Dagblaðið Vísir - DV - 06.10.2003, Page 27
MÁNUDAGUR 6. OKTÓBER 2003 TILVERA 39
Zellweger borðar á sig tuttugu kíló
Leikkonan Renée
Zellweger lætur sig nú
ekki muna um að borða
og borða til að þyngjast
um tuttugu kíló fyrir
framhaldsmyndina um
hina geðþekku Bridget
Jones. Og það er ekkert
leynarmál hvernig hún
fór að. „Þetta er einfald-
ur reikningur. Ég er búin
að vera að háma í mig
mjög feitan mat," segir
leikkonan, sem mætt er
til Englands til að sprella
afturfyrirframan
myndavélarnar. Á með-
an á fitukúrnum stóð
hóf Renée hvern dag
með því að borða fjórar
sneiðar af ristuðu brauði
með rjómaosti ofan á.
En hún lét ekki þar við
sitja.
„Þetta er bara fyrsti rétt-
urinn af fjögurra rétta
morgunmat," segir leik-
konan. Maður ætti sos-
um ekki að vorkenna
Renée því hún fær um
tvo milljarða milljarða
króna ofan á jafnhá laun
fyrir að fita sig.
Þoldi ekki að sjá sig í nauðgunarsenu
Leikkonunni Nicole Kidman
varð svo mikið um þegar hún
horfði á atriði í nýrri kvik-
mynd sinni þar sem henni er
nauðgað, að hún yfirgaf sýn-
ingarsalinn. Um er að ræða
atriði í Dogville, nýjustu kvik-
mynd danska leikstjórans
Lars von Triers. ( myndinni
leikur Kidman dularfulla
konu á flótta undan útsend-
urum mafíunnar á fjórða ára-
tug síðustu aldar. Hún leitar
hælis í litlum bæ í Kólóradó
þar sem altmuligmaðurinn
Chuck, sem Stellan Skarsgárd
leikur, nauðgar henni. Síðar
nauðga fleiri karlar henni ít-
rekað. „Mér fannst þetta ein-
um of erfitt og fór þess
vegna," sagði Nicole eftir
sýninguna.
VELKOMIN: Það er huggulegt að láta
þennan myndarlega svein standa við
dyrnar og taka á móti gestum. Efnið í
hann fæst í Föndurkofanum.
KERTASKREYTINGAR: Vinsælttóm-
stundagaman hjá hagleiksfólki. Úr Litum
og föndri.
ekki eftir hjartalaga jólapokunum? í
Litum og föndri eru þeir úr filti sem
klippt er niður í sérstakri vél sem
hver og einn hefur aðgang að ef
efnið er keypt þar.
Krukkur og box
Pappamassabox fást í ýmsum
formum og stærðum. Þegar þau
hafa verið máluð og skreytt breyt-
ast þau í hinar glæsilegustu um-
búðir utan um hvaðeina, til dæmis
kökur eða góðgæti. Sama er að
segja um glerkrukkurnar sem geta
verið venjulegar niðursuðukrukkur
úr búrskápnum. Þær eru málaðar í
grunninn með möttu dekalakki og
skreyttar með máluðum eða álímd-
um myndum, glimmeri, perlum
eða glitrandi snjó. „Þetta er bara
spurning um útfærslu," segja hagar
konur og finnst þetta ekki mikið
mál.
gun@dv.is
Ekki vildi Silja afmælisgjafir og bað boðsgesti að styrkja Rauða krossinn í staðinn. Hún þáði samt frá DV Ijósmynd af forsíðu Vísis frá 4.
október 1943 (Silja fæddist á sunnudegi og þá kom Vísir ekki út). Smáviðbót var við forsiðuna þar sem sagði að fæðst hefði altalandi
undrabarn í Eyjafirðinum daginn áður! Það var Jónas Haraldsson, aðstoðarritstjóri DV, sem færði Silju gjöfina. DV-MYNDIR TEITUR OG HARI
Ingibjörg Haraldsdóttir skáld flutti afmæl-
isbarninu veglegt kvæði undir bragarhætti
sem Púshkín var tamur.
Gagnrýnendurnir Jónas Sen og Sigríður
Albertsdóttir stigu á svið og sögðu frá
kynnum sínum af Silju.
Matthías Johannessen, skáld og fyrrver-
andi ritstjóri Morgunblaðsins, ásamt eigin-
konu sinni Hönnu Johannessen.
afmæli
Silja Aðalsteinsdóttir, menning-
arritstjóri DV, átti sextíu ára afmæli
síðastliðinn föstudag. Hún bauð
ættingjum og vinum til afmælis-
veislu í Iðnó sama kvöld og kom
hátt á annað hundrað manns í
veisluna sem var hin glæsilegasta
og ekki síður hin skemmtilegasta.
Dagskrá var í gangi langt fram eftir
kvöldi þar sem fluttar voru ræður
Silja var manna kátust í eigin afmælisveislu. Hér skemmtir hún sér ásamt Bubba Morthens
og fleiri gestum.
Mikill fjöldi gesta kom í Iðnó á föstudagskvöldið og skemmti sér hið besta enda dagskráin
vönduð og skemmtileg.
Meðal bestu vina Silju eru Bubbi Morthens og Vigdís Finnbogadóttir, fyrrverandi forseti Is-
lands.
Silja tekur lagið uppi á sviði ásamt dætrum sínum, Sif og Sigþrúði.
hjá Silju
og kvæði og tónlist ómaði. Dætur
Silju, Sif Gunnarsdóttir og Sigþrúð-
ur Gunnarsdóttir, stjórnuðu dag-
skránni af miklum myndarskap og
fékk Silja engu þar um ráðið. Þegar
dagskránni lauk var dansað fram á
nótt við ljúfa tóna, harmonikku,
fiðlu og kontrabassa. Er óhætt að
segja að gestir hafi farið ánægðir til
sinna heimkynna að veislu lokinni.
Guðmundur Ólafsson leikari skálaði fyrir
Silju og söng Ó sole mio henni til heiðurs.