Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Qupperneq 10
10 MENNING ÞRIÐJUDAGUR23. SEPTEMBER 2003
-I
Menning
Leikhús • Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans
Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttir
Netfang: silja@dv.is
Sími: 550 5807
Haustkvöld í Óperunni
TÓNLIST: Annað kvöld kl. 20
hefst ný kvöldtónleikaröð í (s-
lensku óperunni á afmælistón-
leikum Ólafs Kjartans Sigurðar-
sonar, „Hann á afmæli í dag ..."
Með honum leikur Jónas Ingi-
mundarson á píanó. Á efnis-
skrá eru m.a. sönglög Tsjajkov-
skís, „Vier Ernste Gesánge" eftir
Brahms, óperuaríur og sönglög
af ýmsum toga.
Ensku rósirnar
BARNABÆKUR:
Fyrsta bókin í flokki
fimm barnabóka
Madonnu er komin
út. Hún heitir
Ensku rósirnar og
segir frá fjórum
bestu vinkonum
sem hafa þá
fimmtu út undan af
A
því hún er svo óþolandi sæt og steinsdóttur.
góð. En þegargóða
álfkonan, sem er
mjög röggsöm og
elskar rúgbrauð, fer
með þær í ferðalag
læra þær að ekki er
allt sem sýnist. Bókin
er myndskreytt af
Jeffrey Fulvimari og
þýdd af Silju Aðal-
segir Jan Sonnergaard sem hefur hafið smásöguna á ný til vegs og virðingar í Danmörku
Jan Sonnergaard er þekktur maður í heima-
landinu Danmörku, ekki aðeins fyrir þrjú smá-
sagnasöfn sem vakið hafa geysimikla athygli
heldur ekki síður fyrir að vera kjaftfor og klár -
sannkallað „enfant terrlble"! dönsku menning-
arlífi.
Jan var gestur Bókmenntahátíðar í Reykja-
vík í tilefni af því að nýlega kom fyrsta smá-
sagnasafn hans, Radiator, út á íslensku undir
heitinu Ristavél. í smásagnasöfnunum þrem-
ur, sem komin eru út á dönsku, tekur hann
nánast kerfisbundið
fyrir ólíkar stéttir þjóð-
félagsins, utangarðs-
menn og undirmáls-
fólk í hinni fyrstu,
millistéttina í annarri
bókinni og uppana í
hinni þriðju. Ég sagði
Jan í upphafi samtals
okkar í Norræna hús-
inu að ósjálfrátt yrði
manni hugsað tU
þekktasta bókmennta-
fræðings Norðurlanda,
Georgs Brandes, þegar
maður læsi bækur
hans og hlustaði á
hann tala. Brandes var,
sem kunnugt er, helsti
málsvari raunsæis-
stefnunnar á seinni
hluta 19. aldar og var
kjörorð hans að bók-
menntirnar ættu að
„sætte problemer und-
er debat" eða taka
(þjóðfélags)vandamálin til umræðu. Er það
þetta sem Jan Sonnergaard vUl líka gera?
Ekki eintóm afþreying
„Já, meðal annars," segir hann, „að mínum
dómi er hægt að nota bókmenntir til margra
hluta. Þær eru ekki bara tU afþreyingar, ekki
heldur eintóm sjálfsupphafning: Dáist að
mér af þvf að ég kann að skrifa! Þegar ég byrj-
aði að skrifa smásögur þá var það öðrum
þræði af pirringi yfir að ekki skyldu fleiri rit-
höfúndar nota bókmenntirnar sem vettvang
eins og pönkararnir gerðu á níunda áratugn-
um. Þeir sungu skemmtilega texta við ágæt
lög sem gaman var að dansa við en komu Ifka
orðum að tilfinningum sínum og skoðunum
- á því að búa í stór-
borg, á þunglyndi
vegna atvinnuleysis
eða hatri á herskyld-
unni. Þetta hef ég líka
reynt að gera. Mikil-
vægasta hlutverk rit-
höfunda er vissulega
að skrifa vandaðar
bókmenntir sem fólk
viU lesa en það mark-
mið er of hógvært,
finnst mér. Ég vil
skrifa sögur sem segja
fólki eitthvað og taka
vandamál tU umfjöll-
unar - jafnvel til að
hefna mín! Og það hef
ég gert, úthúðað viss-
um pólitískum
hneigðum í Dan-
mörku, álcveðnum
stjórnmálamönnum
og prófessorum við
Háskólann í Kaup-
mannahöfn sem mér
fannst misbeita valdi sfnu. Reiði og hefndar-
þorsti geta orðið manni innblástur, rétt eins
og gleði og þekkingarleit."
- Hvernig hefur fólk tekið þessum árásum
þínum heima fyrir?
Mikilvægasta hlutverk rithöf-
unda er vissulega að skrifa
vandaðar bókmenntir sem
fólk vill lesa en það markmið
er ofhógvært, finnst mér.
„Ég hef fengið viðbrögð - var meira að
segja kærður af öfgasinnaða hægrifloklcnum
Dansk folkeparti sem heimtaði að ég yrði
dæmdur tU að greiða sekt fyrir orð mín en ég
var sýknaður. Þetta fannst mér sýna að ég
væri tekinn alvarlega. Það góða við skáldskap
er að maður getur leyft sér að segja talsvert
meira þar en tU dæmis í viðræðuþætti í sjón-
varpi eða viðtölum í útvarpi og blöðum. Það
er bæði styrkur og veikleiki bókmenntanna.
Ég hef til dæmis skrifað margar smásögur
sem fjalla um samfélagsmálefni en þó að ég
taki sterkt tU orða þá gerist ekki neitt. Á hinn
bóginn verður fréttamaður á dagblaði að taka
tillit til mun fleiri sjónarmiða en rithöfundur
og enn versnar í því þegar kemur að útvarpi
og sjónvarpi. Þar gengur allt út á að flokka
fólk í markhópa og marka því bása."
Kunnugur öllum stéttum
- Þú tekur stéttir þjóðfélagsins fyrir í bók-
unum þínum - hvernig veistu svona mikið
um þessa ólíku hópa?
Nú koma vöflur á Jan Sonnergaard. „Ja,
kannski vegna þess að ég hef kynnst þeim öll-
um. í fyrsta lagi ólst ég upp á dæmigerðu efri-
millistéttarheimUi í úthverfi Kaupmanna-
hafnar, alveg á jaðri hverfis hinna forríku. Ég
átti fáeina vini frá þeim heimilum þannig að
ég þykist vita hvernig lífi þeir lifa. Og þá þoli
ég ekki,“ segir hann og það kemur kaldur
hljómur í mjúka danska róminn. „Reyndar
þoli ég ekki millistéttina heldur og vil helst
ekki tala um æsku mína, hún var ömurleg.
Svo fór ég að læra heimspeki og bókmennta-
fræði við háskólann og á örfáum árum hrap-
aði ég niður allan þjóðfélagsstigann. Þá próf-
aði ég að lifa á jaðrinum, vinna erfiðustu
störfin - við höfnina, byggingavinnu og á
veitingahúsum."
- Kaustu þetta sjálfur eða hvað gerðist eig-
inlega?
,Æ, námið vildi engan enda taka og ein-
hvern veginn varð ég að vinna fyrir mér með-
an ég hafði engin próf. Alla vega vann ég fúll-
komlega fáránleg störf í mörg ár. En nú hef ég
skrifað þrjár bækur sem hafa selst afar vel svo
að útlitið er allt annað. Ég bý í venjulegri
þriggja herbergja íbúð og lifi bara vel á rit-
störfum mínum!"
Eitt orð breytir öllu
- Þú segist ekki þola yfirstéttina og ekki
heldur millistéttina - en hvað með lágstétt-
ina? Ég þykist finna fyrir hatri í Ristavél en
líka samúð ...
Reiði og hefndarþorsti
geta orðið manni innblástur,
rétt eins og gleði og
þekkingarleit.
„Já, ég vona að hvort tveggja sé í sögun-
um,“ segir hann. „Persónurnar gera alls kon-
ar vitleysu og brjóta jafnvel af sér en ég reyni
að sýna þeim samstöðu. Þess vegna var svo
erfitt að skrifa þessar sögur. Ég er að skrifa
Frábærform
HÖNNUNARGAGNRÝNI
Ásrún Kristjánsdóttir
íslensku áhugafólki um hönnun gefst ekki oft
kostur á að skoða það sem hefur vakið athygli á
erlendri grund fyrir örfáum mánuðum. En Sví-
ar, sem af mörgum eru taldir bestu hönnuðir
Evrópu, hafa sett saman farandsýningu á
sænskri hönnun sem vann til verðlauna á síð-
asta ári og hún er nú stödd í Hönnunarsafni fs-
lands í Garðabæ. Sýningin ber heitið „Ágæti -
íSTÍL VfÐ 8LÓMIN: Vatnskanna sem Monika Mulder
gerði fyrir IKEA. „Stúturinn er opinn þannig að vatns-
rennslið sést og kannan er nett en með háar hliðar til
að hindra að vatn sullist niður."
Úrvalshönnun frá Svíþjóð" sem einnig er titill á
verðlaunum sem Svensk Form (regnhlífasam-
tök hönnuða) hefur í fjölda ára veitt hönnuðum
sem skara fram úr. Verðlaunaveitingin er eitt af
mörgum „tækjum" sem Svensk Form notar til
að vekja athygli á góðri hönnun og efla fram-
gang hennar.
Ramminn sem dómnefndin gaf sér við verð-
launaveitinguna er að varan sé samvinnuverk-
efni hönnuðar og framleiðanda, hafi verið í
vinnslu og framleiðslu á undanfömum tólf
mánuðum og sé fáanleg á markaði. Ef þessi
skilyrði væm sett um íslenska hönnun af svip-
uðu tilefni er hætt við að úrvalið hjá dóm-
nefndinni væri takmarkað, a.m.k. ef veita ætti
verðlaunin einu sinni á ári. Þó að við eigum
framsækin nútímaleg fyrirtæki og góða og vel
menntaða hönnuði þá er aðstaða þeirra til þess
að láta til sín taka lítiL
Þó að það kunni að koma spánskt fyrir sjón-
ir þá hefur Svensk Form stuðlað meira að kynn-
ingu á íslenskri hönnun erlendis en nokkurt
annað land að Islandi meðtöldu, því við höfum
varla tæmar þar sem hin Norðurlöndin hafa
hælana í málum sem varða hönnun. Ríkis-
stjómir allra hinna Norðurlandaþjóðanna hafa
mótað sérstaka hönnunarstefnu sem unnið er
eftir. Við eigum það eftir en vel má greina auk-
inn áhuga stjórnvalda á málefninu.
Ég tel að velgengni sænskrar hönnunar
megi fyrst og fremst rekja til þess að Svíar
hafa ræktað garðinn sinn vel. Handverks-
þátturinn er hátt metinn þar í landi og menn
bera jafnmikla virðingu fyrir hinu smáa og
einfalda og hinu flókna og hátæknilega. Þeir
em sér meðvitaðir um fortíðina, gmnninn
sem nútímahönnun hvílir á. Þó að þar eins og
annars staðar hafi framleiðsla sem þeir áður
sinntu heima fyrir flust til annarra landa, þá
er ekkert gefið eftir í grasrótinni. Kennsla í
gömlum trévinnsluaðferðum helst í hendur
við kennslu f nútíma markaðssetningu. Efn-
ismeðferð og gamla tækni við hörframleiðslu
er jafn nauðsynlegt að hafa í heiðri og að til-
einka sér ný hráefni og nýjar aðferðir. Sýn-
ingin í Hönnunarsafninu ber þessu fagurt
vitni.
Sérstök verðlaun hefur stóllinn „stórt faðm-
Iag“ fengið. Hann er unninn úr gegnheilu
gufubeygðu tré, en form sem þetta hefur mað-
ur ekki áður séð unnið í tré.
Hugleiðslutjaldið „Ský“ ber nafn með rentu
og býður upp á kosti fyrir þá sem vilja vera ein-
ir með sjálfitm sér.
örrefors Kostaboda AB hafa hafið fram-
leiðslu á sex tilbrigðum af örþunnum glervín-
glösum. Þau eru svo „rétt“ að manni finnst að
þau hafi alltaf verið til.
Dómnefhd hefur valið besta tónlistarmynd-
bandið, bestu heimasíðuna og besta kynning-
ALLEG HÖNNUN: Stóllinn „stórt faðmlag" eftir Önnu
von Schewen. „Stóllinn stendur meö opinn faðminn
og býður til sætis auk þess sem hann vekur forvitni..."
arefni safns. Nóbelsafnið í Stokkhólmi hlaut
þau verðlaun.
Maður grípur sig í því að bera sig saman við
stórþjóðina og kemst að því að t.d. í grafískri
hönnun gætum við staðið oklcur vel í sam-
keppni við önnur lönd. Enda er grafísk hönnun
ein örfárra hönnunarkennslugreina á háskóla-
stigi sem ekki hefúr verið lögð niður hér á landi.
4