Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 13
+
MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 SKOÐUN 13
Hver tekur forystuna?
KJALLARI
Gunnar Karlsson
prófessor
Á undanförnum misserum hef
ég skifað nokkuð í þetta blað
og víðar um nauðsyn þess að
við (slendingar tileinkuðum
okkur nýja hugsun í öryggis-
málum. Við þyrftum að losa um
her Bandaríkjamanna á Kefla-
víkurflugvelli, taka rekstur vall-
arins í eigin hendur, gera upp
við okkur hvers konar iand-
varnir við þyrftum og kosta þær
sjálfir af íslensku almannafé.
í grein í Morgunblaðinu 27. júlí
kastaði ég því ffam að kannski ætti
Sjálfstæðisflokkurinn eftir að hafa
forystu um þetta verkefni. Ég hef
orðið var við að fólki þyki þetta fjar-
stæða og skal því útskýra mál mitt.
Sjálfstæðisflokkurinn?
Það tókst ótrúlega vel á sjötta
áratug liðinnar aldar að uppræta og
bæla andstöðuna gegn hernum í
Sjálfstæðisflokknum. En ef vel er að
gáð hefur vottað þar fyrir hug-
myndum um að hersetan ætti ekki
að verða varanleg.
í afar fróðlegri bók Vals Ingi-
mundarsonar um samskipti ís-
lenskra og bandanskra stjórnvalda
á árunum 1960-74, Uppgjöri við
umheiminn, kemur fram að Bjarni
Benediktsson forsætisráðherra
hafði þetta í huga á síðustu árum
sínum. í áramótaávarpi 1967 sagði
hann að öryggismál íslendinga
þyrftu að vera í sífelldri endurskoð-
un. Síðar stakk hann upp á nefnd
bandarískra og íslenskra embættis-
manna til að ræða varnarmál og
undirbúa aukna þátttöku íslend-
inga í vörnum landsins. Einnig orð-
aði hann að fá erlenda hernaðar-
sérfræðinga, óháða Bandaríkja-
stjórn, til að meta hernaðarmikil-
vægi íslands.
Á utanríkisráðherrafímdi NATO í
Reykjavík 1968 sagði hann að það
færi algerlega eftir mati íslendinga
hve lengi bandarískt herlið dveldist
í landinu og áréttaði þá skoðun á
ráðstefnu í Washinghton á tvítugs-
afmæli NATO árið eftir. Að Bjarni
skyldi helst tala svona á lokuðum
fundum æðstu manna sýnir að
hann var ekki að koma til móts við
vaxandi herstöðvaandstöðu og
andúð á Víetnamstríði Bandaríkja-
manna meðal íslenskra kjósenda.
Hann hefur verið að byrja að undir-
búa brottför hersins.
I ævisögu Ólafs Thors eftir
Matthías Johannessen, sem kom út
1981, vottar líka fyrir þeirri skoðun
að sjálfstæðismanna bíði það hlut-
verk að losa landið við herinn. Þar
segir, í óvæntu samhengi sem
skiptir ekki máli hér (I. bindi, bls.
18): „Til gamans mætti halda þess-
ari skírskotun áfram og ímynda sér,
að öryggisstefnu Islands verði ekki
breytt af öðrum flokkum en þeim,
sem mótuðu hana í upphafi."
Síðustu árin hefég líka
þóst ráða það afýmsu
að sumum sjálfstæðis-
mönnum fyndist komið
mál til að hugsa varn-
armálin upp á nýtt.
Síðustu árin hef ég líka þóst ráða
það af ýmsu að sumum sjálfstæðis-
mönnum fyndist komið mál til að
hugsa varnarmálin upp á nýtt. Nú í
sumar, þegar alvaran virtist blasa
við, er að vísu eins og þeir hafi allir
heykst á því og horfið inn í gamla
kaldastríðsfarið, en tækifærið er
enn til.
Vinstri-grænir?
í Vinstrihreyfingunni - grænu
framboði eru að sjálfsögðu flestir
einlægustu herstöðvaandstæðing-
ar þjóðarinnar. Samt sjást lítil
merki þess að þeir eygi ný tækifæri
í stöðunni eins og hún er nú, þegar
bandarísk stjórnvöld eru fúsari en
nokkru sinni að kalla herinn burt
og efnahagshorfur á íslandi gera
Á LANDSFUNDIVG: (hreyfingunni eru að sjálfsögðu flestir einlægustu herstöðvaand-
stæðingar þjóðarinnar. Samt sjást lítil merki þess að þeir eygi ný tækifæri í stöðunni eins
og hún er nú.
það beinlínis æskilegt fyrir þjóðar-
búið.
Vinstri-grænir hafa ekki efnt til
neinna aðgerða til að knýja stefnu
sína fram, þeir hafa lítið tjáð sig um
málið og sumir jafnvel byrjað að
gera sér nýjar grýlur út af því að
andstæðingar þeirra muni vilja
koma upp íslenskum her þegar sá
ameríski hyrfi. Samt ætti að mega
treysta því að þeir verði dyggir liðs-
menn við hvað sem kann að verða
gert til að draga úr hersetunni.
Samfylkingin?
Fram að þessu hefur Samfylking-
in ekki gert sig líklega til þess held-
ur að brydda á nýmælum í öryggis-
málum okkar. Engu að síður kann
hún að eiga best tækifæri til þess.
Verið getur að hægri- og vinstri-
armur stjórnmálanna séu endan-
lega of fjötraðir af gömlum hugsun-
um til þess að geta átt frumkvæði
að nýjum tökum á málinu.
Samfylkingin á sér aftur á móti
enga gróna herstöðvamálastefnu.
Hún er orðin til úr flokkum sem
voru eins og hundur og köttur í því
máli og hefur því, þó ekki væri ann-
ars en sjálfrar sín vegna, beinlínis
þörf á að finna sér nýja stefnu.
Fram að þessu hefur stefna Al-
þýðuflokksins að vísu ríkt í Sam-
fylkingunni, en það er ekki af því að
þar sé sátt um hana, heldur er það
nokkurs konar biðstaða áður en
tekið er á málinu. En nú er tækifær-
ið komið. Þjóðin bíður eftir nýrri
forystu í öryggismálum.
r Jónasson og Kárahnjúkar
er ábyrgð ríkisstjórnar og Landsvirkjunar
'IDAR IDV 26. SEPT.: Eðlilegt að taka til varna, seglr Þorsteinn m.a. f upphafi greinar sinnar.
ríkisstjórnina - hafi
n þnrfi aö sýna fram á
fyrirtækisins um virkj-
ö fcngju staöist.
in til þcss var aö ná
lakostnaöinum veru-
- á pappírnum cf ekki
;tur til. - Imprcgilo hafi
ö tilboö í samrtcmi viö
virkjunar og veriö „til í
tleik scm Utmlsvirkjun
meö því að láta kostn-
irast bjóöantlanum fyrir
tn. ... Landsvirkjun
fylgdi greinilcga þeirri línu rikis-
stjórnarinnar aö alll væri til vinn-
andí aö keyra kostnaöarveröiö niö-
ur - timabundiö cf ekki vildi betur,
til aö láta Ifta svo ót aö frain-
kvæmdin fengi staöisl."
llvernig væri hægl aö gera þaö
scm ofangreind lýsing fclur í sór?
Útboö og útboösgögn, kostnaðar-
áætlanir, arðsemisútreikningar. yf-
irferö tilboöa og samningagerö
vcgna Káraltnjúkavirkjunar eru
umfangsmikii og fiókin. baö cr
vandscö hvcrnig fámcnnur hópur
stjómcnda gæti hagrætt slíkum
gögnum leynilega.
Hvað meinar Ögmundur?
Fölsun og lögbrot af því lagi scm
Ögmundur heldur fram aö hafi átt
sór stað cru útilokuð ncma slór
hluti þclrra rúmlcga 250 starfs-
manna scm vinna hjá Uindsvirkjun
og fjöldi manns á vcrkfræöislofum
og ráögjafafyrirtækjum úti í bæ
vissu af henni cöa heföu sjálfir látiö
hafa sig út í aö hagræöa niöurstöö-
um, brcgðast trúnaöi og fremja
grafalvarleg albrot. Meinar Ög-
mundur aö allt þctla fólk hafi verjö
þvingað til aö |)cgja yfir þessu eöa
taka þátt í því - eöa á það aö haía
vcriö meö á nótunum og gcrt þctta
af fúsuin og frjálsuin vilja? - Ég licld
aö fáir trúi því.
Ásakanir ekki sæmandi
Taki mcnn ásakanir ögmundar
alvarlega varpa þær skugga á starfs-
hciötir og heílindi stórs hóps
manna. fikki vcröur sóö að sá sem
Fölsun og lögbrot afþví
tagl sem Ógmundur held-
ur fram aö hafi átt sér
stað eru útilokuö nema
stór hluti þeirra rúmlega
250 starfsmanna sem
vinna hjá Landsvirkjun
vissu afhenni.
ber j)ær fram telji aö sá Ijölmenni
hópur scm vann aö undirbúningi
Kárahnjúkavirkjunar hafi til aö
bera sjálfsviröingu og memað i
starfi. J'g (el aö ásakanir af þessu
tagi sóti sfst |>eim sæmandl sem
vcita forystu stærstu iaunþcgasam-
tökum iandsins.
ins yrði þótt ekki fengist það upp-
lýst opinberlega. Þetta var annar
þátturinn sem þurfti að vera í lagi
til að framkvæmdin gæti staðist
samkvæmt yfirlýsingum ríkis-
stjórnarinnar um arðsemi hennar.
Hitt var framkvæmdakostnaður-
inn við virkjunina.
Við útboðið gerðist sá fáheyrði
atburður að fyrir opnun útboða gaf
verkkaupinn, þ.e.a.s. Landsvirkj-
un, það út hvaða tilboðsverða væri
óskað. „Fjórir berjast um 40 millj-
arða verk“ sagði í DV 5. desember
en í grein í Morgunblaðinu 3. des-
ember, fjórum dögum áður en út-
boð voru opnuð, sögðu stjórnend-
ur fjármáladeildar Landsvirkjunar,
GREIN ÞORSTEINS HILMARSSONAR:
Ögmundur segir Landsvirkjun hafa (einu
og öllu, og að því er virðist mótþróalaust,
þjónað ríkisstjórninni
í þessu stórmáli.
Stefán Pétursson og Kristján
Gunnarsson, eftirfarandi: „Lands-
virkjun stendur við fyrri yfirlýsing-
ar um að ekkert bendi til annars en
að Kárahnjúkavirkjun sé mjög arð-
bært verkefni. Enn betri vísbend-
ingar munu fást þar um á næstu
dögum þegar tilboð verða opnuð í
stóra verkhluta." Þetta reyndist
rétt. Er að undra að menn láti sér
detta í hug samráð? Varla eru
mennimir skyggnir. Og viti menn,
Impregilo sem hafði beðið um frest
í málinu og fengið - taldi sig geta
mætt óskum verkkaupandans.
Kostnaðaráætlun Landsvirkjun-
ar var 40,1 milljarður. Impregilo
bauð 34,3 en hin fyrirtækin tvö
sem buðu voru annars vegar með
56,6 milljarða tilboð og hins vegar
58,9 milljarða tilboð. Síðar var til-
boð Impregilo uppfært í 38 miilj-
arða króna. Vert er að nefna í
þessu samhengi að þegar Halldór
Ásgrímsson, formaður Framsókn-
arflokksins, færði Impregilo sér-
stakar þakkir nú í haust, sagði
hann að við mættum ekki gleyma
því að vegna tilboðsins frá fyrir-
tækinu hefði verið hægt að ráðast í
verkið!
Landsvirkjun skuldar lands-
mönnum skýringu
Impregilo er þekkt að því að hafa
á að skipa kunnáttumönnum við
að færa umsamið samningsverð
upp á við vegna „ófyrirséðra at-
vika". Þannig fer því fjarri að ljóst
sé hvert endanlegt kostnaðarverð
verður. Einnig er þekkt ósvífm
framkoma Impregilo gagnvart
verkafólki. En að eins langt yrði
gengið í því efni og raun ber vitni
höfðu heid ég fáir hugarflug til að
ímynda sér. Auðvitað er samhengi
á milli útboðsverðs og mannrétt-
indabrotanna við Kárahnjúka.
f DV-grein minni lýsti ég eftir
ábyrgð og undan henni getur
hvorki ríkisstjórn né Landsvirkjun
vikið sér. Tilboð Impregilo var 40%
lægra en næsta tilboðsgjafa.
Landsvirkjun skuldar ekki aðeins
verkafólki við Kárahnjúka heldur
landsmönnum öllum skýringu á
því í hverju þessi munur felst.
Auðvitað má gagnrýna okkur
sem eigum að veita framkvæmda-
valdinu aðhald fyrir að hafa ekki
krafíst opinberrar rannsóknar á
öllu þessu ferli. Við höfum það
hins vegar okkur til málsbóta að á
íslandi skortir hefð til að skjóta
málum sem þessum til óvilhallrar
rannsóknarnefndar.
Þegar hins vegar upplýsingafull-
trúi Landsvirkjunar reynir nú, án
nokkurs rökstuðnings, að snúa
gagnrýni upp á þann sem gagnrýn-
ir og fært hefur rök fyrir sínu máli
þá þykir mér sem höfuðið sé bitið
af skömminni. í ofanálag er látið
að því liggja að vegið sé að 250
starfsmönnum Landsvirkjunar!
Slík ummæli dæma sig sjálf.
Vændiskonur í
vondum málum
8
E
E
JFrumvarp um að gera kaup á
vændi ólögleg] mun þurrka út
hluta eftirspurnareftir vændi, en
sú eftirspurn kemur frá „góðum
kúnnum', þeim sem eru löghlýðn-
ir, greiða uþþgefið verð og eru lík-
legri til að þiggja einfaldari þjón-
ustu án ofbeldis. Eftir stendur eftir-
spurn þeirra sem hafa einbeittan
brotavilja þegar kemur að kaup-
um á kynlífsþjónustu. Með minni
eftirspurn lækkar verðið og sam-
keppni milli hinna sem feta inn á
þessa óheillabraut harðnar."
Guðrún Johnsen á Tíkinni.is.
Aftur inn í Danaveldi
„Nú er rétti tíminn fyrir okkur
til aö fara þess á leit aö Margrét
Þórhildur gerist drottning (s-
lands og í fyllingu tímans mun
þá Friðrik prins verða konungur
okkar. [...]
Ekki er verra
að Friðrik
skyldi sækja
sér kvon-
fang til
Tasmaníu
en þar lést á
sínum tíma
Jörundur
nokkur
Hunda-
dagakóngur. Þvi miður bendir
ekkert til þess að væntanleg
Danadrottning sé afkomandi
hans en það hefðu verið ný rök í
málinu."
Kristjdn Jónsson í Viðhorfsgrein
íMorgunbiaðinu.
Stefán Jón ekki í
kammersveit
„[Ég hef] sagt Stefáni [Jóni
Hafsteinj að mér fyndist hann
Steinunn Birna Ragnarsdóttir.
vinna eins og einleikari sem
krefðist þess að allir fylgdu sér
skilyrðislaust, en ekki kamm-
ermúsikant sem hlutsaði eftir því
sem meðleikarar hans væru að
gera og tæki mið af því. Ef til vill
hélt hann að ég væri að hrósa
honum. Svo var ekki."
Steinunn Birna Ragnarsdóttir
um afsögn sina sem varaborgar-
fuiitrúi fyrir R-listann og varafor-
maður Menningarmáianefndar
Reykjavíkurborgar, iaðsendri
grein í Morgunbiaðinu.
Margrét Þórhildur.