Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 12
12 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 KLASSlK: Paul Smith vakti mikla hrifningu þegar hann kynnti vor- og sumarlínu sína. Litadýrðin er mikil hjá Smith og þessi kjóll er gott dæmi um það. Vor- og sumarlínan þykir vera blanda áralangrar hönnunar Smith á karlmannsfatnaði og litagleði eins og hún gerist best. LÉTTKLÆDD: Fyrirsaetan klæðist kjól úr smiðju Amy Roberts en hún vakti mikla athygli á tískuvikunni í London. Kjóllinn er fremur efnisrýr en ekki verður annað sagt en hann fari þessari fyrirsætu Ijómandi vel. Tískuvikan í London stendursem hæst og þarsýna um fimmtíu hönnuðir fatalínur sínar fyrir næsta vorogsumar. Meðal stóru nafnanna í tískuheiminum er mikill fjöldi ungra og efnilegra hönnuða eins og sést hér á opnunni. Það var húsfyllir þegar Paul Smith sýndi vorlínuna og mikið klappað. Smith er fyrir löngu orðinn frægur fyrir hönnun á fatnaði fyrir karlmenn en svo virðist sem hann ætli sér mjög stóra hluti í kvennaheiminum. Hann sér fyrir litríkt sumar og þóttu margar flíkur hans æði skrautlegar. Sjálfur sagði Smith innblásturinn annars vegar kominn frá kjötkveðjuhátíðinni í Ríó og hins vegar frá klassískum hefðum í breskum saumaskap. „Ég elska alla þessa fiti og það er frábært að blanda þeim saman," sagði Smith meðal annars um hönnun sína. GLEÐI: Tískuhönnuðurinn Paul Smith segir litagleði kjötkveðjuhátíðanna hafa verið sér innblástur við hönnun vor- og sumarlínunnar. Þessi fatnaður ber þess glögg merki og hér ægir litunum saman.. |

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.