Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Page 28
28 DVHELCARBLAÐ LAUQARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 Þórgunnur Snædal er doktor í norræn- um fræðum og hefur sérstaklega kynnt sér rúnir. Hún kom til íslands í það sem hún taldi verða stutta heimsókn en hef- ur fundið fjársjóð á sviði rúnarannsókna í íslenskum handritum. Þórgunnur Snædal er doktor í norrænum fræðum, sérfræðingur í rúnum og starfar að rannsóknum á þeim hjá stofnun þjóðminja- varðar í Svíþjóð en Þórgunnur ílentist þar í landi eftir framhaldsnám. Hún situr um þess- ar mundir á handritadeild Landsbókasafns- ins, skoðar rúnir í handritum og hefur eigin- lega fundið fjársjóð því að mun meira leynist af rúnum í slíkum handritum en áður var vit- að um. Þetta varpar nýju ljósi á stöðu rúna- leturs í íslensku samfélagi fýrri alda'og verður talið merkilegt framlag til rúnarannsókna í heiminum. DV hitti Þórgunni á Landsbókasafninu og spurði hana fyrst hvenær blómatími rúnanna hefði staðið. „Það má segja að þær hafi blómstrað frá upphafi víkingaaldar og allt fram til 1400 á öllum Norðurlöndunum en farið hnignandi upp frá því. Þær lifðu þó áfram á einangruð- um stöðum, voru t.d. í notkun á Gotlandi meða! bænda fram yfir 1600 og það sama má segja um ísland," segir Þórgunnur sem skrif- aði doktorsritgerð sína um gotlenskar rúnaristur. Lifðu lengur á íslandi - Lifðu rúnir lengur á fslandi en annars staðar? „Þegar ég hóf þetta verkefni sem ég nú vinn að ætlaði ég einkum að skoða rúnir frá mið- öldum og þaðan af eldri í handritum en síðan áttaði ég mig á því, þegar ég fór að skoða það sem hér er til, hvað þær lifðu lengi og voru mikið notaðar. Hér á fslandi virðast rúnir hafa verið í notkun nánast fram á okkar daga. Til dæmis sker maður í Skagafirði heilt vers á rúmfjöl árið 1875. Ég hélt fyrst að menn hefðu haft forskrift úr bókum en rúnaletrið er breytilegt eftir héruð- um á íslandi sem sýnir að það hefur ekki ver- ið svo heldur hefur þekking á rúnaletri lifað með þjóðinni fram á 20. öld. Þetta kom mér mjög á óvart." - Sem dæmi um rúnaþekkingu meðal al- mennings tekur Þórgunnur Paradísarhelli undir Eyjafjöllum sem þekktur er úr róman- tískri sögu Jóns Trausta um Önnu á Borg en í sögunni leynist Hjalti, ástmaður hennar, í hellinum. Paradísarhellir er vinsæll við- komustaður ferðamanna og þar finnast margar rúnaristur sem Þórgunnur hefur skoðað og aldursgreint. Þar má meðal annars finna fangamark Steinmóðs Bárðarsonar, ábóta í Viðey, og nöfn margra fleiri sem stað- festa útbreidda þekkingu á rúnum. Stein- móður var uppi á 15. öld og kom í hellinn 1451. „Þarna hafa menn setið og rispað nöfn sín í bergið og hafa ekki haft neina forskrift. Steinmóður var í embættiserindum á þess- um slóðum sem umboðsmaður biskups og kann að hafa farið í hellinn í skemmtiferð en aðrir hafa kannski notað hann sem sæluhús. Ég ’er eldd viss um að það hafi verið mjög eifitt að komast í hann fýrir þá sem eru vanir að ferðast." Bónorð á keflinu - Þórgunnur hefúr ferðast víða um land og IFÓTSPOR FEÐRANNA: Þórgunnur Snædal er doktor í rúnaristum og starfar í Svíþjóð. Hún situr nú á Landsbókasafni og kannar rúnir í íslenskum handritum og segist hafa fundið þar fjársjóði. Þórgunnur hefur lengi átt sér þann draum að starfa við fræðimennsku á Islandi eins og forfeður hennar. DV-mynd Teitur ' i am

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.