Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Side 24

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Side 24
40 TILVERA MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 íslendingar Umsjón: Kjartan Gunnar Kjartansson Netfang: aettir@dv.is Sími: 550 5826 Fólk í fréttum Ólafur Þórðarson þjálfari meistaraflokks karla í knattspyrnu hjá ÍA Ólafur Þórðarson, þjálfari meist- araflokks ÍA í knattspyrnu, gerði lið sitt að bikarmeisturum í ár með 1-0 sigri á FH í úrslitaleiknum nú um helgina. Starfsferill Ólafur fæddist á Akranesi 22.8. 1965 og ólst þar upp í foreldrahús- um. Hann var í grunnskóla á Akra- nesi og stundaði nám í bifvélavirkj- un við iðnbraut Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi. Ólafur hóf ungur störf við fyrir- tæki fjölskyldu sinnar, Bifreiðastöð ÞÞÞ á Akranesi, starfaði þar með námi og hefur sinnt þar akstri, við- gerðum, rekstrarstörfum og flestu því sem til fellur f stóru flutninga- fyrirtæki. Ólafur hóf ungur að keppa í knattspyrnu með ÍA, varð íslands- meistari með 5. flokki 1978, ís- landsmeistari með 3. flokki 1980, íslands- og bikarmeistari með meistaraflokki 1983 og 1984, bikar- meistari 1986, íslands- og bikar- meistari 1993, íslandsmeistari 1994, fslandsmeistari 1995, ís- lands- og bikarmeistari 1996, bikar- meistari 2000 og fslandsmeistari 2001. Auk þess varð hann fyrstu deildar meistari með Fylki 1999. Ólafur var atvinnumaður í knatt- spymu í Brand í Bergen í Noregi 1989-90 og með Lyn í Ósló 1992 en lék með og þjálfaði Fylki 1998-99 og hefur nú þjálfað meistaraflokk ÍAfrá hausti 1999. Ólafur hefur leikið öllum aldurs- flokkum íslenska landsliðsins og A- landsliðinu. Hann er nú þjálfari íslenska karlalandsliðsins 21 árs og yngri. Fjölskylda Ólafur kvæntist 19.3. 1988 Frið- meyju Barkardóttur, f. 5.10. 1965, húsmóður og starfsmanni við dval- arheimilið Höfða á Akranesi. Hún er dóttir Barkar Jónssonar, netagerðarmanns og fyrrv. verkstjóra hjá íslenska járnblendifélaginu, og Valgerðar Sigurðardóttur húsmóður. Börn Ólafs og Friðmeyjar em Valgeir, f. 19.3. 1986, nemi; Ester María, f. 26.8. 1988, nemi; Vigdís, f. 7.9. 1992, nemi. Systkini Ólafs: Þórður Þorsteins- son Þórðarson, f. 27.10. 1949, bif- vélavirki og bifreiðarstjóri á Akra- nesi, kvæntur Fríðu Sigurðardóttur og eiga þau þrjú börn, þ. á m. Þórð Þórðarson, markmann hjá ÍA, og Stefán Þórðarson, leikmann meistaraflokks ÍA; Teitur Þórðar- son, fyrrv. knattspyrnuþjálfari hjá Brand í Bergen og fyrrv. landsliðsþjálfari í Eistlandi, kvænt- ur Ásdísi Dóm Óladóttur og eiga þau tvö börn; Lilja Þórey, f. 23.7. 1954, húsmóðir og fiskverkakona á Akranesi, gift Valgeiri Valgeirssyni vélvirkja og eiga þau fjögur börn; Guðni, f. 28.3. 1957, bifreiðarstjóri, búsettur íTungu í Svínadal, kvænt- ur Lindu Guðbjörgu Samúelsdóttur og eiga þau sex börn; Sigríður, f. 9.5. 1963, húsmóðir í Svíþjóð, og á hún tvær dætur; Kristín, f. 20.7. 1968, skrifstofustúlka á Akranesi, og á hún tvö börn. Foreldrar Ólafs em Þórður Þ. Þórðarson, f. 26.11. 1930, d. 29.10. 2002, bifreiðarstjóri og forstjóri á Akranesi en var auk þess landsliðs- maður og lengi í fremstu röð ís- lenskra knattspyrnumanna, og k.h„ Ester Teitsdóttir, f. 26.9. 1932, húsmóðir. Ætt Þórður er sonur Þórðar Þor- steinssonar, bifreiðarstjóra og for- stjóra á Akranesi, Þórðarsonar, b. á Leiru, Þórðarsonar. Móðir Þórðar Þ. Þórðarsonar og kona Þórðar á Leiru var Guðný, dóttir Stefáns Bjarnasonar, b. í Hvítanesi í Skil- mannahreppi, og Kristjönu Teits- dóttur. Móðir Þórðar, föður Ólafs, var Sigríður, systir Rósu, ömmu Péturs Péturssonar, fyrrv. landsliðs- manns, atvinnumanns í knatt- spyrnu, og Bjarka, fyrrv. meistaraflokksmanns í ÍA, KR og Merkir íslendingar Magnús Guðmundsson Magnús Guðmundsson, cand. mag. og menntaskólakennari, fæddist að Ytri-Sveinseyri í Tálknafirði 29. september 1917. Hann var sonur Guðmundar Hallssonar, bónda á Ytri-Sveins- eyri, og k.h., Margrétar Einars- dóttur húsfreyju. Magnús var á trillum frá Tálknafirði frá tólf ára aldri, tvö sumur á kúttemm sem gerðir vom út frá Patreksfirði en hann stundaði sjómennsku til 1936 og starfaði síðan við Hvalstöðina á Suðureyri til 1939 er hann flutti suður tii Reykjavíkur. Hann stundaði nám við Hér- aðsskólann á Núpi 1936-38, lauk kennarapróf! frá KÍ 1940, las ut- anskóla til stúdentsprófs, lauk því 1949, lauk kennaraprófi í ís- lenskum fræðum við HÍ 1955 og stundaði nám við Tónlistarskól- ann í Reykjavík í þrjú ár. Magnús var kennari við Mið- bæjarskólann í Reykjavík frá 1941, við gagnfræðadeild skólans 1946-57, kenndi við VÍ 1957-64 og var íslenskukennari við MR 1964-89 er hann lét af störfum sökum heilsubrests. Magnús þótti afburðar ís- lenskukennari og var ætíð sér- stakalega ljúfur í viðmóti við nemendur. Hann var í hópi vin- sælustu kennara sem kennt hafa Móðir Teits sjómanns var Guðný Guðlaugsdóttir, b. í Höll í Þverár- hlíð, Jónssonar, b. á Stálpastöðum í Skorradaf, Erlendssonar. Móðir Guðnýjar var Oddrún Pálsdóttir, b. í Ártúni, Magnússonar, b. í Úthlíð í Biskupstungum, Sigurðssonar, b. í Hólshúsum, Magnússonar. Móðir Magnúsar í Úthlíð var Margrét Ara- dóttir, b. í Götu á Stokkseyri Bergs- sonar, ættföður Bergsættar Stur- laugssonar. Móðir Esterar var Unnur Sveins- dóttir, í Nýlendu, Ingjaldssonar. Móðir Unnar var Ólafína Ás- mundsdóttir, formanns í Háteigi Þórðarsonar, hreppstjóra í Elínar- höfða Gíslasonar. Móðir Ásmundar var Elín Ásmundsdóttir. Móðir Ólafínu var Ólína Bjarnadóttir, b. á Kjaransstöðum Brynjólfssonar og Helgu Ólafsdóttur. Andlát Brynjar Guðbjörn ívarsson, Möðru- felli 3, Reykjavík, lést á Landspítal- anum fimmtud. 25.9. Siguröur Jónsson frá Engey í Vest- mannaeyjum, síðasttil heimilis á Hásteinsvegi 53, Vetsmannaeyj- um, lést á Heilbrigðisstofnun Vest- mannaeyja þriðjud. 23.9. Ólöf Pálfna Sigurðardóttir (Lóa), dvalarheimilinu Ási, Hveragerði, andaðist miðvikud. 24.9. Sigurður Jónsson, Dunhaga 23, andaðist á Landspítala, Landakoti, mánud. 22.9. Útför hans hefur far- ið fram í kyrrþey að ósk hins látna. Lilja Bjarnadóttir, áður til heimilis í Hjaltabakka 8, lést á Droplaugar- stöðum sunnud. 21.9. Útförin hef- ur farið fram í kyrrþey að ósk hinn- ar látnu. Pétur Jóakimsson lést á Sólvangi miðvikud. 24.9. Breiðabliki. Sigríður var dóttir Guð- mundar, sjómanns á Sigurstöðum á Akranesi, Guðmundssonar, snikkara frá fsafirði, Árnasonar, bróður Erlends Árnasonar, bygg- ingameistara í Reykjavrk. Móðir Guðmundar á Sigurstöðum var Sig- ríður Ásbjörnsdóttir. Móðir Sigríð- ar Guðmunsdóttur var Kristín Jóns- dóttir frá Neðranesi, Helgasonar og Halldóru Vigfúsdóttur frá Grund. Ester er systir Sveins, sem var í fyrsta gullaldarliði Skagamanna, föður Árna, fyrrv. landsliðsmanns í knattspyrnu. Systir Esterar er Mar- grét, móðir Sigursteins Gíslasonar, í meistaraflokki KR. Ester er dóttir Teits, sjómanns á Akranesi, Bene- diktssonar, skútusjómanns á Bjargi á Akranesi, Teitssonar, í Skarðsbúð, Benediktssonar. Móðir Benedikts á Bjargi var Þorbjörg Kristjánsdóttir. við MR enda lengst af nefndur Magnús góði af nemendum skól- ans. Magnús var kvæntur Önnu Hallgrímsdóttur kennara en böm þeirra em dr. Hallgrímur læknir og Vigdís hjúkrunarfræðingur. Magnús lést 21. febrúar 2003. Smáauglýsingar sölutilkynningar og afsöl 550 5000 Stórafmæli 90 ára Ingileif Guðmundsdóttir, Holtsgötu 18, Hafnarfirði. Jóna Ásta Sigurðardóttir, Bergþórugötu 43þ, Reykjavík. 85 ára Geirþrúður Brynjólfsdóttir, Tjarnarlundi Id, Akureyri. Skúli Magnússon, Hveratúni, Árnessýslu. 80ára Björgvln Magnússon, Dalhúsum 51, Reykjavík. Inga Lovísa Guðmundsdóttir, Lækjasmára 8, Kópavogi. Jóhann Ingvarsson, Hjallaseli 31, Reykjavík. Jónfna Guðmundsdóttir, Lindasíðu 2, Akureyri. Úlfur Ragnarsson, Barðastöðum 21, Reykjavík. 75 ára Guðni Sigfússon, Arahólum 4, Reykjavík. Halldór Viðar Pétursson, Gullsmára 8, Kópavogi. 70 ára Jóna Jónsdóttir, Hrísateigi 39, Reykjavík. Steinunn Ingimundardóttir, Reykjarfirði, (safirði. Þóra Sigurmundsdóttir, Laugarbrekku 19, Húsavík. 60 ára Barbara Stefánsdóttir, Bakkastíg 3b, Eskifirði. Jón Gunnar Hannesson, Laugarnesvegi 65, Reykjavík. Katla Kristinsdóttir, Brekkubyggð 8, Garðabæ. Magnús Kristjánsson, Lágholti 21, Stykkishólmi. Þorvaldur Benediktsson, Sjávargötu 32, Njarðvík. Þórunn Ásta Sveinsdóttir, Ljósheimum 4, Reykjavík. 50 ára Agatha S. Sigurðardóttir, Skriðustekk 12, Reykjavík. Ásdfs Blöndal, Súluhöfða 24, Mosfellsbæ. Eirfkur Þórarinn Axelsson, Reykási 23, Reykjavík. Elvar Kristinsson, Jöklafold 2, Reykjavík. Gunnar Svavarsson, Engihjalla 21, Kópavogi. Kristfn Hannesdóttir, Kögurseli 5, Reykjavík. Martlna Brogmus, Flókagötu 65, Reykjavík. PéturJónsson, Árholti 3, (safirði. Pétur Magnús Sigurðsson, Hólabergi 42, Reykjavík. Stefán Loftur Stefánsson, Dísarási 3, Reykjavík. 40 ára Björgvin Gylfason, Langagerði 112, Reykjavík. Gísli Eiríksson, Egilsbraut 20, Þorlákshöfn. Guðiaugur Kristinn Gunnarsson, Vesturgötu 117, Akranesi. Guðrún Pálsdóttir, Gerðhömrum 28, Reykjavík. ingólfúr Rúnar Jónsson, Lautasmára 14, Kópavogi. Kolbrún Jónasdóttir, Tjarnarlundi 12d, Akureyri. Ólafur Haukur Þórólfsson, Miðhúsum 20, Reykjavík. Rfkarður Guðjónsson, Litluhlíð 5a, Ákureyri. Sesselja M. Blomsterberg, Lindarbraut 6, Seltjarnarnesi. Sigfús Ólafur Helgason, Langholti 16, Akureyri. Sigurður Gunnar Sveinsson, Dalhúsum 68, Reykjavík. Jarðarfarir Minningarathöfn um Ólöfu Höllu Hjartardóttur Chenery, verður haldin í Þingvallakirkju mánud. 29.9. kl. 13.30. Jóna Sigurðardóttir, Stuðlabergi 60, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði, mánud. 29.9. kl. 13.30.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.