Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Page 18
34 FRÉTTIR MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003
ÓHOLLT: „Ef við borðum feitan mat, hvítt hveiti, hvítan sykur (uppistaðan í skyndibita) og drekkum mikið gos er uppskeran er offita, kransaeðavandamál, sykursýki tvö eða eitthvað þaðan af verra. Við getum aldrei svikið neinn annan
með því sem við borðum," segir Guðjón meðal annars í greininni.
Hvers vegna að borða?
Ein ástæða þess að megrunarkúrar virka ekkil
líkamiogsál
Guðjón Bergmann
w|s>iy|r yoga@gbergmann.is
Innst inni veistu nokkurn veg-
inn hvað er hollt mataræði og
hvað er óholit.
Hugsaðu! Þú veist að þegar þú
ferð út í sjoppu og færð þér
súkkulaði og gos að þú ert að láta
eftir þér óhollustu. Þú veist að það
hefur ekkert að gera með þá nær-
ingu sem líkami þinn þarf á að
halda. Þú veist betur, en af hverju
framkvæmir þú ekki alltaf í sam-
ræmi við þá vitneskju?
Að borða eftir lista
Flest erum við of upptekin af því
að spyrja í sífellu: Hvað á ég að
jg borða? Spurningin er alltaf hvað,
hvað, hvað? Við förum til einka-
þjálfara, næringarráðgjafa og leit-
um í bækur eftir listum yfir hvað
við megum og hvað við megum
ekki borða. Megrunarkúrar ganga
út á þessa aðferðafræði. Hversu
margir megrunarkúrar virka? Við
vitum öll svarið við því. Flestir end-
ast mislengi við það að borða eftir
lista. Það býr ekki til nýjan lífsstíl,
það gerir okkur háð listanum og
þeim aðilum sem búa til listana.
Þegar við „föllum" síðan í gamla
farið eða „svíkjumst“ undan ljúg-
um við því að okkur að við séum
Gott mataræði er okk-
ar einkamál. Við ætt-
um ekki að nota það
til að hreykja okkur á
því hvað við borðum
miklu hollari mat en
allir aðrir.
ekki að svíkja okkur sjálf heldur
þann aðila sem bjó til listann. Við
erum farin að svíkja einhvern ann-
an með því sem við borðum.
Hvernig getur það gengið?
Aldrei að borða fyrir aðra
Mataræði snýst aldrei um neinn
annan en þann sem borðar mat-
inn. Hér gildir einfalt lögmál sán-
ingar og uppskeru. Við uppskerum
í samræmi við þann mat sem við
borðum. Ef við borðum feitan mat,
hvítt hveiti, hvítan sykur (uppistað-
an í skyndibita) og drekkum mikið
gos er uppskeran ofFita, kransæða-
vandamál, sykursýki tvö eða eitt-
hvað þaðan af verra. Við getum
aldrei svikið neinn annan með því
sem við borðum. Þess vegna skiptir
ekki máli hvað öðrum finnst um
okkar mataræði. Það kemur engum
öðrum við. Gott mataræði er okkar
einkamál. Við ættum ekki að nota
það til að hreykja okkur á því hvað
við borðum mikiu hollari mat en
allir aðrir. Samkvæmt lögmáli sán-
ingar og uppskeru sést munurinn
einfaldlega á því hvernig við eld-
umst, hvað við höfum mikla orku
frá degi til dags og hversu heilsu-
hraust við raunverulega erum.
Tilfinningalegt ofát
Þá komum við að aðalspurning-
unni. Hvers vegna borðum við?
Hvers vegna förum við stundum
inn í ískáp eða út í sjoppu þegar við
erum nýbúin að borða? Hvað er
það sem rekur okkur áfram? Yfir-
leitt búa einhver særindi að baki
slíkri hegðun eða bara skamm-
tímahugsun.
Ef við höfum orðið fyrir tilfinn-
ingalegu áfalli einhvers staðar á
lífsleiðinni reynum við oft að deyfa
okkur með ofáti í staðinn fýrir að
horfast í augu við vandamálið. Eina
lausnin er að takast á við það sem
Efvið höfum orðið fyr-
ir tilfinningalegu áfalli
einhvers staðar á lífs-
leiðinni reynum við oft
að deyfa okkur með
ofáti í staðinn fyrir að
horfast í augu við
vandamálið. Eina
lausnin er að takast á
við það sem hefur
sært okkur.
hefur sært okkur. Takast á við reið-
ina, sorgina, óttann eða pirringinn
og breyta síðan um hegðun. Allir
megrunarkúrar eru dæmdir til að
mistakast ef þessi tilfmningalega
viðhorfsbreyting er ekki fram-
kvæmd samhliða vinnunni sem
henni fýlgir. Við breytum ekki um
hegðun nema að við upprætum or-
sökina fyrir hegðuninni.
Þeir sem þjást af skammtíma-
hugsun þurfa að sjá langtímafleið-
ingar þess sem þeir gera. Óhollt
mataræði í dag þýðir skert orka á
morgun eða eftir nokkur ár. Við
þurfum að læra að taka langtímaaf-
leiðingar fram yfir stundarfróun.
Borða í samræmi við lífsstíl
Annað sem við verðum að hafa í
huga er að sum okkar voru alin upp
á heimilum þar sem feður okkar og
mæður unnu líkamlega vinnu. A
slíkum heimilum er mikið borðað.
Sjómenn og bændur þurfa mikla
orku enda er vinnan allt annað en
auðveld. Flestir sem starfa í nútíma
samfélagi vinna hins vegar ekki erf-
iðisvinnu en borða enn þá í sam-
ræmi við það sem þeim var kennt í
uppvextinum. Viturleg þróun er að
breyta um mataræði samhliða því
að við breytum um lífsstfl. Eftir því
sem við eldumst og minnkum
hreyfinguna hægist á brennslu lík-
amans og hið óumflýjanlega gerist,
við fitnum. Skoðaðu því umhverfi
þitt, lífsstflinn, og sjáðu hvort þú
borðar í samræmi við hreyfíngu. Ef
ekki, gerðu þá eitthvað í málinu!