Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 29

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 29
t- FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 DVSPORT 29 Buffon valinn verðmætastur KNATTSPYRNA: Italski mark- vörðurinn Gianluigi Buffon, sem leikur með Juventus, var í gær valinn verðmætasti leik- maður Evrópu í hófi sem hald- ið var í Mónakó í gær. Buffon fór á kostum í meistaradeild- inni á síðustu leiktíð og var einnig valinn besti markvörður keppninnar. Brasilíski bakvörðurinn Ro- berto Carlos, leikmaður Real Madrid, var valinn besti varnar- maður meistaradeildarinnar og Pavel Nedved, leikmaður Juventus, var valinn besti miðjumaðurinn. Hollenski markahrókurinn Ruud Van Nistelrooy, leikmað- ur Man. Utd, var síðan valinn besti sóknarmaðurinn. BESTUR: Gianluigi Buffon valinn bestur í meistaradeildinni. Chelsea að fá tvo í viðbót KNATTSPYRNA: Kaupæði Chelsea eraugljóslega hvergi nærri lokið því að von er á að minnsta kosti tveim leikmönn- um til viðbótar áður en leik- mannamarkaðnum verður lokað 1. september. Franski landsliðsmaðurinn Claude Makelele er að öllum líkindum á leiðinni frá Real Madrid til Chelsea eftir allt saman. Félög- in áttu í viðræðum í gær og var fastlega búist við því að Real tæki tilboði upp á 10 milljón pund í Makelele. Frakkinn hef- ur átt í stappi við Real vegna launa og vill ekki spila aftur fyrir félagið. Svo greindi Tottenham frá því í gær að markvörðurinn Neil Sullivan væri á leiðinni til Chelsea í dag. .«* ÁFÖRUM? Makelele á leið til Chelsea eftir allt saman. « Arftaki Helga skoraði 6 Marel Baldvinsson á skotskónum fyrír Lokeren Það var mikið fjör í leikjum gær- kvöldsins í UEFA-bikarnum. fs- lendingar komu víða við sögu í nokkrum leikjum en helsta at- hygli vakti átján ára strákur frá Bosníu sem leysti Helga Sig- urðsson af hólmi hjá Lyn í gær en hann gerði sér lítið fyrir og skoraði sex mörk. Þessi strákur heitir Eldar Hadzih- memedovic. Hann lék aðeins í 70 mínútur f leiknum gegn færeyska liðinu Runavik en tókst samt á þeim tíma að gera sex mörk en leiknum lauk einmitt með sigri Lyn, 6-0. Hadzihmemedovic fór fögrum orðum um fyrrverandi þjálfara sinn, Teit Þórðarson, eftir leikinn. „Ég er alls ekki ósáttur við Teit. Hann hafði alltaf mikla trú á mér og stóð með mér. Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég kann hon- um bestu þakkir fyrir,“ sagði Hadzihmemedovic, aðspurður um það hvort það hefðu ekki verið mis- tök hjá Teiti að láta hann ekki spila meira hjá félaginu. Helgi Sigurðs- son og Jóhann B. Guðmundsson léku ekki með Lyn í gær. Gott gengi norskra Annars gekk norskum liðum vel með færeysk lið í gær því að Molde, lið Ólafs Stígssonar, Bjarna Þor- steinssonar og Andra Sigþórssonar, vann Klaksvík auðveldlega, 4-0. Enginn íslendinganna lék með Molde að þessu sinni. fslendingaliðið Lokeren var ekki í miklum vandræðum með Dinamo Tirana og sigraði 3-1. Marel Bald- vinsson hélt upp á það að vera val- inn_ í landsliðshópinn, sem mætir Þjóðverjum í byrjun næsta mánað- ar, með því að skora eitt marka „Ég er alls ekki ósáttur við Teit. Hann hafði alltafmikla trú á mér og stóð með mér. Hann kenndi mér mikið um fótbolta og ég kann honum bestu þakkir fyrir." belgfska liðsins. Manchester City rúllaði auðveld- lega yfir TNS og var Darren Huckerby þar á skotskónum en hann hefur ekki verið að afreka neitt hjá City undanfarna mánuði. henry@d\/.ii Á SKOTSKÓNUM: Marel Baldvinsson skoraði eitt marka Lokeren í sigri á DinamoTlrana í gær. Marel sést hér í baráttu við einn leikmanna Tirana. Reuters E V R Ó P A UEFA-BIKARINN ' InLÍí TVMKTallin-OB 0-3 Berg, Miti 2 (OB Odertse dfram). Grindavík-Kárnten 1-1 Ray Anthony Jónsson - Almedin Hota (Karnten áfram). Fylkir-AIK 0-0 Klaksvik-Molde 0-4 Hestad, Gustafsson, Staurum, Ljung (Molde áfram). Dinamo Minsk-Bröndby 0-2 Ritov, Mattias Jonson (Bröndby áfram). Hadjuk Split-Haka 1 -0 Racunica (Hadjukáfram). Lyn-Runavik 6-0 Eldar Hadzihmemedovic 6 (Lyn áfram). Banats-Hapoel Tel Aviv 1 -2 Amiryan - Sorochaga, Endri (Hapoel áfram). Portadown-Malmö 0-2 Peter Ljeh 2. (Malmö áfram). TNS-Man. City 0-2 Negouai, Huckerby (Man. City áfram). Dundee-Vlaznia 4-0 Novo 2, Sara, Rae (Dundee áfram). Anorthosis-Zeljeznlcar 1 -3 Velis - Gredic, Velis sjm., Zahic (Zeljeznicar áfram). Lokeren-DinamoTirana 3-1 Marel Baldvinsson, Fofana 2 - Paris Xhihani (Lokeren áfram). Ferencvaros-Birkirkara 1-0 Dragoner (Ferencvaros áfram). Torpedo Kutaisi-Lens 0-2 Dagui, Bakari (Lensdfram). Dregið verður í næstu umferð í dag. henry@dv.is Lax slapp eftir eins og hálfs tíma baráttu Flókadalsá í Borgarfirði: Það hefur verið góð veiði í Straumunum, Svarthöfða og Brennunni í ailt sumar vegna þess hve vatnið á svæðinu er lítið. í Svarthöfða hafa veiðst um 270-280 laxar sem telst gott. „Núna eru komnir 270 laxar úr ánni og það er mikið af fiski ofar- lega í henni en þeir eru tregir að taka hjá veiðimönnum þessa dag- ana,“ sagði Ingvar Ingvarsson á Múlastöðum er við könnuðum stöðuna í Flókadalsá í Borgarfirði. „Við vorum með holl fyrir nokkru sem fékk 12 laxa á tveimur dögum. Það var veiðimaður hérna sem setti í lax á flugu og glímdi við hann í einn og hálfan tíma í Formannin- um en þá slapp hann. Þessi veiði- maður var í Stóru-Laxá í Hreppum skömmu áður og veiddi þar 17 punda fisk. Hann sagði að laxinn sem slapp hérna í Flóku hefði verið miklu stærri," ságði Ingvar í lokin. Veiðin hefur lítið lagast í Gljúfurá í Borgarfirði. Menn sem voru þar fyrir skömmu veiddu tvo laxa og sáu ekki mikið af fiski. Tilraun „Hann glímdi við fisk- inn í einn og hálfan tíma í Formanninum." sem gerð var við ósinn var vel þess virði og hjálpaði ánni aðeins. G. Bender HVAR ER HANN? Veiðimenn hafa víða reynt í sumar. Fiskurinn getur verið tregur en einn og einn gefur sig að lokum. DV-mynd G. Bender Sdasa ó^v>20- Opid: mán-fim 9-10, fos 9-20, lau 10-17, sun 11-16 tt afsláttur “'wT T TttVtst^IÆtpt Siðumula 11 • 108 Reykjavik • S: 588-6500

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.