Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR FÖSTUDAGUR 29.ÁGÚST2003 j Ferðamenn í Kættu SLYS: Þýskirferðamenn, par með ungt barn, lentu í miklum hrakningum þegar þeir festu bifreið sína í Jökulsá vestari í gærdag. Jeppi fólksins festist hálfur í kafi í ánni. Fólkið komst fneð naumindum upp á topp bílsins. Ferðafélagar fólksins voru í nokkurri fjar- lægð og sóttu þeir hjálp. Björgunarsveitin Dalbjörg í Eyjafjarðarsveit var kölluð út og kom klukkan 16. Þá hafði fólkið komist í land á báti sem það hafði meðferðis. Um þrjár stundir tók að ná jeppanum upp úr jökulánni. Von vará ferðamönnunum til Akureyrar í nótt. Mildi þykir að fólkið skyldi sleppa ómeitt úr hrakn- ingunum en Jökulsá vestari er ófær bílum. ASI vill fund um Kárahnjúka VIRKJUN: Fundur fulltrúa landssambandanna í samráðs- nefnd um virkjanasamninginn með formönnum landssam- banda innan Alþýðusambands (slands, sem haldinn var sl. mið- vikudag, fjallaði m.a. um virkjun- arframkvæmdir á Kárahnjúka- svæðinu. Á fundinum var gerð grein fyrir stöðu mála á Kára- hnjúkasvæðinu og samskiptum samráðsnefndarinnar við fulltrúa Impregilo og Samtaka atvinnu- lífsins. Fram komu miklar áhyggj- ur af þróun mála og hvert stefni. Niðurstaða fundarins var að for- ysta AS( óskaði eftir fundum með forystu Samtaka atvinnulífsins og ríkisstjórn vegna stöðu mála. Þá var fjallað um málið á fundi miðstjórnar AS( og gerð grein fyrir þessari ákvörðun. Framtíð Bonus Stores, dótturfyrírtækis Baugs, á valdi lánardrottna: Búistervið tilboðií reksturinn eftir helgi LÁNADROTTNAR: Nefnd lánardrottna vinnur að því að gera tjónið eins lítið og unnt en búist er við formlegu tilboði í verslanir Bonus Stores næstkomandi þriðjudag. Framtíð þeirra 97 verslana sem enn eru í gangi hjá Bonus Stores Inc., dótturfyrirtæki Baugs í Bandaríkjunum, er nú algjörlega á valdi nefndar á vegum fimm stærstu lánardrottna Bonus Stores. Reyna þeir nú að gera tjón sitt eins lítið og unnt. Að undanförnu hafa forráðamenn Baugs sagt að unnið sé að því að draga saman seglin í rekstri fyrirtæk- isins í Bandaríkjunum. Búið var að loka stærstum hluta þeirra 410 versl- ana sem í rekstri voru þegar best lét vegna rekstrarörðugleika. Þá var greint frá því fyrir skömmu að haldið yrði áfram rekstri 97 verslana. lacks Koegel, forstjóri Bonus Stores Inc., sagði hins vegar í tO- kynningu frá fyrirtækinu 29. júlí að hann væri bjartsýnn á að greiðslu- stöðvunin ætti að tryggja aukið fjár- streymi til fyrirtækisins. „Þetta mun veita tækifæri til að byggja upp hag- kvæmar verslanir samkvæmt nýju „dollar/food“-hugmyndinni sem reynd hafi verið með góðum árangri á tveim mörkuðum." í samtali sem Sophy Buckley tók við lón Ásgeir lóhannesson og birtist í Financial Times 26. ágúst segir hann rekstrarumhverfið allt annað í Bandaríkjunum en Bredandi þar sem Baugur keypti nýverið leik- fangakeðjuna Hamleys. Rekur hann vandræðin með BUl’s Dollar Stores tU reynsluleysis og óheppilegs vals á samstarfsaðUum. - „Við erum að selja eignir og gíra okkur niður," seg- ir hann. „Ég held að áætlun okkar verði að hverfa þaðan út fyrir lok þessa árs.“ í höndum lánardrottna Nefnd (Creditors committee) fimm stærstu lánardrottna fyrir- tækisins hefur að undanförnu stjórnað Bonus Stores Inc., að sögn eins talsmanna Baugs. Þar með hafa lánardrottnar allt um það að segja hvað verður um þessar 97 verslanir sem eftir eru. í vor var fyrst lokað 25 verslunum af 336 sem þá voru í gangi. Síðan var einnig lokað 214 verslunum sem hugmyndir voru þó um að selja. Samningatilraunir lán- ardrottna nú snúast um að lágmarka tjón sitt og reyna að fá nýja aðila inn í leigusamninga sem fyrir hendi eru. Samningartilraunir lánardrottna nú snúast um að lágmarka tjón sitt og reyna að fá nýja aðila inn í leigu- samninga sem fyrir hendi eru. Reynt er að selja leigurétt á versl- anahúsnæði og þann vörulager sem fyrir hendi er, en með miklum afslætti. Mun þar vera talað um allt að 50% afslátt. Fullyrt hefur verið af forsvars- mönnum Baugs, síðast í frétt um Bonus Stores í DV sl. mánudag, að nægar tryggingar væru fyrir 40 milljóna dollara (um 3,2 milljarða króna) birgðaláni frá Fleed Bank í Boston. Það lán væri að fullu tryggt með veði í vörubirgðum. Þegar Bonus Stores fékk greiðslustöðvun samkvæmt „Chapter 11 of the Bankrupcy Code,“ þá munu hafa staðið eftir af þessu láni um 18 milljónir dollara. Talsmaður Baugs taldi í samtali við DV í gær að ef þau tilboð gengju eftir sem nú séu í farvatninu þá greiðist upp þessar 18 milljónir dollara frá Fleed Bank. Eftir standa kröfur annarra, m.a. birgja fyrir- tækisins, sem tapa þá trúlega um 80 til 90% af sínum kröfum. Fyrir skömmu var Hilco Real Estate falið að koma eignum Bonus Stores í verð. Sýndu nokkur fyrir- tæki áhuga á að koma að málinu, þar á meðal Duckwall-Alco, Variety Wholesale, Dollar General, Family Dollar og Freds. Viðræður hafa ver- ið í gangi á milli lánardrottna og Variety Wholesale um að það fyrir- tæki taki yfir þessar 97 verslanir ásamt dreifingarmiðstöð fyrirtæk- isins sem lokað var fyrr í sumar. Bú- ist var við formlegu tilboði þar um næstkomandi þriðjudag. hkr@dv.is Viðbrögð við skoðanakönnun DV um fylgi stjórnmálaflokkanna: Ótrúleg dýfa Framsóknar „Þetta er ótrúleg dýfa og veldur mér vonbrigðum," sagði Guðni Ágústsson, vara- formaður Fram- sóknarílokks, um niðurstöður nýrr- ar skoðanakönn- unar DV á fylgi stjórnmálaflokk- anna. „Það sýnist rólegt yfir pólitík- inni núna og að okkar mönnum gangi vel. Þetta veldur mér því vonbrigðum.” Heldur magurt „Þetta er nú heldur magurt og ég væri ekki sáttur við þetta ef þetta væru úrslit í kosningum,” sagði Steingrímur J. Sigfússon formaður Vinstri hreyfing- arinnar-græns frctmboðs. „En við höfum upplifað miklar sviptingar í skoðanakönn- unum í okkar stuttu sögu og lært að taka þeim með ró. Það er dapur- legt að sjá Sjálfstæðisflokkinn rjúka svona upp. Þá sýnir könnunin hve óverðskulduð útkoma Framsóknar var í kosningunum, því þetta sýnir hve veikur fylgisgrunnurinn er. Hjá stjómarandstöðuflokkunum er þetta innan skekkjumarka, en stóra sveiflan hins vegar hjá ríkisstjómar- flokkunum.” Ánægjuleg niðurstaða „Þetta er mjög ánægjuleg niður- staða fyrir Sjálf- stæðisflokkinn og innsiglar það traust sem þjóðin hefur á honum,“ sagði Einar K. Guðfinnsson for- maður þingflokks Sjálfstæðisflokks- ins. „Ég tel að þetta sé sönnun þess, Steingrímur J. Sigfússon. Einar K. Guðfinnsson. að fólk vildi hafa flokkinn áfram í stjómarforystu um landsmálin og hefur jafnframt mikla trú á því að hann muni koma því í verk sem heitið var í kosningunum í vor. Þetta er árétting á því að fólk kann að meta þann góða árangur sem er að koma ffarn í efnahagslífinu undir traustri stjóm Sjálfstæðisflokksins.” Athyglisverð sveifla „Mér líst ekki vel á það ef við emm að tapa fylgi í skoðanakönnun en ég veit ekki hvað veldur. Samfylk- ingin hefur verið í sviðsljósinu þessa dagana og nýtur þess, þótt þeir nái ekki 30% múrn- um, sem og Sjálf- r ... . stæðisflokkurinn. Kristjánsson. ES veit ekkl hvað . veldur þessari höfnun á Framsóknarflokknum en þetta er athyglisverð sveifla, segir Guðjón Amar Kristjánsson, formað- ur Frjálslynda flokksins.” Fagnaðarefni „Ég fagna þessu með Samfylking- una en við emm að uppskera í sam- ræmi við ábyrga stjómarandstöðu í allt sumar. Niður- staða Ingibjargar Sólrúnar í for- ystumálum hefur líka sitt að segja. Það hefúr hvert málið af fætur öðm verið að koma upp að undanfömu, alls konar spillingar- mál, eins og mannaráðningar, samráð olíufélag- anna og það er verið að svíkja kosn- ingaloforð eins og með Héðinsfjarð- argöngin og lfnuívilnun.” segir Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir þing- maður Samfylkingar. -GG/-JSS Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir. H

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.