Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Qupperneq 33

Dagblaðið Vísir - DV - 04.10.2003, Qupperneq 33
r ur standi einungis til þess að skrifa góða bók og nota til þess allar tiltækar heimildir. Ég er heillaður af því verkefni að taka öll þessi litlu fróðleiksbrot og fella þau saman í eina heild sem ég vona að verði faglega gerð. Ég skil hvorki upp né niður í því upphlaupi sem orðið hefur. Ég held helst að handhafar réttarins hafi ef til vill vonda ráðgjafa því að ég trúi ekki að þau vilji hindra umræðu um boðskap Halldórs Laxness og trúi ekki að þau vilji banna mér að vitna í verk hans og rit. Það væri furðulegt því að hann er okkar þjóð- skáld. Það vill þó gleymast í þessu máli að Hall- dór átti íjögur börn og ég hef átt gott samstarf við Maríu dóttur hans. Hún virðist yfirleitt gleymast í fréttatilkynningum frá börnum skáidsins." Fyrsta uppkast að ævisögu 28 ára - Þótt þú trúir því ekki, geta þau það? „Ég held að höfundarrétturinn sé óviss á þessu sviði. Bréfasafnið er að hluta til bréf til I Halldórs frá öðrum. Það vissu ailir að bréf til Halldórs myndu lenda á safni og menn sem áttu bréf frá Halldóri hafa afhent þau í þeirri P trú. Ég trúi ekki að hægt sé að takmakra að- gang að slíkum gögnum. Fyrsta tilraunin sem gerð var til að skrifa ævisögu Halldórs var gerð í kringum 1930. Það gerði Stefán Einarsson prófessor í Baltimore sem skrifaði uppkast sem er varð- veitt á safninu og ég hef lesið. Bréf Halldórs til annarra hafa flest verið af- hent í því skyndi að leyfa fræðimönnum að | rannsaka. í þriðja lagi tók ekkja Halldórs fram þegar hún afhenti bréfin að þar væru engin leynd- ! armál og var svo að skilja að þau væru afhent þjóðinni. Ég kom einu sinni eða tvisvar að Gljúfra- steini þegar ég var blaðamaður á Eimreiðinni sem ungir frjálshyggjumenn gáfu út. Halldór tók mér vel og ekki síður Auður sem er gest- risin og elskuleg kona sem ég tel að hafi reynst manni sínum mjög vel. Mér finnst mjög miður ef þau hafa misskilið eitthvað ] minn tilgang með þessari bók.“ Yrði ekki góður munkur - Hannes Hólmsteinn hefur ferðast um all- an heim í fótspor Halldórs Laxness sem var líklega meðal víðförlustu manna á sinni tíð og síðast var hann á ferð á Nýja-íslandi í Kanada. Hannes segist hafa fyllst lotningu gagnvart andrúmsloftinu í klaustrinu í Clair- vaux í Lúxemborg þar sem hann dvaldi um hríð og vaknaði klukkan fimm til að hlýða á tíðasöng. „Ég dáðist að því fólki sem kýs að stíga þetta skref og snúa þannig baki við þessum heimi með ys og þys. Ég held að ég sé ekki gerður úr því efni sem yrði að góðum munki en það var afskaplega fróðlegt og skemmti- legt að vera þarna. Eg hef hvergi skrifað jafn vel og jafn mikið eins og dagana mína í klaustrinu." - Hannes hefur skrifað ævisögur tveggja manna áður, Jóns Þorlákssonar og Benja- míns Eiríkssonar. í ævi beggja má fínna tengsl við fræðigreinar og starfssvið Hannes- ar. Þegar hann þræddi heiminn í fótspor Halldórs Laxness var hann að leita að skiln- ingi á skáldinu? „Ég var að leita að skilningi á manninum sem var settur saman úr skáldinu, baráttu- manninum og heimsborgaranum. Eitt af því sem gerir hann heillandi er togstreitan milli þessara þátta. Halldór velti því fyrir sér að hætta að fást við skáldskap og snúa sér að stjórnmálum enda hafði hann mikinn áhuga á umbótum í íslensku samfélagi. Þessi átök og togstreita endurspeglast í ritum hans. Ég skrifa um skáldið og rithöfundinn en líka um manninn sem hafði ákveðnar skoð- anir á þjóðmálum, sumar heilbrigðar, aðrar sem ég er ekki sammála. Ég hef samúð með módernistanum Hall- dóri sem vildi endurbæta ísland og nútíma- væða það. Hann var líka mjög vinnusamur og reglusamur miðað við marga aðra rithöf- unda. Verk hans voru skrifuð með jötunefldu átaki, gífurlegri vinnu vikum og mánuðum saman. Ég hef reynt að leggja eins mikla vinnu í þetta verk og er samboðið Halldóri Laxness og hef aldrei mætt öðru en góðfýsi og sam- starfsvilja, bæði í Landsbókasafni og öðrum söfnum. Þetta hefur verið mjög skemmtileg- ur tími.“ Hann var snillingur - Nú hefur sumt af því sem þú segir um Halldór verið sagt um þig sjálfan. Þú er róm- aður íyrir iðni og atorku og eins bg hann hef- ur þú verið ódeigur við að boða þjóð þinni nýjar hugmyndir þótt þær séu af öðrum toga en hreinlætisáróður og kommúnismi Hall- dórs. Finnst þér þú skilja hann á persónuleg- um nótum? LAUGARDAGUR 4. OKTÓBER 2003 DV HELGARBLAÐ 45 MAÐUR OG BÆKUR: Hannes Hólmsteinn Gissurarson hefur enn einu sinni valdið fjaðrafoki í íslensku samfélagi og nú með skrifum sínum á ævisögu Halldórs Laxness sem þó erekki enn komin út. „Ég hef reynt að öðlast betri skilning á hon- um en áður en Halldór var það sem við hinir erum flestir ekki. Hann var snillingur. Fyrsta smásagan sem var skrifuð um Halldór hét einmitt Snillingurinn og er í smásagnasafni eftir Indriða Indriðason frá Fjalli. Hún kom út 1930 þegar Halldór var 28 ára gamall. Menn sáu strax að hann var sém'. „Steinunn Sigurðardóttir t.d. hafði skoðun á bók minni þótt hún hefði ekki lesið hana. Mér sárnaði við hana fyrir þessa miklu fordóma í minn garð. Það er ekki eins og ég sé ein- hver óþekkt stærð í þessum málum." Ég er sammála því og tel hann snilling en ég er gagnrýninn á hann. Ég er ekki að skrifa bók gegn Halldóri né honum til dýrðar held- ur bók um hann. Ég er ekki að skrifa Heil- agramannasögur. Ég held að erfmgjamir séu ekki að gera þeim tveimur fræðimönnum sem teknir em út úr neinn greiða. Eigum við ekki bara að keppa á jafnréttisgrundvelli og láta dæma okkur af verkum okkar. Sumt fólk hefur talið sig þess umkomið, í t.d. sjónvarpsþáttum, að hafa skoðun á því hvernig mín bók verði áður en hún kemur út. Steinunn Sigurðardóttir t.d. hafði skoðun á bók minni þótt hún hefði ekki lesið hana. Mér sárnaði við hana fyrir þessa miklu for- dóma í minn garð. Það er ekki eins og ég sé einhver óþekkt stærð í þessum málum. Ég bið fólk bara að gefa mér tækifæri og meta svo verkin." Aðeins vopnaðurpenna - Staðfesta þessir fordómar ekki að þessi átök em í senn persónuleg og mætti ltkja þeim við kalt stríð? „Munurinn er sá að þau hafa eignirnar, valdið og réttindin en ég hef bara einn lítinn penna." - Nú hafa sumir orðið til þess að setja þessi átök í sérstaklega pólitískt samhengi og nefna Bláu höndina í þessu samhengi og telja þig hafa eitthvert sérstakt forskot og njótir ein- hverrar sérstakrar velvildar. Hvaða hönd styður þig? „Mér fmnst þessi málflutningur algerlega fáránlegur og framandi. Ég hef ekkert forskot þegar bókin er annars vegar. Ég fékk einu sinni að koma að Gljúfrasteini og stóð við f klukkutíma. Þessi umræða er eins og bannið mér fullkomlega óskiljanleg." - Hver ætlar að gefa bókina út? „Ég hef í mörg ár haft útgefanda sem heitir Jónas Sigurgeirsson og rekur Bókafélagið. Hann mun sjá um þessi mál eins og hann er vanur. Raunar hefur fjöldi útgefanda hringt í mig og Jónas ræður því hvort hann gerir samninga við þá.“ - Nú hljóta ferðalög um alla heimsbyggð- ina og vinna í tvö ár að hafa kostað sitt. Er einhver sem styrkir þig fjárhagslega í þessu verkefni? „Nei. Ég kosta þetta sjálfur í þeirri von að fá eitthvað af þeim kostnaði til baka ef vel geng- ur.“ Hver skilur ástina? - Halldór Laxness var heimsborgari og lífs- nautnamaður, tvígiftur og átti börn með þremur konum. Það má ljóst vera að ástin hefur því verið sterkt afl í lífl hans. Þú hefur ferðast um alla króka og kima til þess að setja þig í spor hans en þú ert sjálfur einhleypur. Skilur þú ástina sem afl f lífi hans? „Skilur nokkur ástina? Plató segir að ástin sé guðdómleg vitfirring sem svipti menn ráði og rænu og margir sem hafa fúndið til ástar geta trútt um talað. Ástin er sterkt afl í lífi Halldórs ogJ>að endurspeglastí verkum hans en þar er ástin frekarljverfúl, hún kemur og hún fer. Ég vil se@a hreinskiinisJega og heið- arlega frá ævi HáUdórs en þetta verður ekkert uppljóstrunarrit. Um þetta vil ég að öðru leyti vísa í fyrsta bindi bókar minnar sem nær til 1932,“ segir Hannes að lokum. polli@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.