Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 22.10.2003, Blaðsíða 15
“b MIÐVIKUDAGUR 22. OKTÓBER 2003 MENNING 15 Menning Leikhús ■ Bókmenntir ■ Myndlist ■ Tónlist ■ Dans Umsjón: Silja Aðalsteinsdóttir Netfang: silja@dv.is Sími: 550 5807 Endurfundir BÓKMENNTIR: I kvöld kl. 20 heldur Franíois-Xavier Dill- mann, prófessor við Sorbonne- háskóla, fyrirlesturinn „Endur- fundirfranskra bókmennta- manna við fornnorræn fræði" í húsakynnum Alliance fran^aise, Tryggvagötu 8, 2. hæð. Hann talar á frönsku. Dillmann hefur þýtt Snorra-Eddu og Heimskringlu á frönsku (útgefið af Gallimard). Hann stjórnar einnig útgáfu tímarits um nor- ræn fræði sem ber heitið Prox- ima Thulé. Dillmann mun taka fyrir helstu þætti sem varða endurfundi franskra bók- menntamanna við fornnorræn fræði og staldra við fyrstu þýð- ingar Snorra-Eddu og Islands- leiðangur Pauls Gaimards í fylgd Xaviers Marmiers árið 1836. Tíl Haag DANS: Á morgun heldur Islenski dansflokkurinn á Holland Dance Festival í Den Haag þar sem hann mun sýna ásamt nokkrum virtustu dansflokkum heims. Flokkurinn sýnir þrjú verk á há- tíðinni, Elsu eftir Láru Stefáns- dóttur, Stingray eftir Katrínu Hall og Match eftir Lonneke Van Leth. Sjá httþ://www.hollanddance- festival.com/WEB/actions.htm Útgáfuhátíð BÓKMENNTIR: I tilefni af út- komu skáldsögunnar Landslag er aldrei asnalegt eftir Berg- svein Birgisson heldur bókafor- lagið Bjartur útgáfuhátíð á Súfistanum í kvöld kl. 20.30. Þar mun höfundurinn lesa úr verl - inu, auk þess sem Súkkat flytur nokkur lög af sínum kunna skörungsskap. Aðgangur er ókeypis og öllum heimill. „Stórsonur lítillar þjóðar" MARGT SEM KOM Á ÓVART: Gísli Pálsson, prófessor í mannfræði við Háskóla (slands, sem sendi nýlega frá sér bókina Frægð og firnindi - Ævi Vilhjálms Stefánssonar. DV-mynd Pjetur ímynd og afrek Vilhjálms Stefánssonar landkönnuðar og heimskautafara hafa alltaf verið sveipuð Ijóma í huga íslensku þjóðarinnar. Vilhjálmur er hetjan sem tókst á við norðurheimskautið og sigraði. „Það var ýmislegt sem kom á óvart þegar ég fór að huga að ævi Vilhjálms," segir Gísli Páls- son, prófessor í mannfræði við Háskóla fs- lands, sem sendi nýlega frá sér bókina Frægð og firnindi-Ævi Vilhjálms Stefánssonar. I bók- inni rekur Gísli ævisögu Vilhjálms Stefánsson- ar og skyggnist á bak við goðsögnina um land- könnuðinn heimsfræga og segir meðal annars frá samlífi hans og inúítakonunnar Panniga- blúk og syninum Alex sem Vilhjálmur er fáorð- ur um í ritum sínum. Fyrsti íslenski mannfræðingurinn „Ég held að ég hafi vitað af Vilhjálmi ffá því ég var unglingur," segir Gísli. „Hann blundaði í undirmeðvitundinni á námsárunum, án þess að ég hefði gefið honum sér- stakan gaum. Ég gerði ráð fyrir að hann væri fyrsti íslenski mannffæðingurinn, þótt hann væri fæddur og uppalinn í Vest- urheimi, og fyrsti maðurinn til að kynna íslendingum mann- fræði og menningu inúíta að einhverju marki.“ Gísli segir að það sé skilgrein- ingaratriði hvort Vilhjálmur hafi verið íslenskur eða ekki. „Hann talaði fslensku, lagði rækt við landið og heimsótti það nokkrum sinnum. Hann gegndi mikilvægu hlutverki fyrir sjálfs- mynd landsmanna þegar sjálf- stæðisbaráttan stóð sem hæst. í einni fyrirsögninni var hann sagður „stór sonur lítillar þjóð- ar“. íslendingtnn var annt um að hann væri einn af þeim." Vilhjálmur fæddist í Árnesi í Manitoba 1879 og lést 1962. Hann var sonur hjónanna og vesturfaranna Jóhanns Stefáns- sonar og Ingibjargar Jóhannes- dóttur. „Verk Vilhjálms, sem voru þýdd á íslensku, nutu mikilla vinsælda og voru gefin út sem mánaðarit sem almenningur keypti, eins og Andrés önd síðar meir, en seinna voru ritin gefin út í nokkmm bókum sem vom til á mörgum heimilum." Óvæntar upplýsingar Gísli segir að fyrstu alvörukynni sín af Vil- hjálmi hafi verið þegar hann efndi til ráðstefnu í Bandaríkjunum um mannfræði íslands. „í tengslum við ráðstefnuna varði ég nokkmm tíma í að kanna sögu íslenskrar mannfræði og þar sem Vilhjálmur var í vissum skilningi fyrsti íslenski mannfræðingurinn fannst mér sem ég þyrfti að gera honum einhver skil. Hann lærði guðfræði í Iowa en síðan mannfræði við Harvardháskóla." Að sögn Gísla var Vilhjálmur að mörgu leyti merkileg persóna. Hann var þekktastur fyrir landkönnun, áræðinn og dugmikill ferðalang- ur sem fann eylönd og kortlagði hluta af norð- urhjaranum. „En ég spurði sjálfan mig hvort hann hefði lagt eitthvað af mörkum sem mannfræðingur." Þegar Gísli var í leyfi ásamt fjölskyldu sinni í Iowa árið 1987 gafst honum kostur á að ræða við June Helm, kunnan sérfræðing á sviði mál- efna norðurslóða. „Ég spurði Helm hvert væri framlag Vilhjálms til fræðanna og hvort hann hefði sagt eitt- hvað af viti um inúíta, norður: slóðir og mannfræði. í miðju viðtalinu skýrði Helm frá því að hún hefði starfað með syni Vil- hjálms í tvö sumur norður í Alaska og það kom mér á óvart. Mér var ekki kunnugt um að hann hefði átt fjölskyldu eða son þarna norður frá.“ Þessi nýja vitneskja vakti at- hygli Gísla og hann segist hafa farið að leita að upplýsingum um son Vilhjálms. „í fyrstu hélt ég jafnvel að þetta væri mis- skilningur en gerði lítið til að staðfesta eða hrekja söguna. Smátt og smátt fór svo að reka á fjörur mína upplýsingar um þessa inúítaljölskyldu frá kunn- ingjum og kollegum vestanhafs og áhuginn óx. Síðar kom ég auga á margt annað forvitnilegt sem tengdist lífi Vilhjálms og sem ekki var síður skemmtilegt að glíma við.“ Hjón að hætti inúíta Gísli segir að Vilhjálmur hafi búið með inúítakonu sem hét Pannigablúk, nánast eins og eiginmaður, „að minnsta kosti samkvæmt skilgreiningu inúíta." Vilhjálmur og Pannigablúk bjuggu saman af og til á sjö til átta ára tímabili og eignuðust soninn Alex Stef- ánsson árið 1910. Þegar Vilhjálmur fór af vett- vangi 1918 hafði hann kennt syninum að lesa og skildi eftir, að því er virðist, nokkra fjárupp- hæð til að létta fjölskyldunni lífið. „Ég hef líka nokkuð áreiðanlegar heimildir fyrir því að Vilhjálmur hafi greitt reikninga fjöl- skyldunnar hjá Hudson Bay-féiaginu í nokkur ár eftir að hann yfirgaf hana. Það ber hins veg- ar að hafa í huga, vilji menn fella dóma yfir Vil- hjálmi, að hugmyndir inúfta um faðemi og for- eldraábyrgð fara ekki alltaf saman við þær hugmyndir sem setjum vanalega á oddinn.“ Gísli segir að Vilhjálmur hafi gefið út bama- bók sem heitir Kak og margir íslendingar af eldri kynslóðinni þekki. „í bókinni segir frá inúítadreng og hvítum aðkomumanni og að- stæður eru sláandi líkar þeim sem Vilhjálmur og inúítafjölskylda hans bjuggu við. Það er eins og Vilhjálmur sé að skrifa um inúítafjölskyld- una og brottför sína undir rós.“ Varð að halda áfram Gísli segist hafa unnið síðustu tvö árin kerf- isbundið að ritun ævisögunnar þótt efnissöfn- un hafi tekið mun lengri tíma. „Hugmyndin kom upp þegar ég var að ljúka við útgáfu dagbóka Vilhjáims. Ég hélt reyndar að afskiptum mínum af honum væri að mestu iokið þegar hér var komið sögu og ég gæti snú- ið mér að öðru, en það var af og frá. Mér fannst ég hafa svo mikið af forvitnilegu efni milli handanna að ég yrði að halda áfram og gera Vilhjálmi góð skil á íslensku.“ Þegar Gísli er spurður hvort hann sé búinn að gera Vilhjálmi þau skil sem hann ætlar sér brosir hann og segir að sig langi til að koma bókinni út á ensku og að honum sé enn að ber- ast ný vitneskja um Vilhjálm sem hann vænt- anlega setji í þá bók. „Þetta var margbreytileg persóna sem lifði ævintýralegu lífi og það verður aldrei hægt að gera honum endanleg skil. Nafn hans er sveip- að ljóma landkönnunar en undir niðri leynist rómantískur fræðimaður með skáldadrauma, barn si'ns tíma, sem var staðráðinn í að verða heimsfrægur.“ kip@dv.is FRÆGÐ OG FIRNINDI: Goðsagan um Vilhjálm Stefánsson er sveipuð Ijóma og segir frá umdeildum æv- intýramanni. „Undir niðri leynist rómantískurfræðimaður, barn síns tíma, sem ætlaði sér að verða heimsfrægur." Og enn rísa stjömur TÓNLISTARGAGNRÝNI Sigfríður Björnsdóttir Salurinn í Gerðubergi fylltist síðasdiðinn sunnudag af gestum. Á sviðið stigu tvær lista- konur, Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir messó- sópran og Inese Klotina píanóleikari sem báð- ar hafa þegar getið sér mjög gott orð. Tónleik- ana tileinkuðu þær minningu Þorgerðar Sig- urðardóttur myndlistarkonu. Viðfangsefnið í verkunum, sem flutt voru að þessu sinni, var ástin eins og oftast er í ljóða- söng og fengu gestir fjölbreyttan skammt af birtingarformum hennar í bæði ljóði og lagi. Tónleikarnir hófust á þremur íslenskum lög- um og þar mátti strax heyra hversu mikla vinnu listakonurnar höfðu lagt í túlkun sína, dýpt hennar og samhæfingu. Þannig var lagið Hjá lygnri móðu eftir Jón Ásgeirsson hrffandi ferskt í meðfömm þeirra. Byrjunin ákveðin og svo vaxandi einlægni og minni raddstyrkur í þessu eintali sálarinnar. Píanóleikurinn kom skemmtilega á óvart. Tilfærslur á áherslum í undirleik sköpuðu sveiflu sem erfitt er að trúa að hafi alla tíð verið fólgin í verkinu. í Brúð- kaupinu eftir Jón Laxdal hefði framburður get- að verið betri og píanóhlutinn bauð ekki upp á ferska meðferð, en samt var margt vel gert. Túlkunin á Vöggukvæði Emils Thoroddsen var aftur óvænt, nokkuð hröð en fallega unnin. Úr íslensku lögunum var horfið til megin- landsins fyrir rúmri öld og sungin valin lög úr Spænsku ljóðabókinni eftir Hugo Wolf. Text- arnir em þrjár ólíkar smámyndir sem allar geyma mikinn harm, litaðan sterkri ástarþrá. Lögin em stórkostlegar tónsmíðar þar sem ferðast er í litrófi tilfinninganna að baki orð- anna og túikunin krefjandi. Guðrún Jóhanna og Inese náðu feiknavel saman f stundum létt- úðugri túlkun en búast hefði mátt við, sem þó var mjög sannfærandi. I síðasta laginu, Megi allar illar tungur, flaut röddin svo náttúmlega undir lokin að unun var á að hlýða. Guðrún Jóhanna hefur mjög vel þjálfaða og fallega litaða rödd og tónninn er hreinn og Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir. DV-mynd ÞÖK kraftmikill. Hún býr yfir mikilli túlkunargleði og gjafmildi hennar er hrífandi. Hvort vett- vangur hennar sem söngkonu verður á óperu- sviði eða við ffekari flutning ljóða er of snemmt að segja um, en alveg ljóst að hið fyrr- nefnda myndi ekki henta henni illa. Hvað varðar ljóðin þá mátti aðeins merkja í lögunum eftir Alban Berg að erfitt getur verið að hemja hina persónulegu leikrænu. Hið dá- samlega dularfulla lag Nótt geymir ítrekuð að- vömnarorð - Gib acht! Gib acht! - og þar er að- vömnin ekki aðeins inngreypt í texta heldur hefur Berg smíðað Júna óljósu hættu inn í tón- bilið sem ber þessi orð. Of persónuleg túlkun getur skyggt á þessa innbyggðu meiningu, jafnvel örlftið of mikið tilfinningalega litaður tónn getur falið hættuna sem felst í sjálfri ferð- inni milli tónanna. Næturgalinn var mjög vel fluttur og þar opnaðist rödd Guðrúnar Jó- hönnu lfkt og rósirnar sem sungið var um. Síðari hluti tónleikanna var helgaður söngvasveig eftir Grieg við átta ljóð eftir Arne Garborg um stúlkuna sem elskar svo heitt á heiðinni, Haugtussa. Og þær Guðrún Jóhanna og Inese fóm hreint á kostum. Lögin geyma al- gleymi ástarsælunnar, barnslega kátínu þess sem ástin nærir, viðkvæmni hinna fyrstu skrefa, svikin og vonleysið. Og hversu mörg sem orðin geta orðið um magnaða sekvensana í fyrsta laginu og hárfínan tóninn í lokin, leik- inn í BláberjaJilíðinni og kraftinn í Kiðlinga- dansinum þá skyggir ekkert á frábær tök þeirra á síðasta laginu, Við lækinn. Túlkunin svo kyrr- lát og fögur í byrjun, kvölin svo augljós og ágeng þegar á líður og loks bænin um frið eða dauða í lokin svo einlæg að til tíðinda verður að teljast. Píanóleikur Inese Klotina var hreint frábær. Leiknin óaðfinnanleg, mýktin áfeng og túlkunin djörf. Ljóst er að þessar ungu konur eru rísandi stjörnur á næturhimni listarinnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.