Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Síða 13
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 FRÉTTIR 13
Heita að berjast áfram
Laura til bjargar orðsporinu
PALESTÍNA; Palestínumenn
minntust þess í gaer að þrjú ár
eru liðin síðan þeir hófu upp-
reisn sína gegn hernámi Isra-
els og fyrir stofnun eigin ríkis.
Við það tækifæri hétu þeir að
berjast áfram þar til sigur ynn-
ist á ísraelska hernámsliðinu.
„Við erum hingað komnirtil að
sýna staðfestu okkar í að halda
uppreisninni áfram þartil við
öðlumst frelsi," sagði Mah-
moud Aloul, landstjóri í
Nablus á Vesturbakkanum, þar
sem þúsundir komu saman.
Palestínumenn segja að upp-
reisnin hafi byrjað eftir að
Ariel Sharon, sem þá var leið-
togi stjórnarandstöðunnar í
fsrael, heimsótti einhvern
helgasta stað múslíma í Jer-
úsalem 28. september 2000.
ÍMYND: Bandaríska forsetafrú-
in Laura Bush kom til Parísar í
gær, í fyrsta áfanga fimm daga
ferðar sinnar til Evrópu þar
sem hún ætlar að reyna hvað
hún getur til að bæta ímynd
Bandaríkjanna í álfunni. Deilan
um (raksstríð hefur mjög skað-
að ímynd Bandaríkjanna á
undanförnum mánuðum.
„Það er landi okkar til mikilla
hagsbóta ef okkur tekst að
sýna fólki um allan heim
hvernig við erum í raun og
veru og hver lífsgildi okkar
raunverulega eru," sagði Laura
Bush áður en hún lagði upp í
langferðina.
Þetta er þriðja ferð forsetafrú-
arinnar einnar síns liðs til út-
landa frá því hún flutti í Hvíta
húsið.
OCDE
Vinkona meints morðingja
Önnu Lindh afhendir gögn
Sænska lögreglan hefur nú
undir höndum mikilvæg gögn
sem tilheyra hinum 24 ára
Mijailo Mijailovicsem grunaður
er um morðið á Önnu Lindh ut-
anríkisráðherra. Það var vin-
kona hins grunaða sem afhenti
lögreglu gögnin.
Sænska Aftonbladet segir að
konan sé lykilvitni í rannsókn lög-
reglunnar þar sem hún hafi vit-
neskju um hvað Mijailovic hafði
fyrir stafni fyrstu dagana eftir
morðið á utanríkisráðherranum.
Aftonbladet hefur heimildir fyrir
því að meintur morðingi hafi búið
hjá konunni í íbúð hennar suður af
Stokkhólmi. Lögreglan yfirheyrði
NÝGÖGN: Sænsku lögreglunni hafa
borist ný gögn í rannsókninni á morðinu á
önnu Lindh utanríkisráðherra.
konuna á laugardag. Lögreglan er
svo viss um að hafa fangað morð-
ingjann að hún hefur í raun hætt
allri vinnu með aðrar upplýsingar,
að sögn Dagens Nyheter. Hinn
grunaði var ekki yfirheyrður um
helgina.
Vikurnar fyrir morðið barst
Önnu Lindh fjöldi sendinga sem
túlka má sem hótunarbréf. í einni
þeirra var henni líkt við Stalín, ein-
ræðisherra í Sovétríkjunum.
Embættismenn utanríkisráðu-
neytisins fóru margsinnis fram á
það á meðan á kosningabaráttunni
fyrir evru-atkvæðagreiðsluna stóð
að Lindh fengi vemd. Sænska ör-
yggislögreglan SAPO taldi aftur á
móti að ekki væri þörf á slfku.
Kennsla hefst í FIA skólanum
1 □. Oktober.
Veró með námsgögnum:
99.000 kr.
Vinsamlegast greiöiö staöfestingargjaldið
25.000 kr. um leið og innritun á sér staö.
Leggið inn á reikning 515-14-605933
undir PPI-FIA, nafni og heimilsfangi,
annars telst skráning ekki gild.
Skráning í síma 577 5555
jonina@planetpulse.is
Smáauglýsingar
ertu að kaupa
eða selja?
550 5000