Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Side 6
6 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 laun Ófrítt fólk með FEGURÐ: Samkvæmt launa- könnun Verzlunarmannafélags Reykjavíkur skipta fegurð og hæð máli þegar laun eru ann- ars vegar: Aukin fegurð þýðir meiri laun. Þannig hafa Ijótir karlmenn 9% lægri laun að meðaltali en þeir snoppufríðari en Ijótar konur fá 5% lægri laun en þærfallegu. Fegurð skiptir því karla meira máli en 5 til 9% lægri konur hvað varðar laun. Hæðin skiptir einnig máli. Þannig hafa karlmenn sem eru yfir 179 sm að hæð um 15% hærri laun en þeir sem eru 166 til 170 sm að hæð. Hávaxnar konur hafa um 9% hærri laun svo að hæðin skiptir meira máli hjá körlum en konum. Ás- geir Jónsson hagfræðingur leggur út af þessum niðurstöð- um ÍViðskiptablaðinu sem kom út í morgun. Það er ekki karlmönnum til framdráttar að vera Ijóshærðir. Skolhærðir hafa 6% hærri laun en Ijós- hærðir og þeir sem stunda lík- amsrækt þrisvar til fjórum sinnum í viku eru með hærri laun en þeir sem æfa sjaldnar eða aldrei. Þannig virðast vinnuveitendur hafa meiri trú á framleiðni og vinnugetu fólks sem er fallegt og hávaxið en þess sem er lægra að vexti. Hagfræðingur við Háskólann í Texas hefur sýnt fram á að fal- legt fólk fær hærri laun en það ófríða í nær öllum starfsgrein- um. Væntanlega eru fatlaðir þar flokkaðir með þeim ófríðari, ekki síst ef þeir eru í hjólastól. Fríðleikinn skiptir kennara einnig máli. Samkvæmt áður- nefndri könnun töldu nem- endur sig læra meira hjá falleg- um kennurum og konur fengu lægra kennslumat en karlar. Kennarar sem voru þokkalegir til fara, þ.e. vel kæddir og klipptir, fengu einnig kennslu- mat þó að þeir teldust jafnvel ekki ýkja fagrir ásýndum. Tveir slösuðust í hörðum árekstri Mjög harður árekstur tveggja fólksbíla varð á Reykjanesbraut við Grindavíkurafleggjarann um sjöleytið í morgun. ökumenn beggja bíla slösuðust og voru fluttir með sjúkrabifreiðum á slysadeild Landspítalans í Foss- vogi. Annar ökumannanna var meðvitundarlaus en með lífsmarki þegar að var komið. Lögreglu- menn, sjúkralið og tækjabíll slökkviliðs voru kvaddir úr Keflavík en klippa þurfti annan ökumann- inn út úr bílnum. Tildrög slyssins liggja ekki að fullu fyrir, að sögn lögreglu í Kefla- vík, en svo virðist sem ökumaður annarrar bifreiðarinnar hafi misst stjórn á bíl sínum með þeim afleið- ingum að hann skall utan í ljósa- staur, hentist yfir umferðareyju og hafnaði síðan nánast ofan á hinum bílnum, sem þá hafði nýverið beygt inn á brautina. Sá fyrrnefndi var á leið vestur en sá síðarnefndi kom af Grindavíkurafleggjara áleiðis til Reykjavíkur. Þrátt fyrir alvarleika slyssins þurfti ekki að loka Reykjanesbraut- inni og var umferð stjórnað af lög- reglu. Nánari upplýsingar um líðan mannanna tveggja voru ekki tiltæk- ar þegar DV fór f prentun í morgun. Rannsókn slyssins er í höndum lög- reglunnar í Keflavík og verður fram haldið í dag. arndís@dv.is Á VETTVANGI: Beita þurfti klippurrvtil að ná ökumanni annarrar bifreiðarinnar út. DV-mynd Eggert Mannréttindadómstóll Evrópu: Sophiu dæmdar bætur Mannréttindadómstóllinn í Strassborg hefur úrskurðað að mannréttindi hafi verið brotin á Sophiu Hansen. Tyrknesk stjórnvöld gripu ekki til ráðstafana til að hún fengi að sjá dætur sínar, Dagbjörtu og Rúnu, eins og henni bar samkvæmt úr- skurði dómstóia þar í landi. Um leið var tyrkneska ríkið dæmt til að greiða Sophiu ríflega sex og hálfa milljón króna vegna fyrr- nefndra brota yfirvalda gegn henni í forræðisdeilunni við Halim Al. Sophia hafði farið fram á eina millj- ón dollara í bætur, eða sem nemur um 76 milljónum króna, til að standa straum af útlögðum kostn- aði vegna deilunnar. Niðurstaðan er hins vegar ekki nema tíundi hluti þeirrar upphæðar. Halim A1 fór með dæturnar frá ís- landi til Tyrklands árið 1990. Hafa þær ekki komið til íslands frá þeim tíma. Dagbjört er nú orðin 22 ára og Rúna er að verða 21 árs en þær voru 9 og 7 ára þegar þær yfirgáfli landið. Sophia hefur ekki séð eða heyrt í dætrum sfnum í hálft annað ár. Ráðherra um erlenda fjárfest- ingu í sjávarútvegi: Ástæðulaust að rýmka reglur Sjávarútvegsráðherra telur ekki ástæðu til að rýmka reglur um fjárfestingar erlendra aðila í sjávarútvegi, eins og Verslunar- ráð hvetur til. Fram kemur í nýrri úttekt Versl- unarráðs að takmarkanir á erlendri fjárfestingu í sjávarútvegi séu hvergi meiri innan OECD en á ís- landi. Að mati Verslunarráðs dreg- ur þetta verulega úr möguleikum á að laða erlenda þekkingu og fjár- magn inn í íslenskt atvinulíf. Þessi ákvæði þurfí að rýmka, enda séu þau „höft á þýðingarmiklar at- vinnugreinar landsmanna," eins og segir í úttekt ráðsins. Ónýttir möguleikar „Ég sé enga ástæðu til þess,“ seg- ir Árni M. Mathiesen sjávarútvegs- ráðherra spurður um hugsanlega rýmkun á þessum reglum. „Það er ekki verið að nota þá möguleika sem eru fyrir hendi og ég hef ekki orðið var við neinn þrýsting frá er- lendum aðilum um að liðka til í þessu efni. Erlendis er sjávarútveg- ur ekki sérstakur vaxtaratvinnuveg- ur en sjávarútvegsfyrirtækin á fs- landi eru mjög dýr, þau eru á háu verði, og miðað við þær hræringar sem hér eru á markaðnum held ég að það sé alveg næg samkeppni um að fjárfesta í sjávarútvegi." „Ríki eru almennt hörð á því að verja sínarsterk- ustu atvinnugreinar." Árni telur ekki að það sé úrelt sjónarmið að setja sérstakar reglur um eina atvinnugrein. „Nei, maður sér það betur og betur hve hörð ríki eru almennt á því að verja sína hagsmuni, sínar sterkustu og mikil- vægustu atvinnugreinar. Þrátt fyrir alla alþjóðavæðinguna verja menn sitt mjög stíft. Það getur vel verið að það sé ekki til fyrirmyndar en það er bara heimurinn sem við búum við í dag og algjörlega ástæðulaust fyrir okkur að vera kaþólskari en páfinn í þeim efnum." olafur@dv.is ENGINN ÞRÝSTINGUR: Sjávarútvegsráðherra segist ekki hafa orðið var við þrýsting frá er- lendum aðilum um að reglur verði rýmkaðar. Fjölmiðlakönnun Gallups: Villandi niðurstöður Frétt DV í gær um að DV Magasín væri meira lesið en Birta, fylgi- blað Fréttablaðsins, var byggð á röngum forsendum. Þetta kom í Ijós þegar upplýsingar fengust um aðferðafræði Gallups í könn- uninni og kynningu fyrirtækisins á niðurstöðunum. f dagbókarkönnun Gallups á notk- un fjölmiöla, sem gerð var í ágústlok og birt var á mánudag, var ekki spurt sérstaklega um lestur DV Magasíns og Birtu heldur voru spumingar um lestur þessara blaða tengdar spurn- ingum um hvort viðkomandi hefði lesið DV eða Fréttablaðið. ÐV Magasfni er dreift á hvert heimili á höfuðborgarsvæðinu, Akra- nesi, Akureyri og til áskrifenda DV um allt land. Þetta þýðir að niður- stöður könnunarinnar endurspegla ekki þann fjölda sem las DV Magasín. Niðurstöðurnar endur- spegla ekki heldur þann fjölda sem las Birtu. Þessar aðstæður eiga síðan einnig við um Fókus, sem fylgdi DV sem sérblað í könnunarvikunni og er dreift sérstaklega í framhaldsskólum og víðar, og Bílablað DV sem liggur frammi hjá bílaumboðum og á bfla- sölum. Enn fremur á þetta við um Fasteignablað Morgunblaðsins sem liggur frammi á fasteignasölum og víðar og v.ar örugglega lesið af ein- hveijum sem ekki lásu Morgunblað- ið. Niðurstöðurnar veita afar tak- markaðar upplýsingar um raunveru- legan lestur DV Magasíns, Birtu, Fók- uss, Fasteignablaðs Morgunblaðsins og annarra sérblaða. Niðurstöðurnar endurspegla fráleitt raunverulega notkun fjölmiðla eins og henni er ætlað að gera. I stuttu máli: Þeir sem lesa DV Magasín en ekki DV „detta dauðir niður" í þessari könnun. Hafsteinn Már Einarsson, sem hefur umsjón með fjölmiðlakönnun Gallups, svaraði því til, þegar hann var spurður hvers vegna könnunin væri framkvæmd með þessum hætti, að mælingar á notkun fjölmiðla væru gerðar sex sinnum á ári. „Þar af eru tvær stærri mælingar þar sem lestur tímarita er einnig kannaður og þá er spurt sérstaklega um DV Magasín og Birtu sem .eru ígildi tímarita,“ sagði Hafsteinn Þór. Hann bætti því við að af eiginleg- um tölum á bak við hlutfallstölur yfir lestur DV Magasín og Birtu mætti sjá að hópurinn væri lítill en blaðamað- ur hafði þær tölur ekki við höndina þegar hann skrifaði fréttina og gat með engu móti vitað að spumingum og niðurstöðum um lestur á DV Magasíni og Birtu væri háttað ejns og **HTuklf t'nhti sSííij að ofan er lýst. Aðspurður hvers vegna lestur DV Magasíns og Birtu væri kannaður með þessum hætti þegar ljóst væri að niðurstöðurnar yrðu jafn bjagað- ar og raun ber vitni svaraði Hafsteinn fáu til. Þórmundur Bergsson, auglýsinga- stjóri Fréttablaðsins, gerði athuga- semdir við fréttafluming DV af lestr- arkönnuninni í gær og það réttilega, enda byggði sá fréttaflutningur ekki á réttum forsendum. DV kappkostar ávallt að fara rétt með staðreyndir og þykir miður ef lesendur blaðsins hafa setíð uppi með ranga mynd af . stöðu máfa. hih@dv.is 1.1« 4 : . . .........’ '

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.