Dagblaðið Vísir - DV - 24.09.2003, Qupperneq 38
38 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 24. SEPTEMBER 2003
Frábært fyrir Víking
sagði þjálfarinn, Gunnar Magnússon, um endurkomu Bjarka Sigurðssonar íVíking
Eftir 25 mínútur var leikur Vík-
ings og Þórs, í norðurriðli
RE/MAX-deildar karla í gær, bú-
inn. Saðan var orðin 20-5 og
hraðaupphlaupsmörk Víkinga
orðin á annan tuginn. Afgangur
leiksins var þar með formsatriði
fyrir Víkinga, sem unnu að lok-
um 37-29 marka sigur, sinn
fyrsta í tæpt ár. Bjarki Sigurðs-
son átti frábæran leik, skoraði
13 mörk úr 14 skotum og átti að
auki 11 stoðsendingar. Hann
kom að 24 af þeim 34 mörkum
sem liðið skoraði þegar hann
var inná.
Víkingar byrjuðu leikinn frábær-
lega, skoruðu átta hraðaupp-
hlaupsmörk á fyrstu 12 mínútun-
um og voru komnir í 13-3 um miðj-
an hálfleikinn. I hálfleik munaði 13
mörkum (21-8) og þegar maður
leiksins, Bjarki Sigurðsson, settist á
bekkinn 10 mínútum fyrir leikslok
var 14 marka munur (34-20). Þórs-
* arar björguðu andlitinu í lokin og
Goran Gusic fór þar mikinn en
hann skoraði öll níu mörk sín í
seinni hálfleiknum.
Gunnar Magnússon, þjálfari Vík-
ings, var ánægður með leikinn í
leikslok. „Við komum virkilega vel
stemmdir til þessa leiks, vorum
ósáttir við okkar frammistöðu gegn
Fram á föstudaginn og vildum sýna
það og sanna að það býr miklu
meira í okkar liði,‘‘ sagði Gunnar
sem gleðst yfir endurkomu Bjarka
'líkt og allir Víkingar. „Hann er ótrú-
legur og virðist bara verða betri
með hverju árinu. Það er frábært
fyrir okkur að hafa hann í liðinu og
KA-VALUR
22-26 (12-7)
Dómarar:
Brynjar Einarsson og
Vilbergur F. Sverrisson
4/10
Gæöi leiks:
6/10
Áhorfendur:
521.
Maður leiksins:
Baldvin Þorsteinsson, Val
Gangur leiksins:
0-4,4-4, 7-5, 7-6,9-6,11-6, (12-7), 12-8,
15-10,17-14,17-17,17-20,19-23, 22-26
KA
Mörk/ þar af víti ískoi/vfti) Hraðaupphl.
Einar Logi Friðjónsson 7 O ; 1)0
Jónatan Magnússon 4 (); 0
Arnór Atlason 4 ') 0
jafnframt frábært fyrir Víkinga að
hafa hann í klúbbnum,“ sagði
Gunnar að lokum.
Auk Bjarka áttu þeir Reynir Þór
Reynisson markvörður og Ragnar
Hjaltested góðan leik. Ragnar
komst á flug eftir tvo erfiða leiki í
upphafi tímabils (9/3 í skotum) og
„Ég er viss um að við
getum strítt öllum lið-
um í deildinni."
fór hamförum í hraðaupphlaupun-
um í leiknum. Bjarki hefur verið
fyrirmynd Ragnars en nú spila þeir
hlið við hlið á hægri vængnum.
„Þegar maður er með góða menn
við hliðina á sér er auðvelt að gera
góða hluti. Það er algjör draumur
fyrir mig að fá Bjarka við hliðina á
mér. Hann er algjör draumakarl
fyrir hvert lið. Hann notar alla sína
reynslu, hjálpar okkur ungu strák-
unum og kennir okkur ýmislegt.
Það var samt nauðsynlegt fyrir mig
að fá góðan leik því það hafði allt
gengið á afturfótunum í tveimur
fyrstu leikjunum og ég varð að rífa
mig upp úr þeirri lægð. Við eigum
eftir að spila okkur aðeins betur
saman og ég er viss um að við get-
um strítt öllum liðum í deildinni,"
sagði Ragnar sem stefnir á að gera
enn betur.
Sigurpáll Árni Aðalsteinsson,
þjálfari Þórs, hefur aftur á móti
mátt þola mikinn mannamissi.
„Við vorum ekki tilbúnir og ég veit
ekki hvað mínir menn voru að gera
hérna í byrjun. Víkingarnir eru
langt á undan okkur í líkamlegu
formi, spilaformi og öllu. Ég var að
fá síðustu mennina inn í liðið fyrir
þrem dögum og við erum bara
langt á eftir,“ sagði Sigurpáll en Þór
hefur tapað þremur fyrstu leikjum
sínum. „Að sjálfsögðu hef ég
áhyggjur af þessu en ég er með lít-
„Víkingarnir eru langt á
undan okkur í líkam-
legu formi, spilaformi
og öllu."
inn hóp og margir af þeim eru ekki
orðnir klárir. Það er ekki hægt að
mæta Víkingi með mannskapinn
ekki í betra standi og hvað þá þegar
hugarfarið fylgir ekki. Það er fullt af
hlutum sem ég þarf að taka á,“
sagði Sigurpáll að lokum.
Páll Viðar Gíslason var besti
maður Þórs með sex mörk og 6
stoðsendingar, Gusic vaknaði upp
að værum blundi í seinni hálfleik
og Árni Þór Sigtryggsson fær hrós
fyrir áræðni. ooj.sport@dv.is
SENDINGAR BJARKA
Bjarki Sigurðsson átti, auk 13
marka sinna, 11 stoðsendingar í
leik Víkinga og Þórsara í gær, þar af
sex þeirra á hægri hornamann
sinn, Ragnar Hjaltested.
Þessir nutu stoösendinga Bjarka:
Ragnar Hjaltested 6
Benedikt Árni Jónsson 3
Davíð Örn Guönason 1
Þröstur Helgason 1
ooj.sport@dv.
VÍKINGUR-ÞÓR
37-29 (21-8)
Dómarar:
GunnarViðarsson og
Stefán Arnaldsson
9/10
Gæði leiks:
7 ?ö
Áhorfendur:
150.
Maður leiksins:
Bjarki Sigurðsson, Víkingi
Gangur leiksins:
4-0, 4-1, 7-1,11-3, 16-4,20-5, (21-8),
21-9, 22-9,22-12, 27-14, 34-20, 37-29.
Mörk/ þar af víti (skot/vít ■ Hraðaupphl.
Bjarki Sigurösson 13/1 .;i4/t)2
Ragnar Hjaltested 10(13) 9
Benedikt Árni Jónsson 4 1
Karl Grönvold 3(4) 1
Þröstur Helgason 3(6 0
Davíð Örn Guðnason • i(2;o
Andri Már Númason 1 (2) 0
ÞórirJúlíusson 1 (3)0
Björn Guðmundsson 1 5) 1
Sverrir Hermannsson 0(2) 0
Andri Berg Haraldsson 0 0
Samtals: 37/1 (57/1)14
Fiskuð vfti
Ragnar Hjaltested 1
Varin skot/þar af víti fskot á sig/víti)
Reynir Þór Reynisson 17/2 55 49%
Jón Árni Traustason 1 (12/2) 8%
Brottvfsanln 14 mínútur. (Andri Berg rautt
spjald fyrir 3 x 2mín á 57. mln)
Mörk/ þar af víti (skot/vftO Hraðaupphl.
Goran Gusic 9/5 13/6)1
Árni Þór Sigtryggsson 7(15/1)2
Páll Viðar Gíslason 6(8/1) 0
Cedric Akerberg 2(2)0
Þorvaldur Sigurðsson 2(6) 0
Davlð Már Sigursteinsson 2(6) 0
Bergþór Mothens 1 (2! 0
Samtals: 29/5 (52/8) 3
Fiskuð víti
Goran Gusic 3
Cedric Akerberg 2
Páll Viöar Gíslason 2
Orri Stefánsson 1
Varin skot/þar af víti fskot á síg/víti)
Jónas Stefánsson 14 '.4/i 32%
Axel Stefánsson 0(7)0%
Brottvfsanin 8 mínútur.
RAGNAR Á FLEYGIFERÐ: Ragnar Hjalte-
sted, til vinstri, átti góðan leik fýrir Víking
gegn Þór í gær og skoraði tíu mörk í leikn-
um, átta þeirra gerði hann í fyrri hálfleik,
sex eftir stoðsendingar Bjarka Sigurðsson-
ar og alls níu af mörkunum komu úr
hraðaupphlaupum. DV-jnyndHari
Andrius Stelmokas 3 (4! 3
Bjartur Máni Sigurðsson 3 0
Árni Björn Þórarinsson 1 (3)0
Haukur Heiðar Steindórsson 0 2)0
Samtals: 22 (41)3
Gerði ekki ráð fyrir 2 stigum
Engin
Fiskuð víti
sagði Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari Vals, eftir22-26 sigur áKAá Akureyri
Varin skot/þar af viti ískot á síg/vití)
• Stefán Guðnason 11/2 41 %
Hans Hreinsson Brottvfsanin 10 mínútur. 3(U/W 23%
VALl ,R ■■
Mörk/ þar af víti (skot /víti) Hraðaupphl.
Baldvin Þorsteinsson 6/1 4
Heimir örn Árnason 5 (8) 1
Hjalti Pálmason 5/1(1! ' 0
Hjalti Gylfason 4(7) 1
Sigurður Eggertsson 4 0
Freyr Brynjarsson 1 (I) 1
Markús Máni Michaelsson 1/1 0
Ásbjörn Stefánsson 0 l! 0
Samtals: 26/3 (48/5) 7
Fiskuð víti
Markús Máni Michaelsson 1
RagnarÆglsson 1
Baldvin Þorsteinsson 1
Heimirörn Árnason 1
Hjalti Pálmason 1
jf Varin skot/þar af víti (*kot 4 sig/v(ti)
RolandValurEradze 15 41%
Brottvfsanln 8 mlnútur.
Valsmenn gerðu góða ferð
norður til Akureyrar í
gærkvöld og unnu KA-menn
sannfærandi, 26-22, í RE/MAX
deildinni í handbolta. Leikur-
inn var kaflaskiptur með ein-
dæmum en það voru gestirnir
frá Hlíðarenda sem enduðu
betur og nældu sér í öll stigin.
Valsmenn byrjuðu leikinn mun
betur og skoruðu fyrstu fjögur
mörk leiksins, þar af 2 úr hraða-
upphlaupum. KA-menn náðu að
skora sitt fyrsta mark í leiknum
eftir átta mínútur og það sem eftir
lifði hálfleiks réðu þeir gangi mála
á vellinum. KA-menn sýndu sínar
bestu hliðar og fóru með verð-
skuldaða 5 marka forystu í hálf-
leik, 12-7. Seinni hálfleikurinn
var svipaður hinum fyrri nema nú
snerist dæmið gjörsamlega við.
KA-menn byrjuðu betur en eftir
10 mínútna leik tóku Valsmenn
alla stjórn á vellinum og skoruðu
hvert markið af öðru.
Heimamenn áttu svipaðan
kafla um miðjan seinni hálfleik-
inn og gestirnir áttu um miðjan
þann fyrri, þ.e.a.s. tókst ekki að
skora í 10 mínútur. KA-menn
breyttu í maður á mann síðustu 5
mínúturnar og náðu að minnka
muninn niður í 2 mörk, 22-24,
þegar 2 mínútur voru til leiksloka,
„KA-liðið er feikna-
sterkt. Ég gerði ekki ráð
fyrir þessum stigum og
lít á þau sem bónus."
en Valsmenn skoruðu síðustu 2
mörk leiksins og innbyrtu mikil-
vægan útisigur.
Gömlu KA-leikmennirnir í Val,
þeir Baldvin Þorsteinsson og
Heimir Árnason, kunnu vel við sig
norðan heiða og spiluðu vel á
köflum. Roland var traustur í
markinu, varði 15 skot, og Sigurð-
ur Eggertsson sýndi lipra takta,
sérstaklega í seinni hálfeiknum.
Hjá heimamönnum stóð Stefán
Guðnason sig frábærlega í mark-
inu, en þó sérstaklega í fyrri hálf-
leiknum þegar vörnin virkaði fyrir
framan hann. Einar Logi sýndi oft
og tíðum skemmtilega takta í
sókninni en lykilmennirnir, þeir
Arnór Atlasón og Stelmokas, voru
langt frá sínu besta.
Óskar Bjarni Óskarsson, þjálfari
Vals, var að vonum ánægður í
leikslok. „Það er rosalega gaman
að spila hérna í KA-húsinu, frábær
stemning. Við erum með marga
unga leikmenn og þetta hefur
áhrif á þá og þvf var leikur minna
manna svona kaflaskiptur, menn
yfirspenntust og fóru að „slútta"
sóknum of snemma. Mfnir menn
komu til baka í seinni hálfleik og
yfirspiluðu KA líkt og þeir höfðu
gert í fyrri hálfleik. Hins vegar er
KA-liðið feiknasterkt og ég gerði
ekki ráð fyrir þessum stigum. Ég
lít á þau sem bónusstig."
KA-menn byrjuðu illa en komu
til baka um miðjan fyrri hálfleik
„Þetta eru gríðarleg
vonbrigði. Við misstum
gjörsamlega hausinn,
skynsemina og
kjarkinn.
og spiluðu glimrandi vel. Hins
vegar gekk ekkert hjá þeim í seinni
hálfleiknum. „Þetta eru gríðarleg
vonbrigði. Við misstum
gjörsamlega hausinn, skynsemina
og kjarkinn. Eins og þetta stefndi í
góðan sigur hjá okkur, vorum
með þá í fastataki, en þegar við
hættum að sækja á þá og ætluð-
um að halda okkar stöðu misstum
við tökin á leiknum," sagði Jóna-
tan Magnússon, fyrirliði KA.
akureyri@dv.is