Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 8
8 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29.ÁQÚST2003 Garðyrkja Umsjón: Vilmundur Hansen Netfang: kip@dv.is Skógrækt í sátt við umhverfið Aðalfundur Skógræktarfélags íslands var haldinn í Skagafirði fyrir skömmu. Meðal efnis á fundinum var kynning á leið- beiningum sem starfshópur á vegum skógræktarinnar hefur unnið og nefnist Skógrækt í sátt við umhverfið. Hér á eftir eru birtir valdir kaflar úr leið- beiningunum en þær er að finna í heild sinni á vefslóðinni www.skog.is/leidbeining- ar.htm og eru áhugamenn um skógrækt hvattir til að skoða þær. Skógar þekja lítinn hluta fslands en mikill áhugi er íyrir því að auka útbreiðslu náttúruskóganna og rækta nýja skóga þar sem slíkt hentar. Þar sem skógrækt er við- fangsefni þúsunda einstaklinga, félagasamtaka, íyrirtækja og stofn- ana er óhjákvæmilegt annað en að skógrækt valdi breytingum á um- hverfinu og er því mikilvægt að hún falli sem best að heildarsvip- móti lands og að hún raski eldci náttúru- eða menningarminjum. Skipulögð skógrækt hefur verið stunduð hér á landi í um hundrað ár en upphaf hennar miðast við gróðursetningu furulundarins á Þingvöllum árið 1899. Undirbúningur skógræktarstarfsins Áður en lagt er út í skógrækt þarf að huga að ýmsum þáttum til að koma í veg fýrir mistök sem erfitt getur verið að lagfæra. Lítil planta sem er gróðursett verður með tím- anum stórt tré og rétt skipulag og hönnun skóganna í upphafi því mikilvæg. Við gerð skógræktar- skipulags er reynt að sjá fyrir þá framvindu sem verður og taka tillit til sem flestra þátta. Áður en hafist er handa við skóg- ræktarframkvæmdir þarf að skoða gaumgæfilega lögun og legu skóg- armarka eða varanlega ytri um- gjörð skógarins og leitast við að fella hana að landslagi. Þetta á einnig við um girðingar, vegi, jarð- vinnslu og gróðursetningu. Áður en lagt er út í skógrækt þarf að huga að ýmsum þáttum til að koma í veg fyrir mis- tök sem erfitt getur ver- ið að lagfæra. Lítil planta sem er gróður- sett verður með tíman- um stórt tré. Dæmi eru um að efri skógar- mörk séu látin falla að hæðarlínu en eru síðan látin teygja sig upp í dali og dældir en niður á hólum, ásum og hæðum. Á neðri mörkum er betra að miða við greinileg gróð- urmörk frekar en girðingar og skurði. Opin svæði í skóginum Skipuleggja skal skóga þannig að í þeim séu opin svæði og rjóður til að auðvelda útivist en einnig til að auka fjölbreytileika þeirra. Opin svæði auka líffræðilega fjölbreytni og gera skóginn meira aðlaðandi og fjölbreyttari þannig að útivistar- gildi hans eykst til muna, sérstak- lega ef opnu svæðin eru í nágrenni við kletta og klappir, fall- og stöðu- vötn. Dýpt lauta þarf að minnsta kosti að vera ein trjáhæð og þær þurfa að liggja í austur-vestur ef þær eiga að nýtast sem sólarlautir. ÚTIVISTARSKÓGUR: Opin svæði auka líffræðilega fjölbreytni og gera skóginn meira að- laðandi og fjölbreyttari þannig að útivistargildl hans eykst til muna, sérstaklega ef opnu svæðin eru I nágrenni við kletta og klappir, fall- og stöðuvötn. f DIMMUM SKÓGI: Við nýræktun skóga skal blanda saman trjátegundum til að draga úr hættu á áföllum í ræktuninni af völdum meindýra eða veðurfars. Blöndun- in gerir skógana einnig fallegri ásýndar og kemur í veg fyrir skörp skil milli skógar- teiga með mismunandi trjátegundum og með réttri blöndun tegunda er hægt að hafa áhrif á birtumagn í skóginum. Rétt tré á réttum stað Til að ná árangri í skógrækt þarf að nýta eiginleika mismunandi tegunda eftir markmiðum og að- stæðum hverju sinni. í nútíma- skógrækt er lögð áhersla á blöndun tegunda til þess að auka fjölbreytni skóganna en einnig til að draga úr hættu á áföllum. Auk þessa þarf að gæta þess að innan tegundanna sé nægjanlegur erfðabreytileiki til að náttúran sjálf hafi svigrúm til að bregðast við óvæntum áföllum. Við nýræktun skóga skal blanda saman trjátegundum til að draga úr hættu á áfölium í ræktuninni af völdum meindýra eða veðurfars. Blöndunin gerir skógana einnig fallegri ásýndar og kemur í veg fyr- ir skörp skil milli skógarteiga með mismunandi trjátegundum og með réttri blöndun tegunda er hægt að hafa áhrif á birtumagn í skóginum. Gróðursetning er vandasamt verk og krefst mikillar æfingar og gæta þarfþess að setja plöntuna niður á besta stað Velja skal trjátegundir og kvæmi í samræmi við sem flesta umhverf- isþætti og leggja til grundvallar staðsetningu á landinu, hæð yfir og nálægð við sjó og vind, auk ann- arra umhverfisþátta. Mikilvægt er að gera sér grein fyrir markmiðum ræktunarinnar þegar trjátegundir eru valdar. Þar sem endurheimta á birkiskóga á eðlilega að nota innlendu trjáteg- undirnar. Við ræktun útivistar- skóga þarf að leggja áherslu á fjöl- breyttan skóg ýmissa tegunda. Jarðvinnsla og gróðursetning Jarðvinnsla er í mörgum tilvik- um nauðsynleg til að tryggja að plönturnar dafni. Gæta þarf þess að sem minnst rask verði við jarð- vinnsluna og að hún falli vel að landslagi. Jarðvinnsla veldur alltaf tímabundinni röskun á ásýnd landsins og því lengur sem hún er dýpri. Djúp jarðvinnsla hefur einnig f för með sér að landið verð- ur erfitt yfirferðar og óæskileg þurrkáhrif geta komið fram og hana ætti ekki að nota í skógrækt. Þung tæki mynda rásir og getur það leitt til rofs þegar vatn rennur eftir þeim. Þess vegna ætti ávallt að íhuga vel hvort jarðvinnsla er nauðsynleg og nota aldrei dýpri vinnslu en nauðsynlegt er. í hæð- óttu landslagi þarf að gæta þess sérstaklega að vinnsluáttin sé sam- síða hæðarlínum. Gæta skal þess að inn- an tegundanna sé nægjanlegur erfða- breytileiki til að náttúr- an sjálf hafi svigrúm til að bregðast við óvænt- um áföllum. Gróðursetning er vandasamt verk og krefst æfingar. Gæta þarf þess að setja plöntuna niður á besta stað, í skjóli fyrir vindi og þar sem hún lyftist ekki upp í frosti. Plantan verður að standa lóðrétt, annars kemur hlykkur neðst á stofn trésins þegar það vex. Einnig verður að vera heppilegt bil á milli plantna og þær verða að fara nægi- lega djúpt í jörðina, án þess að rót- arhnausinn verði fyrir hnjaski. Beinar og áberandi gróðursetn- ingarlínur má forðast með því að gróðursetja þvert á sjónlínur á flötu landi, til dæmis samsfða veg- um. í hæðóttu landslagi er hægt að gróðursetja umhverfis hóla og hæðir í stað þess að gróðursetja þvert yfir. Á sama hátt er afar mik- ilvægt í fjallshlíðum og hvers konar brattlendi að gróðursetja samsíða brekkunni en ekki upp og niður. H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.