Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Síða 37
MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003 DVSPORT 37
Ingvar hissa á Frömurum
Sigurpáll og Björgvin heitir
KNATTSPYRNA: Ingvari Óla-
syni hefur verið ekki boðinn
nýr samningur hjá Frömurum
og hann segist undrast það.
„Það hefur komið mér frekar á
óvart. Ég átti fastlega von á því
að Framarar byðu mér nýjan
samning enda er ég búinn að
spila hjá félaginu í fjögur ár og
ég tel mig alltaf hafa skilað
mínu. Ég hef verið að heyra
það frá fólki úti í bæ að ég sé
hættur en það er ekki satt. Ég
var reyndar búinn að ákveða
að hvort sem mér yrði boðinn
nýr samningur eða ekki ætlaði
ég að skoða mín mál en það er
Ijóst að ég ætla mér að spila í
efstu deild næsta sumar,"
sagði varnarjaxlinn IngvarÓla-
son.
Trúr Þrótti
KNATTSPYRNA: Leikmaður
ársins hjá Þrótturum, Halldór
Hilmisson, sagði í samtali við
DV Sport í gær að hann yrði
áfram í herbúðum Þróttara en
hann var með ákvæði í sínum
samningi sem hefði getað gert
honum kleift að fara frá félag-
inu. Halldór er ánægður með
störfÁsgeirs Elíassonarog vill
spila áfram undir hans stjórn.
GOLF: Fjórir íslenskir kylfingar
taka þessa dagana þátt í úr-
tökumóti fyrir Evrópsku móta-
röðina á Five Lakes-vellinum
sem er rétt fyrir utan London.
Þeir eru Birgir Leifur Hafþórs-
son, Sigurpáll Geir Sveinsson,
Björgvin Sigurbergsson og
Ólafur Már Sigurðsson. Fyrsti
hringur á mótinu var leikinn í
gær. Sigurpáll Geir og Björgvin
voru í fantaformi og komu í
hús á 70 höggum eða tveim
höggum á eftir efsta manni.
Þeir eru fyrir vikið í 3.-5. sæti.
Ekki gekk alveg eins vel hjá
Birgi Leifi og Ólafi Má en þeir
komu í hús á þrem höggum yf-
ir pari eða á 75 höggum en
þrátt fyrir það eiga þeir enn
góða von á mótinu.
GETUR BETUR: Birgir Leifur lék
ágætlega í gær.
Fyrsta mark Jóa Kalla
Birmingham og Fulham féllu úrleikí deildarbikarnum
18 leikir fóru fram í enska deild-
arbikarnum í gærkvöld. Tvö úr-
valsdeildarlið máttu bíta í það
súra epli að falla úr leik fyrir
minni spámönnum og íslend-
ingalið komu einnig við sögu.
Jóhannes Karl Guðjónsson
skoraði fyrsta mark sitt fyrir Úlf-
ana þegar þeir lögðu Darl-
ington, 2-0.
Dave Jones, stjóri Wolves, gerði
sex breytingar á liðinu sem tapaði
5-0 fyrir Chelsea um helgina. Það
var átta og hálfur tími liðinn frá því
Wolves skoraði sfðast þegar Alex
Rae skoraði fyrir þá. Jóhannes Karl
bætti svo við marki með hnitmið-
uðu skoti eftir sendingu Lees
Naylors. Jóhannes fór af velli á 81.
mínútu. Ivar Ingimarsson var loks-
ins í leikmannahópi Úlfanna en
komst ekki lengra en á bekkinn að
þessu sinni.
Lið Lárusar Orra Sigurðssonar,
WBA, komst áfram eftir hörkuleik
gegn Hartlepool, 2-1. Lárus Orri er
meiddur og lék því ekki með að
þessu sinni.
Brynjar Björn Gunnarsson og fé-
lagar í Notthingham Forest lentu í
kröppum dansi gegn Tranmere.
Markalaust var eftir venjulegan
leiktíma og framlengingu og varð
því að grípa til vítaspyrnukeppni.
Þar höfðu leikmenn Forest betur,
4-1. Brynjar Björn sat á bekknum
allan leikinn. Gamla liðið hans
Brynjars, Stoke City, er aftur á móti
úr leik í keppninni, tapaði fyrir Gill-
ingham á Brittania-vellinum, 2-0.
Blackpool stal senunni
Óvæntustu úrslit kvöldsins voru
þó tvímælalaust í leik Blackpool og
Birmingham. 2. deildarlið Black-
pool gerði sér þar lítið fyrir og sigr-
aði úrvalsdeildarliðið, 1-0. Það er
gamla Liverpool-hetjan, Steve
McMahon, sem sfyrir liði Black-
pool.
Óvænt úrslit urðu einnig í leik
Wigan og Fulham þar sem topplið
1. deildarinnar vann sanngjarnan
sigur á úrvalsdeildarliði Fulham,
1-0. Chris Coleman, stjóri Fulham,
vildi ekki kenna því um að hann
hefði stillt upp hálfgerðu varaliði í
leiknum.
„Það er ekki hægt að taka neitt já-
kvætt úr þessum leik. Við fengum
það sem við áttum skilið sem var
nákvæmlega ekki neitt. Við áttum
að hafa næga reynslu og sterka leik-
menn til þess að klára þennan
leik.“
henry@dv.is
LANGFLOTTASTUR: Jermaine Defoe, leikmaður West Ham, var stjarna gærkvöldsins i
enska deildarbikarnum þegar hann skoraði þrennu. Reuters.
Úrslit í enska deildarbikarnum:
{
Scunthorpe-Burnley 2-3
McLean, Beagrie - Chadwick, Blake,
Moore.
Blackpool-Birmingham 1-0
Scott Taylor.
Bristol C.-Watford 1-0
Lee Miller.
Cardiff-West Ham 2-3
Robert Earnshaw 2 - Jermaine Defoe
3 (1 víti).
Hartlepool-WBA 1-2
Robinson - Clement, Hulse.
Leicester-Crewe 1-0
Paul Dickov, víti.
Notts County-lpswich 2-1
Baldry, Stallard - Counago.
Portsmouth-Northampton 5-2
Sherwood 2, Roberts 2,Taylor -
Hargreaves, Dudfield.
Rotherham-Colchester
Sedgwick.
Sheff. Utd-QPR
- Martin Rowlands 2.
Stoke-Gillingham
Saunders, King.
Tranmere-Nott. Forest
Forest vann 4-1 eftir vítakeppni.
Wolves-Darlington 2-0
Alex Rae, Jóhannes Karl Guðjónsson.
Wycombe-Aston Villa 0-5
Juan Pablo Angel 3, Peter
Whittingham, Darius Vassell, víti.
Charlton-Luton 4-4
Parker, Lisbie, Di Canio, Jensen -
Foley, Bayliss, McSheffrey, Coyne.
Charlton vann i vítakeppni, 8-7.
C. Palace-Doncaster 2-1
Andrew Johnson 2 víti - Blundell.
Sunderland-Huddersfield 2-4
Kyle 2 - Carss, Stead, Holdsworth,
Booth.
Wigan-Fulham 1-0
Nathan Ellington.
1-0
0-2
0-2
0-0
Veiðihornið
VEIÐISVÆÐI VIKUNNAR
Vikulega er kynnt og boöiö nýtt veiöisvæði meö miklum afslætti.
TILBOÐ VIKUNNAR
Verslanir og heildsalar bjóða vikulega ný tilboö
á takmörkuöu magni af úrvalsvörum.
Aðeins minni laxveiði
en / fyrra, en lokatölurnar streyma úr veiðiánum
Lokatölurnar streyma úr veiði-
ánum þessa dagana. Það er
verið að loka þeim og klakveiði
að hefjast þar sem hún er
stunduð.
Veiði er samt ekki lokið í öllum
veiðiám. Menn eru enn þá að berja
ár eins og Laxá í Dölum og þar
gengur veiðiskapurinn ágætlega.
Reyndar hefur kólnað og laxinn
verður tregari að taka agn veiði-
mannafyrir vikið.
Langá á Mýrum er sigurvegar-
inn þetta sumarið, síðan kemur
Þverá f Borgarfirði, Laxá í Kjós,
Ytri- og Eystri-Rangá. Langá á
Mýrum var lokað um helgina og
þarveiddust2290 laxar þetta sum-
arið.
Efvið kíkjum á heildarveiðina er
aðeins minni veiði yfir heildina en
fyrir ári, Norðurlandið kemur illa
út, smálaxinn klikkar, en í hinum
hlutum landsins er allt í lagi, þó
svo að smálaxinn hefði mátt koma
f meira magni.
Líklega hafa veiðst um og yfir 30
þúsund laxar á stöng og líklega
hefur um 5 þúsund löxum verið
Það var aðeins minni
veiði yfir heildina en
fyrir ári síðan.
sleppt aftur í veiðiárnar. Netaveið-
in var víst í fínu lagi á Ölfusársvæð-
inu og því fagna veiðimenn ekkert
sérstaklega.
Bleikjuveiðin byrjaði vel en end-
aði illa. Stóra bleikjan kom
snemma og veiddist vel, en
smærri bleikjan lét lítið sjá sig.
Erfitt er að segja til um fjöldann en
hann hefur skipt þúsundum.
„Við vorum að veiða lax í Víði-
dalsá í Húnavatnssýslu og fiskur-
inn var tregur. Allt í einu tók þó
fiskur hjá okkur og við byrjuðum
að þreyta hann. Þetta var 8-9
pundalax," sagði veiðimaður sem
vissi ekkert hvað hann var að veiða
íVíðidalsánni fyrr í sumar.
„Þegar við vorum komnir með
fiskinn upp að árbakkanum sáum
við að þetta var 8-9 punda bleikja,
en alls ekki lax og eins ogviðhéld-
um í fyrstu,“ sagði veiðimaðurinn
sem var að veiða lax en landaði
bleikju.
G.Bender
...: Það var engin ástæða að leggja sig í sumar eins og þessi ungi veiðimaður
gerði, veiðin var ágæt, þrátt fýrir vatnslitlar veiðiár. DV-mynd Þröstur