Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Page 28
28 DVSPORT MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003
Keppni (hverju orði
Netfang: dvsport@dv.is
Sími: 550 5885 • 550 5887 • 550 5889
KR-stelpur styrkjast
KÖRFUKNATTLEIKUR:
Kvennalið KR hefur náð sér í
liðsstyrk fyrir veturinn en leik-
maður að nafni Katie Wolfe er
væntanleg í vesturbæinn fijót-
lega. Wolfe er bandarískur bak-
vörður sem lék með BC Kaup-
mannahöfn í Danaveldi í haust
en eftir að liðið var gert gjald-
þrota var Wolfe laus allra mála.
( kjölfarið ákvað hún að slá til
og skella sértil fslands. Wolfe
er sögð vera góður skorari og
var með um 20 stig í leik sið-
asta vetur hjá Oakland-háskól-
anum sem er 1. deildar skóli í
Bandaríkjunum. KR-liðið hefur
misst marga sterka leikmenn
að undanförnu og því kemur
Wolf væntanlega til með að
hjálpa liðinu að ná fyrri styrk.
Tvenna Signýjar í fyrsta leik
KÖRFUKNATTLEIKUR: Signý
Hermannsdóttir spilaði sinn
fyrsta leikfyrirTenerife í
spænsku 2. deildinni um helg-
ina. Þrátt fyrir ósigur með eins
stigs mun stóð Signý sig vel og
náði tvöfaldri tvennu. Hún
skoraði 16 stig ásamt því að
taka 12 fráköst, þar af sjö
þeirra í sókn. Skotnýting henn-
ar var þó ekki eins og hún ger-
ist best og fóru aðeins fimm
skot af 17 niður. Signý samdi
við spænska liðið í haust eftir
rúmlega þriggja ára veru með
Cameron-háskólanum í Banda-
ríkjunum. Þar áður lék Signý
með Stúdínum hér heima.
Signý er fjórði atvinnumaður-
inn í kvennakörfunni og eini
konan í dag.
Intersportdeildin í körfubolta:
Jesper aftur
til KR-inga
Verður löglegur íleik gegn Haukum 18. nóvember
KR-ingar hafa fengið kunnug-
legt andlit til liðs við sig og er
það enginn annar en Jesper
Winter Sörensen sem lék með
félaginu síðast þegar KR
hampaði fslandsmeistaratitl-
inum fyrir rúmum þremur ár-
um.
„Ég er gríðarlega ánægður með
að vera að koma til íslands aftur
þar sem ég var mjög ánægður
með veru mína þar síðast. Það
stóð alls ekki til að ég færi til ís-
lands en félagið mitt fór á haus-
inn fyrir stuttu. Framkvæmda-
stjórinn fór illa með fjármuni fé-
lagsins og því er gjaldþrot orðið
staðreynd.
Ég hafði gert tveggja ára samn-
ing við BC Kaupmannahöfn og
hafði áætlað að spila fyrir það
næstu tvö árin. Við vorum með
frábært lið og það allra besta í
Danmörku. Við áttum að spila í
Evrópukeppinni og ýmislegt var
lagt undir.
Þegar ljóst var að liðið yrði lagt
niður kom upp sá möguleiki að
koma aftur til Islands og leika
með KR. Ég vonast til að geta tek-
ið upp þráðinn frá því að ég var
með KR síðast þar sem við urðum
„Ég samdi til loka
þessa tímabils en er
vel tilbúinn að skoða
það að vera með KR í
nokkurár."
íslandsmeistarar. Ég samdi til
loka þessa tímabils en er vel til-
búinn að skoða það að vera með
KR í nokkur ár.
Ég hef fylgst vel með boltanum
á íslandi frá því að ég fór eftir
tímabilið 2000. Grindavík, Njarð-
vík og Keflavík eru allt hörkulið
sem koma til með að vera okkar
helstu andstæðingar."
fngi Þór Steinþórsson var að
sjáifsögðu ánægður með það að
vera búinn að fá Sörensen til sín
aftur. „Þetta kom mjög óvænt
„Þetta þýðir líka það
að það verður aukin
samkeppni í liðinu
sem er afhinu góða."
upp á. Maður átti alls ekki von á
þessu en við tökum honum fegins
hendi. Hann á eftir að hjálpa okk-
ur mikið bæði innan sem utan
vallar. Við þekkjum hann ein-
göngu að góðu og vitum hversu
góður karakter hann er. Þannig
að ég er gríðarlega sáttur við
þetta.
Þetta þýðir líka það að það
verður aukin samkeppni í liðinu
sem er af hinu góða," sagði Ingi
um þenna liðsstyrk.
ben@dv.is
TÖLFRÆÐI JESPERS
Jesper Sörensen lék í eitt og
hálft tímabil í vesturbænum á
árinum 1999 til 2000. Alls spilaði
Daninn 25 leiki með KR í
deildinni og 13 leiki í
úrslitakeppninni.
Jesper í úrvalsdeildinni:
Leikir 25
Mínútur að meðaltali 31,3
Stig að meðaltali 12,2
Fráköst að meðaltali 2,6
Stoðsendingar aö meðaltali 4,0
Stolnir boltar að meðaltali 1,60
Tapaðir boltar að meðaltali 3,08
Skotnýting 46,2%
3ja stiga körfur aö meðaltali 1,0
3ja stiga skotnýting 27,1%
Vítanýting 76,3%
ooj@dv.is l
TITILLINN KOM SfÐAST: KR-ingar urðu fslandsmeistarar í körfubolta síðast þegar
Daninn Jesper Sörensen lék með liðinu. Hér sést hann með aðra höndina á
fslandsbikarnum og með Inga Þór Steinþórsson þjálfara sér við hlið.
VELKOMNIR: Þorlákur Árnason og Jón Sveinsson skrifuðu í gær undir þriggja ára samning við Fylki. Þorlákur verður aðalþjálfari en Jón
aðstoðarþjálfari ásamt því sem hann mun þjálfa 2. flokk félagsins. Ásgeir Ásgeirsson, formaður meistaraflokksráðs Fylkis, býður hér þá
Jón og Þorlák velkomna í Árbæinn. DV-mynd Pjetur
Hálfur hraði
nægði ÍBV til 10 marka sigurs gegn Gróttu/KR
IBV-GRÓTTA/KR
34-24 (15-11)
Oómaran
ArnarSigurjónsson
og Svavar Pétursson
7/1Q
Gæöi leiks:
3/10
Áhorfendun
210.
Bestur á vellinum:
Alla Gokorian, fBV
Gangur leikslns:
1-0, 3-5,8-7,12-9,(15-11), 15-12,21-14,
26-19,30-21,34-24
Mörk/ þar af viti (skoVvfti) Hraðaupphl.
AnnaYakova 9/6 1
Guðbjörg Guðmannsdóttir 6(10,4
Alla Gokorian 5 3
SylviaStrass 4(4)1
Birgit Engl 4 1
Nfna Kristin Björnsdóttir 3 :4) 0
Anja Nielsen 1 1
Þórsteina Sigurbjörnsdóttir 1 (3) 1
Etísa Sigurðardóttir 10
Samtals: 34/6(54/6)12
Fiskuð vfti
Guðbjörg Guðmannsdóttir 2
Anja Nielsen 2
Sylvia Strass, Birgit Engl 1
Varin skot/þar af viti (skot á sig/víti)
Júlia Gantimorova 14 37%
Brottvtsanin 8 mínútur.
GRÓTTA/KR
Mörk/ þar af vlti skot/víti Hraðaupphl.
Eva Björk Hlöðversdóttur 00 o
Aiga Stefane 6(9) 1
Ragna Karen Siguröardóttir 4 15} 2
Eva Margrét Kristinsdóttir 3 (9) 0
Anna Úrsúla Guðmundsdóttir 1 (2) 0
Kristln Þórðardóttir 1(2)0
TheodoraVisockaite 1 0
Samtals: 24/4(47/4)3 FiskuÖ víti
Eva Margrét Kristinsdóttir 3
Anna úrsúla Guðmundsdóttir 1
Varin skot/þar af viti (skot á sig/vlti)
Hildur Gísladóttir 10 23%
Brottvfsanln 12 mlnútur.
f RE/MAX-deild kvenna áttust
við Grótta/KR og ÍBV en leikur
liðanna fór fram í Eyjum og
hafði verið frestað frá því í síð-
ustu viku. Það var hins vegar
eins og leikmenn liðanna
nenntu ekki að spila leikinn því
að gæði handboltans voru á
mjög lágu plani. Engu að síður
unnu Eyjastúlkur, 34-24, og tíu
marka sigur (BV var ótrúlega
stór miðað við getu liðsins í
leiknum.
Gestirnir byrjuðu betur og voru
yfir fyrstu tíu mínúturnar en það
var eins og leikmenn ÍBV væru að
bíða eftir því að einhver tæki við
sér í þeirra liði. Andleysið var hins
vegar ótrúlegt á köflum, leikmenn
virtust hreinlega ekki nenna því að
spila leikinn en baráttan var örlítið
meiri hjá gestunum. Grótta/KR
tefldi fram nýjum leikmanni,
Theodora Vidockaite, sem spilaði
einmitt með ÍBV tímabilið
2001-2002. Hún kemur eflaust til
með að styrkja liðið þegar líður á
veturinn en hún náði sér ekki á
strik í þessum leik.
Varnarleikurinn small
Staðan f hálfleik var 15-11 og
forusta ÍBV var fýrst og fremst að
þakka góðum fimm mínútna
leikkafla undir lok hálfleiksins. í
upphafi síðari hálfleiks virtist ekki
vanta mikið upp á að leikmenn
Gróttu/KR kæmust aftur inn í leik-
inn en þá loks sást lffsmark hjá fs-
landsmeisturunum. Vamarleikur-
inn small saman og fyrir vikið fékk
ÍBV töluvert af hraðaupphlaupum
sem nýttust vel. Alla Gokorian var
greinlega orðin þreytt á andleys-
inu en hún var dugleg í varnar-
leiknum og skoraði sjálf þrjú mörk
úr hraðaupphlaupum, nokkuð
sem hún er ekki þekkt fyrir.
Eftir þennan ágæta leikkafla ÍBV
gáfust leikmenn Gróttu/KR hrein-
lega upp og heimaliðið þurfti ekki
að hafa mikið fyrir því að skora
mörk. Undir lokin kom Nína K.
Björnsdóttir fersk inn í lið ÍBV,
skoraði þrjú mörk á stuttum tíma
og virðist óðum vera að fmna sitt
gamla form. Hún sagði eftir leik-
inn að sér þætti fyrst og fremst gott
að vera komin aftur af stað. „Ég
neita því ekki að það er gaman að
vera farin að spila aftur. Ég er bú-
in að bíða lengi og mér sýnist að
höndin ætli að hanga saman.
Leikurinn var ekki vel spilaður af
okkar hálfu en við gerðum það
sem til þurfti. f raun var þetta allt
of stór sigur miðað við frammi-
stöðu okkar en við áttum líka von
á meiri mótspymu.”
„ Við duttum alveg
niður á hælana og
náðum aldrei að rífa
okkur upp eftir það."
Eva Hlöðversdóttir, fyrirliði
Gróttu/KR, sagði að leikmenn
hefðu einfaldlega gefist upp. „Við
vorum yfir f fyrri hálfleik en svo
kom eitthvert andleysi yfir okkur.
Við duttum alveg niður á hælana
og náðum aldrei að rífa okkur upp
eftir það. Það gekk ekkert upp hjá
okkur í sókninni, lélegar sendingar
og fyrir vikið fengu þær hraðaupp-
hlaup. Theodora á líka eftir að
styrkja okkur í vetur, hún er góður
leikmaður og þarf kannski að
komast aðeins inn í okkar leik."
19'
K O N U R RE/MAXDEILD Wm r
Staðan:
Valur 7 7 0 0 185-151 14
(BV X 5 0 1 174-130 10
FH 7 r 0 2 186-171 10
Haukar 7 4 1 2 189-185 9
Stjarnan 7 4 0 3 144-139 8
Vikingur 7 2 1 4 152-154 5
Grótta/KR X 2 1 3 138-143 5
KA/Þór 8 1 1 6 195-234 3
Fylkir/lR 7 1 0 6 176-194 2
Fram 6 1 0 5 129-167 2