Dagblaðið Vísir - DV - 23.09.2003, Qupperneq 29
ekki að taka við
ÞRIÐJUDAGUR 23. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 29
Lárus Orri meiddur
Logi Ólafsson
KNATTSPYRNA: Fréttir þess
efnis að Logi Ólafsson hafi
hafnað því að taka við liði Fylk-
is eiga ekki við rök að styðjast.
Það staðfestu Ásgeir Ásgeirs-
son, formaður meistaraflokks-
ráðs Fylkis, og Logi Ólafsson í
samtali við DV Sþort í gær.
„Þetta er dálítið skrýtið mál því
það hefur enginn stjórnarmað-
ur í Fylki talað við Loga þannig
að þetta er mjög undarlegt
mál," sagði Ásgeir Ásgeirsson,
formaður meistaraflokksráðs
Fylkis.
DV Sport setti sig í samband
við Loga í gær og spurði hann
út í málið.
„Þessi frétt, sem fór í loftið í
gær, er ekki á rökum reist. Mál-
ið er einfaldlega það að nokk-
ur félög hafa verið að spyrja
Fylki
mig hvort ég hafi áhuga. Þá
bæði með formlegum og
óformlegum hætti. Ég hef rætt
þessi mál við Geir Þorsteins-
son, framkvæmdastjóra KS(, og
það er skilningur okkar beggja
að það sé ekki inni í myndinni
að ég taki við félagsliði á með-
an ég starfa fyrir knattspyrnu-
sambandið," sagði Logi Ólafs-
son landsliðsþjálfari.
EKKI TIL FYLKIS: Loga hefur ekki
verið boðið starf hjá Fylki.
KNATTSPYRNA: Það eru ekki
miklar líkur á því að landsliðs-
maðurinn Lárus Orri Sigurðs-
son spili með (slendingum
gegn Þjóðverjum í Hamborg
11. október. Lárus Orri reif lið-
þófa í leik með WBA í ensku 1.
deildinni um helgina og verður
þar af leiðandi frá næstu 2-3
vikurnar. Þetta er mikið áfall
fyrir íslenska landsliðið enda
hefur Lárus verið að leika vel.
Hann er auk þess ekki fyrsti
leikmaðurinn sem gengur úr
skaftinu því Heiðar Helguson
meiddist um daginn og verður
ekki með gegn Þjóðverjum.
Svo er spurning hvort Her-
mann Hreiðarsson verður með
en hann hefur enn ekki náð sér
að fullu eftir að hafa meiðst á
dögunum.
HÆTTUR: Steinar Guðgeirsson mun ekki þjálfa Framara á næstu leiktíð í Landsbanka-
deildinni. DV-mynd Hari
Hvað gerist næst?
Búastmá við hræringum í leikmanna- og þjálfaramálum á næstunni
Þótt Landsbankadeildinni í
knattspyrnu sé lokið er tímabil-
inu hjá forráðamönnum félag-
anna hvergi nærri lokið því
fram undan hjá þeim er að
ganga frá samningum við leik-
menn með lausa samninga og
reyna svo að styrkja sitt lið með
nýjum leikmönnum. Svo þurfa
stjórnir félaganna að funda
með þjálfurunum sínum þar
sem í samningum flestra þeirra
er uppsagnarákvæði sem bæði
þjálfari og stjórn getur nýtt sér.
Ekki er enn ljóst hvort Aðalsteinn
Víglundsson verður áfram með
Fylkisliðið en engum dyrum hefur
verið lokað þar, hvorki af Aðalsteini
né stjórn Fylkis. Fregnir þess efnis
að Fylkir hafi boðið Loga Ólafssyni
landsliðsþjálfara að taka við liðinu
eiga ekki við rök að styðjast, að því
er stjórn Fylkis og Logi Ólafsson
segja. Fylkismenn munu halda
mestu af sínum mannskap en
Kjartan Sturluson verður ekki með
þeim þar sem hann hyggst flytja
búferlum til ítalfu og svo er Sverrir
Sverrisson að íhuga að leggja skóna
á hilluna.
Til tíðinda gæti dregið í Grinda-
vík en það er ekkert launungarmál
að árangur liðsins var langt undir
væntingum forráðamanna liðsins.
Liðinu var spáð góðu gengi en
slapp við fall á elleftu stundu þegar
Sinisa Kekic jafnaði metin í leikn-
um gegn KA tveim mínútum fyrir
leikslok. Bjarni Jóhannsson sagði í
samtali við DV Sport í gær að hann
hefði áhuga á að þjálfa liðið áfram
en Ingvar Guðjónsson, fram-
kvæmdastjóri knattspyrnudeildar
Grindavíkur, vildi lítið tjá sig um
það hvort vilji væri til þess að hafa
Bjarna áfram í starfi en sagði að
málið yrði tekið fyrir í vikunni.
Grindvíkingar halda að öllum lík-
indum flestum sínum mönnum en
aðeins Ólafur örn Bjarnason og
Ray Anthony Jónsson eru með
lausa samninga. Ólafi hefur þegar
verið boðinn nýr samningur en
hann hyggst bíða með að skrifa
undir hann þar sem hann ætlar að
sjá hvort erlend lið komi til með að
sýna honum áhuga. Ray verður
einnig boðinn nýr samningur.
Steinar hættir
Það liggur ljóst fyrir að Steinar
Guðgeirsson mun ekki þjálfa Fram
á næstu leiktíð, þrátt fýrir að hafa
stýrt liðinu úr ógöngum í sumar.
Steinar leit á þjálfarastarfið sem
tímabundið verkefni og hafði ekki
áhuga á að halda áfram. Framarar
geta þó glaðst yfir því að markvörð-
urinn Gunnar Sigurðsson gekk í
gær ffá nýjum tveggja ára samn-
ingi. Ingvar Ólason og Ágúst Gylfa-
son eru einnig með lausa samninga
en ekkert hefur verið ákveðið með
ffamtíð þeirra.
ÍBV vill halda Magnúsi Gylfasyni.
Hann er að hugsa málið þessa dag-
ana en er bjartsýnn á að verða
áfram í Eyjum. Hjalti Jóhannesson
verður ekki með ÍBV næsta sumar
þar sem hann hefur lagt skóna á
hilluna fyrir stígvélin sem hann
hyggst nota á sjónum næsta sumar.
Þorvaldur Örlygsson verður
áfram með KA-menn en hann á ár
eftir af samningi sínum við liðið.
Forráðamenn KA hafa einnig hug á
að halda Steinari Tenden og Ronni
Hartvig en spuming er um framtíð
markvarðarins Sören Byskov. Þor-
valdur Makan Sigbjörnsson er
samningslaus en má eiga von á nýj-
um samningi á næstu dögum. KA-
menn verða væntanlega að pluma
sig án Slobodan Milisic á næstu
leiktíð því hann hyggst leggja skóna
á hilluna.
Willum Þór verður að öllum lík-
indum áfram með KR-liðið en fram
undan er mikil vinna hjá forráða-
mönnum félagsins þar sem leik-
menn á borð við Arnar Gunnlaugs-
son, Sigurvin Ólafsson, Gunnar
Einarsson, Einar Þór Daníelsson og
Veigar Pál Gunnarsson eru með
lausa samninga. Stjórn KR hyggst
funda í dag og fara yfir sín mál.
Nýliðarnir styrkja sig
FH og ÍA em að vonum lítið farin
að skoða sfn mál þar sem þau eiga
eftir að leika bikarúrslitaleik en
ljóst er að nýliðarnir í Landsbanka-
deildinni, Keflavík og Víkingur,
munu mæta með sömu menn við
stjórnvölinn. Bæði hyggjast þau
styrkja sig í vetur og til að mynda
vantar Keflavík markvörð þar sem
Ómar Jóhannsson verður ekki með
liðinu næsta sumar.
Hvað varðar liðin sem féllu, þá
hafa þau bæði gefið það út að
stefnan sé tekin beint upp aftur. Ás-
geir Elíasson mun halda áfram með
Þróttara, sem ætla að gera allt sem í
þeirra valdi stendur til þess að
halda þeim mannskap sem var hjá
þeim í sumar og þar er með talinn
Sören Hermansen. Þorlákur Árna-
son verður væntanlega einnig
áfram með Val og þar eru engir
leikmenn á förum enda allir samn-
ingsbundnir.
henry@dv.is
Veiðihornið
Við eigum eitthvað eftir að veiða í
klak í ánni á næstunni," sagði
Þröstur enn fremur.
Hann Bjami Geir Alfreðsson
veiddi fyrir skömmu 18 punda lax í
Réttarstreng og tók fiskurinn
rauða Frances. Fyrr í sumar veidd-
ist stærsti laxinn í ánum líka í
Réttarstrengnum. Þar og í Réttar-
fossi hafa sést vænir laxar í allt
sumar.
í Laxá í Aðaldal veiddust 607
laxar en í fyrra vom þeir 1198. í
Víðidalsá í Húnvatnssýslu veidd-
ust 585 laxar og Haukadalsá í Döl- TVEIR STÓRLAXAR: Bjarni Geir Alfreðsson með 18 punda lax sem hann veiddi í
um endaði f 640 löxum. G.Bender Réttarstreng á rauða Frances en árnar gáfu ríflega 160 laxa og helling af bleikjum.
Hraktir og kaldirveiðimenn
Drullukuldi víða og margir veiðimenn létu ekki sjá sig
mrjS Ejf)
LOOP veiðivörumar eru
hannaðar og þróaðar af
veiðimönnumjýrir veiðimenn.
Þess vegna velja sífelltjleiri
sér útbúnaðjrá LOOP.
Sportlegt útlit, þœgindi og
vasarfyrir hinarýmsu þarfir
veiðimannsins eru einkenni
nýju línunnarjrá LOOP.
I TTlVISIaðÆlÐl
Töluvert var um að veiðimenn
mættu alls ekkert til veiða um
helgina eins og þeir máttu,
enda var veðurfarið leiðinlegt
og vatnsmiklar ár víða, kollit-
aðar að stórum hluta.
Veiðimenn sem börðu Laxá í
i Dölum um helgina vom kuldaleg-
I ir. Þeir létu sig þó hafa það, en síð-
; ustu tvær vikur hefur áin gefið um
555 laxa og heildarveiðin komin
j yfir 1300 laxa.
„Við ætluðum að veiða í Hrúta-
I fjarðará en veðurfarið var slæmt
| og það varð því lítið úr veiðiskapn-
um,“ sagði Þröstur EUiðasson er
við spurðum um Hrútafjarðará og
„Það veiddust ríflega
160 laxar og hellingur
afbleikju. Stærsti lax-
inn var 19 pund."
Síká, en árnar hafa lokað.
„Það veiddust ríflega 160 laxar
og hellingur af bleikju. Stærsti lax-
inn var 19 pund og svo veiddist
einn 18 punda fyrir fáum dögum.
I sumar verður opið sem hérscgir: mán-jim 9-19, Jbs 9-20, lau 10-17, sun 11-16
Síðumúla 11 • 108 Reykjavik • S: 588- 6500