Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 2

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 2
2 FRÉTTIR MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 ÚTGÁFUFÉLAG: Útgáfufélagið DV ehf. FRAMKVÆMDASTJÓRI: örn Valdimarsson AÐALRITSTJÓRI: Óli Björn Kárason AÐSTOÐARRrTSTJÓRI: Jónas Haraldsson DV: Skaftahlíð 24,105 Rvík, sími: 550 5000 Fax: Auglýsingar: 550 5727 - Ritstjóm: 550 5020 - AÐRAR DEILDIR: 550 5749 Rltstjóm: ritstjorn@dv.is - Auglýsingan auglys- ingar@dv.is. - Drelfing: dreifmg@dv.is Akureyri: Hafnarstræti 94, sími: 462 5000, fax: 462 5001 Setnlng og umbrot Útgáfufélagið DV ehf. Plötugerð og prentun: Árvakur hf. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endur- gjalds. DV greiðir ekki viðmælendum fyrir viðtöl við þá eða fyrir myndbirtingar af þeim. Efni blaðsins Samfylkingin fór 30 milljonir fram úr áætlun - frétt bls. 4 Ævintýraleg ferð yfir Grænlandsjökul - frétt bls. 8 Neita að rífa múrinn -frétt bls. 10-11 ímynd og afrek Vil- hjálms Stefánssonar - Menning bls. 15 Lyfjahneyksli í heimi frjalsíþróttamanna - (þróttaljós í DV Sport bls. 29 Bíó og sjónvarp - Tilvera bls. 26-27 Undirbúa orkufram- leiðslu úr dýraskít Stjórn Hellabrunn-dýragarðs- ins í Miinchen í Þýskalandi er nú með það í undirbúningi að nýta dýraskít, gras og aðrar fóðurleifar til orkuframleiðslu fýrir dýra- garðinn. Eins og orkjugjafinn gefur til kynna er hér um að ræða lífræna orkuframleiðslu í þar til gerðum lífmassaofni og munu fbúar dýragarðsins, allt frá fílum, nas- hyrningum og björnum til fugla, snáka og músa, leggja sitt af mörkum til framleiðslunnar. Að sögn Hans Johans Faerber, fjármálastjóra dýragarðsins, er búist við að orkuframleiðslan muni standa undir sér en ætlun- in er að nota orkuna til upphit- unar og lýsingar í dýragarðinum, auk þess sem umframorka, sem áætluð er 25 kflóvött, verði seld á frjálsum markaði. Úttekt á vörnum vegna eiturvopna VARNIR: Ríkisstjórn fslands samþykkti á fundi sínum í gær að fela starfshópi undir forystu dómsmálaráðuneytis og með aðild utanríkis-, heilbrigðis- og umhverfisráðuneytis að gera úttekt á varnarviðbúnaði vegna notkunar eiturefna-, sýkla- og geislavopna hérá landi. Hlut- verk starfshópsins verður m.a. að gera tillögur til úrbóta með það að markmiði að viðbúnað- ur hér á landi verði fullnægj- andi. I greinargerð til ríkisstjórn- ar vegna málsins kemur fram að varnir gegn gereyðingarvopn- um á borð við eiturefna-, sýkla- og geislavopn sé meðal helstu viðfangsefna ríkisstjórna vest- rænna þjóða nú um stundir. Hættan á hermdar- og hryðju- verkum, þar sem slíkum vopn- um kann að vera beitt, er talin ein stærsta ógn fyrir borgara hins vestræna heims. I greinar- gerðinni segir jafnframt að mik- ilvægt sé að vinna sem þessi sé sett í gang enda sé hér um nýja og varanlega ógn að ræða sem beinst getur gegn Islandi, ekki síður en öðrum þjóðum. Starfs- hópurinn mun skila tillögum sínum í byrjun næsta árs. Spáir gosi HAMFARIR: Eldgos gætu orðið í Grímsvötnum á næstu tveimur árum og fyrr en síðar í Kötlu. Þetta kom fram í fyrirlestri Freysteins Sigmundssonar, forstöðu- manns Norrænu eldfjalla- stöðvarinnar, í gærkvöld. Freysteinn segir glögg merki um landris á báðum stöðum og því vert að hafa varann á. Borgin tryggir ekki skólabörn líklega gert í sparnaðarskyni, segir Fræðslumiðstöð Reykjavíkur Börn í grunnskólum Reykjavík- urborgar eru ekki tryggð. Hins vegar tryggir borgin starfsfólk grunnskólanna. Tryggingar skólabarna hafa alltaf öðru hvoru komið upp á borð borg- aryfirvalda en þau hafa hafnað þeim hugmyndum. Þessar upplýsingar fengust hjá Ósk- ari Konráðssyni hjá Fræðslumiðstöð Reykjavíkur, sem sagði að það væri „stefna borgarinnar að tryggja ekki skólaböm." Fyrr í þessum mánuði lenti 8 ára stúlka í því að hún slasaðist talsvert þegar róla, sem hún var að róla sér í á leikvellinum við Breiðholtsskóla, slitn- aði. Stúlkan þeyttist út rólunni og á leikfangakastala þar sem hún lenti á andlitinu. I lún fékk mikla áverka, m.a. stórt glóðarauga og bólgur hægra meg- in í andlitið. Fötin sem hún var í eyðilögðust. Farið var með litlu stúlkuna til lækn- is og er hún nú á góðum batavegi. Faðir stúlkunnar, Svanberg Hjelm, kvaðst í samtali við DV hafa fengið þær upplýsingar hjá aðstoðarskólastjóra í skólanum að líklega fengi hann föt stúlkunnar bætt. Þegar hann fór að grennslast nánar fyrir um bætur kvaðst hann hafa fengið þau svör hjá Fræðslu- miðstöð Reykjavfkur að böm í skólum á höfuðborgarsvæðinu væm ekki tryggð, einungis starfsfólkið. „Eg varð svo undrandi að ég þurfti að láta segja mér þetta tvisvar," sagði Óskar sagði að engar tryggingar væru til fyrir skólabörn. Fyrirspurnir um þær hefðu komið upp á borð hjá borgar- ráði öðru hvoru, en for- ráðamenn borgarinnar hefðu hafnað slíkum hugmyndum. Svanberg. „Hvernig má yfirvöldum vera stætt á því að vista þúsundir bama, sem við treystum þeim fyrir, en bömin reynast síðan ótryggð. I mfnu tilviki fór betur heldur en á horfðist, en maður spyr sig hvað yrði ef bam hlyti varanlegan skaða af að leika sér í leik- tækjum skólans, sem reyndust síðan ekki vera í fullkomnu lagi, eins og var í þetta sinn." Óskar Konráðsson sagði að engar VARASAMUR LAS: Svanberg heldur á keðjulás á einni rólunni, þar sem eyrun hafa verið klippt af. Á svona lás reif dóttir hans fötin sín daginn eftir að hún varð fyrir slysinu í ról- unni. DV-myndirÞÚK RÓLAN GAF SIG: Svanberg við róluna sem slitnaði þegar átta ára dóttir hans var að róla sér í henni. Stúlkan hlaut talsverða áverka í andliti og eyðilagði fötin sín. tryggingar væm til fyrir skólaböm. Fyr- irspumir um þær hefðu komið upp á borð hjá borgarrráði öðm hvom en forráðamenn borgarinnar hefðu hafri- að slíkum hugmyndum. Spurður um hvort það væri gert í spamaðarskyni kvaðst Óskar gera ráð fyrir að svo væri. „En við reynum að koma til móts við forráðamenn bama ef slys verða í skól- unum," sagði hann. „Við greiðum til dæmis á móti Tryggingastofnun ríkis- ins allt upp í 100.000 krónur ef um tannbrot er að ræða. Ef minni slys verða reynum við að greiða komugjald á heilsugæslustöð, svo og fyrir endur- komu. Ef um vangá af hálfu starfsfólks er sannanlega að ræða þá getum við verið bótaskyld. En við reynum að sansa í rólegheitum hvert tilvik fyrir sig ef um smáslys er að ræða." Sjá einnig bls. 6 jss Fyrrum fangi fær ekki bætur Fyrrum fangi á Litla-Hrauni fær ekki dæmdar bætur frá ríkinu þó svo að sannað sé með lækn- isfræðilegum gögnum og álits- gerð örorkunefndar að hann varð fyrir líkamstjóni við vinnu sína í fangelsinu í byrjun ágúst 1999. Þetta var niðurstaða Héraðs- dóms Reykjavíkur í gær. Maðurinn, sem er lærður málari, var að vinna með manni sem er lærður trésmiður, en þeir mynd- uðu svokallaða málaradeild fang- elsisins. Vom þeir að fjarlægja rimla af gluggum fangahúss með slípirokki. Málarinn stóð í álstiga á hallandi bámjárnsþaki, trésmiðurinn studdi við en hált var vegna bleytu. Þegar hnykkur kom á stigann féll málar- inn niður en kom niður á fæturna. Örorkunefnd taldi að slysið drægi úr getu mannsins til öflunar tekna i framtíðinni - miski sé met- inn 7% en örorka 10%. Trygginga- stofnun hafnar umsókn um slysa- bætur þar sem greiðslur sem fang- ar fá vegna vinnu teljist ekki laun. Héraðsdómur viðurkennir hins vegar að líkamstjón mannsins haft orsakast í slysinu en rökstyður sína höfnun með því að Vinnueftirliti og lögreglu hafi ekki verið gert viðvart strax, Einnig að stiginn hafi ekki verið bilaður, meðfanginn bæri ekki sök og stefnandinn hefði starfsreynslu sem málari og því þaulvanur stigum. Honum hafi mátt vera ljóst að slysi hefði verið forðað með því að negla fast borð í bámjárnsþakið til stuðnings stig- anum. ottar@dv.is

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.