Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Síða 21
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 SKOÐUN 21
Samson og Dalíla
SAMSON OG DALÍLA; Varaðu þig, Björgólfur minn, versta Dalílan er í sjónmáli.
KJALLARI
Guðbergur Bergsson
rithöfundur
k
Allir ættu að þekkja dæmisög-
una úr Biblíunni um Samson og
Dalílu en hún virðist hafa farið
fram hjá eignatengda hópnum
sem kennir sig við Samson. Að
öðrum kosti hefði forstöðu-
maðurinn aldrei tekið upp
þetta nafn, vegna hinna hörmu-
legu endaloka.
Þetta er því furðulegra þegar haft
er í huga að formaður hópsins hef-
ur lýst því yfír hvað eftir annað að
athafnir hans séu byggðar á kjör-
orðinu: „Þekktu sjálfan þig!“ Eitt er
að kunna kjörorð og halda sig fylgja
því, annað að vera óglámskyggn.
Samson ætti að þekkja af eigin
reynslu að honum stafar ekki að-
eins hætta af einhverri Dalílu úti f
bæ heldur öðru fremur af þeirri
sem býr innra með honum.
Sauðmeinlaus Dalíla
Margir telja að Samson hafi verið
meðvitaður um hættuna og þess
vegna slegið hálft högg til að losna
við þá Dalílu í Eddusamsteypunni
sem hafði komist í sæng með hon-
um eftir hjónabandið með Máli og
menningu. Sjálfur held ég að sú
bókmenntasinnaða Dalíla sem þar
var látin fjúka sé sauðmeinlaus.
En eftir brottreksturinn komst
Samson vel á skrið, ekki er hægt að
neita því, og atburðarásin innan at-
hafnalífsins hefúr verið eins og seg-
ir í Dómarabókinni, þar sem sögu
Sámsonar er að finna. í fimmtánda
versi stendur: „Síðan fór Samson
Eitt er að kunna kjörorð
og halda sig fylgja því,
annað að vera óglám-
skyggn. Samson ætti að
þekkja afeigin reynslu
að honum steðjar ekki
aðeins hætta afein-
hverri Dalílu úti í bæ
heldur öðru fremur af
þeirri sem býrinnra
með honum.
og veiddi þrjú hundruð refi, tók
blys, sneri hölunum saman og batt
eitt blys millum hverra tveggja
hala. Síðan kveikti hann í blysun-
um og sleppti því næst refunum
inn á kornakra Filista og brenndi
þannig..." - Nákvæmlega það sama
hefur Samson okkar verið að gera
undanfarna daga í efnahagslífinu.
Versta Dalílan í sjónmáli
Allt hefur það verið gott og bless-
að, bæði hvað varðar refina og olíu-
garða hinna íslensku Filistea. Hitt
er verra að vegna þess að Samson
þekkir alls ekki sjálfan sig, heldur
þykist gera það, og hann hefur ekki
hæfa ráðgjafa sem vita að Biblían
segir satt og það ber að fylgja lær-
dómi hennar.
Að endingu gæti því farið eins og
segir í lok sextánda vers: „Því næst
þreif Samson í báðar miðsúlurnar
(Landsbankann og íslandsbanka),
sem húsið (eignatengslin) hvíldi á
... og mælti: Deyi nú sála mín með
Filisteum! Síðan lagðist hann á af
öllu afli, svo húsið féll ofan á höfð-
ingjana... og þeir dauðu, sem hann
drap um leið og bann beið bana,
voru fleiri en þeir er hann hafði
drepið um ævina."
Varaðu þig, Björgólfur minn,
versta Dcdían er í sjónmáli en þótt
ég viti hvar hún er og hvernig megi
bregðast við henni þá segi ég þér
það ekki nema fyrir mikla peninga.
Nú er allt eignarhald í uppnámi:
Fyrst eru bankarnir einkavædd-
ir og síðan eru fyrirtækin
bankavædd.
Ráðherra í felum
„Félagsmálaráðherra ber að
segja afdráttarlaust til hvaða
ráða (slensk stjórnvöld munu
gripa ef ítalska verktakafyrirtæk-
ið Impregilo lætur ekki af ítrek-
uðum brotum gagnvart launa-
mönnum við Kárahnjúka. Það
hefur ráðherrann ekki gert.
[Hannj getur ekki falið sig inni í
ráðuneyti meðan ráðist er á fé-
lagsleg réttindi launamanna."
Össur Skarphéðinsson ó vef
Samfylkingarirmar.
Össur Skarphéðinsson,
formaður Samfylkingarinnar.
Hver mun þá
keyra bílana?
„Vilji borgarbúa til að taka
þátt í bíllausa deginum hefurfar-
ið vaxandi undanfarin ár og er
það til marks um ákveðna vit-
undarvakningu. Æ fleiri 'gera sér
grein fýrir að ef bílum fjölgar
mikið meir í þessari borg verður
nánast ekkert pláss fyrir fólk."
Katrín Jakobsdóttir á Múrn-
um.is.
Evrópuverð
á matvælum
„Útreikningar ítalskra neyt-
endasamtaka sýna að verð á
grænmeti hefur tvöfaldast og að
kaupmáttur fólks hefur rýrnað um
allt að 6%. Verst hefur þetta kom-
ið niður á fjölskyldufólki, öryrkjum
og öldruðum. fllkoma Evrópu-
verðs á matvælum hefur því síður
en svo glatt ítalska neytendur."
Úrfrétt á vefHeimssýnar.
Eins leti er
annars brauð
„( minni bakaríum er þróunin
sífellt í átt til meiri vinnslu,
stykkjavöru og tilbúinna rétta
eða eins og einn bakarinn orðaði
það: „Fólk ræður ekki lengur við
að skera brauðið og smyrja ofan
í sig.“"
Frétt um ársfund bakara á
Norðuríöndunum á vefSamtaka
iðnaðarins.
Og flestir telja sér þann kost
grænstan að telja að þetta sé allt til
hins betra - nema þá helst þeir sem
sjá eftir draumi sem var einu sinni
kallaður „auðstjórn almennings".
Allt gott sem gerist
Hinni miklu uppstokkun eigna
fylgir margítrekuð staðhæfing
bankaeigenda um að þeir vilji „ein-
falda eignatengsl" í íslensku at-
vinnulffi og þar með koma á meiri
samkeppni og tryggja meiri arð-
semi í stað þess að menn séu að
tefla um „völd og áhrif" með óarð-
bærum hætti. Og sem fyrr segir:
Menn kinka kolli og raéskja sig með
jákvæðum hætti - eins þótt til
þessa snúist allar fréttir einmitt um
völd og áhrif: Hver fær hve stóran
bita af hvaða fyrirtæki?
íslendingasögur gerast
upp á nýtt, Hrafnkell
Freysgoði er aftur kom-
inn á Aðalból, þ.e.a.s.
Björgólfur inn í Eimskip
- eða kannski er hann
sjálfur Samson úr
Gamla testamentinu.
í þessum jákvæðu undirtektum
kemur margt saman. I fyrsta lagi
hefur það margoft komið fram á
undanförnum árum að yngra fólk í
fjölmiðlum og hagfræðum hefur
brýna lífsþörf fyrir að líta svo á að
allt sem gerist á markaði sé til hins
betra. í annan stað má ætla að
margir vilji forðast að koma sér
með óvarkárni í tali upp á kant við
þá peningastjóra sem hafa skipt
með sér stórfýrirtækjum landsins. í
þriðja lagi hafa margir lúmskt gam-
A HLUTABRÉFAMARKAÐI: „Hlutabréfamarkaðurinn er bæði haltur og skakkur og elsku litlu fjárfestarnir hljóta að láta sér fátt um hann finnast..."
an af því að handhafar „gamalla
peninga", það er að segja kol-
krabbamenn, fái á baukinn og telja
það rétt mátulegt. Einstaka leggjast
í bókmenntasögu sér til skemmt-
unar: íslendingasögur gerast upp á
nýtt, Hrafnkell Freysgoði er aftur
kominn á Aðalból, þ.e.a.s. Björgólf-
ur inn í Eimskip - eða kannski er
hann sjálfur Samson úr Gamla
testamentinu sem var sviptur sín-
um krafti með svikum en kom aftur
og steypti veisluhöll yfir Filistana
og urðu margir undir.
Eigna handa öllum?
Ekki eru samt allir jafnhrifnir og
vekur sérstaka athygli hve miklum
áhyggjum leiðarahöfundur Morg-
unblaðsins lýsir af því sem gerst
hefur. Hann grípur meira að segja,
af gömlum vana sjálfsagt, til þess
að líkja ótíðindum við það sem ger-
ist í Rússlandi: Rétt eins og ríkisaf-
skiptum hér á landi var líkt við sov-
étkerfi þar eystra er nú uppsöfnun
mikilla eigna á fárra hendur á ís-
landi líkt við það að „óligarkar"
hirtu helstu auðlindir Rússa í ein-
hverju vafasamasta einkavæðing-
arferli sögunnar.
Kannski er hægt að rekja saman
gremju Morgunblaðsins og gróin
tengsl þess blaðs við þá sem nú hafa
leikið af sér í Matadomum. Og þó
mun annað skipta meiru í þessu efni.
En það er eftirsjá eftir „hugsjón-
um þeirra manna sem í árdaga
börðust fyrir því að hlutabréfa-
markaður yrði að vemleika hér til
þess að tryggja auðstjóm almenn-
ings," eins og segir í einum leiðara.
Hér er átt við það að Morgunblaðið
gekk reyndar lengi fram fyrir
skjöldu í almennri hlutabréfavæð-
ingu og tilgangurinn var að koma á
einhverju sem kalla skyldi al-
þýðukapítalisma og kæmi bæði í
staðinn fyrir víðtæk ríkisafskipti og
öflugan samvinnugeira. Helst hver
maður skyldi gerast hlutafjáreig-
andi og gera þá eign að stærri og
virkari parti af lífi sínu en nokkur
sparisjóðsbók gæti orðið.
Þetta átti að breyta miklu: Nú
skyldi sá draumur Sjálfstæðis-
flokksins rætast að stétt stæði með
stétt í sameiginlegri umhyggju allra
fyrir hagnaði fyrirtækja. Eða eins og
segir í einu hugsjónaritinu ( „Eign
handa öllum"): Ef almenningur á
hlut í fyrirtækjum þá „standa tvær
stéttir ekki lengur andspænis hver
annarri, gráar fyrir jámum, og eyða
miklum hluta af afrakstri fram-
leiðslunnar í verkfallsátökum held-
ur vinna menn saman að verð-
mætasköpun sem er öllum í hag."
Að hverju skal spurt?
Svo var komið á hlutabréfamark-
aði með stórmiklum niðurgreiðsl-
um af hálfu ríkisins (skattaívilnun-
um til þeirra sem keyptu bréf) og
alþýðukapítalisminn virtist eiga
blómaskeið fyrir höndum. En hann
var að vísu ekki annað en hillingar:
smákarlar í fjárfestingum ráða
aldrei neinu. Það sem svo breytist
nú á síðustu missemm við leyni-
fúndatafl um stóreignir er helst það
að allt hjal um dreifða eignaraðild
og þar með samábyrgð almennings
á fýrirtækjum landsins verður fá-
ránlegt með mjög skýmm og opin-
skáum hætti. Hlutabréfamarkaður-
inn er bæði haltur og skakkur og
elsku litlu fjárfestarnir hljóta að láta
sér fátt um hann finnast, enda vita
þeir ekki hverju þeir eiga von á
næst í Matadornum mikla: Kannski
er best að forða sér strax úr leik.
Það er vissulega rétt hjá leiðara-
höfundi Morgunblaðsins að menn
eiga að spyrja áleitinna spurninga
um þróun síðustu missera eins og
þessarar hér: „Hefur sameining fyr-
irtækja og endurskipulagning í við-
skiptalífi skilað raunvemlegum ár-
angri?" Eins gott að einhverjir af
þeim þúsundum sem stúdera við-
skipti þori að fást við svo viðkæmt
lykilmál. Og menn mættu reikna
það líka í leiðinni hve mikið það
kostaði í opinbemm niðurgreiðsl-
um (skattafslætti) að koma á þeirri
tilraun til „alþýðukapítalisma" sem
skyldi þróast á opnum hlutabréfa-
markaði og sýnist nú á leið inn í
skuggaveröld annarra guða sem
bmgðust á nýliðinni öld.
Alþýðukapítalisminn sem hvarf