Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Qupperneq 27

Dagblaðið Vísir - DV - 29.09.2003, Qupperneq 27
MÁNUDAGUR 29. SEPTEMBER 2003 TILVERA 43 ^^MlRhl'iípL || |j Sýnd kl. 5.30,8 og 10.20.B.L 12 ára. Sýnd kl. 5.30,8 og 10.30.B.L 16 ára STORMVIÐRI: Sýnd kl.8 og 10. ALEX AND EMMA: Sýnd kl. 8 og 10. f r--# Breskir /&C/ Bíódagar SWEET SIXTEEN: Sýndkl.6 BLOODY SUNDAY: Sýndkl.6 | ALL OR NOTHING: Sýndkl. 10.15. PLOTSWITH A V.: Sýndkl.6. THE MAGDALENE SISTERS: Sýnd kl. 8 KVIKMYNDAGAGNRWH Henry Birgir Gunnarsson henry@dv.is Útsendari djöfutsins Á næstunni fer í loftið þátturinn Lífsaugað með Þórhalli miðli. Þeir eru margir sem bíða spenntir eftir þættinum enda hafa skyggnilýs- ingar ekki sést í sjónvarpi síðan Eggert Þorleifsson lék miðil á ógleymanlegan hátt í myndinni Með allt á hreinu. Annars held ég að Þórhallur hafi gert reginmistök með því að mæta Gunnar Þorsteinssyni, forstöðu- manni Krossins, í pallborðsum- ræðum í íslandi í dag fyrir helgi en Gunnar er ekki par sáttur við að slíkur þáttur sé á leið í loftið. Þau „átök" voru svo óborganleg að þátturinn hans Þórhalls á eftir að falla algjörlega í skuggann. Gunn- ar er einsktakur karakter og svo einlægur og trúr skoðunum sínum að sjálfur Móses gæti ekki fengið hann til þess að skipta um skoðun. Þáttastjórnendumir fóm mikinn í hasarnum en þó á sinn hátt. Gunnar fór augsýnilega vemlega í taugarnar á Jóhönnu og beið mað- ur eiginlega eftir þvf að hún myndi stökkva yfír borðið og skrúfa Gunnar í gólfið - svo reið virtist hún vera honum. Þórhallur Gunnarsson virtist aftur á móú hafa gaman að öllu saman og reyndi hann að toga allt það versta upp úr Gunnari og fiskaði vel því hann fékk Gunnar til þess að kalla miðilinn útsend- ara djöfulsins og einnig lét Gunn- ar sig ekki muna um að spá fyrir svartnætti hjá Stöð 2 fyrir að setja slíkan þátt í loftið. Þórhallur má vera „djöfulli heitur" ef hann ætlar að gera betur en Gunnar í íslandi í dag. STJORNUGiOF ÐV W All or Nothing ★ ★★★ The Magdalene Sisters ★★★'i BloodySunday ★★★'Á Sweet Sixteen ★★★■i Nói albfnói ★★★< 28 Days Later ★★★ Pirates of the Caribbean ★ ★★ Terminator 3 ★★★ The Live of David Gale ★★i Sindbað sæfari ★ ★i The Italian Job ★ ★ BruceAlmight ★★ League of Extraordinary Centlemen ★ ★ Hollywood Homicide ★★ Legally Blonde 2 ★i DaddyDayCare ★ Lara Croft.... ★ Freddy vs.Jason. , ★ Svikari svikinn KVIKMYNDÁGAGNRÝNt Sif Gunnarsdóttir sif@dv.is Svikahrappamyndir hafa verið vinsæl tegund kvikmynda í gegn- um tíðina. í þeim svíkja svalir töffarar peninga út úr hrekklausu fólki - reyndar oft hrekklausum glæpamönnum - og það er eitthvað alveg einstaklega skemmtilegt við vel unna glæpi, sérstaklega þar sem enpu ofbeldi er beitt. I myndinni Matchstick Men leik- ur Cage Roy einstaklega færan svikahrapp enda með 20 ára starfs- reynslu. Stundum, eins og hann segir sjálfur, svíkur hann peninga af fólki sem á það ekki skilið. Hann er ekki sjarmatröll eins og þeir voru allir svikahrapparnir f Oceans El- Sambíóin/Háskólabíó Matchstick Men ★★★ even. Hann er haldinn alls kyns fó- bíum eins og víðáttufælni og sjúk- legri hræðslu við ryk og fær ástæðulaus áhyggjuköst. Svo lengi sem hann tekur lyfin sín þá lætur hann sér nægja að loka dyrum þrisvar og heimta að fólk fari úr skónum ef það kemur í heimsókn. En þegar pillurnar klárast hellist yfir hann ofsahræðsla, andlitið verður samsafn af kækjum og kipp- um og hann hellir svívirðingum yfir fólk. Sálfræðingur Roys heldur að lyf séu ekki rétta lækningin og setur hann í samband við 14 ára dóttur hans, Angelu, sem Roy vissi varla að var til. Stelpan er sjarmerandi og finnst spennandi að pabbi skuli vera glæpamaður. Hún vill gjarnan læra nokkur trikk af honum og Roy getur ekki annað en montað sig að- eins af færni sinni. Rétt í því að sál- artetur Roys er að opnast örlítið vegna tilkomu Angelu kemur félagi hans og lærlingur, Frank (Rockwell) með hugmynd að mun stærri svikum en þeir hafa áður unnið saman og hvað gerir Roy - nýorðinn ábyrgur faðir? Sagan er tvíþætt og hvor hluti um sig gæti haldið uppi heilli kvik- mynd, hvort sem það væri svika- mylla þeirra Roys og Franks eða karakterstúdían á Roy, vandamál- um hans, vantrú á starfinu sem hann valdi sér og hin nýfundna föðurást sem allt í einu opnar hon- um ótal dyr og sýnir honum mögu- leika sem hann vissi ekki að væru til. Ridley Scott er frábær sögumað- ur og á einkar auðvelt með að skapa persónur sem skipta áhorf- andann máli. Hver keyrði ekki út af með Thelmu og Louise, hljóp und- an skrímslinu með Ripley í Alien og barðist við hlið Maximus í hringn- um í Gladiator? Matchstick Men er lágstemmdari en flestar aðrar myndir Scotts og fyndnari en hann vinnur snilldarlega úr báðum sög- um. Þótt spennan sé meiri í kynn- um Roys og dóttur hans þá er svikamyllan nægilega þétt til að halda okkur við það efni líka. Cage er fullkominn í hlutverki Roys, píndur og skrýtinn, en aldrei um of, og alltaf sannfærandi. Rockwell er líka fínn í hlutverki fé- lagans og algjör andstæða Roys, töffari sem tekur lífinu létt, stríðir fóbískum félaga sínum en þó með ástúð. Lohman í hlutverki dóttur- innar sjarmerar áhorfendur um leið og föður sinn og atriðin milli þeirra þar sem þau eru varfærnis- lega að búa til samband föður og dóttur eru virkilega falleg. Matchstik Men ratar auðveldlega í hóp betri svikahrappsmynda þar sem saman fer óvænt saga, þétt leikstjórn og frábær leikur. Leikstjóri: Ridley Scott. Handrit Nicholas &Ted Griffin, byggt á skáld- sögu Eric Garcia. Kvikmyndataka: John Mathieson. Tónlist: Hans Zimmer. Aðalleikarar: Nicolas Cage, Sam Rockwell, Alison Lohman ofl. SVIKAHRAPPURINN: Nicolas Cage leikur smákrimmann sem fær dóttur sína í heimsókn. Lífið.eftir vinnu Salurinn: Stórtónleikar verða í Salnum í kvöld, kl. 20, þar sem Sigrún Hjálmtýsdóttir, Gunnar Guðbjörnsson, Kristinn Sig- mundsson og Jónas Ingimund- arson koma fram og flytja vinsælar aríur, dúetta og terzetta úr þekktum óperum, ásamt íslenskum sönglögum. Hátíðasaiur Iláskólans: Ina May Gaskin heldur fyrirlestur í dag kl. 17.00 í Hátíðasal Háskól- ans. Hann nefnist kynhormónar og barnsfæðing. Gerðuberg: Yfirlitssýning á verkum Koggu sl. 30 ár stendur yfir í Gerðubergi til 16. nóvem- ber. Eden: Torfhildur Steingríms- dóttir frá Hafnarfirði og Ólafur Árni Halldórsson frá Keflavik sýna í Eden í Hveragerði, m.a. ol- íumálverk, pastelmyndir og skúlptúrverk úr hvalskíðum, fjörugrjóti og steinsteypu. Ljósmyndasafn Reykjavíkur: Yfirlitssýning á verkum Magnús- ar Ólafssonar (1862-1937) hefur verið sett upp í Ljósmyndasafni Reykjavíkur í Tryggvagötu. Verk- in varpa ljósi á tímabilið frá alda- mótum 1900 fram undir miðbik 20. aldar. Gallerí Skuggi: Guðrún Öya- hals er með sýninguna Eftir höfðinu dansa limirnir í Gallerí Skugga. Grensáskirkja: Himinn og jörð nefnist sýning Þorgerðar Sigurð- ardóttur í Grensáskirkju. Þar eru 15 teikningar, unnar með blýi á akrýlgrunnaðan pappír. Þær eru gerðar á þessu ári og eru úr myndröð sem var sýnd í Ás- mundarsal, Listasafni ASÍ í apríl sl. AUmargar eru í einkaeigu, ein fengin að láni hjá Listasafni Reykjavíkur en aðrar eru til sölu. Listasafn ASÍ: Einar Garibaldi Eiríksson og Bruno Muzzolini eru með einkasýningar í Lista- safni ASÍ. Einar Garibaldi sýnir málverk og kallast sýning hans ísland í níu hlutum. Bruno sýnir ljósmyndir og myndbandsverk og undir yfiskriftinni Augna- gildrur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.