Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 16
76 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
(Jtlönd
Heimurinn i hnotskurn
Umsjón: Guðlaugur Bergmundsson, Erlingur Kristensson
Netfang: gube@dv.is, erlingur@dv.is
Sfmi: 550 5829
Fischer skilinn í fjórða sinn
EINKALÍF: Ástamál Joschka
Fischers, utanríkisráðherra
Þýskalands, eru enn einu sinni í
brennidepli eftir að hann skildi
nýlega við fjórðu eiginkonu
sína og tók saman við unga
stúdínu.
Það var slúðurblaðið Bild sem
fyrst flutti fréttirnar af leynileg-
um skilnaði hins 55 ára gamla
Fischers og blaðakonunnar
Nicolu Leske, sem er 21 ári
yngri.
Orðrómur komst á kreik eftir
að Leske flutti til Frankfurt og
að til utanríkisráðherrans sást
með nýrri lagskonu á flóamark-
aði í Berlín.
Nýja kærastan ku vera 28 ára
gömul, nemandi í kvikmynda-
gerð, og er, ásamt lítilli dóttur
sinni, flutt inn til Joschka.
Svartsýnni
FÆREYJAR: Herálvur Joensen,
forstjóri færeyska olíumála-
ráðsins, segir að vonir manna
um að olía finnist á færeyska
landgrunninu séu minni nú en
fyrir nokkrum árum. Það sé
ástæðan fyrir því að olíufélögin
haldi að sér höndum og vilji
gera frekari rannsóknir áður en
aftur verður tekið til við að
bora í hafsbotninn.
Bush harðlega gagnrýndur á Allsherjarþingi 5Þ:
Hafnar að flýta
valdaframsali
George W. Bush Bandaríkjafor-
seti, sem ávarpaði Allsherjar-
þing Sameinuðu þjóðanna í
gær, hafnaði alfarið kröfum ým-
issa leiðtoga heims um að flýta
afhendingu valda í írak í hendur
íraka sjálfra en mátti sjálfur
þola harða gagnrýni fyrir að
sniðganga Sameinuðu þjóðirn-
ar þegar hann ákvað að hefja
stríðsaðgerðir í írak.
í ávarpinu, sem þótti hvorki auð-
mjúkt né hrokafullt, hvatti Bush
þjóðir heims til þess að axla sam-
eiginlega ábyrgð og kostnað við
hersetuna og uppbyggingarstarfið í
Irak aðeins ári eftir að hann aðvar-
aði þessa sömu samkomu 191
þjóða við því að Sameinuðu þjóð-
irnar framfylgdu ekki samþykktri
ályktun Öryggisráðsins um afvopn-
un Saddams.
„írakar þurfa núna á hjálp okkar
að halda og allar velviljaðar þjóðir
heims verða að veita alla mögulega
aðstoð," sagði Bush.
Hörð gagnrýni Chiracs
Þrátt fyrir harðar gagnrýnisradd-
ir ýmissa þjóðarleiðtoga heims,
eins og Frakklands, Indónesíu,
Brasilíu og Suður-Afríku, virðast
þeir flestir tilbúnir til þess að styðja
það að Sameinuðu þjóðirnar taki
þátt í uppbyggingarstarfinu í írak.
Jacques Chirac Frakklandsforseti
fór sem fyrr fremstur í flokki þeirra
sem gagnrýndu framgöngu Banda-
ríkajmanna í írak og hvatti hann til
þess að stjórn landsins yrði færð í
hendur íraka sjálfra sem fyrst en þó
innan raunsærra tímamarka.
Chirac sagði að innrásin, sem var
gerð án stuðnings Sameinuðu
þjóðanna, hefði aðeins skapað
glundroða og sundrað samtaka-
mætti alþjóðasamfélagsins.
„Sameinuðu þjóðirnar
hafa nú gengið í gegn-
um eina alvarlegustu
kreppu í sögu samtak-
anna," sagði Chirac.
„Sameinuðu þjóðirnar hafa nú
gengið í gegnum eina alvarlegustu
kreppu í sögu samtakanna," sagði
Chirac, sem leggur til að írökum
verði afhent völdin í tveimur þrep-
um á næstu sex til níu mánuðum.
Annan kallar eftir samstöðu
Þrátt fyrir skiptar skoðanir þjóð-
arleiðtoga um hugsanlegt hlutverk
Sameinuðu þjóðanna í Irak og hve
fljótt írökum verði sjálfúm afhent
stjórn landsins, fylktu þeir flestir
liði að baki Kofis Annans, fram-
kvæmdastjóra Sameinuðu þjóð-
anna, sem kallaði eftir samstöðu
við að byggja upp friðsamlegt lýð- <
ræðisríki í írak.
Luis Inacio Lula da Silva, forseti
Brasilíu, er í hópi þeirra sem vilja
hraða því að völdin verði færð í
hendur írökum sjálfum og sagði að
eina leiðin til þess að leysa vand-
ann í landinu væri að færa stjórn-
ina í hendur SÞ. „Ekki aðeins til
þess að tryggja viðunandi öryggi
heldur líka til þess að leiða stjórn-
málalega þróun :em tryggi það að
uppbyggingarstar'Ið skili stöðug-
leiíca svo írakar geti sjálfir tekið við
stjórn eigin mála sem fyrst," sagði
da Silva.
Fátækar þjóðir vilja frið
Thabo Mbeki, forseti Suður-Afr-
iku, sagði að málið snerist ekki bara
um framtíð Iraks heldur líka fram-
tíð Sameinuðu þjóðanna.
„Fátækari þjóðir heims vilja
binda enda á ófrið og stríð alls stað-
ar í heiminum. Til að það markmið
náist þurfum við öl,l bæði ríkir og
fátækir, að standa saman og sýna
viljann í verki. Það er okkar máttur
og þannig náum við árangri," sagði
Mbeki.
Megawati Sukarnoputri, forseti
Indónesíu, sagði að stríðið í írak
hefði aðeins skapað meiri vanda
heldur en það átti að leysa.
SKÁLAÐ Á ALLSHERJARÞINGINU: Leiðtog-
ar heimsins skáluðu í kampavini á Allsherj-
arþingi SÞ í gaer.
UPPBOÐ
Framhald uppboðs á eftirfarandi
eignum verður háð á þeim sjálf-
um sem hér segir:
Ásgarðsvegur 7, eignarhl. gerðarþola,
Húsavík, þingl. eig. Lára Sigþrúður
Sigurðardóttir, gerðarbeiðandi Húsa-
smiðjan hf., þriðjudaginn 30. septem-
ber 2003 kL 10.00.
Ásgata 23, íb. 01-0101, Raufarhöfn,
þingl. eig. fsabella Björk Bjarkadóttir,
Reynir Þorsteinsson og Hilmir Agnars-
son, gerðarbeiðandi íbúðalánasjóður,
fimmtudaginn 2. október 2003 kl.
11.00.
Ásgata 8, Raufarhöfn, þingl. eig. Krist-
ján Þ Snædal, gerðarbeiðendur íbúða-
lánasjóður og Lífeyrissjóðir Banka-
stræti 7, fimmtudaginn 2. október
2003 kl. 11.30.
Bakkagata 8, Kópaskeri, þingl. eig.
Guðbjörg Kristjánsdóttir, gerðarbeið-
andi Vátryggingafélag fslands hf.,
fimmtudaginn 2. október 2003 kl.
10.00.
Helluhraun 5, Skútustaðahreppi,
þingl. eig. Þórunn Snæbjörnsdóttir,
gerðarbeiðendur Byko hf. og fbúða-
lánasjóður, þriðjudaginn 30. septem-
ber 2003 kl. 14.00.
Héðinsbraut 9, efri hæð, Húsavík,
þingl. eig. Vigfús Þór Leifsson og Sig-
rún Elín Brynjarsdóttir, gerðarbeið-
endur íbúðalánasjóður og Slippfélag-
ið í Reykjavík hf., þriðjudaginn 30.
september 2003 kl. 10.30.
Hjarðarhóll 4, Húsavík, eignarhl.
gerðarþola, þingl. eig. Randver Sig-
urðsson, gerðarbeiðandi Lögmanns-
stofa Ingu Þallar ehf., þriðjudaginn
30. september 2003 kl. 11.00.
Langanesvegur 25, Þórshöfn, þingl.
eig. Þórhalla Aðalbjörg Hjaltadóttir
og fvar Þór Jónsson, gerðarbeiðandi
Vátryggingafélag íslands hf., fimmtu-
daginn 2. október 2003 kl. 14.30.
Refahús og eins ha lóð úr landi Hafra-
lækjar í Aðaldal, þingl. eig. Þórhallur
Ásgrímsson, gerðarbeiðendur Aðal-
dælahreppur og Innheimtustofnun
sveitarfélaga, þriðjudaginn 30. sept-
ember 2003 kl. 15.00.
Skógar H, Húsavíkurbæ (áður Reykja-
hreppi), þingl. eig. Þorgrímur J. Sig-
urðsson og Jarðasjóður ríkisins, gerð-
arbeiðendur íbúðalánasjóður og
Lánasjóður landbúnaðarins, þriðju-
daginn 30. september 2003 kl. 16.00.
Skútustaðaskóli (Lykilhótel Mývatni)
ás. rekstrartækjum, þingl. eig. Lykil-
hótel hf., gerðarbeiðendur Byggða-
stofnun, Fjársýsla ríkisins, Norðlenskt
framtak ehf. og Skútustaðahreppur,
þriðjudaginn 30. september 2003 ld.
13.00.
Sunnuvegur 8, eignarhluti gerðarþola,
Þórshöfn, þingl. eig. Björgvin Axel
Gunnarsson, gerðarbeiðandi Kredit-
kort hf., fimmtudaginn 2. október
2003 kl. 14.00.
SýSLUMAðURINN Á HÚSAVÍK
Chirac segir Arafat einan
geta tryggt varanlegan frið
Bush Bandaríkjaforseti notaði
í gær tækifærið á Allsherjar-
þingi Sameinuðu þjóðanna til
þess að fordæma leiðtoga
Palestínumanna og sagði þá
ala á hatri í garð Israelsmanna
til þess að halda völdunum fyr-
ir sjálfa sig.
„Vandi Palestfnumanna er
gamla hatrið sem leiðtogar þeirra
ala á til þess að halda völdum og
það nota þeir til þess að eyðileggja
góðar fyrirætlanir annarra sem
vilja vel,“ sagði Bush.
Þrátt fyrir að nefna Yasser Ara-
fat, leiðtoga Palestínumanna, ekki
á nafn var auðheyrt að Bush
beindi gagnrýni sinni fyrst og
fremst að honum en áður hafði
hann gagnrýnt Arafat fyrir það að
grafa undan friðarferlinu sem
byggt er á alþjóðlega vegvísinum
til friðar og sakað hann um að hafa
bolað Mahmoud Abbas, fyrrum
forsætisráðherra, frá völdum.
Á föstudaginn kallaði hann Ara-
fat svo „misheppnaðan leiðtoga".
Jacques Chirac Frakklandsfor-
seti var á öðru máli og sagði að
JACQUES CHIRAC FRAKKLANDSFORSETl: Chirac Frakklandsforseti segir að ekki sé hægt
að ganga framhjá Arafat sem réttkjörnum forseta Palestinu.
ekki væri hægt að ganga fram hjá
Yasser Arafat sem réttkjörnum
forseta Palestínu.
Hann sagðist einnig líta svo á að
vonlaust væri að hugsa sér árang-
ur af friðarviðrænum nema Arafat
kæmi að þeim og hann í raun sá
eini sem gæti tryggt varanlegan
frið með áhrifamætti sínum.