Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 25

Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 TILVERA 25 Melissa Etheridge giftist kærustunni BRÚÐKAUP: Sannkallað stjörnubrúðkaup fór fram vest- ur í Kaliforníu á dögunum þeg- ar söngkonan Melissa Ether- idge gekk að eiga kærustuna sína, leikkonuna Tammy Lynn Michaels. Þegar hin 41 árs Melissa játað- ist hinni 28 ára Tammy Lynn voru liðin nákvæmlega þrjú ár frá því út spurðist að hún hefði skilið við þáverandi sambýlis- konu sína, kvikmyndaleik- stýruna Julie Cypher. Hjóna- vígsla þeirra Melissu og Tammy Lynn fórfram með leynd í Malibu þar sem Kali- forníuríki viðurkennir ekki vígsluraf þessutagi. „Við erum svo þakklátar fyrir heillaóskirnar sem við fengum frá vinum og fjölskyldum okk- ar þegar við hétum hvor annarri að lifa saman það sem eftir er," segja stúlkurnar í yfir- lýsingu sem þær sendu frá sér í tilefni dagsins. Margt frægra LOKSINS GIFTAR: Leikkonan Tammy Lynn Michaels og söngkonan Melissa Etheridge manna og kvenna var í veisl- unni, til dæmis Jennifer Ani- ston, Steven Spielberg.Tom Hanks, Mike Myers og Sheryl Crow. Melissa átti tvö börn, 6 og 4 ára, með Julie, sem varð ófrísk fyrir tilstilli gjafasæðis úr gamla rokkaranum David Crosby. Tammy Lynn á aftur á móti ekki börn. iur af því það er svo æðislegt að hjóla," segir sr. Má ekki lána íris viðurkennir að fslenska vega- kerfið sé ekki sérlega vel hannað fyr- ir hjól auk þess sem napurri vindar næði vissulega hér en sunnar í álf- unni. Islendingar séu líka frekar óvanir mótorhjólum á vegunum og eigi til að stressast sé hjól fyrir aftan þá. „Þetta er ólíkt því sem gerist víða erlendis. Hér á landi eru engar hjóla- leigur eins og þar tíðkast og reglurn- ar hér eru þannig að þótt maður sé með próf má maður ekki fá lánað hjól hjá öðrum. Ég verð að eiga mitt hjól og má ekki lána það. Eftir því sem ég best veit tengist þetta trygg- ingamálum. Ég veit ekki hversu strangt löggan tekur á brotum á þess- um reglum en ef eitthvað kemur íyrir er maður í vondum málum. Ég vil þó taka fram að ég hef hugsað mér að vera afar löghlýðin í þessum efnum og heíja ekki mótorhjólaferilinn fyrr en ég hef sjálf eignast tryllitækið!" Mikill kostnaður Úr því að minnst er á tryggingar kemur kostnaður af hjólaútgerð til tals og Iris segir nauðsynlegt að gera fjárhagsáætlun strax í byrjun því að allt hangi þetta saman. „Það er ekki nóg að borga prófið og hjólið því að klæðnaðurinn getur kostað um 150 þúsund," segir hún. Næsta mál hjá henni er að huga að hjólakaupunum. Hún gerir ekki mikið með þá bráð- snjöllu tillögu blaðamanns að afla fjár til kaupanna með því að ganga um með söfnunarbauk í kirkjunni. Kveðst annaðhvort ætla að athuga markaðinn í haust, þegar notuð og ný hjól séu hvað ódýrust, eða bíða með það til næsta sumars og fara þá til Þýskalands, kaupa hjól og keyra um í Evrópu. Er sporttýpa Sr. íris lýsir tvenns konar hjólatýp- um fyrir fáffóðri blaðakonunni, Racer og Chopper. „Racer-hjól em hraðaksturshjól og komast mjög hratt. Islenska vegakerfið býður ekki upp á að slík hjól séu nýtt til hins ýtrasta. Þess vegna em Chopper-hjól algengari hér, nokkurs konar Harley Davidson týpur, sem em ekki em ætluð fyrir mikinn hraðakstur þrátt fyrir að vera mjög kraftmikil. Á þeim situr maður sperrtur með fætur fram á við og nýtur útsýnisins. Racer hjól- in em mun hærri og menn halla sér fram á þeim þegar miklum hraða er náð.“ Sjálf kveðst hún vera dáh'til „Racer-týpa“ en á endanum fái hún sér sennilega bara afslappað tæki. „Ég er ekkert að fara að brjóta reglur hér í umferðinni og ganga ffam af fólki heldur fyrst og ffemst að njóta þess að vera á hjóli og ferðast á því um landið að sumri til. Það er allt öðmvísi að keyra mótorhjól en bíl þótt nákvæmlega sömu reglur gildi í umferðinni. Maður er ekki lokaður inni í járnkassa heldur úti í guðs- grænni náttúmnni - það er góð til- finning!" gun@dv.is ÁVEIÐUM: Inúítar hafa veitt sér til matar í aldanna rás. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem fylgst er með rannsóknarverkefhi frá upphafi til enda og því gerð skil í íslensku sjónvarpi. Efni var tekið upp í Kanada, Danmörku, á Græn- landi og hér heima og sérfræðing- unum fylgt norður fyrir heim- skautsbaug. Um dagskrárgerð sáu Ari Trausti Guðmundsson og Valdimar Leifs- son en Lífsmynd framleiddi þætt- ina með tilstyrk Kvikmyndasjóðs, Sjónvarpsins, Landafimdasjóðs, Grænlandssjóðs, Hagþenkis og Menningarsjóðs Sjóvár-Almennra. FERÐAFÉLAGIÐ: Árið 1936 byggði Ferðafélag (slands þennan skála (Kerlingarfjöllum, sá annar í röðinni. Honum er haldið þokkalega vel við að utan, en að innan er hann eiginlega sorgarsaga. Ferðafélagið er ekki lengur eigandi að honum. Kerlingarfjöll eru sannkölluð nátt- úruperla fyrir allt útivistarfólk. Pang- að er hægt að komast allan ársins hring á fjórhjóladrifsbílum, en við góðar aðstæður er hægt að komast á öllum bílum. Skammt í suðvestur frá Hofsjökli, á vatnaskilum Hvítár og Þjórsár, em Kerlingarfjöll. Kerlingarfjöll em þyrping strókmyndaðra tinda og eggja sem ná yfir u.þ.b. 150 km2 svæði. Fjöllin sjást mjög langt að og em hæstu tindarnir í um 1500 metra hæð yfir sjó. Ásgarðsá og Kisa mynda mikið árskarð í gegn- um fjöllin og kljúfa þau í tvo megin- hluta, austur- og vesturfjöll. Mikið jarðhitasvæði er á söðlinum milli ánna. Jöklar em einnig á svæðinu og er flatarmál þeirra um 8 km2. Jökulsporðar og fannir em víða í dalhosum, skörðum og giljum og upp úr þeim gnæfa tindar. En fjöll- in em með fjölda af tindum, gníp- um, eggjum, snarbröttum skriðum og röðlum, tætt sundur með döl- um, gljúfmm og botnum. Fannborg Árið 1961 stofnuðu þeir Trausti Haraldsson, Valdimar Örnólfsson og Sigurður Guðmundsson félagið Fannborg, en tilgangur þess var að reka skíðaskóla í Kerlingarfjöllum. Starfsemin fór vaxandi hægt og bít- andi, byggðir vom fleiri skálar en þegar starfsemin hafði verið með svipuðu sniði í hartnær íjóra ára- tugi var hún lögð af, eða árið 1998. Skýringin er sú að ekki var þar leng- ur nægur snjór, veður fór batnandi með þessum afleiðingum. Síðustu þrjú ár hefur Eðvarð Hallgrímsson verið staðarhaldari í Kerlingarfjöllum, og enn er starf- semin rekin undir nafninu Fann- borg, og á sömu kennitölu. Opið er alla daga frá miðjum júní og fram í Vc aEgstns^u.i fltiifljlo* miðjan septembermánuð og er gistiaðstaða á staðnum fyrir 110 manns. Eðvarð segir aðsóknina í Kerlingarfjöll hafa verið mjög góða í sumar, oft komi stórir hópar sem hafi bara dagsdvöl en einnig sé talsvert um það að fólk gisti á staðnum. Vinsælt sé að ganga upp í Efri-Hveradali og skoða hvera- svæðið en einnig upp á Snækoll, sem er 1.488 metra hár. Þaðan sé geysilega víðsýnt í góðu skyggni, þaðan sjáist þá bæði norður í Húnaflóa og suður fyrir land og jafnvel ausmr á Bárðabungu í Vatnajökli. Heitur pottur Á síðasta ári var borað eftir heitu vatni í um það bil 1,5 km íjarlægð frá aðalskálanum og er þar nú vatns- strókur með rennsli yfir 150 lítrum á sekúndu. I kringum hann hefur verið grafið og hlaðið náttúrulegu grjóti þannig að þar er nú notalega heitur pottur, um 36°C. Helsfi kostur þessa potts er sá að vatnið endumýjast ., mjög ört þannig að hann er aÚtaf hreinn og tær og rúmar allt að 20 manns. Þar fæst gott axlanudd með því að standa undir bununni sem er í miðju pottsins. Varla er hægt að biðja um það betra, eða hvað? gg@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.