Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Qupperneq 24

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Qupperneq 24
24 DVHELGAMLAÐ LAUGARDAGUR 4. OKTÖBER 2003 Matur og vín Umsjónarmenn: Gunnþóra Gunnarsdóttir, gun@dv.is Haukur Lárus Hauksson, hlh@dv.is Granatepli Granateplið er upprunnið í Persíu og er talið fyrsti ávöxtursem hafin var ræktun á. Granatepia er vfða getið f Biblíunni og telja sumir að fpau séu hinn forboðni ávöxtur sem Adam og Eva_ borðuðu aff Eden og öll ógæfan hlaustaf. Granatepli hefur löngum verið talið frjósemistákn, vegna þess hve auðugt það er affræjum. Pauði liturinn í eplunum er mjög fastur og erfitt er að ná honum úr efnum. Meðal annars þess vegna hefur rauði liturinn í . austurlenskum teppum verið fenginn úr granateplum. Granatepli eru á stærð við appelsínu en hefur leðurkennt, rauðgyiit hýðimeð nokkurs konar kórónu. Pað er með ótal fræjum sem umlukin eru rauðu, sætu aídinkjöti. Safinn erþykkurog sætur og notaðursem braðgjafi og litarefni í drykki. Þarsemhýðigranateplannaerþykktgeymastþau vel. Þauerugóðeihsogþaukoma fyrireneinnígmánota fræin sem skrautá kökur og í ábætisrétti. Gefur fallegan lit og segir Örvar Birgisson í Nýja kökuhúsinu ferskt bragÖ „Ganateplið er mjög sérstakur ávöxtur og það er gaman að leika sér með hann í skreyt- ingar og bragðefni því bæði gefur hann fal- legan lit og ferskt bragð,“segir Örvar Birgis- son, bakari í Nýja kökuhúsinu að Auðbrekku 2 í Kópavogi. Hann segir kjörið að nota síróp með sætsúrum aldinkjörnum eplisins því það vegi svo vel á móti. í balsamicsósuna sem hann lagar fyrir okkur út á eftirréttinn, Panna Cotta, notar hann mjög þunnt síróp sem heitir Dillon Canne en út á marengstert- una dreifir hann hlynsírópi (maplesírópi) sem er algengara að sjá í hillum versl- ana. Panna Cotta 450 g rjómi 1 stk. vanillustöng 11/2 bl. matarlím 135 gmjólk 75 g flórsykur 150 g létt- þeyttur rjómi Matarlímið er bleytt upp f köldu vatni. Rjóminn, vanillu- stöngin og mjólkin er sett í pott og soðið niður þangað til blandan fer að þykkna. Potturinn er tek- inn af hellunni og matarlím- inu bætt út í. Blandan er kæld í ca 30 gráður og þeytta rjómanum er bætt út í með sleif. Hellt í ca 8 lítil álform og látið stífna í ca 3 klukkutíma. Balsamicsósa 60 g balsamic-edik 40gDillon Canne síróp sett ípott og soðið niður um helming. Kjarnarnir og aldinkjötið tekið innan úr granateplinu og sett í skál. Panna Cottað er losað úr forminu með því að bregða forminu ofan í heitt vatn, þá losnar innihaldið úr og því er hvolft á disk. Balsamic sósan (ca ein matskeið) er sett yfir og kjarnarnir og aldin- kjötið úr granat- eplinu þar ofan á. „ - ' m ... Marengsterta með granateplum og hlynsírópi (maplesírópi) 140 g eggjahvítur 300 g sykur Hvítur og sykur stífþeytt saman. Deigið sett á smjörpappír og smurt í 2 hringlaga botna. Bakað við 150 gráður í ca 45 mínútur. 0,51 rjómi 1 granatepli hlynsíróp Rjóminn er þeyttur og kjarnarnir og aldin- kjötið tekið úr eplinu og sett í skál. Annar marengsbotninn er settur á bakka og þeyttur rjómi ofan á og síðan hluti af granateplinu. Þá hinn botninn, meiri rjómi og afgangurinn af granateplinu. Að síðustu er hlynsírópi hellt yfir kökuna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.