Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 6
6 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 TILBÚINN: Þessl tfu punda lax er nánast til- búinn til slátrunar. Svona llta þeir út og flök- in eru myndarleg þegar búiö er aö gera aö. Kerin eru 321 dag. í einu þeirra eru Ld. um 50 þúsund fiskar, 4,5 kfló aö þyngd hver. Reikni nú hver út verömætin miðað viö aö afurðaverð er 150 til 200 krónur kflóið. DV-myndir GVA Milljarða verðmæta- sköpun í Mjóafirði Háttí annað eins mun bætastvið á Reyðarfirði -„erum að byrja að slátra affullum krafti Frá og með árinu 2005 er stefrit að því að slátra 8 þúsund tonnum af eldislaxi í Mjóafirði, miðað við nú- verandi stöðu framleiðslu sem geng- ur vonum framar. Áform eru einnig um að slátra 6 þúsund tonnum í Reyðarfírði. Þannig verður verð- mætasköpun til þjóðfélagsins miðað við núverandi afurðaverð um 4,4 milljarðar króna. Er þá t.a.m. einnig búið að reikna með flutningskostn- aði til íslenskra flugfélaga en sölu- verð afurðanna má reikna með að sé rúmlega þrír milljarðar króna. í kringum þetta munu skapast störf fyrir tugi manna og kvenna á Aust- fjörðum. Þegar horft er til þess að samtals 14 þúsund tonn af fiski verði fram- leidd f þessum tveimur fjörðum er fróðlegt að horfa til þess saman- burðar að kvóti er fyrir um 5.500 tonn af þorski í Fjarðabyggð allri - Neskaupstað, Eskifirði og Reyðar- firði. Vaxandi byggð í Mjóafirði DV fór út að kvíunum í Mjóafirði í sólskininu í gær þar sem hundraða milljóna króna fjárfestingar ýmist vögguðu rólega á haffletinum í formi tveggja nýrra og myndarlegra fóð- urpramma eða sprikluðu, stukku og syntu í þeim 32 kvíum sem þegar eru komnar í fjörðinn. Athygli vekur að í Mjóafirði, þar sem margur heldur að sé nánast engin byggð, kúrir Brekku- þorp þar sem búa nú um 40 rnanns. Já, ungt og upprennandi fólk líka. Þar er meira en nóg að gera. Þama er gríðarlegur uppgangur, reyndaí eins og á öðmm fjörðum fyrir austan. „Við emm að byrja að slátra á fullu. í ár reiknum við með að slátra 2.500 tonnum. 6 til 7 þúsund tonn- um á næsta ári en 8 þúsund tonnum á ári eftir það miðað við að þau starfsieyfi fáist sem óskað hefur ver- ið eftir," sagði Guðmundur Valur Stefánsson, fiskeldisfræðingur og framkvæmdastjóri Sæsilfurs í Mjóa- firði. Hann nam ffæðin í Noregi og starfaði þar í 13 ár. I dag ferðast hann AÐBÚNAÐUR GÓÐUR: Um borð í öðrum fóðurprammanum er aðstaðan ótrúlega góð. Fóðrið er í sílóum um borð en tíu þúsund tonnum af laxamat er dreift frá prömmunum gegnum plaströr sem stýrt er með tölvu eftir mikilli tækni. Fóðurstjórinn fylgist svo vel með út um gluggana. reglulega á milli Reykjavfkur og Mjóafjarðar þar sem hann fylgist með hinum ótrúlega fullkomna eld- isbúnaði sem felst ekki síst í tölvu- stýrðum fóðurbúnaði um borð í nýj- um prömmunum smíðuðum í Nor- egi þar sem aðstaða öll er þannig að aðdáun vekur. Með tölvum er meira að segja hægt að sjá nokkuð nákvæmlega hvað „hver kví þyngist mikið á dag“. IÐANDI LÍF: Undirfjöllunum í Mjóafirði kúrir Brekkuþorp. Þar búa nú um 40 manns - líka ungt og upprennandi fólk. Það er nefnilega rífandi uppgangur í þessum firði þar sem margur heldur að sé nánast engin búseta. NAFNASKOÐUN: GuðmundurValur Ríkharðsson, til vinstri, ber ábyrgð á öðrum fóð- urprammanna. Hann skoðar laxana í hverri kví reglulega, mælir þyngd þeirra, súrefni, hitastig og annað og tekur þannig mið af fóðurgjöfinni. Nafni hans, GuðmundurValur Stefánsson, fylgist með en þeir eru í nánu samstarfi, hvort sem sá síðarnefndi er í Reykjavik eða í Mjóafirði. Þetta er önnur stóriðja Úti á Mjóafirði iðar allt af h'fi - fisk- urinn stækkar og dafnar - lífmassinn eins og þeir kalla það fyrir austan - laxinn sjálfur, sem er misstór, kost- aði mest af öllu. „Lagerinn sjálfur". Hann stækkar með hverjum degin- um í kvíunum og síðan munu menn slátra að meðaltali um 45 tonnum á dag þegar allt er komið á fullt í Mjó- afirði. Allt þetta ævintýri, sem nær ekki síst til næsta fjarðar, Neskaup- staðar, mun kosta 1,6 til 1,8 milljarða króna þegar upp verður staðið en þar verður laxinum einmitt slátrað. Laxasláturhúsið kostaði unt 200 milljónir, brunnbáturinn svokallaði, sem flytur fisk til slátrunar víðar af landinu, kostaði 240 milljónir, prammarnir um 120 milljónir en lífmassinn kostaði mest, um 750 milljónir króna. Á bak við þetta stendur aðallega Samherji en einnig Sfldarvinnslan í Neskaupstað. „Þetta er önnur stóriðja á svæð- inu,“ sagði Smári Geirsson, formað- ur bæjarráðs Fjarðabyggðar. Hér mun skapast fjöldi starfa vegna flutnings, hafnarumferðar, slátrun- ar, pökkunar og þjónustu. Þetta á eftir að vinda mjög upp á sig," sagði Smán. ottar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.