Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Page 2
2 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003
ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf.
FRAMKVÆMDASTJÓRI: Orn Valdimarsson
AÐALRTTSTJÓRI: Óli Björn Kárason
AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jónas Haraldsson
DV: Skaftahlíð 24,105 Rvik, sími: 550 5000
Fax: Auglýslngar: 550 5727 - Ritstjóm: 550
5020 - AÐRAR ÐEILDIR: 550 5749
Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingar auglys-
ingar@dv.is. - Drelfing: dreifing@dv.is
Akureyrl: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000,
fax: 462 5001
Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf.
Plötugerö og prentun: Árvakur hf.
DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í
stafrænu formi og í gagnabönkum án endur-
gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl
við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim.
Efni blaðsins
Missti vinnuna vegna
áreitni símadóna
- frétt bls. 4
lceland-versianakeðjan
í fjársvikarannsókn
- frétt bls. 6
Sígildur Skagasigur í
bikarsiagnum við FH
- DV Sport bls. 24-25
Björn Ingi
torfærumeistari
- DVSportbls. 31
Gemsinn persónulegur
vinur unglinganna
- Tilvera bls. 44-45
Vonasttil þess að
hitta Nessie
Lloyd Scott, 41 árs Breti sem
nýlega sigraðist á alvarlegu hvít-
blæði, hefur ákveðið að taka þátt í
Loch Ness-maraþoninu í skosku
hálöndunum.
Scott ætlar þó ekki að hlaupa
með þeim 1300 hlaupurum sem
skráð hafa sig í hlaupið heldur
mun hann skokka sextán kíló-
metra leið eftir botni vatnsins í
kafarabúningi.
Scott, sem er þriggja barna fað-
ir, er þekktur fyrtr ýmis uppátæki í
góðgerðarskyni og setti hann fyrr
á árinu met í London-maraþon-
inu á lélegasta tíma sögunnar.
Með uppátæki sínu stefnir
Scott að því að safna að minnsta
kosti milljón pundum til hjálpar
börnum sem þjást af hvítblæði og
vonast til þess að hitta skrímslið
Nessie á leiðinni.
Kalkþörungaverksmiðju frestað
FRESTAÐ: (slenska kalkþör-
ungafélagið, sem er einka-
hlutafélag í eigu Atvinnuþró-
unarfélags Vestfjarða, hefur
frestað ákvörðun um að reisa
kalkþörungaverksmiðju á
Bíldudal. Ríkisútvarpið á fsa-
firði greindi frá þessu fyrir
helgi. Hefur þetta bakslag
valdið mikilli óánægju íVest-
urbyggð og hefur Jón BG
Jónsson, forseti bæjarstjórnar
m.a. lýst óánægju með þátt-
tökuleysi þingmanna Norð-
vesturkjördæmis í málinu.
Sem kunnugt er hefur at-
vinnuástand á Bítdudal verið
bágborið og voru miklar von-
ir bundnar við verksmiðjuna.
Þess var vænst, að hægt yrði
að taka ákvörðun um að
byggja verksmiðjuna í haust í
samvinnu við íslenska fjár-
festa og írska fyrirtækið Celt-
ic Sea Minerals. (rarnir hafa
nú kippt að sér hendinni og
telja að markaðsaðstæður í
Bandaríkjunum hafi mjög
breyst til hins verra síðasta
misserið. Helsti markaður fyr
ir kalkþörungamjöl er í
Bandaríkjunum og er það
einkum nýtt í alifuglafóður.
Gögnin komin
RÍKISLÖGREGLUSTJÓRI: Efna-
hagsbrotadeild Ríkislögreglu-
stjóra hefur nú fengið nægilega
mikið af gögnum frá Samkeppn-
isstofnun til að unnt sé að meta
meint samkeppnisbrot olíufélag-
anna. Jón H. Snorrason, yfirmað-
ur efnahagsbrotadeildar, segir í
samtali við Mbl. að ákvörðun um
hugsanlega lögreglurannsókn
liggi þó ekki fyrir.
Bæjarstjóm samþykkti að útrýmingu villikatta yrði hætt um sinn
Kattastríð hefur verið á fsafirði
að undanförnu vegna viðleitni
bæjaryfirvalda til að útrýma
villiköttum í bænum. Var katta-
málið m.a. tekið á dagskrá bæj-
arstjórnarfundar í síðustu viku
og lýst yfir eins konar vopna-
hléi.
Málið hófst í ágúst er tilkynnt var
að Valur Richter meindýraeyðir
færi í átak í eyðingu villikatta á fsa-
firði samkvæmt tilmælum heil-
brigðiseftirlitsins. í flestum tilvik-
um voru kettirnir fangaðir í búr en
aðra sem ekki náðist til með þeim
hætti skaut Valur einfaldlega, en
hann er þekktur skotveiðimaður.
Fljótlega fór að bera á því að búr-
um var stolið og voru kattavinir
sagðir þar að verki. Þá kvartaði
Höskuldur Guðmundsson, húseig-
andi í Öldunni við Fjarðarstræti,
yfir því til lögreglu að Valur hefði í
einni veiðiferðinni skotið f gegnum
kjallarahurð hjá sér. Hafði Valur
skotið kött á færi við húsið. Köttur-
inn lá en kúlan hélt áfram í gegnum
geymsluhurð og endaði í
teppastranga sem var innan við
dyrnar. Fann lögreglan kúluna í
stranganum. í framhaldinu kærði
(SAFJÖRÐUR: Villikettir bæjarins geta nú andað léttar, í bili að minnsta kosti, eftir að baej-
arstjórn samþykkti að kattadrápi meindýraeyðis yrði hætt um sinn.
Matthildur Helgadóttir, sem búsett
er í hinum enda Öldunnar, Hösk-
uld Guðmundsson til lögreglu
vegna mikils kattagers sem hann
var sagður halda hlífiskildi yfir í
kjallara hússins.
Mál þetta hefur undið upp á sig
og barst inn á fund bæjarstjórnar í
sfðustu viku. Þar krafðist Magnús
Reynir Guðmundsson bæjarfulltrúi
(F) þess að herferð bæjaryfirvalda
gegn villiköttum yrði stöðvuð nú
þegar. Var kattamálið tekið á dag-
skrá undir liðnum önnur mál og
lagði Magnús þá fram svohljóðandi
tillögu:
í flestum tilvikum voru
kettirnir fangaðir í búr
en aðra sem ekki náðist
til með þeim hætti
skaut Valur einfald-
lega, en hann erþekkt-
ur skotveiðimaður.
„Vegna þeirrar umræðu sem orð-
ið hefur um dráp á köttum í ísa-
fjarðarbæ að undanförnu og þeirra
atburða, sem upplýst er að orðið
hafi í tengslum við drápin, sam-
þykkir bæjarstjórn að nú þegar
verði þessum drápum hætt. Jafn-
framt verði hið fyrsta samþykkt
reglugerð um kattahald í ísafjarðar-
bæ og í framhaldi af því verði
ákveðið hvort ástæða sé til að halda
áfram drápi á villiköttum í bæjarfé-
laginu."
Birna Lárusdóttir, forseti bæjar-
stjómar (D), lagði þá fram aðra til-
lögu:
„Drög að samþykkt um kattahald
verðalögð fyrirbæjarráð nk. mánu-
dag. í ljósi þess vísar bæjarstjórn
ályktun Magnúsar Reynis Guð-
mundssonar til bæjarráðs til með-
ferðar og samþykkir að aðgerðum
við útrýmingu villikatta verði hætt
um sinn.“
Var tillaga Birnu samþykkt 8-0.
Er þar með búið að koma á vopna-
hléi og geta villikettir bæjarins því
sleikt sár sín óáreittir - allavega á
meðan bæjaryfirvöld gefa ekki út
nýja stríðsyfirlýsingu. hkr@dv.is
Þyrla kölluð út vegna
mannlauss báts
Mikill viðbúnaður var við Hellu-
vatn við Rauðhóla í gærkvöld
vegna báts sem sást á reki.
Forsaga málsins er sú að maður
hafði samband við lögreglu um
áttaleytið í gærkvöld og tilkynnti að
hann hefði séð mannlausan bát á
reki á Helluvatni við Rauðhóla.
Hann taldi sig jafnframt hafa séð
þrjá menn um borð í bátnum fyrr
um daginn.
Talið er líklegt að bát-
urinn hafi verið illa
festur.
Lögreglumenn fóru þegar á vett-
vang og var kallað eftir aðstoð þyrlu
Landhelgisgæslunnar auk björgun-
arsveita og kafara Slökkviliðs höf-
uðborgarsvæðsins.
Þyrlan fór á loft klukkan 20.43 og
sveimaði yfir leitarsvæðinu í um það
bil klukkustund. Sú leit bar ekki ár-
angur. Björgunarsveitir og kafarar
leituðu einnig án árangurs. Ekkert
en þar hafði verið tilkynnt um mannlausan bát á reki. DV-myndEggert
markvert fanst. ið út á vatnið. Umræddur bátur mun reglan í Reykjavík mun í dag kanna
Að sögn lögreglu er talið lfldegt að ekki hafa verið á Helluvatni áður málsatvik enn frekar. amdisQdvJs
báturinn hafi verið illa festur og rek- heldur geymdur annars staðar. Lög-