Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Page 17
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER2003 PSfTIW 77
Ekki rétti maðurinn
Rafmagnið komið aftur á
MORÐRANNSÓKN: Maðurinn
sem sænska lögreglan hefur í
haldi vegna gruns um morðið
á Önnu Lindh, utanríkisráð-
herra Svíþjóðar, hinn 35 ára
gamli Per Olof Svensson, er
ekki maðurinn sem eftirlits-
myndavéiar NK vöruhússins í
Stokkhólmi festu á filmu.
Sænska blaðð Expressen segir
frá þessu í morgun.
"Hann er að öllum líkindum
einnig saklaus af morðínu á
Önnu Lindh," sagðl heimildar-
maður blaðsins innan sænsku
lögreglunnar.
Blaðlð segist enn fremur hafa-
heimildir fyrir því að lögreglan
muni innan skamms handtaka
annan mann vegna morðsins.
Hugsanlegt er að Svensson
verði sleppt á föstudag.
STRAUMROF: fbúaríDan-
mörku austanverðri og sunn-
anverðri Svíþjóð ættu að vera
búnir að fá aftur rafmagn í hí-
býli sín eftir versta rafmagns-
leysi á þessum slóðum í tutt-
ugu ár.
Flestir notendurfengu aftur
straum í gærkvöld, þar á með-
al íbúar Kaupmannahafnar og
nærsveita, svo og flestir íbúar
Suður-Svíþjóðar. Talið er að
allt að fimm milljónir manna
hafi fengið að kenna á raf-
magnsleysinu.
Ósköpin dundu yfir laust eftir
hádegi í gær. Talið er að
straumrofið megi rekja til of
mikils álags á raforkukerfið í
Svíþjóð. Starfsmenn Svenska
Kraftnát orkunetsins eru þó
enn að rannsaka hvað fór
svona herfilega úrskeiðis.
Samgöngur lömuðust í raf-
magnsleysinu í gær og miklar
truflanir urðu á atvinnulífinu.
Flugvöllum var lokað, járn-
brautir stöðvuðust og vinna
lagðist niður í verksmiðjum.
í síðasta mánuði varð víðtækt
rafmagnsleysi í Norður-Amer-
íku í tvo daga og í London fór
rafmagn af í nokkra tíma.
Allt á fullu í Kaliforníu:
Ríkisstjórakosning-
arnar á réttum degi
Bandarískur áfrýjunardómstóll
úrskurðaði í gær að ríkisstjóra-
kosningarnar í Kaliforníu
skyldu haldnar 7. október eins
og áður hafði verið ákveðið.
Ellefu manna dómurinn í San
Francisco sneri við fyrri ákvörðun
þriggja eigin dómara frá í síðustu
viku um að fresta kosningunum
fram í mars á næsta ári, þegar tölv-
ur munu leysa af hólmi gamlar
kosningavélar.
Bandarísk mannréttindasamtök
sem fóru fram á frestun kosning-
anna sögðust í gær ekki ætla að
áfrýja nýja úrskurðinum til hæsta-
réttar. Aðeins tvær vikur eru til
kjördags og sögðust samtökin ekki
vifja skapa enn meira óvissuástand.
I kosningunum 7. október verða
Kaliforníubúar spurðir að því hvort
þeir vilji afturkalla umboð Grays
Davis ríkisstjóra. Svari þeir játandi
eiga þeir að velja þann sem þeir
vilja að taki við af ho'num.
KATUR PILTUR: Arnold Schwarzenegger
er hæstánægður með að ríkisstjórakosn-
ingunum í Kaliforníu verður ekki frestað.
„Ég held að þeir hafí komist að
réttri niðurstöðu," sagði Davis í gær
þegar hann var spurður um úr-
skurð dómaranna.
Hollywoodharðjaxlinn Arnold
Schwarzenegger lýsti einnig
ánægju sinni með úrskurðinn.
Starfsmannastjóri Tonys Blairs:
Bað um breytingar
Jonathan Powell, starfsmanna-
stjóri Tonys Blairs, forsætisráð-
herra Bretlands, bar yfirmann
ieyniþjónustunnar, MI6, á ell-
eftu stundu um að gera breyt-
ingar á skýrslu um frak.
Við yfirheyrslur Hutton nefndar-
innar, sem rannsakar sjálfsvíg
vopnasérfræðingsins Davids
Kellys, kom fram í gær að Powell
vildi að setningu um að Saddam
Hussein væri tilbúinn að beita
efna- og sýklavopnum ef hann teldi
stjórn sinni ógnað yrði sleppt úr
skýrslu frá í september í íyrra.
Powell taldi að setningin gæfi til
kynna að aðeins stafaði ógn af
Saddam ef ráðist væri á hann.
Stjórnvöld hafa verið sökuð um
að ýkja hættuna af gjöreyðingar-
vopnum Saddams í skýrslunni.
Microsoft ætlar að loka
spjallrásum í 28 löndum
Bandaríska hugbúnaðarfyrir-
tækið Microsoft hefur tilkynnt
að það muni loka spjallrásum
sínum á Netinu í 28 löndum
vegna áhyggna manna af vel-
ferð barna.
Netdeild Microsoft, MSN, ætlar
að loka spjallrásum sínum í Evr-
ópu, Mið-Austurlöndum, Róm-
önsku Ameríku og í mestallri Asíu
frá 14. október næstkomandi. Þá
verða gerðar breytingar á spjallrás-
um sem áfram verða starfræktar
annars staðar.
Ástæðan fyrir þessari ákvörðun
Microsoft er sú að barnaníðingar
nota spjallrásir Netsins í miklum
mæli til að komast í kynni við börn
sem þeir reyna síðan að misnota.
Þá hefur það aukist mjög að menn
sem dreifa svokölluðum ruslpósti
noti spjallrásirnar til þess.
„Sannleikurinn er sá að það er
ekki öruggt að taka þátt í frjálsu og
eftirlitslausu spjalli," sagði Geoff
Sutton, yfirmaður Evrópudeildar
MSN, í samtali við fréttamann
Reuters í morgun.
LOK LOK OG LÆS: Spjallrásum bandaríska hugbúnaðarrisans Microsoft í 28 löndum verð-
ur lokað í október næstkomandi vegna áhyggna manna af ásókn barnanlðinga og þeirra
sem dreifa svokölluðum ruslpósti. Myndin er sviðsett.
Kátt í höllu Margrétar Þórhildar:
Krónprinsinn
giftir sig í vor
Friðrik krónprins í Danmörku
hefur loksins ákveðið að festa
ráð sitt. Tilkynnt var í morgun
að hann myndi ganga að eiga
ástralska unnustu sína, Mary
Donaldson, næsta vor.
Það var Ove Ullerup hirðmar-
skálkur sem greindi frá þessari
mikilvægu ákvörðun prinsins og
heitmeyjar hans. Ullerup sagði að
Margrét Þórhildur Danadrottn-
ing myndi gefa formlegt sam-
þykki sitt fyrir ráðahagnum á
fundi ríkisráðsins þann 8. októ-
ber næstkomandi ídukkan tíu að
morgni, að staðartíma. Sfðdegis
sama dag munu brúðhjónin til-
vonandi halda fund með frétta-
mönnum í Fredensborgarhöll.
Friðrik og Mary hittust fyrst í
Sydney í Ástralíu á árinu 2000
þegar prinsinn var þar vegna
ólympíuleikanna. Aflar götur sfð-
GLEÐITfÐINDi: Friðrik krónprins I Dan
mörku og Mary Donaldson, áströlsk
kærasta hans, ætla að gifta sig í vor.
an hafa þau sést sífellt oftar sam-
an á almannafæri.
Drottning gaf til kynna á vínbú-
garði Hinriks drottningarmanns í
ágúst að trúlofun væri f aðsigi.