Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Page 8
8 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003
Sá sjötti í mánuðinum
Rólegt hjá lögreglunni
Talsverðar reykskemmdir
UMFERÐARÓHAPP: Harður
árekstur varð á Arnarnesvegi
við Fífuhvammsveg, á mörkum
Kópavogs og Garðabæjar,
skömmu fyrir klukkan tvö í
gærdag. Áreksturinn varð með
þeim hætti að annar bíllinn
ætlaði að beygja til vinstri nið-
ur í Kópavog, en ekki eru sér-
stök beygjuljós á þessum
gatnamótum sem ruglaröku-
menn oft í ríminu. Haft er eftir
lögreglunni í Hafnarfirði að
þetta sé í sjötta skiptið sem
árekstur verður á þessum stað
það sem af er mánuðinum.
Tveir voru í hvorum bíl fyrir
sig og voru þrír þeirra fluttir á
slysadeild Landspítala - há-
skólasjúkrahúss í Fossvogi til
skoðunar. Meiðsli þeirra munu
þó ekki hafa verið alvarleg.
RÓLEGHEIT: Helgin gekkfrem-
ur rólega fyrir sig hjá lögregl-
unni í Reykjavík en fáir munu
hafa verið á ferli í miðborginni.
Lögreglan hafði sérstakt eftirlit
á ákveðnum stöðum í Breið-
holti vegna atburða sem þar
hafa átt sér stað síðustu vikur
og virðist sem þetta aukna eft-
irlit hafi skilað sínu þar sem
fátt markvert gerðist.
Lögreglan í Kópavogi þurfti þó
að sinna nokkrum útköllum
þar sem kvartað var yfir há-
vaða frá ölvuðu fólki en annars
var helgin að mestu róleg. Þá
var tilkynnt um bruna í bifreið
á Akureyri sem grunur leikur á
að kveikt hafi verið í. Auk þess
var tilkynnt um innbrot í hús-
næði Leikfélags Akureyrar.
SLÖKKVISTARF: Eldur kom
upp í húsi við Ingólfsstræti á
þriðja tímanum aðfaranótt
laugardags og hafði slökkvilið
mikinn viðbúnað í kringum
svæðið. Fjöldi slökkviliðsbíla
var sendur á vettvang og var
nærliggjandi svæði lokað í ör-
yggisskyni.
Mikinn reyk lagði frá húsinu en
töluverðan tíma tók að finna
eldinn. Hann fannst þó að lok-
um undir gólfbita og lauk
slökkvistarfi þegar klukkan var
farin að ganga fimm.
Töluverðar skemmdir urðu í
húsinu vegna reyks en lög-
regla hefur málið nú til rann-
sóknar.
Nær 400 dauðsföll á
ári vegna reykinga
íslensk skýrsla sýnirmun hærrikostnað samfélagsins en erlendar rannsóknir
Um 350 til 400 manns látast á
ári hverju á (slandi vegna
beinna og óbeinna reykinga
sem er meira en vegna neyslu
ólöglegra fíkniefna, áfengis-
neyslu, umferðarslysa, morða,
sjálfsmorða og alnæmis.
Kostnaðurinn vegna beinna og
óbeinna reykinga hérlendis er met-
inn um 20 milljarðar króna þegar
búið er að draga frá tekjur ríkisins
vegna reykinga. Heildarniðurstöð-
urnar í íslensku skýrslunni sýna
hlutfallslega mun hærri kostnað en
tölur frá Sviss og fjórfalt hærri en í
þýskum rannsóknum. Þetta kemur
fram í skýrslu sem Þóra Helgadóttir
hjá Hagfræðistofnun Háskóla ís-
lands vann fyrir Tóbaksvarnar-
nefnd.
Hver reykingamaður
eyðir um 9,6 dögum á
ári íreykingar á vinnu-
tíma. íslensk fyrirtæki
og stofnanir borga
starfsmönnum sínum
um 4 milljarða króna í
kaup árlega fyrir reyk-
ingapásur.
Óáþreifaniegur kostnaður
Athygli vekur að óáþreifanlegur
kostnaður er metinn mjög hár í
þessum tölum, eða rúmlega 7,8
milljarðar lcróna af heildarupp-
hæðinni. Þar er verið að tala um
kostnað vegna sársauka og þján-
inga í kjölfar reykinga. Er þar vísað
til samanburðar við svissneskar,
þýskar og bandarískar rannsóknir. í
íslensku skýrslunni er óáþreifanlegi
kostnaðurinn sá sami og í umreikn-
uðu svissnesku rannsókninni en
óáþreifanlegur kostnaður er ekki
tekinn með í bandarísku og þýsku
rannsókninni.
Ólíkar niðurstöður
Heildarkostnaður vegna reyk-
inga hérlendis er sagður 19,8 til
20,8 milljarðar króna þar sem yfir-
færðar svissneskar rannsóknir eru
með tæpa 14,8 milljarða, banda-
rískar rannsóknir með tæpa 12,2
milljarða og þýskar rannsóknir
sýna rúmlega 5,4 milljarða króna
kostnað vegna reykinga.
milljarða króna.