Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Side 10
10 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003
4=
Félag um rafskautaverksmiðju
VHDSKIPTl: Fyrirtækið R&D Car-
bon Ltd. hefur stofnað hlutafé-
lagið Kapla hf., Þróunarfélag
rafskautaverksmiðju á Katanesi,
en viðræður hafa staðið yfir frá
því í vor milli Markaðsskrifstofu
iðnaðarráðuneytisins og Lands-
virkjunar um byggingu slíkrar
verksmiðju. Verkfræðistofan
Hönnun hf. hefur verið ráðin til
að vinna að gerð umhverfis-
mats en gert er ráð fyrir að í lok
næsta árs liggi umhverfismat
og starfsleyfi vegna verksmiðj-
unnar fyrir. í kjölfarið verður
tekin ákvörðun um framhaldið.
Gert er ráð fyrir að verksmiðjan
muni framleiða um 340 þúsund
tonn af rafskautum í lokaðri
hringrás, veita 140 manns at-
vinnu og það kosti um 17 millj-
arða króna að reisa hana.
Tónlist.com opnar í New York
TÓNLIST: Tónlistar- og
kynningarvefurinn
www.tonlist.com var
opnaður formlega við
hátíðlega athöfn í New
Yorká laugardags-
kvöldið. Vefnum er ætl-
að að kynna íslenska
tónlist um allan heim
en þar er að finna gríð-
arlegt magn af íslenskri
tónlist sem hægt er að
kaupa og hlaða niður í
tölvu til einkanota. Opn-
unvefsinsfórframá
skemmtistaðnum Joes
Pub en meðal þeirra sem
þar voru viðstaddir voru
HalldórÁsgrímsson ut-
anríkisráðherra, jass-
píanistinn Sunna Gunn-
laugs og Einar Örn, auk
þess sem hljómsveitin
Mínus fór upp á svið og
flutti nokkur vel valin
lög. Miklarvonireru
bundnar við vefinn en
að sögn aðstandenda
hans hefur þetta gengið
vonum framar það sem
af er.
Starfshópur um skipulag vegna slysa
skilar skýrslu sinni:
Samræma
þarf þjálfun
björgunar-
fólks
Auka þarf kunnáttu almenn-
ings í skyndihjálp og samræma
þarf þjálfun þeirra aðila sem sjá
um aðhlynningu á slysstað.
Þetta er meðal þess sem fram
kemur í skýrslu starfshóps um
skipulag vegna slysa en dóms-
málaráðherra skipaði hópinn
eftir skýrslu Rannsóknarnefnd-
ar umferðarslysa um banaslys í
umferðinni árið 2000.
í skýrslunni kemur fram að við-
brögð við slysum eru ekki alltaf eins
og til er ætlast. Því er þörf á að bæta
skipulag á þjálfun þeirra aðila sem
að björgunarstörfum koma, þ.e.
lögreglu, björgunarsveita og fólks í
heilbrigðisgeiranum. Þá þarf að
skipuleggja betur verkaskiptingu,
samskipti, samhæfingu og boðleið-
ir við björgunaraðgerðir.
Meðal þess sem bent er á í skýrsl-
unni er að þegar slys ber að hönd-
um geti rétt viðbrögð þeirra sem
fyrstir koma á vettvang skipt gríðar-
lega miklu máli. Einnig kemur fram
veruleg vankunnátta í viðbrögðum
almennings þegar slys verður og
því er lagt til að Skyndihjálparráð
og Rauði krossinn taki þátt í þjóð-
arátaki til þess að færa skyndihjálp-
arnámskeið inn í grunnskóla lands-
ins. Þá er einnig lagt til að skyndi-
hjálp verði kennd á vinnustöðum
og að samræma þurfi fyrstu hjálpar
kunnáttu hjá löggæslufólki,
slökkviliðsmönnum og björgunar-
sveitum.
Samkvæmt skýrslunni er um
helmingur banaslysa hér á landi
umferðarslys, á bilinu 5-10% eru
sjó- og flugslys en um 40%
banaslysa má rekja til annarra
þátta, s.s. slysa við vinnu eða á
heimili. Lagt er til í skýrslunni að
komið verði á fót sérstakri Rann-
sóknarnefnd slysa sem rannsaki
önnur slys en þau sem eiga sér stað
við samgöngur eða vinnu.
SKÝRSLA: Viðbrögð við slysum eru ekki alltaf eins og til er ætlast. Því er þörf á að bæta skipulag á þjálfun þeirra aðila sem að björgunar-
störfum koma
Svindlarar reyna að ná kreditkortanúmerum fólks á Netinu
Varað við vefblekkingum
Efnahagsbrotadeild ríkislög-
reglustjóra sendi nýverið frá sér
tilkynningu þar sem varað er
við svindlurum á Netinu sem
hafa síðustu misseri verið iðnir
við að blekkja fólk til þess að
láta af hendi greiðslukorta-
númer sín og meðfylgjandi PIN-
númer.
Blekkingarnar hafa farið þannig
fram að fólk sem að öllum likind-
um hefur átt í viðskiptum við vef-
inn E-Bay.com hefur fengið sendan
tölvupóst sem virðist eiga uppruna
sinn hjá fyrirtækinu. í bréfinu segir
að villa hafí komið upp í skrám
vefsins og því þurfi viðtakandi
póstsins að gefa upp ýmsar per-
sónuupplýsingar upp á nýtt, þar á
meðal kreditkortanúmer.
Lögregla segir blekkingarnar
vera einstaklega vel skipulagðar en
meðal annars hefur verið settur
upp vefur sem líkist vefsvæði E-
Bay-fyrirtækisins mjög mikið. Þar
er pósturinn sem margir hafa á síð-
ustu vikum fengið í raun og veru
upprunninn en ekki hjá hinu eigin-
Iega E-Bay-fyrirtæki. Erfitt getur
verið fyrir fólk að átta sig á þessu og
því sér lögregla ástæðu til þess að
vara almenning við. Grunur liggur
á að þeir sem að blekkingunum
standa hafí á einhvern hátt komist
yfír netföng þeirra sem átt hafa í
viðskiptum við E-Bay og þannig
hafið blekkingarnar hafist.
í tilkynningu frá ríkislögreglu-
stjóra er það jafnframt tekið fram
að ekki sé vitað til þess að neinn hér
á landi hafi látið blekkjast af þess-
um póstsendingum eða tjón hafi
orðið af þeirra völdum. Þeim sem
hugsanlega hafi látið uppi ein-
hverjar upplýsingar um kreditkort
sín er aftur á móti ráðlagt að hafa
þegar samband við viðkomandi
kreditkortafyrirtæki og tilkynna um
málið.
Á hverju ári ná svikarar sem
þessir að blekkja fjölda fólks víðs
vegar um heiminn og talið er að
fjármunirnir sem sviknir eru út
með þessum eða svipuðum hætti
nemi milljörðum á ári hverju.
agust@dv.is
NETIÐ: Efnahagsbrotadeild ríkislögreglustjóra varar almenning við svindlurum á Netinu en ekki er vitað til þess að neinn hafi látið
blekkjast hér á landi.
4