Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Blaðsíða 23
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 TILVERA 35
Spurning dagsins: Hver er uppáhaldsmaturinn þinn?
Karen Hauksdóttir, 11 ára:
Pitsa með skinku og ananas.
Kolbrún Magnúsdóttir, 6 ára:
Grjónagrautur með kanil og mjólk.
Hrafnhildur Magnúsdóttir, 6 ára:
Hamborgarhryggur.
Guðrún Dís Magnúsdóttir, 8 ára:
Pitsa með skinku og ananas.
Ásdís Eva Magnúsdóttir, 2 ára:
Grjónagrautur.
Áslaug Kristln Jóhannsdóttir, 4 ára:
Pitsa með tómatsósu og osti.
Stjörnuspá
Gildir fyrir þriðjudaginn 7. október
Myndasögur
y% Vatnsberinn (20.jan.-i8. febr.)
Atburðir dagsins gera þig
líklega bjartsýnan en þú verður að
gæta hófs, sérstaklega í peningamál-
um. Ekki vera kærulaus.
LjÓnÍð f2Ayú//-22. dgúsfj
Ferðalög eru ef til vill á
dagskrá í nánustu framtíð. Það
borgar sig að hafa augun opin í dag
og hlusta vel á ráðleggingar annarra.
^ F\skm\r (19. febr.-20.mars)
Einhver vandamál koma upp
en þegar þú kynnir þér málið nánar
sérðu að þú þarft ekki að hafa
áhyggjur. Fáðu hjálp ef þú getur.
ttx Meyjan (23. ágúst-22. sept.)
Þér finnst allt ganga hægt
í byrjun dagsins en það borgar sig
að vera þolinmóður. Kvöldið verður
ánægjulegt.
CtfQ Hrúturinn (21.mars-19.apr(l)
Taktu ekki mark á fólki sem er
neikvætt og svartsýnt. Kvöldið verður
afar skemmtilegt í góðra vina hópi.
Happatölúr þínar eru 7,16 og 48.
Vogin (23.sept.-23.okt.)
Þú ræður sjálfur miklu um
framvindu dacjsins og ættir að treysta
á dómgreind þína. Hegðun einhvers
kemur þér á óvart.
NaUtÍð (20. apríl-20. maí)
Haltu þig við áætlanir eins
og þú getur og vertu skipulagður. Þér
bjóðast góð tækifæri í vinnunni og
skaltu fremur stökkva en hrökkva.
1TL
Sporðdrekinn (24.0ia.-21.n0v.)
Margt sem þú heldur áríð-
andi í dag er ekki endilega jafnmikil-
vægt og þér finnst. Haltu fast við
skoðanir þínar.
FvMtmti (21.mai-21.júni)
Fréttir sem þú færð eru
ákaflega ánægjulegar fyrir þína
nánustu. Hætta er á smávægilegum
deilum seinni hluta dagsins.
Bogmaðurinnr27.nór.-7/.</ö.j
Þú þarft að einbeita þér að
einkamálunum og rækta samband
þitt við ákveðna manneskju sem þú
ert að fjarlægjast.
Krabbm(22.júní-22.jáii)
Vonbrigði þróast yfir í
ánægju þegar þú færð fréttir frá vini
eða ættingja. Samband þitt við
ákveðinn einstakling fer batnandi.
Steingeitin (22.des.-19.jan.)
Eitthvað sem þú vinnur að
um þessar mundir gæti valdið þér hug-
arangri. Taktu þér tíma til að íhuga mál-
ið. Þú færð fréttir sem gleðja þig mjög.
Krossgáta
Lárétt: 1 djörf,
4 hæfileika, 7 lélegan,
8 læk, 10 nöldur,
12 fjölda, 13 ritfæri,
14 virðingar, 15 spíri,
16 dvöl, 18 fjas, 21 lán,
22 glöggur, 23 starf.
Lóðrétt: 1 andi,
2 framhandleggur,
3 fjöllyndur, 4 sigurverk,
5 fljótið, 6 gremju,
9 ákafri, 11 mætu,
16 öruggur, 17 dýja-
gróður, 19 tóm, 20 sigti.
lausnneðstá silunni.
Skák
Umsjón: Sævar Bjarnason
Hvítur á leik!
Alltaf vekur Kaspi athygli. Núna
er hann að tefla í Evrópukeppni
taflfélaga á eynni Krít og byrjar
auðvitað með látum! Hans lið vann
belgískt lið, 6-0, í fyrstu umferð og
Kasparov vann eins og honum ein-
Lausn á krossgátu
um er lagið! Með fórnum til hægri
og vinstri. Hellir tapaði einnig fyrir
pólsku liði, 6-0, þar sem Vassily
Ivanchuk vann spennandi skák við
Helga Áss á fyrsta borði.
Hvítt: Gary Kasparov (2.830)
Svart: Chuchelov (2.608)
Nimzo-indversk vöm.
Rethymnon,
Krít (1), 28. september 2003
1. d4 Rf6 2. c4 e6 3. Rc3 Bb4 4.
Dc2 c5 5. dxc5 0-0 6. a3 Bxc5 7. Rf3
b6 8. Bf4 Rh5 9. Bg5 Be7 10. h4 Bb7
11. 0-0-0 Rc6 12. e4 Rf6 13. e5 Rg4
14. Bf4 Hc8 15. Kbl f5 16. exf6 Rxf6
17. Rg5 De8 18. Rb5 e5 19! Bd3 e4
20. Be2 h6 (Stöðumyndin) 21. Rd6
Bxd6 22. Bxd6 hxg5 23. hxg5 Rh7
24. Hxh7 Kxh7 25. Bxf8 Dxf8 26.
Dxe4+ Kg8 27. Dd5+1-0.
•eisor'eneöl 'Á|szi 'siAgi
'nu6a6 11 'ujsæ 6 '6jn g 'eue s '|)jJ!A6ue6f 'jn}B|sne| £ 'u|0 z '|?s i njgjQ9T
•efe! £Z 'JÁJ|S ZZ 'n>|>|n| iz 'snej 8i 'js|a 91
'!|B si 's63A ÞL '|IJS £L '6æs zi '66eu oi 'nuæ| 8 'ue>je| l 'nje6t7'|gAs l :u?J?T
Hrollur
Margeir
Stríð á reginfjöllum
% m>
Sigurður Bogi Sævarsson
sigbogi@dv.is
Uppi á reginfjöllum austur á
landi hefur síðustu vikurnar verið
háð býsna einkennilegt stríð. Við
eigast ítalska verktakafyrirækið
Impregilo og hundruð erlendra
verkamanna sem hafa verið fengnir
til þess að beisla Jöklu með fram-
kvæmdum sem eru einhverjar þær
viðamestu sem sést hafa hérlendis.
Inntak væringanna er að fyrirtækið
býr verkamönnum sínum alls ekki
þær aðstæður sem boðlegar eru
nokkrum manni. Og það í nánast
sama hvaða tilliti sem er. Blessun-
arlega hefur verkalýðshreyfingin
látið málið til sín taka - en betur má
ef duga skal.
í viðtali við Mogga fyrir helgina
var stjórnarformaður Landsvirkj-
unar, Jóhannes Geir Sigurgeirsson,
spurður út í þetta mál - og þar lýsti
hann yfir áhyggjum sínum af
ímynd Impregilo hér á landi, þá í
ljósi atburðarásar síðustu vikna.
Segir að staða fyrirtækisins f þjóð-
félaginu sé ekki nógu góð.
Nú þekki ég nefndan stjórnarfor-
mann, mektarbónda norðan úr
Eyjafirði, ekki nema að góðu einu.
Veit að þar fer maður sem vill vel.
En mér finnst hann hins vegar ekki
taka réttan pól í hæðina með því að
lýsa yfir sérstökum áhyggjum af því
orðspori sem ítalski verktakarisinn
hefur skapað sér hér á landi.
Áhyggjuefnið hlýtur að snúa að
þeim mönnunum
sem svo illa er
búið að. Launa-
mál hafa verið f
ólagi, vinnubúðir
illa byggðar,
margir verka-
menn ekki með
réttindi til að
stjórna þeim
vinnuvélum sem
þeir gera þó - og
svo framvegis.
Þetta hefur skapað
ólgu í samfélag-
inu, rétt eins og
mannréttindabrot gera jafnan.
Fyrirtæki, stofnanir og einstak-
lingar leggja mikið undir til að
skapa jákvæða ímynd af sér og
sínu. Slíkt er afar þýðingarmikið.
Hitt þurfa menn að hafa staðfast-
lega í huga að ímyndin og orðspor-
ið geta aldrei verið annað en endur-
speglun veruleikans. Og þegar
vinnubrögðin eru lík því sem
Impregilo hefur sýnt hlýtur al-
ménningsálitið að draga dám af
því.