Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 4
4 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 í Grand Vitara 2,0, bsk. Skr. 6/01, ek. 75 þús. Verð kr. 1790 þús. Suzuki Liana 2WD, 5 d., bsk. Skr. 2/02, ek. 22 þús. Verð kr. 1350 þús. Suzuki Baleno Wagon 4x4. Skr. 7/99, ek. 59 þús. Verð kr. 1140 þús. Suzuki Wagon R+ 4x4. Skr. 5/00, ek. 13 þús. Verð kr. 890 þús. Hyundai Santa-Fe 2,4, bsk. Skr. 2/01, ek. 42 þús. Verð kr. 1760 þús. Nissan Primera Comfort, bsk. Skr. 7/01, ek. 25 þús. Verð kr. 1370 þús. M-Benz A-140, bsk. Skr. 7/02, ek. 35 þús. Verð kr. 1490 þús. Peugeot 406 2,0, 3 d., ssk. Skr. 11/98, ek. 72 þús. Verð kr. 1480 þús. Alfa Romeo 156, bsk. Skr. 9/98, ek. 60 þús. Verð kr. 1180 þús. Sjáöu fleiri á suzukibilar.is $ SUZUKI ---✓///------------- SUZUKI BÍLAR HF. Skeifunni 17, simi 568-5100 Reykjavík er orkuborg SÓKN: Þórólfur Árnason borgar- stjóri mun annast kynningu á Orkuborginni Reykjavík á stór- um blaðamannafundi í Shake- speare-leikhúsinu í London í dag. Um 200 breskir blaðamenn, ferðaþjónustuaðilar og fulltrúar úr menningarlífi Lundúnaborgar verða viðstaddir kynninguna á Reykjavík undir nýju slagorði - Pure Energy. Höfuðborgarstofa og lcelandair í Lundúnum, í samstarfi við Ferðamálaráð (s- lands, standa að kynningunni. Sérstök áhersla verður lögð á kröftugt menningarlíf og hrein- leika borgarinnar og nágrennis með þátttöku Listahátíðar í Reykjavík, Heilsuborgarverkefnis- ins og Bláa Lónsins. (slenskir lista- menn stíga á stokk og kynna fjöl- breytta menningu borgarinnar. Vörn gegn inflúensu HEILBRIGÐI: Bólusetningar gegn inflúensu eru hafnar og mælist landlæknir til þess að allir eldri en 65 ára og þeir sem eru ónæmisskertir láti bólusetja sig. Bólusetning er einnig fysilegur kostur fyrir alla fullorðna einstak- linga þar sem inflúensan getur lagst þungt á fólk og sjúkdóms- lega orðið löngjafnvel með hættu á lungnabólgu. Inflúensan á sér langa sögu og heimildir um faraldra má rekja allt að 400 ár aftur ítímann. Fyrstu bóluefnin komu á markað upp úr 1940 og nú eru seldir tæplega 50 þúsund skammtar hérlendis árlega. Frek- ari upplýsingar má finna á vef Landlæknis, www.landlaeknir.is og á vef Heilsugæslunnar í Reykjavík, www.hr.is. ÓRÁÐSfA: Fjármálaumsýsla forráðamanna Kaupfé- lags Ámesinga þykir um margt hafa verið ámælis- erð. Áhöld eru td. um hvort KÁ eigi aö bera ábyrgð á heimildarlausum skuldbindingum framkvæmda- stjórans vegna byggingar Hótei Selfoss og einnig munu margvislegar millifærslúr og fjárhagsútlát vegna annarra félaga' >ykja undarlegar. KÁ hyggst leggja fram nauðasamninga í lok október: Millifærslur og tugmillj- óna víxlar án heimildar Einar Gautur Steingrimsson hrl., sem hefur umsjón með Kaupfélagi Árnesinga sem nú er í greiðslustöðvun, segist gera ráð fyrir að leggja fram frum- varp til nauðasamninga KÁ upp úr miðjum október. Greiðslustöðvun KÁ gildir til 31. október nk. og er leitað nauða- samninga við lánardrottna. Einar segir flókið að ganga frá lausum endum og í raun sé heill frumskóg- ur af óútldjáðum málum sem varða m.a. ábyrgðir og greiðslur af hálfu KÁ sem fyrrverandi framkvæmda- stjóri stóð fyrir til annarra félaga. Einar segist ekki geta að svo stöddu upplýst hvernig þeim málum er ná- kvæmlega háttað en nú er unnið að frágangi vegna sölu eigna KÁ. Fjármunir til annarra félaga Samkvæmt heimildum DV runnu verulegar óútskýrðar fjár- upphæðir frá KÁ til ýmissa félaga, ýmist í formi ábyrgða sem KÁ varð að taka á sig eða í formi beinna greiðslna og úttekta hjá fyrirtækj- um KÁ. Þar mun m.a. hafa verið um að ræða greiðslur frá KÁ til Álein- inga ehf. á Selfossi sem var úr- skurðað gjaldþrota 12. ágúst. Munu þær greiðslur að einhverju leyti hafa runnið í gegnum áburðarsöl- una ísafold sem var dótturfélag KÁ en er nú gjaldþrota. Þá mun einnig hafa verið um að ræða greiðslur úr sjóðum KÁ til annars dótturfélags, Ex-ferða, sem líka er gjaldþrota. Þar mun, samkvæmt heimildum, hafa verið mikið rugl í gangi. Búvöru- deild KÁ er enn eitt félagið sem nefnt er í þessu sambandi, sem og Vélsmiðja KÁ sem gengið hefur í gegnum greiðslustöðvun og nauðasamninga sem voru reyndar felldir í síðasta mánuði. Er talið að mörg þessara mála megi ekki síst rekja til aðhaldsleysis með fjár- muni sjóða KÁ og rekstur félaga sem tengdust KÁ. Hugsanlegt prófmál Einar Gautur staðfesti að eitt málið varðaði t.d. víxla Brúar ehf. upp á 52 milljónir króna sem fram- kvæmdastjórinn, Ólafur RúnarÁst- þórsson, skrifaði upp á fyrir hönd KÁ en án vitundar stjórnar. Brú ehf. Verulegar óútskýrðar fjárupphæðir runnu frá KÁ tilýmissa félaga, ýmist í formi ábyrgða sem KÁ varð að taka á sig eða í formi beinna greiðslna og úttekta hjá fyrirtækjum KÁ. var að 63% í eigu KÁ og var úr- skurðað gjaldþrota 2. september, en félagið átti húsnæði Hótel Sel- foss. Var féð á umræddum víxlum notað við endurbyggingu á hótel- inu. Veðskuldir á húsinu voru upp á nærri 550 milljónir króna en heildarskuldir Brúar voru rúmur milljarður króna. Stækkun á hótel- inu úr 20 herbergjum f 80 var talið hafa kostað félagið um 850 milljón- ir króna. Ekki liggur fyrir í hvaða farveg þetta mál fer en Einar telur fullvíst að ef mál verði höfðað vegna þess þá verði þar um að ræða prófmál. Það snýst um hvort ábyrgðir sem framkvæmdastjórinn setti félagð í án heimildar stjórnar standist. Ef KÁ tapar slíku máli og þurfi að borga víxlana þá megi draga þá ályktun að það sé best fyrir fyrir- tæki að gefa starfsmönnum ekki prókúru. Einar segir sárlega vanta dóm hér á landi í svona máli sem snúist um hvað hugtakið prókúru- umboð felur í raun í sér. Hótelið í fullum gangi Rekstur Hótel Selfoss er í eigu KÁ Heildarskuldir KÁ voru að meðtöldum ábyrgðum um 1,8 milljarðar króna. KÁ var talið skulda um 320 milljónir króna umfram áætlað verðmæti eigna sem verið er að selja. Það mat veltur þó á því hvaða verð færst fyrir eignirnar. f ágúst voru undirritaðir samningar milli KÁ og Fóðurblöndunnar um kaup hennar á búrekstrarsviði KÁ. Fóð- urbíll til dreifmgar á lausu fóðri til bænda er einnig seldur til FB. Fóðurblandan tók við rekstrinum í byrjun ágúst en KÁ hafði rekið búrekstrarvöruverslanir á Selfossi og Hvolsvelli um árabil. Þá rekur og óháður gjaldþroti Brúar ehf. Er rekstur hótelsins enn í fullum gangi. Einar segir að veðhafar í hót- elbyggingunni hafi skuldbundið sig til að tryggja það að KÁ hafi hús- næðið á leigu alla vega til 1. desem- ber undir hótelreksturinn. Síðan yrði þá væntanlega hægt að semja um framhaldið. Öllu starfsfólki Hótel Selfoss og skrifstofu Kaupfé- lags Árnesinga, KÁ, var þó sagt upp störfum undir lok ágúst. Uppsagn- imar náðu til þrjátíu starfsmanna hótelsins og átta starfsmanna á skrifstofu kaupfélagsins. hkr@dv.is Olíufélagið nú bensínstöðvar ESSO sem vom áður í rekstri KÁ. Jafnframt hefur verið reynt að selja Vélsmiðju KÁ sem rekin var sem sjálfstætt félag. Ekki liggur fyrir hver skuldastaða KÁ er á þessari stundu eftir sölu áður- nefndra eigna en ljóst að komi til nauðasamninga munu kröfuhaf- ar þurfa að afskrifa verulegan hluta af sínum kröfum. í fyrra varð tap á rekstri félags- ins upp á rúmar 255 milljónir króna. Megnið af tapinu er rakið til 15 dótturfélaga KÁ sem sum em nú gjaldþrota en sjálft kaupfé- lagið tapaði um 11 milljónum króna. hkr@dv.is Eignir KÁ seldar til að grynnka á skuldum

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.