Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 29.08.2003, Blaðsíða 10
10 MENNING FÖSTUDAGUR 29. ÁGÚST2003 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Jurtafræði NÁTTÚRA: Mál og menning hefur gefið út handbók á ensku og þýsku um náttúru Is- lands, fugla, dýr og plöntur eftir Jon Feilberg náttúrufræðing og Benny Génsbal sem samið hefur margar náttúrulýsingarbækur. Á ensku heitir bókin Plants and Animals of lceland en á þýsku DieTiere und Pflanzen Islands. Itarlega er fjallað um 70 fuglategundir, allar helstu hvalategundir og landspendýr og 220 blóm- plöntur og grös. Handhæg kort sýna útbreiðsl- una. Ritið kemur út á dönsku hjá Gads Forlag. Plöntukort PLÖNTUR: Kortadeild Máls og menn- ingar hefur gefið út nýtt plöntukort sem lýsir á einkar aðgengilegan hátt öllum helstu jurtum sem vaxa á íslandi: 78 blómplöntum, helstu gróplöntum, grösum, þörungum, skófum og svepp- um. Einnig eru útbreiðslukort og upp- lýsingar um kjörlendi. Kortið byggist m.a. á (slensku plöntuhandbókinni eftir Hörð Kristinsson. Vatnslitamyndir gerði Jón Baldur Hlíðberg. 4 Ragnari Gíslasyni hefur alltaf þótt gaman að segja sögur og nú koma þær út tvær í einu: Veröldin er r víddum Ragnar Gíslason stýrir fjölmennasta unglingaskóla landsins, Garðaskóla í Garðabæ. Hann telur forréttindi að fá að umgangast íslenskt æskufólk en gerir meira en leiða það á menntabrautinni. Nýlega tók hann að skrifa spennusögur fyrir unglinga og gefur nú út - ekki eina heldur tvær. „Ég hef alltaf haft gaman af að segja sögur," segir Ragnar sem þrátt fyrir annríki á fyrsta degi nýs skólaárs gefur sér tíma til að setjast niður og lýsa lítillega tilurð bókanna. Hann kveðst oft hafa lagt til efni í skólablöð á árum áður og einnig hafa samið námsefni í samfé- lagsfræði. „Einn unglingur sagði líka við mig að það væri svo vont að sofna með harðspjaldabækur. Þær beinlínis meiddu mann!" „Síðan heltók mig það hugarfóstur að reyna að skrifa skemmtilegar sögur fyrir krakka. Ég byrjaði upp úr 1995. Þessar tvær bækur, Setu- liðið og Tara, eru hálfgerðir tvíburar því þær urðu tilbúnar nokkurn veginn samhliða. Salka gefur bækurnar út í kiljum að minni ósk. Mér finnst unglingar vilja hafa bækurnar í baktösk- unni og geta lesið þær ( strætó, útilegu eða á skólaferðalagi. Einn unglingur sagði líka við mig að það væri svo vont að sofna með harð- spjaldabækur. Þær beinlínis meiddu mann!" Var að skoða gömul virki - Nú eru þetta spennusögur þannig að óvíst er að nokkur geti sofnað fyrr en hann hefur lokið lestrinum! Fannst þér vanta slíkar sögur? „Já, úr íslenskum veruleika. Þegar ég var kennari hér í Garðaskóla var biðröð á bóka- safninu eftir ísfólkinu. Það voru reyfarakennd- ar ævintýrasögur sem krakkarnir drukku í sig, svipað og mfn kynslóð beið eftir Basil fursta og bókunum eftir Enid Blyton. Umhverfið í Setuliðinu er Hafnarfjörður, þar sem ég bjó, og Garðabærinn, þar sem ég bý núna. Sagan gerist að nokkru uppi á Garða- holti. Hugmyndinni Iaust niður í mig þegar ég var þar á gangi að skoða gömul hervirki og upp STRlÐSÁRAMINJAR: Ragnar Gíslason situr hér á leifum loftvarnabyrgis sem leikur stórt hlutverk I nýútkomlnni sögu hans, Setuliðinu. DV-mynd Hari rifjaðist saga sem ég hafði sagt alltof ungum börnum í Öldutúnsskóla! Þar kom þráðurinn og síðan spannst hann áfram. Sögusviðið í Töru er Vatnsendahverfið. Þar keyrði ég um daglega í mörg ár, á leiðinni upp í Grafarvog, þegar ég var skólastjóri í Folda- skóla. Þar fæddist söguþráður í huga mér og iét mig ekki í friði." Hernámsminjar í hættu - Þú leitar bæði í fortíðina og framtíðina í sögunum þínum. „Veröldin er í mörgum víddum og krakkar hafa gott af því að glíma við að tengja saman atburði fortfðar og nútíðar. í Töru er litið til framtíðar líka. Þar er leitast við að vera með nútímaleg hugtök án þess þó að fara út í eitt- hvert bull. AUt á þetta sér rætur í íslensku um- hverfi." - í Setuliðinu eru þér hemámsárin hugstæð. Hvers vegna? „Við strákarnir í Reykjavík lékum okkur í hernámsminjum, uppi í öskjuhlíð og úti í Vatnsmýri, og fundum þar hluti. Það er rótin að því sem kemur fram í Setuliðinu. Heima hjá mér var meira að segja tU Bretahjálmur, hvern- ig sem á því stóð. Það em líka síðustu forvöð að skrifa um einhvem sem upplifði hernámsárin og láta hann vera núlifandi og í fuUu fjöri. Síðan var ég heillaður af þeim minjum sem em úti á Garðaholti og verður að varðveita," heldur hann áfram. „Mér finnst að fslendingar mættu gæta betur að hernámsminjum; þær em smám saman að hverfa. Þessi saga mín er kannski einn liður í að benda á það. Ég er þó ekkert endilega að fræða en það sakar ekki að tengja sögur við eitthvað í raurtvemleUcanum. Samt em þetta ekki kennslubækur heldur spennubækur." gun@dv.is Síðustu forvöð að sjá Smekkleysusýninguna Humar eða frægð í Hafnarhúsinu: Minjar um nýliðna nútíð BJÖRK: Alveg hefði mátt sýna fleiri fræga búninga hennará sýningunni. Á sunnudaginn lýkur Smekkleysusýn- ingunni Humar eða frægð í Listasafni Reykjavíkur - Hafnarhúsi en hún hefur staðið í allt sumar. Aðsókn hefur verið afar góð og hafa fleiri gestir, bæði inn- lendir og erlendir, heimsótt húsið í sumar en nokkru sinni fyrr. Smekk- leysa kveður með glæsibrag annað kvöld, þegar Einar Örn, Kritkal Mazz, Exos og Tómas Thx halda tónleika á Gauki á Stöng við Tryggvagötu. Húsið verður opnað klukkan 21. Á sýningunni er rakin saga Smekkleysu- útgáfunnar frá upphafi 1986 með áherslu á hennar frægustu afurðir og aðstandendur, Sykurmolana og Björk. Á sýningunni em ýmsir sögulegir munir og minjar en eink- um er hún þó fólgin í heilmiklum texta um afrek viðkomandi listamanna. Góður smekkur er geldur, gegn honum ber að berjast með öllum ráðum - það er fmmstefna Smekkleysu. Framsækin list hefur jafnan boðið góðum smekk birginn og iðulega verið dæmd úr leik sem smekk- leysa - en sigrað samt að lokum eins og dæmin sanna á sýningunni. Auk sýningarinnar sjálfrar hafa fjölmarg- ir listamenn komið að skipulagðri dagskrá í sumar, meðal annarra Curver, Einar Öm, Sjón, Jóhamar, Siggi Ármanns, Egill Sæ- björnsson, Ragnar Kjartansson, hljóm- sveitin Kimono, Mínus, The Hafler Trio, Einar Melax, Rósa Þorsteinsdóttir, Stein- dór Andersen, Kristín Lámsdóttir, söng- hópurinn Gríma, .Sigtryggur Baldursson, Steingrímur Guðmundsson, Þór Eldon, Hafdís Bjarnadóttir, Ragnar Emilsson og miklu, miklu fleiri. Fjórar sýningar verða í Smekkleysubíói í fjölnotasal Hafnarhússins um helgina. Á morgun kl. 14 verður sýnd myndin Björk at The Royal Opera House og kl. 16 verða sýndar nýútgefnar upptökur frá tónleikum söngkonunnar undir heitinu Björk - Live- box. Á sunnudaginn kl. 14 verður Rokk í Reykjavík sýnd og kl. 16 Björk - Livebox. 4J

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.