Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Blaðsíða 14
14 SKOÐUN ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003
Sveltur sitjandi kráka en fljúgandi fær
því kemur að þessi siglingaleið verður
fjölfarnari en er í dag. Það sem vekur
áhuga eru fréttir af minnkandi hafís á
norðurslóðum en hafís hefur verið að-
alhindrunin fram til þessa. Ef þarna
væri enginn hafís, sagði veðurfræðing-
urinn, væri þetta fjölfarnasta siglinga-
leið á jarðarkringlunni milli Atiantshafs
og Kyrrahafs.
Þór hvatti eindregið til þess að fs-
lendingar fylgdust með þeirri þróun
sem er að verða á siglingum á þessari
leið þótt enn væri langt í að hægt væri
að sigla hana árið um kring. Hann
benti á að siglingar þessa leið kepptu
við landflutninga um Síberíu með
flutningalestum. Því þyrfti að fá úr því
skorið hvort siglingarnar borguðu sig í þeirri
samkeppni.
Það er grundvallarspurningin sem starfshóp-
ur utanríkisráðherra verður að svara en grein-
argerðar frá hópnum er að vænta innan árs, fyr-
ir haustið 2004. Sýnt er að leiðin verður opin
hluta árs en jafnframt er ljóst að talsvert kostar
að halda henni opinni og líklegt er að skip sem
sigla þessa leið verði að vera betur búin en önn-
ur og dýrari í samræmi við það. Á móti kemur
hinn mikli sparnaður vegna styttingar siglinga-
leiðarinnar.
Islendingar eiga verulegra hagsmuna að gæta
opnist þessi siglingaleið. Því er rétt að þeir taki
frumkvæðið í athugun á hagkvæmni leiðarinn-
ar. Skref er stigið í þá átt með starfshópi utan-
ríkisráðuneytisins.
Frumkvæði og framsýni eru lykil-
þættir íviðskiptum, eigi vel til að takast.
Horfa verður til viðskiptatækifæra fram
í tímann og undirbúa jarðveginn. Þess
vegna er skynsamleg nýleg skipan
starfshóps á vegum utanríkisráðherra
en sá hópur á að fjalla um opnun svo-
kallaðrar norðaustur siglingaleiðar.
Leiðin liggur norðan við heimskauts-
baug, norðan við Rússland og gegnum
Beringssund. Þessi leið hefur verið tor-
fær vegna íss en vegna hlýnandi veður-
fars á norðurslóðum ber vísindamönn-
um saman um að verulega muni
úr ís á siglingaleiðinni á komandi ára-
tugum.
I tilkynningu frá utanríkisráðuneyt-
inu segir m.a. að Island hefði mikinn efnahags-
legan ávinning af opnun norðaustur siglinga-
leiðarinnar. Hún opnar möguleika á birgðastöð
og umskipunarhöfn á íslandi fyrir flutninga
milli Austur-Asíu og ríkja við Norður-Atlants-
haf. Sumar spár gera ráð íyrir því að siglinga-
leiðin fyrir Norður-Rússland kunni að vera opin
óstyrktum skipum í a.m.k. tvo mánuði á sumr-
in innan fimm ára og jafnvel í fjóra til sex mán-
uði eftir tólf ár, eða árið 2015.
Umtalsverðar breytingar gætu fýlgt opnun
þessarar nýju siglingaleiðar. Það sést best á því
að hún styttir siglingaleiðina frá Norðaustur-
Asíu til austurstrandar Norður-Ameríku um
4300 sjómílur. Leiðin styttir siglingu frá fslandi
til Japans um helming. Rússar hafa siglt leiðina
með aðstoð ísbrjóta í þrjá til fjóra mánuði á ári.
íslendingar gætu átt verulegra
hagsmuna að gæta opnist þessi sigl-
ingaleið. Því er rétt að þeir taki
frumkvæðið í athugun á hag-
kvæmni leiðarinnar.
Þeir eiga mikilla hagsmuna að gæta og hafa lát-
ið í ljós vilja til að opna leiðina enda þræðir hún
norðurstrendur hins víðfeðma ríkis.
DV vakti athygli á þessu hagsmunamáli ís-
lendinga í mars sl. og ræddi þá meðal annars
við Þór Jakobsson veðurfræðing og verkefnis-
stjóra hafísrannsókna hjá Veðurstofunni. Hann
sagði að mikill gróði gæti orðið af því fyrir okk-
ur að koma hér upp umskipunarhöfn þegar að
Vestrænar beljur fá mei
BERGMÁL
Eiríkur Bergmann Einarsson
stjómmálafræöingur
Mikið var nú pínlegt að fylgjast
með fagnaðarlátunum sem
brutust út meðal mótmælenda í
Cancun þegar viðræður ráð-
herrafundar Alþjóðaviðskipta-
stofnunarinnar fóru út um þúf-
ur. Það læðist að manni sá Ijóti
grunur að þetta fólk hafi ekki
hundsvit á hverju það var að
mótmæla. Sama á raunar við
um suma hér á landi sem
steyttu vinstri hnefann í full-
komnum misskilingi.
„Sigur fólksins" hrópuðu mót-
mælendurnir á götum úti í Mexíkó
og endurómurinn hljómaði víða um
heim meðal sjálfskipaðra talsmanna
fátækra ríkja. Og alla leið hingað upp
á fsland. Þvílíkt ekkisens bull og vit-
leysa! Aðeins landbúnaðarframleið-
endur ríkra landa græða á því að við-
ræðurnar sigldu í strand. Fram-
leiðsla þeirra verður enn þá niður-
greidd og vernduð í bak og fyrir gegn
samkeppni frá framleiðendum fá-
tækra ríkja.
Fátækir bændur tapa mest
Sárafátækir bændur í þróunar-
ríkjunum áttu hins vegar allt undir
því að samkomulag næðist. Þeirra
tap er mikið. Fá ekki enn að selja
vörur stnar á ríkum mörkuðum
Vesturlanda. Fundurinn í Cancun
var hluti af svokallaðri Doha-lotu
Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar
sem hefur það helst að markmiði
að losa um hömlur á viðskiptum
með landbúnaðarafurðir og vinda
ofan af óhóflegum niðurgreiðslum
til framleiðenda á Vesturlöndum.
Samkvæmt vikublaðinu Economist
hefði samkomulag í þessa veru
aukið tekjur jarðarbúa um 500
milljarða dollara á ári. Góður meiri-
hluti þess ávinnings hefði komið í
hlut fátæks fólks í þróunarríkjum
og hefði dugað til að lyfta 144 millj-
ónum manna upp úr fátækt.
Hverju voru menn eiginlega að
fagna?
Margþvæld klisja
Hugtakið hnattvæðing er senni-
lega eitthvert margþvældasta hug-
tak nútíma stjórnmála og er við það
að verða merkingarlaus klisja, enda
skilningur manna á hugtakinu eftir
því. Örlar jafnvel á því að þeir sem
nota orðið mest skilji það síst. í
sinni einföldustu mynd felur hnatt-
væðingin í sér síaukin og gagn-
kvæm tengsl þjóða í gegnum hvers
konar samskipti; svo sem í gegnum
margvísleg viðskipti og menningar-
samskipti. Atburðir á einum stað
geta haft afdrifarík áhrif allt annars
staðar á hnettinum. Þannig ryður
hnattvæðingin ýmsum hömlum úr
vegi sem áður voru á samskiptum
milli manna, ríkja og heimsálfa, til
SÆLLEGAR KÝR ÚTIÁ TÚNI: Greinarhöf-
undur bendir á að opinber framlög á
hverja kú á Vesturlöndum séu hærri en
tekjur fólks víðast hvar f suðurhluta Afríku.
Tekið skal fram að bærinn á myndinni
tengist ekki efni greinarinnar með bein-
um hætti.
Þú þekkir
merkið...
Jóhannes Jónsson,
einn aðaleigenda Baugs,
upplýsti f viðtalsþættinum
Maður á mann á Skjá ein-
um í fyrrakvöld að hug-
myndin að heiti Bónus-
verslananna væri komin
frá danskri verslun með
sama nafni. Gárungarnir
rifjuðu upp af þessu tilefni
að forsvarsmenn tölvu-
verslunarinnar BT höfðu
ekki sama svigrúm á sínum
tfma til að fá góðar hug-
myndir, en á vef fyrirtækis-
ins stendur: „Upphaflega
var BT hugsað sem lager-
útsala á vegumTæknivals
til mjög skamms tfma....
Upp úr lagerútsölunni varð
fyrsta BT verslunin til og
var hún opnuð að Grensás-
Jóhannes Jónsson.
vegi 3 árið 1995.TÍI að byrja með
varverslunin skírð BónusTölvur
en Bónus fékk lögbann á nafnið
og var nafninu þá breytt í B.T.
Tölvur." - Nú er Jóhannes auðvit-
að orðinn einn af eigendum BT í
gegnum ACO-Tæknival og spurn-
ing hvort ekki fáist nú góðfúslegt
leyfi til að breyta nafninu aftur í
BónusTölvur...
Snör handtök
Þessu tengt: Fréttablaðið birti
brot úr viðtalinu við Jóhannes í
frétt á blaðsíðu 2 i gær, sem væri
ekki í frásögur færandi nema
vegna þess að þátturinn var
sýndur klukkan 22 á sunnudags-
kvöld, en þá er tíminn
væntanlega orðinn afar naumur
til að koma efni í blaðið...