Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Side 18
18 MENNINC MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
Menning
Leikhús ■ Bókmenntir • Myndlist • Tónlist ■ Dans
Umsjón: Siija Aðalsteinsdóttir
Netfang: silja@dv.is
Síml: 550 5807
Vertu með í Borgarleikhúsið
LEIKLIST: [ kvöld kl. 19.30 opn-
ar Borgarleikhúsið allar dyr upp
á gátt og býður gestum og
gangandi til kynningarkvölds á
Stóra sviðinu þar sem leiksýn-
ingar vetrarins verða í
brennidepli. Einnig má búast
við óvæntum innkomum
þekktra persóna úr leikhúsbók-
menntunum! Allir eru vel-
komnir-frítt inn!
Heima er bezt
TÍMARIT: Heima er bezt hefur
komið út í liðlega hálfa öld og
einkum fengist í áskrift en nú
hefur verið ákveðið að selja
það líka í lausasölu í helstu
bókaverslunum landsins. Með-
al efnis í nýjasta heftinu er við-
tal við Stínu Gísladóttur, sókn-
arprest í Holti í Önundarfirði,
og frásöguþáttur af Ingvari
Erasmusi Einarssyni skipstjóra
eftir Einar
Vilhjálms-
son. Einnig
birtist þar
smásagan
„Litla
prinsessan"
eftir Starkað Barkarson sem
hlaut fyrstu verðlaun í smá-
sagnakeppni MENOR og Heima
er bezt.
Lifandi grasrót
Sjálfstæðir leikhópar stefna á 75 leiksýningar á leikárinu
Sjálfstæðu leikhóparnir fengu byr undir báða
vængi fpegar fslensku leiklistarverðlaunin voru
veitt í fyrsta sinn síðastliðið vor. Enda hafa þeir
margeflst og hyggjast frumsýna um það bil
fjörutíu uppsetningar á nýbyrjuðu leikári. Með
eldri uppsetningum verða alls 75 sýningar á
fjölunum á vegum þeirra í vetur.
í Bandalagi sjálfstæðra leikhúsa eru um 70
hópar en þeir starfa ekki allir reglulega. Hlutur
þeirra í íslensku sviðslistaumhverfi hefur stækk-
að undanfarin ár og þetta árið em á listanum
sýningar ffá 37 hópum. Forsvarsmenn Banda-
lagsins fagna auknum skilnmgi opinberra aðila á
mikilvægi starfseminnar, menntamálaráðherra,
leiklistarráðs og borgaryfirvalda og líka stóm
leikhúsanna sem bjóða til samstarfs eða em
þeim innan handar á annan hátt.
Verðlaunasýningar Gn'munnar verða sumar
sýndar áfram, þar á meðal bamasýning ársins,
Völuspá í Möguleikhúsinu, Sellófon, sem hiaut
áhorfendaverðlaunin og er nú sýnd í Iðnó, og
leiksýning ársins, Kvetch. Rómeó og Júlía Vest-
urports verður frumsýnd í London í vikunni en í
haust hafa verið fáeinar aukasýningar í Borgar-
leikhúsinu.
Innlend og fjölþjóðleg list
Þegar rennt er yfir langan lista leikverka verð-
ur tvennt fljódega áberandi: Hve mörg verk em
íslensk og hve margar sýningar em ædaðar
bömum.
Mink leikhúsið ffumsýndi í liðinni viku Vin
minn heimsendi efdr Kristínu Ómarsdóttur í
Hafnarfjarðarleikhúsinu við góðan fögnuð.
Meðal annarra sýninga sem þegar hafa verið
frumsýndar má nefna Eldinn efdr Ólöfu Sverris-
dóttur, Ráðalausa menn efdr Siguringa Sigur-
jónsson og Tenórinn eftir Guðmund Ólafsson
sem var ffumsýndur á Ólafsfirði í sumar en verð-
ur endurfrumsýndur í Iðnó í byrjun október.
í október frumsýnir líka Kvenfélagið Garpur
Riddara hringborðsins - með veskið að vopni í
Listasafni Reykjavíkur undir stjóm Þórhildar
Þorleifsdóttur. Síðar á árinu verður ný leikgerð á
Meistaranum og Margarítu sýnd í samstarfi
Hafnarfjarðarleikhússins og Vesmrports. Fram
undan er Iíka nýtt verk eftir Þorvald Þorsteins-
son sem hann semur sérstaklega fyrir Amar
Jónsson á 40 ára leikafmæli þess ástsæla leikara.
Ég er amma mín er vinnuheití á nýju verki
Brynju Benediktsdóttur og Súsönnu Svavars-
dóttur fyrir Skemmtihúsið og Steinn Steinarr er
vinnuheití á nýju verki Elfars Loga Hannessonar
í Kómedíuleikhúsinu á ísafirði. Strengjaleikhús-
ið frumsýnir í mars 3 Maríur eftír Sigurbjörgu
Þrastardóttur í samstarfi við Borgarleikhúsið.
Sjálfstæðu leikhúsin eru
grasrótin í íslensku sviðs-
listaumhverfi og sinna
furðustórum hluta íslenskra
leikhúsáhorfenda.
Nokkrir hópar em í öflugu eríendu samstarfi,
til dæmis sýnir Lab Loki tvær „fjöllista-" eða
„millilandasýningar" á næstu vikum þar sem
unnið er með listamönnum í Danmörku og Wa-
les. Þessar sýningar heita Aurora Borealis og
Hvenær er kven/maður frjáls? Tvö leikhús sóttu
styrki til Evrópu, Thalamus með sýninguna In
Transit og Hlutafélag sf. með sýningu sem heitir
CommonNonsense, báðar verða sýndar í Borg-
arleikhúsinu. Þar em nokkur glæsileg samstarfs-
verkefni inni á leikárinu, Hættuleg kynni Dans-
leikhúss með ekka og Rauðu skórnir, auk ofan-
nefndra. Svöluleikhúsið sýnir dansverkið Ef ég
væri fugl eftír Auði Bjamadóttur með vorinu, en
síðasta dansverk Auðar var hin frábæra Salka
Valka á Listahátíð 2002.
íslenskt fyrir börn
Meðal hópa sem sýna ný bamaleikrit em
Augnablik með tónlistarævintýrið Það sem vest-
anvindurinn sá eftir Áma Harðarson tónskáld og
kórstjóra,
Draumasmiðjan
með Ég heití Sigga,
Leikbrúðuland
með Pápi veit hvað
hann syngur, Á
senunni með Æv-
intýrið um Auga-
stein eftír Felix
Bergsson og Stopp
leikhópurinn með
Landnámu eftir
Valgeir Skagfjörð.
Möguleikhúsið
verður með mikla
dagskrá í vetur
enda vinsælast
allra leikhúsa fyrir
utan Þjóðleikhús
og Borgarleikhús.
Að venju heldur
það eldri sýning-
um gangandi því
alltaf koma ný
böm til að sjá þær,
en á föstudaginn
frumsýnir það nýtt
verk eftír Torkild
Lindebjerg, Tvo menn og kassa. Höfundur leik-
stýrir. Seinna á leikárinu frumsýnir Möguleik-
húsið tvö ný íslensk verk, Hatt og Fatt í nýjum
ævintýrum eftír Ólaf Hauk Símonarson og
Landið Vifru eftír Þórarin Eldjám.
Strengjáleikhúsið sýnir óperuna Dokaðu við
eftír Messíönu Tómasdóttur og Kjartan Ólafsson
í samvinnu við Islensku óperuna í nóvember. Og
Sögusvuntan sýnir farandsýninguna Ævintýri á
jólanótt, byggða á sögu Leos Tolstojs, um jólin.
SUMIR HAFA SEXAPPÍL Arndís Hrönn Egilsdóttir leitar á Ólafíu Hrönn Jónsdóttur í Vini
mínum heimsendi hjá Hafnarfjarðarleikhúsinu. DV-myndE.ÓI.
leika í Ými, Veika kynið, nýtt verk frá Bjama
Hauki og félögum í 3 Sagas Entertainment og
Macbeth Shakespeares sem Vesturport ætlar að
frumsýna um áramót. Þá rokgengur Erling í
Loftkastalanum og fyrir norðan og Grease slær
öll met í Borgarleikhúsinu.
Sjálfstæðu leikhúsin em grasrótin í íslensku
sviðslistaumhverfi og sinna furðustórum hluta
íslenskra leikhúsáhorfenda. Þau fara í skólana
og út á vinnustaðina, búa til leikhús þar sem
engum datt í hug að hægt væri að sýna leikrit.
Samtök þeirra em virk og virt í samtökum evr-
ópskra leikhúsa.
Ný heimasíða Bandalags sjálfstæðra leikhúsa
heftír verið opnuð á slóðinni www.leikhopar.is.
Þar verður hægt að nálgast allar upplýsingar um
hópana.
Vinsælar sýningar
Meðal erlendra verka hjá sjálfstæðu leikhóp-
unum er hið margboðaða Eldað með Elvis, sem
verður sýnt í Loftkastalanum og á Akureyri,
100% hitt sem Helga Braga Jónsdóttir ætlar að
Þykkir og munúðarfullir sellótónar
TÓNLISTARGAGNRÝNI
Jónas Sen
Kammermúsíkklúbburinn hófstarfsár sitt með
tónleikum í Bústaðakirkju á sunnudagskvöldið
þar sem Eþos-kvartettinn flutti verk eftir Moz-
art, Dvorák og Jón Ásgeirsson. Eþos sam-
anstendur af fiðluleikurunum Auði Hafsteins-
dóttur og Grétu Guðnadóttur, Guðmundi Krist-
mundssyni víóluleikara og Bryndísi Höllu Gylfa-
dóttur sellóleikara.
Fyrst léku þau strengjakvartett nr. 2 eftir
Jón og hefði verið gaman að vita hvenær
hann samdi hann en ekkert stóð um það í
tónleikaskránni. Hins vegar má þar lesa að
verkið sé „leikur með ýmis þau atriði sem
einkenna íslensk þjóðlög án þess að þjóðlög
séu beinlínis notuð". Kannski þess vegna var
tónlistin sérlega aðgengileg auk þess sem
hún var snyrtilega raddsett og í augljósu
formi. Maður varð ekki var við að tónskáld-
EÞOS-KVAmtl llNN: Tæknilega öruggur, skýr og I góðu styrkleikajafnvægi. DV-myndE.ÓI.
inu lægi neitt sérstakt á hjarta en tónlistin var
ekki leiðinleg og Eþos-kvartettinn spilaði
hana af léttleika og faglegri smekkvísi.
Næstur var strengjakvintett í c-moll KV 406
eftir Mozart, og bættist Þómnn Ósk Marinós-
dóttir vióluleikari þá í hópinn. Þess má geta
að kvintettinn var
upphaflega fyrir átta
blásara en umritaður
síðar af tónskáldinu.
Hann er afar fagur,
dramatískari en
margt annað eftir
Mozart, og var hann
einstaklega vel spil-
aður af fimmmenn-
ingunum. Að vísu var
hægi þátturinn, sem
ber yfirskriftina And-
ante (“með göngu-
hraða“), heldur óró-
legur; gott ef hann
slagaði ekki upp í að
vera allegretto sem er
fremur hratt. Hægir
kaflar í verkum Moz-
arts þurfa að vera
gæddir nokkurs kon-
ar himneskri hugarró
til að njóta sín sem skyldi og hana var ekki að
finna í þessari túlkun. Annað var prýðilegt,
tæknilega var leikurinn ömggur, skýr og í
góðu styrkleikajafnvægi og allt það fallegasta
skilaði sér í hröðu köflunum.
En best af öllu var síðasta atriði tónleik-
anna, kvintett fyrir tvær fiðlur, víólu, selló og
píanó eftir Dvorák. Þar brá Þómnn Ósk sér í
hlutverk flettara fyrir píanóleikarann, sem
var Mona Sandström, úr Trio Nordica.
Að vísu var hægi þátturinn,
sem ber yfirskriftina Andante
(„með gönguhraða"), heldur
órólegur; gott efhann slagaði
ekki upp í að vera allegretto
sem er fremur hratt.
Þessi kvintett Dvoráks er eitt helsta verk
hans, fullt af grípandi laglínum og þmngið
náttúrustemningu sem er undirstrikuð með
þjóðlegum danstakti. I meðfömm fimm-
menninganna var verkið algerlega dásam-
legt; Mona er frábær píanóleikari, með af-
burðatækni og sérlega mjúkan áslátt sem
naut sín til fulls í rómantískri tónlistinni.
Þykkir og munúðarfullir sellótónar Bryndísar
Höllu vom sömuleiðis ótrúlega magn-
þmngnir og hinir hljóðfæraleikararnir vom
líka með allt sitt á hreinu. I stutm máli var
þetta unaðslegur Dvorák og má því segja að
þessir glæsilegu tónleikar hafi verið góð byrj-
un á starfsári Kammermúsíkklúbbsins.