Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 10
70 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR24. SEPTEMBER2003 . ■ TÓNLIST OG VEITINGAR f HÚOMSKÁLAGARÐINUM: Hugmyrtd ívars Arnar Guðmundssonar arkitekts,. unn- in fyrir miðborgarstjóm að frumkvæði Bolta Kristíns- sonar kaupmanns. Um er að ræða veitingaskála fferiístá ntyndinni og „opnanlegan" tónlistarskála inárHtjomskáianum. Engin ákvörðun hefur veriö tek- in um ftamkvæmdir, en rætt hefur veriö um að þær gætjr orðið á vegum (þrótta- og tómstundaráös. -■V I I : Hugmyndir og fyrirhugaðar framkvæmdir í miðborg Reykjavíkur: Kynning stendur nú yfir á fjöl- mörgum fyrirhuguðum fram- kvæmdum í miðborg Reykja- víkur og hugmyndum að breyttu skipulagi þar. Mark- miðið er að blása lífi í miðborg- ina. Aflvaki hf. er hlutafélag í eigu Reykjavíkurborgar sem vinnur að eflingu og viðgangi atvinnulífs í borginni. Fyrirtækið stendur þessa dagana fyrir kynningu að Banka- stræti 5 á ýmsum framkvæmdum í miðborginni. Ýmist er um að ræða hugmyndir eða framkvæmdir sem þegar hafa verið ákveðnar, en það er sammerkt með þeim að tilgang- urinn er að efla miðborgina; þétta byggðina, fjölga íbúum og fyrir- tækjum og treysta þannig grund- völl mannlífs sem sumum hefur ekki þótt nægilega blómlegt. Höfðatorg Framkvæmdir við nýtt atvinnu- húsnæði fyrir 1.500 til 2.000 starfs- menn hefjast við Borgartún - á milli Höfðatúns og Skúlatúns - í febrúar. Stefnt er að því að það verði fullbúið haustið 2007. Aðal- einkenni þess eru sextán hæða turn og torg, Höfðatorg, sem markast af fjögurra hæða atvinnu- húsnæði á þrjá vegu. Torgið verður stærra en Ingólfstorg en ívið minna en Austurvöllur. Við torgið vestan- vert verður lágreist bygging þar sem gert er ráð fyrir veitingastað, kaffihúsi og heilsuræktarstöð. Þannig gæti það orðið lífleg mið- stöð þeirra sem vinna á svæðinu. „Torgið býður upp á gott mann- líf, þar verður skjól fyrir norðanátt og sólin skfn inn á það. Það mun því veita fólki sem þarna vinnur og býr í nágrenninu möguleika á að hittast,1' segir Páll Daníel Sigurðs- son hjá verktakafyrirtækinu Eykt og bætir við að stefnt sé að því að skreyta torgið með listmunum. „Nostalgía er ágæt í bland en hún má ekki standa í vegi fyrir því að borgir taki út eðli- legan þroska Spurður um eftirspurn eftir þessum 24 þúsund fermetrum skrifstofuhúsnæðis segir Páll að ef hún verði ekki fyrir hendi í þeim uppgangi sem spáð er í efnahags- lífinu næstu ár þá nái það bara ekki lengra. Með framkvæmdinni verðið boði upp á betri kost en þá sem nú standa til boða á sambæri- legu verði. Ný göngugata „Þetta byrjaði sem stúdía á því hvort Hótel Borg gæti stækkað við sig,“ segir Páll Hjaltason arkitekt um allróttæka hugmynd sem felst í því að snúa Hressingarskálanum við Austurstræti þannig að opnast inn í nýja göngugötu í átt að Skóla- brú. Hugmyndin hefur verið þró- uð í umboði lóðareigenda Hressó og Hótel Borgar. Til þess að hugmyndin geti orð- ið að veruleika þyrfti að samþykkja nýtt skipulag fýrir svæðið. Það er viðkvæmt, enda ýmsar sögufrægar byggingar þarna. Lækjargata 3 er að sögn Páls fyrsta húsið í Reykja- vík sem var reist sem hornhús og þarna er líka gamla yfirréttarhús- ið. Húsið sem til skamms tíma var inngangurinn að skemmtistaðn- um Astró var á sínum tíma vand- aðasta hús Reykjavíkur og þar setti Jörundur hundadagakonungur upp bækistöð sína þegar hann tók land. SKUGGAHVERFI: Gert er ráð fyrir að 250 íbúðir verði í nýja Skuggahverfinu. Fyrstu íbúðirnar verða afhentar í september á næsta ári. Borgin breytist

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.