Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Síða 2
2 FRÉTTIR ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKWEMDASTJÓRI: Örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRITSTJÓRl: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Ritstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.is. - Dreifing: dreifing@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Arvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Styrmir storkur kominn til Svíþjóðar - frétt bls. 4 Svikin loforð um aðstoð við geðsjúka - frétt bls.6 Einkaneyslan eykst hraðar en kaupmáttur - frétt bls. 8-9 Smásagan hafin til vegs og virðingar - Menning bls. 10 Tommy Nielsen leikmaður ársins - DV Sport bls. 28 . Dældi bensíni á sjálfan sig Lögreglan í bænum Halle f Þýskalandi var um helgina kölluð að bensínstöð í bænum eftir að þrjátíu ára gamall Eþfópimaður var staðinn að því að dæla bensíni upp í sjálfan sig úr einni dælunni. Lögreglan var snögg á staðinn og færði drykkjumanninn þegar á næsta sjúkrahús þar sem dælt var uppúr honum. Að sögn Ulriku Diener, tals- manns lögreglunnar, sýndi mælir dælunnar að maðurinn hafði að- eins náð að dæla 0,14 lítrum ofan í sig. „Hann var vel við skál en borg- aði þó fyrir það sem hann drakk. Hann verður því ekki sóttur til saka,“ sagði Diener. Manninum varð ekki meint af bensíndrykkjunni en var til öryggis haldið á spítalanum yfir nótt. Laun hækkað um 5,7% LAUN: Launavísitalan í ágúst hækkaði um 0,1% frá fyrri mánuði, samkvæmt tölum sem Hagstofan birti í morgun. Síðastliðna tólf mánuði hefur launavísitalan hækkað um 5,7%. Að janúar frátöldum varð hækkunin á árinu mest í febrúar, maí og júní.Tólf mán- aða hækkun vísitölunnar hef- ur verið á bilinu 5,5-5,7% allt þetta ár. Á almennum vinnu- markaði hækkaði launavísital- an um 5,5% frá öðrum árs- fjórðungi 2002 til annars fjórðungs á þessu ári en hjá opinberum starfsmönnum varð hækkunin 5,9%. Draumar til alls fyrstir ORKA: Valgerður Sverrisdóttir iðnaðarráðherra og Tim Sale, orkuráðherra Manitóbafylkis, undirrituðu í gær sameigin- lega yfirlýsingu um vetnis- væðingu. „Milli Manitóba og (slands eru fjölbreytt menn- ingar- og viðskiptatengsl og endurnýjanlegar orkulindir og vetni eru einnig sameiginlegt áhugamál," sagði Tim Sale við undirskriftina. Þar segir að kannaðirverði möguleikará sameiginlegum verkefnum á sviði vetnisvæðingar. Valgerð- ur sagði samkomulagið fela í sér möguleika á því að Islend- ingar og Kanadamenn gerðu að veruleika áform um vetni- svæðingu. „Við eigum langt í land - en í þessum efnum eru draumar til alls fyrstir." Maður sem fór til Bandaríkjanna með fjármuni innkaupasamlags: Sagðist vera „dealer" á uppboðsmörkuðum Maður, sem kvaðst hafa réttindi sem „dealer", og þar með rétt- indi til að versla á uppboðs- mörkuðum með nauðsynjavör- ur í Bandaríkjunum, var í gær dæmdur fyrir fjársvik. Hér er um að ræða íslending sem ekki hefur brotaferil en tveir menn í Reykjavík - kærendurnir í mál- inu - höfðu stofnað innkaupa- samlag sem þeir sögðu hluta af alþjóðlegum félagsskap. Sá sem var dæmdur hafði eytt hátt í 1,3 milljónum króna í ýmis- legt í Bandaríkjunum áður en hann var kærður. Ákært var fyrir 765 þús- und króna fjársvik en maðurinn var sakfelldur og dæmdur til að greiða þá upphæð til kærenda. Maðurinn gaf þær skýringar að þegar hann kom á þá uppboðsmarkaði sem hann hefði ætlað að versla á hefðu þeir verið honum að mestu lokaðir. Umræddar vörur hefðu verið komnar í flutn- ingabíl en tafist vegna flutningaverkfalla á Flórída. „Svona hafi þetta gengið. Allt tóm lygi/'sagði vitnið. Þá hefði hann ákveðið að freista þess að útvega vörur með öðrum hætti. Maðurinn sagði síðan að umsamið hefði verið að hann fengi greiddan ferðakostnað en allir pen- ingar mannanna sem kærðu hann hefðu farið til greiðslu uppihalds og kostnaðar fyrir hann. Ákærði kvaðst þó enga nánari grein geta gert fyrir þeim kostnaði og heldur ekki hafa yfir það nein gögn. Allt tóm lygi Þegar annar kærenda kom fyrir dóm bar hann að ákærði hefði gef- ið þær skýringar að umræddar vör- ur hefðu verið komnar í flutninga- bfl en tafist vegna flutningaverk- falla á Flórída. „Svona hafi þetta gengið. Allt tóm lygi,“ sagði vitnið fyrir dómi. Þegar ákærði kom til fs- lands var hann krafinn skýringa á því hvers vegna hann hefði ekki haft samband að utan. Hefði hann þá sagt að hann hefði ekki verið lát- inn hafa peninga fyrir símakorti. Egill Stephensen, saksóknari hjá Lögreglunni í Reykjavík, segir að nokkur önnur hliðstæð mál séu til meðferðar hjá embættinu. Það sem geri þau sérstök sé að þarna eigi sér stað ýmsar millifærslur en hér var t.a.m. um að ræða færslu yfir á reikning ákærða í Bandaríkjunum. Þannig verði vissulega spurt þegar fyrir dóm verði komið hvar, það er í hvaða landi, fjárdrátturinn á sér þá stað - hér heima eða ytra. Miðað við dóm héraðsdóms í gær sé þó ljóst að næg efni voru til að ákæra. Maðurinn fékk fjögurra mánaða fangelsi en refsingin er höfð skil- orðsbundin, m.a. vegna þess að ákærði var með hreinan sakaferil. ottar@dv.is Gistinóttum fjölgaði um 6 prósent Útlendum hótelgestum fjölgaði á fyrsta árs- þriðjungi um 10% en íslenskum fækkaði Gistinóttum á hótelum og gisti- heimilum fyrsta ársþriðjunginn fjölgar um 6% milli ára, sam- kvæmt nýjum tölum Hagstofu íslands. Gistinætur á hótelum og gisti- heimilum fyrstu 4 mánuðina voru 245 þúsund en þær voru 231 þúsund fyrir sama tímabil árið 2002. Útlend- ingum fjölgaði þá um 10% en íslend- ingum fækkaði um 1%. 47% aukning á Norðurlandi vestra Á þessum fyrsta ársþriðjungi voru gistinætur á höfuðborgar- svæðinu 175 þúsund en töldust 166 þúsund árið áður (5%). Á Suður- nesjum fjölgaði gistinóttum um 11% og fóru úr 8.700 í 9.700. Á Vest- fjörðum fjölgaði gistinóttum um 400, eða 21%. Á Norðurlandi vestra töldust gistinætumar tæplega 1.800 en vom rúmlega 1.200 árið 2002, sem gerir aukningu um 47%. Á Suðurlandi fóm gistinætur úr 21 þúsundi í 28 þúsund, sem er 31% aukning milli ára. Fækkun í þrem landshlutum Annars staðar á landinu átti sér stað fækkun milli ára. Á Vesturlandi fækkaði gistinóttum um rúmlega 1.100 (-17%), á Austurlandi fækkaði þeim um 1.900 (-21%) og á Norður- landi eystra fækkaði gistinóttum um 200 (-1%). GIST1NG: Hótel Plaza, glænýtt hótel í mið- bæ Reykjavíkur. Fyrstu fjóra mánuði ársins voru skráðar 5% fieiri gistinætur í hótelum og gistiheimilum á höfuðborgarsvæðinu en sömu mánuði árið áður. Þegar bornir em saman fyrstu 4 mánuðirnir á landinu í heild kemur í ljós að gistinóttum fækkar lítillega í janúar, eða um -5%, og um 1% í febrúar. Þeim fjölgaði hins vegar um 7% í mars og um 17% í apríl. Þá fer útlendingum fjölgandi á hótel- um og gistiheimilum á þessum árs- tíma en íslendingum fækkar. Frá árinu 1997 hefur gistinátta- fjöldinn aukist um 42% á þessum fýrstu mánuðum ársins. Á þeim tíma hefur gistinóttum íslendinga fjölgað um 2% en útlendinga um 72%. Tölur fyrir 2003 eru bráðabirgða- tölur og eru tölur fyrir aðra mánuði ársins uppfærðar mánaðarlega.Ýý „MÖPPUDÝR'. Frægt varð þegar Vilmundur Gylfason talaði á sínum tíma um möppudýr í dómsmálaráðuneytinu. Skjalasafn Baldurs Möllers, þáverandi ráðuneytisstjóra, var sér- stakt. Það var á borðum, stólum, sófum og gólfi skrifstofunnar. Þrátt fyrir þessa sérstöku geymslu gekk ráðuneytisstjórinn að hverju skjali. Hér skoða Björn Bjarnason dómsmála- ráðherra og Davíð Oddsson forsætisráðherra gamla DV-mynd af skrifstofu Baldurs. DV-mynd GVA Dóms- og kirkjumálaráðuneytið: Björn og samstarfs- menn í nýtt húsnæði Davíð Oddsson forsætisráð- herra afhenti í gær Birni Bjarna- syni, dóms- og kirkjumálaráð- herra, lykla að nýju húsnæði fyrir ráðuneytin í Skuggasundi þar sem Hagstofa (slands var til húsa áður. Með þessari breytingu batnar hagur starfsmanna til muna. Á mynd sem Ijósmyndari DV tók við afhendinguna í gær brostu ráðherr- amir tveir breitt þegar þeir virtu fyrir sér gamla mynd DV af skrif- stofu Baldurs Möllers, fyrrum ráðu- neytisstjóra. Þar var margt gagna á litlu svæði, þar með talið á gólfinu. Á myndum eins og þessari er hægt að greina hve tölvuvæðingin síð- ustu áratugi hefur haft mikil áhrif þegar hillu- og borðpláss er annars vegar. -Ótt

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.