands-
meistari án þín?
„Jájá, það er engin spurning. Við
erum með stóran hóp og það er
fullt af góðum leikmönnum sem
gætu leyst mig af hólmi ef eitthvað
kæmi upp á,“ segir Veigar Páll að
lokum.
vignir@dv.is
Veiðihornið
Ronaldo til
Man. Utd
Englandsmeistarar
Manchester United létu til
sín taka á leikmannamark-
aðnum í gær þegar þeir
keyptu tvo leikmenn fyrir
rúma tvo milljarða íslenskra
króna. Þeir eru brasilíski
landsliðsmaðurinn Kleber-
son og portúgalska undra-
barnið Cristiano Ronaldo.
Þeir greiddu 12,24 milljónir
punda fýrir hinn 18 ára Ron-
aldo sem skrifaði undir 5 ára
. samning við félagið. „Ég er
mjög ánægður með að hafa gert
samning við besta félagslið í
heimi og ég er sérstaklega stolt-
ur af því að vera fyrsti Portúgal-
inn sem leikur fyrir félagið,"
sagði Ronaldo sem var úthlutað
treyju númer 7 hjá United en í
þeirri treyju lék David Beckham
einmitt með United.
„Eftir leikinn gegn Sporting í
síðustu viku töluðu allir strák-
arnir í klefanum um hann. Svo
í flugvélinni á leiðinni heim
báðu þeir mig að kaupa hann -
svo mikið er þeirra álit á hon-
um. Hann er án efa einn mest
spennandi leikmaður sem ég
hef séð,“ sagði Sir Alex Fergu-
son, framkvæmdastjóri Man.
Utd.
Það er nokkuð síðan United
gekk frá kaupunum á Kleber-
son en beðið var eftir að at-
vinnuleyfi fengist fyrir hann. Er
það gekk í gegn var ekkert því til
fyrirstöðu að hann skrifaði
undir samning við félagið.
„Ein ástæðan fyrir því að við
seldum Veron var sú að við
vissum að við værum að fá
Kleberson og ég hef trú á því að
hann fylli hans skarð," sagði
Ferguson en hann varð að
greiða 6 milljónir punda fyrir
kappann.
Við þetta má bæta að United
semur væntanlega ekki við
Túnisbúann Hatem Trabelsi
því hann lék með Ajax í Meist-
aradeildinni í gær og yrði því
ólöglegur með United í keppn-
inni.
henry@dv.is
Langar út á ný
Veigar gerði tveggja ára samning
við KR á sínum tíma, sem þýðir að
samningurinn rennur út eftir tíma-
bilið í ár. Veigar segir að KR hafi
þegar boðið sér nýjan samning en
hann langi mest til að komast aftur
út í atvinnumennskuna.
„Ég mun að minnsta kosti bíða
eitthvað með að skrifa undir hjá KR
og sjá til hvað gerist í mínum mál-
um. Það hafa nokkur erlend lið ver-
ið í sambandi við mig frá Noregi,
t.d. Stabæk, og svo vildi Bolton fá
mig til reynslu. Ég vona að ég fái
tækifæri til að komast eitthvað út
eftir sumarið hér heima en ef ekk-
ert gerist verð ég pottþétt áfram í
KR,“ segir Veigar og bætir við að
hann langi mest til að komast að
hjá félagi í annaðhvort Englandi
eða Hollandi.
„Ég hef heyrt það frá öllum sem
hafa spilað í Hollandi að það sé
rosalega gott að byrja þar og sá
bolti sem spilaður sé þar henti mér
mjög vel. Svo eru auðvitað allir
Veiðin gengur vel íElliðaánum og Leirvogsá:
Styttist í 400 laxa múrinn
„Úr Elliðaánum koma frá 4 upp
í 14 laxa á dag þessa dagana.
Alls eru komnir um 370 laxar á
land úr ánum í sumar og það er
í fínu lagi," sagði Bergur Stein-
grímsson, framkvæmdastjóri
Stangaveiðifélags Reykjavíkur,
í gærdag þegar staðan var
könnuð.
„Hollið sem hætti fyrir fáum
dögum í Andakílsá endaði með 17
Iaxa á tveimur dögum. Alls voru
þá komnir tæplega 140 laxar á
land úr ánni í sumar sem er hreint
frábært. Leirvogsáin er að gera það
gott þessa dagana. Veiðin er jöfn
og góð og aflinn var um daginn 18
laxar. Alis eru komnir um 350 laxar
„Það eru komnir 55 lax-
ar og 25 bleikjur úr
Þverá og það hefur ver-
ið góður gangur í
Skógá"
úr Leirvogsá í sumar," sagði Berg-
ur enn fremur.
Veiðimenn í Faskrúði í Dölum
voru komnir með 6 laxa eftir einn
og hálfan dag, sem verður að telj-
ast gott miðað við aðstæður á
svæðinu. Eitthvað var af laxi í ósn-
um en erfiðlega gekk að fá hann til
að koma upp í ána.
Góður gangur í Þverá í
Fljótshlíð
„Það eru komnir 55 laxar og 25
bleikjur úr Þverá og það hefur ver-
ið góður gangur 1 Skógá. Laxinn
mætair betur þessa dagana," sagði
Ásgeir Ásmundsson þegar við
spurðum um stöðuna á svæðinu.
G. Bender
GÓÐ VEIÐI: Sigurgeir Högnason með
tvo laxa og fimm silunga úr Þverá (
Fljótshlíð.
♦
♦
Hád
II?
FRÍTT fyrir börnin
rð w^HÓTEL «
i r-i BlandA
/ / Kjörinn áningarstaður í alfaraleiðl
Hótel Blanda, Aðalgötu 6, Blönduósi, Sími 452 4205, E-mail: blanda@lax-a.is