Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Síða 11
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 FRÉTTIR 7 7
tónllstamus vio Reykjavíkurhofn. Málio virðist nú
vera komið á dagskrá fyrlr alvöru en hugmyndlr
Landsbanka um að fá lóð f narsta nágrennl hefur
hleypt nýju Iffl I umraaðuna.
NÝJAR HÖFUÐSTÖÐVAR LANDSBANKANS
Björgólfur Guðmundsson, formaður bankaráðs Landsbanka (slands, sendi for-
manni borgarráðs, Alfreð Þorsteinssyni, bréf sem dagsett er 24. september með
ósk um viðræður við borgina um lóðamál Landsbankans. Áhugi sé innan
bankaráðs og bankastjórnar að reisa nýjar höfuðstöðvar í miðborginni. Saga
miðborgar Reykjavlkur og þróun höfuðstöðva Landsbankans sé samofin frá
upphafi síðustu aldar. Það sé vilji Landsbankans að halda áfram að vera með
aðalstarfsemi sína í miðborginni ef aðstæður séu fyrir hendi. Óskað er eftir við-
ræðu um lóð austan Pósthússtrætis og sunnan Geirsgötu. Einnig kemur fram í
bréfi Björgólfs að Landsbankinn muni áfram nýta byggingu sína að Austur-
stræti 11 fyrir útibú, fundahöld og gestamóttöku.
Alfreð Þorsteinsson hefur lýst yfir ánægju sinni með áhuga Landsbankans á
miðbænum. Talið er að þetta geti leitt til þess að stór fyrirtæki endurskoði hug
sinn til miðbæjarsvæðarins með það í huga að festa sig þar I sessi. hkr@dv.is
að gefa út leiðbeinandi teikningar
um útlit, heldur ætlum við fyrst að
klára drög að deiliskipulagi."
Stefán segir að hugmyndir
Landsbanka um nýbyggingu í mið-
bænum geti vel samrýmst áform-
um um byggingar á svæðinu. Lóðin
sem Landsbankinn hafi sótt um sé
einmitt á forræði Austurhafnar-TR.
/ tengslum við tónlist-
ar- og ráðstefnuhúsið
er gert ráð fyrir 250
herbergja fyrsta flokks
alþjóðlegu hóteli með
möguleika á stækkun.
Reiknað hafi verið með að koma
mætti fyrir aukalega á þeirri lóð um
15 þúsund fermetra byggingum.
„Þeir eru ekki að biðja um nema 8
til 10 þúsund fermetra svo það
gengur alveg upp í sjálfu sér.“
Tilbúið 2008
Stefnt er að opnun tónlistarhúss-
ins og ráðstefnumiðstöðvarinnar í
árslok 2008, samkvæmt fýrirliggj-
andi framkvæmdaáætlun og í
skýrslunni er gert ráð fyrir að heild-
artekjur af tónlistarhúsinu og ráð-
stefnumiðstöðinni geti numið um
416 milljónum króna strax árið
2009, miðað við verðlag árið 2003.
Á móti kæmi heildarkostnaður upp
á tæplega 385 milljónir króna
þannig að áætlaður hagnaður af
rekstrinum fyrsta árið næmi því um
31 milljón króna. Er gert ráð fyrir í
skýrslunni að rekstrarhagnaður fari
stigvaxandi næstu fimm árin eftir
opnun hússins og verði kominn í
ríflega 63 milljónir króna árið 2013.
MAftGVfSLEGAR HUGMYNDÍR: Samkeppni hefur
verlð haldln um skipulag svæðls undir
6,4 milljarða tónlistar-
hús og 6 milljarða hótel
Talið geta skilað hagnaði straxáfyrsta rekstrarári
Rekstur fyrirhugaðs tónlistar-
og ráðstefnuhúss, sem áætlað
er að rísi í miðborg Reykjavíkur
fyrir árslok 2008, á að geta stað-
ið undir sér og skilað hagnaði
strax á fyrsta rekstrarári.
Þetta er niðurstaða nýrrar
skýrslu, Imformation Memorand-
um, sem kynnt var í gær um bygg-
ingu og rekstur tónlistarhúss, ráð-
stefnumiðstöðvar og hótels í
Reykjavík.
Þá er talinn góður rekstrargrund-
völlur fyrir fyrsta flokks alþjóðlegt
hótel í tengslum við tónlistar- og
ráðstefnuhúsið. Þetta er meðal nið-
urstaðna í ítarlegri skýrslu sem al-
þjóðlega ráðgjafarfyrirtækið
Hospitality Consulting
International hefur unnið fyrir
einkahlutafélagið Austurhöfn-TR
ehf., sem var stofnað af ríki og borg
í apríl sl. til að hrinda þessu verk-
efni í framkvæmd.
AUSTURHÖFN: Frá kynnningu á nýrri skýrslu um rekstur fyrirhugaðs tónlistar- og ráðastefnuhúss sem ætlunin er að reisa í miðborg Reykjavíkur.
Einkaframkvæmd
Unnið er að því að tónlistarhúsið
og ráðstefnumiðstöðin verði boðin
út sem einkaframkvæmd. í því felst
að einkaaðili mun annast hönnun,
byggingu, íjármögnun og rekstur
mannvirkja. Er nú gert ráð fyrir því
að framlag ríkis og borgar til bygg-
ingar tónlistarhúss og ráðstefnu-
miðstöðvar nemi 6,4 milljörðum
króna og greiðir ríkið 54% þess
kostnaðar en borgin 46%. Miðað
við þær fjárhæðir sem gert er ráð
fyrir í verkefninu er skylt að bjóða
það út á Evrópska efnahagssvæð-
inu.
Reynist einkaframkvæmdarað-
ferðin ekki fær verður aðferðafræði
verkefnisins endurskoðuð. Munu
ríki og borg þá beita sér fyrir lausn
verkefnisins eftir öðrum leiðum.
6 milljarða alþjóðlegt hótel
f tengslum við tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið er gert ráð fyrir 250
herbergja fyrsta flokks alþjóðlegu
hóteli sem reist verði og fjármagn-
að af einkaaðilum. Áæduð heildar-
stærð hótelsins er um 20.000 m2 en
mögulegt verður að byggja við það
7.000 m2, þannig að herbergin verði
450.
Áætlað er að bygging hótelsins
muni kosta rúmlega 6 milljarða
króna, miðað við gengið árið 2003,
og gætu byggingarframkvæmdir
farið fram á sama tíma og fram-
kvæmdirnar við tónlistar- og ráð-
stefnuhúsið, eða seinna. Miðað við
áætlaðar markaðsaðstæður gæti
rekstrarhagnaður hótelsins árið
2009 numið rúmlega 432 milljón-
um króna, miðað við verðlag árið
2003, og hækkað upp í tæplega 747
milljónir árið 2013, eða um 43,1%.
Stjórn Austurhafnar-TR ehf. tók
til starfa í maí, hefur þegar hrundið
af stað nauðsynlegri undirbúnings-
vinnu og leitað sér sérfræðiráðgjaf-
ar, bæði innanlands og utan. Útboð
á sérfræðiráðgjöf fyrir Austurhöfn-
TR hefur verið auglýst og er ráðgert
að opna tilboð nú í október.
hkr@dv.is
Gert er ráð fyrir því að
framlag ríkis og borgar
til byggingar tónlistar-
húss og ráðstefnumið-
stöðvar nemi 6,4 millj-
örðum króna. Ríkið
greiði 54% þess kostn-
aðar en borgin 46%.
Skýrslan, Imformation
Memorandum, er ætluð fjárfest-
um, þróunaraðilum og verktökum
sem hafa áhuga á að fjármagna,
hanna, byggja og reka tónlistarhús-
ið og ráðstefnumiðstöðina í heild
sinni eða að hluta til, sem og þeim
sem vilja fjárfesta í byggingu og
rekstri hótels á Austurhöfninni í
tengslum við bestu ráðstefnuað-
stöðu sem í boði verður á íslandi
næstu árin.
Framkvæmdastjóri Austurhafn-
ar-TR, Stefán Hermannsson, fyrr-
verandi borgarverkfræðingur, segir
tæplega tveggja ára verðlaunatil-
lögu um skipulag svæðisins og tón-
listarhús ekki verða nýtta í óbreyttri
mynd en eftir eigi að fara í mikla
skipulagsvinnu.
„Það er mjög líklegt að höfundur
verðlaunatillögunnar, Guðni Tyrf-
ingsson í Kaupmannahöfn, muni
koma að þeirri vinnu. Við erum
ekki komnir á það stig að við séum
■ v